Morgunblaðið - 01.10.1980, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
„Geriþe
Innileg sannfæring
Stjórnmálaflokkar, sem í raun eru andvígir hinu lýðræðis-
lega stjórnkerfi, leggja sig að sjálfsögðu fram um að leyna
þeirri andstöðu sinni, á meðan þeir eru að komast til valda í
lýðræðiskerfinu. Á sínum tíma sagði Lenín, að kapítalistarnir
myndu selja kommúnistum reipin, sem þeir yrðu síðan sjálfir
hengdir í. Afstaða kommúnista til lýðræðisskipulagsins er
svipuð: Þeir vona, að fyrir tilverknað þess nái þeir þeim völdum,
sem síðan geri þeim kleift að útrýma frjálsu vali fólksins á
stjórnendum sínum. í valdabaráttu sinni syngja fáir lýðræðinu
meira lof en kommúnistar og fáir eru uppnæmari fyrir því, sem
þeir telja aðför að lýðræðinu í öðrum löndum en þeir — svo
framarlega sem ekki er um sósíalísk lönd að ræða.
Ef til vill er það til marks um þau tök, sem Alþýðubandalagið
telur sig hafa náð í íslensku þjóðfélagi, að fulltrúar þess fara
ekki lengur í felur með aðdáun sína á sovét-skipulaginu og
harðstjóranum Stalín. Hollustueiðar Jóns Múla Árnasonar
útvarpsþular í garð Sovétríkjanna og Stalíns í sjónvarpsþætti
síðastliðið föstudagskvöld voru fram bornir af innilegri
sannfæringu. Jóni Múla varð ekki einu sinni orðfall, þegar hann
leitaðist við að réttlæta hreinsanirnar miklu á þriðja áratugn-
um. Og í sömu andrá hallmælti hann Salvador Állende fyrir að
hafa ekki drepið alla andstæðinga sína í Chile, að því manni
skildist. Hvernig ætli kommúnistar á Íslandi ræði um
stjórnmálaandstæðinga sína á sellufundum sínum?
Jón Múli Árnason situr fyrir Alþýðubandalagið í útvarpsráði
og er kallaður. til fundarstjórnar á þess vegum, þegar mikið
liggur við og ætlunin er að ná til sem flestra flokksmanna.
Raunar staðfesti Jón Múli Árnason þann feluleik, sem
Alþýðubandalagið er jafnan í og telur forsendurnar fyrir
lýðhylli sinni, þegar hann lét svo í umræðuþættinum sem
honum kæmi Alþýðubandalagið ekkert við. Segja má, að þau
viðbrögð hafi þó gefið til kynna, að innan flokksins hafi ekki
verið opinberlega samþykkt ennþá að kasta grímu lýðræðisást-
arinnar.
Kommúnistarnir í Alþýðubandalaginu hafa státað sig af því,
eftir að hugtakið „Evrópukommúnismi" var uppfundið til að
gefa það meðal annars til kynna, að kommúnistaflokkarnir á
Vesturlöndum væru ekki algjörlega ofurseldir Moskvuvaldinu,
að þeir hefðu orðið fyrstir til að iðka „Evrópukommúnisma". I
þessu sjálfshóli felst viðurkenning á því, að Alþýðubandalagið
sé að upplagi kommúnistaflokkur. „Evrópukommúnisminn" er
lítið annað en tískufyrirbrigði til að leika á lýðræðiskerfið eins
og nafnbreytingarnar á Kommúnistaflokki íslands. Franski
kommúnistaflokkurinn undir forystu Georges Marchais hefur
þannig snúið baki við fyrirbærinu og tekið höndum saman við
Kremlverja að nýju, síðast með því að lýsa velþóknun sinni á
innrásinni í Afganistan. Ekki hafa borist fregnir af því, að
franskir kommúnistar hafi endurvakið Stalínsdýrkunina, enda
er hún ekki að skapi Kremlverja. Eftir brautryðjendastarfið í
þágu „Evrópukommúnismans" ætlar Alþýðubandalagið ef til
vill nú að skipa sér í fylkingarbrjóst baráttunnar fyrir
endurreisn Stalíns?
Hvers vegna þessi leynd? j
*
Olafur Jóhannesson utanríkisráðherra hitti Jimmy Carter
Bandaríkjaforseta og Walter Mondale varaforseta Banda-
ríkjanna að máli í Washington í síðustu viku. Að sögn
ráðherrans var aðeins um kurteisisviðræður að ræða og skal það
ekki dregið í efa. Hitt vekur undrun, að ekki skuli hafa verið
skýrt frá því fyrirfram, að utanríkisráðherra ætlaði að hitta
æðstu menn Bandaríkjanna að máli.
Af Morgunblaðsins hálfu var til dæmis leitað fregna af
ferðum utanríkisráðherra hjá sendiráði íslands í Washington
daginn áður en hann fór í Hvíta húsið og þá fengust aðeins þær
upplýsingar, að ráðherrann myndi ræða við fulltrúa utanríkis-
ráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins. Sú spurning vaknar,
hvort ieyndin yfir fundinum með forsetanum hafi verið talin
nauðsynleg til að forða því, að Guðrún Helgadóttir, alþingis-
maður, eða aðrir úr stuðningsliði ríkisstjórnarinnar gætu hótað
slitum á stjórnarsamstarfinu, ef af fundinum yrði. Margt bendir
til þess, að nú sé svo komið í stjórnarherbúðunum, að ýmsir
þingmenn geti ekki stutt ríkisstjórnina nema ráðherrarnir
hætti að sinna skyldum sínum. Líklega er það af þessum sökum,
sem ráðherrarnir hafa tekið upp þær aðferðir að gera ekki neitt,
starfa á laun eða brynja sig með fullyrðingum um að þeir einir
vltÁPökrí£k*u.«utt»>auiiuu uuiiiiuu.auix.u«-*<■»
Wajrner »k félanar yfir Laugardalnum rétt fyrir lendingu á Reykjavikurfiug-
wlH. Ljósm. Kristján.
Wajjner kominn ofan af flujívélinni ok þerrar auKun. Upp við fluKvélina stendur
HolKer Groth (með yfirvaraskeKK) fluKmaður. Ljó«m. Ól.K.M.
Þessi mynd Kefur KÓða huKmynd um stöðu WaKners i Krindinni ofan á
fluKvélinni. RAX.
Þjóðverjarnir koma inn yfir MiklatorK til lendinKar á braut 25 á Reykjavíkur-
fluKvelli- Ljósm. Kristján.
Jú, það er ekki laust við að mér sé
svolítið kalt, einkum á höndunum, en
éK verð orðinn eldhress eftir hálf-
tíma,“ sagði þýzki ævintýramaðurinn
Jaromir Wa^ner í spjalli við Mbl.
stuttu eftir að hann kom til Reykja-
víkurfluKvallar á mánudag, eftir að
hafa setið utan á lítilli flugvél í sex
klukkustundur frá Færeyjum. Wagner
hefur setið á þaki vélarinnar frá
Lútzellinden við Frankfurt, og héðan
er ætlunin að fljúga til New York í
fjórum áföngum um Kulusuk, Narss-
arssuaq og Goose Bay. Vélinni, sem er
af gerðinni Brittennorman Islander,
fljúga tveir flugmenn og er ekkert
samband milli þeirra og Wagners ef
undan er skilinn lítill baksýnisspegill
sem flugmennirnir sjá Wagner í. En
ef nauðsyn bæri til gætu þeir tekið
Wagner inn um lúgu á þaki vélarinn-
ar. Lúgan var innsigluð við brottför-
ina frá Þýzkalandi á laugardag.
„Ég geri þetta bara í gríni,“ sagði
Wagner er við spurðum hann hver
væri tilgangurinn með þessu óvenju-
lega uppátæki, að sitja ofan á flugvél
tæplega níu þúsund kílómetra vega-
lengd frá Frankfurt til New York.
„Takmarkið er að verða fyrstur
manna til að ferðast yfir Atlantshafið
á þennan hátt,“ bætti Wagner við.
Wagner og félagar hans, Holger
Groth og Olbin Lang lögðu upp í
ferðalag sitt árla síðastliðinn laugar-
dag og flugu í einum áfanga til
Aberdeen í Skotlandi, voru á lofti í sex
og hálfa klukkustund en flugvélin
hefur 10 klst. flugþol. Þaðan ætluðu
þeir í einum áfanga til íslands, en
lentu í Færeyjum vegna veðurs. Veð-
urhæð var mikil í Færeyjum er þeir
lögðu af stað til íslands, nánast
stormur, því 40 hnúta vindur var á
flugvellinum í Vogi. Áttu flugmenn-
irnir í erfiðleikum í flugtakinu, svipti-
vindar gerðu þeim erfitt fyrir að eigin
sögn, en allt fór vel að lokum og þeir
klifruðu upp í sex þúsund feta hæð og
flugu í þeirri hæð þar til að þeir áttu
skammt ófarið til Reykjavíkur.
„Við vorum komnir í frost í 1.500
feta hæð og í sex þúsund fetunum var
fimm stiga frost,“ sagði Holger Groth
flugstjóri, hávaxinn náungi. Ég er vel
klæddur og fann ekkert fyrir kuldan-
um fyrr en undir lokin,“ sagði Wagner
og renndi niður hverjum rennilásnum
af öðrum til að sýna blm. hversu vel
hann væri klæddur. Yzt fata var hann
í þykkum leðursamfestingi, sem
merktur var í bak og fyrir, þar fyrir
innan í froskmannsbúningi, þá öðrum
leðursamfestingi, og loks ullarpeysu
með rúllukragapeysu og ullarbrókum.
Heilmikinn hjálm bar Wagner á höfði.
15 vindstig í fangið
Jú, það tekur talsvert í og reynir á
mann að standa svona upp á flugvél,
þótt ekki sé flogið nema á 80 hnútá
m IWfc' «|>ii> WtHt m>> Hhm. %.m mm m rr~m