Morgunblaðið - 01.10.1980, Qupperneq 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980
Ipswich er enn efst
Ipswich heldur áíram ótrú-
legri sigurgöngu sinni í 1.
deildar keppninni i Englandi.
en liðið sigraði Úlfana 2—0 á
útivelli á laugardaginn. Ips-
wich hefur aðeins tapað einu
stigi í átta umferðum og er það
með ólikindum góður árangur.
Liðið hefur nú fjögurra stiga
forystu f deildinni. hefur 15
stig. en þrjú lið hafa hlotið 11
stig hvert. Liverpool. Everton
og Aston Villa. Telja verður víst
að einhver lið, svo sem Liver-
pool, Everton. Forest og Man-
chester Utd. veiti Ipswich verð-
uga keppni þegar þau hafa náð
sér betur á strik. Má fullvíst
telja að Ipswich tapi einhverju
af stigum á næstunni og má þar
benda á. að stutt er í leik
Liverpool og Ipswich á Anfield í
Liverpool. Af öðrum leikjum
bar mest á leik Manchester-
liðanna á Old Trafford. Þar var
United tæpri mínútu frá sigri.
en heldur hefði það verið ósann-
gjarnt vegna þess að siðara
mark liðsins Iyktaði illilega af
rangstöðustybbu. En skoðum
nú úrslit leikja i 1. deild.
Arsenal — Forest 1—0
Coventry—Everton 0—5
Palace—A.Villa 0—1
Leicester—Tottenham 2—1
Liverpool — Brighton 4 — 1
Manch.Utd —Manch.City 2—2
Norwich — Birmingham 2—2
Stoke—Middlesbrough 1—0
Sunderland —Leeds 4 — 1
WBA—Southampton 2—1
Wolves— Ipswich 0—2
Úlfarnir fóru hroðalega með
nokkur galopin marktækifæri
framan af leiknum gegn efsta
liðinu Ipswich. Leikmenn Ips-
wich refsuðu þeim grimmilega
með því að skora úr tveimur
skyndiupphlaupum. Alan Brazil
skoraði fyrra markið og Poul
Mariner það síðara. í síðari
hálfleik sóttu Úlfarnir sem fyrr,
en þá gaf vörn Ipswich mun
færri færi á sér.
Everton og Liverpool unnu
mjög stóra og örugga sigra um
helgina og er merkilegt hvernig
lið Everton hefur smollið saman
að undanförnu. Liðið sótti Cov-
1. DEILD
Ipswich 8 7 1 0 16 3 15
Liverpool 8 4 3 1 18 7 11
Everton 8 5 1 2 16 7 11
Aston Villa 8 5 1 2 9 7 11
NottfnKh. Forest 8 4 % 2 15 6 10
Sunderland 8 4 2 2 14 6 10
Southampton 8 4 2 2 14 9 10
Arsenal í 1 < i : 2 210 7 10
Manch. llnited 8 2 5 1 11 4 9
West Bromwich 8 3 3 2 9 9 9
Tottenham 8 2 4 2 9 9 8
MiddlesbrouKh 8 3 2 3 10 12 8
Stoke Cfty 8 3 2 3 9 15 8
Birminxham 8 1 5 2 11 12 7
Coventry 8 3 1 4 8 13 7
Brixhton 8 2 2 4 11 15 6
teieester 8 3 0 5 6 15 6
Norwich Clty 8 2 1 5 11 16 5
Wolverhampton 8 2 1 5 5 10 5
Manchester Clty 8 0 4 4 10 18 4
Leeds llnited 8 1 2 5 6 16 4
Crystai Palace 8 1 0 7 10 22 2
2. DEILD
Blackhurn 8 6 2 0 14 4 14
West Ilam 8 5 2 1 15 6 12
Notts County 8 5 2 1 13 10 12
Sheffield Wed. 8 5 1 2 11 7 11
Swansea 8 3 3 2 12 9 9
Oldham 8 3 3 2 8 5 9
Derby County 8 4 1 3 9 10 9
Newraatle 8 3 3 2 7 10 9
Orient 8 3 2 3 12 11 8
Wrexham 8 3 2 3 10 9 8
Chelsea 8 2 4 2 12 12 8
Luton Town 8 3 2 3 8 10 8
Bolton 8 2 3 3 10 9 7
Cardiff 8 3 1 4 12 14 7
Preston 8 1 5 2 5 7 7
Shrewsburv 8 2 3 3 8 12 7
Queens Park R. 8 2 2 4 11 7 6
Watford 8 3 0 5 11 14 6
Grlmsby 8 I 1 4 1 3 4 8 6
Camhridxe 8 2 1 5 9 12 5
Bristol Rovers 8 0 5 3 4 11 5
Bristol City 8 0 3 5 3 11 3
entry heim og Coventry hefur
unnið góða sigra að undanförnu.
En liðið átti aldrei möguleika
gegn Everton sem var í miklum
ham. Peter Eastoe og Bob Latch-
ford skoruðu tvívegis hvor fyrir
Everton og útherjinn Joe Mc-
Bride það fimmta. Á sama tíma
lék Liverpool á heimavelli gegn
Brighton og hafði algera yfir-
burði. Liðinu tókst þó aðeins að
skora einu sinni í fyrri hálfleik
og var það einkum tvennu að
þakka markvörslu Graham
Mosely og klaufaskapar fram-
herja Liverpool. Graeme Soun-
ess skoraði fyrsta markið og
hann bætti öðru við í síðari
hálfleik. Þá skoruðu einnig þeir
Terry McDermott (víti) og David
Fairclough fyrir Liverpool, en
Brian Horton svaraði fyrir
Brighton.
Stórleikur var á Old Trafford,
þar sem Manchester-liðin bitust
um stigin. City hefur enn ekki
unnið deildarleik, en nældi sér
þó í stig gegn nágrannaliðinu
sem er heldur ofar á töflunni.
Steve Coppell náði forystunni
fyrir United á 30. mínútu, en
skömmu síðar svaraði Kevin
Reeves fyrir City. Þannig stóð í
hálfleik, 1—1. Síðari hálfleikur
var ekki gamall, er bakvörður
MU, Arthur Albiston, skoraði
merkilegt mark. Bæði var það
fyrsta mark sem pilturinn skor-
ar fyrir lið sitt, auk þess þótti
vera um borðliggjandi rangstöðu
að ræða. Albiston lék fram undir
vítateig City og voru eigi færri
en þrír framherjar MU rang-
• Garry Birtles N-Forest er
markhæstur i Englandi með 9
mörk i deild og deildarbikar.
Garry Shaw (annar frá vinstri) skorar sigurmark Villa gegn Leeds
fyrir nokkru. Hann skoraði sigurmark Villa gegn Palace
á laugardaginn.
stæðir er skot bakvarðarins reið
af. Knötturinn straukst meira að
segja við einn þeirra á leiðinni í
netið. Töldu allir að um rang-
stöðu væri að ræða nema dómar-
inn sem benti umsvifalaust á
miðjupunktinn og blés í flaut-
una.
Aston Villa stóð af sér mikla
stórsókn botnliðsins Crystal Pal-
ace og þegar fáar mínútur voru
til leiksloka skaust Garry Shaw
fram völlinn og skoraði sigur-
mark Villa úr eina umtalsverða
færinu sem liðið fékk. Villa er
því enn í hópi efstu liða deildar-
innar, en af mörgum ekki talið
munu vera þar til langframa,
þar sem framlína liðsins þykir
ekki nógu beitt.
Lið Southampton og Totten-
ham virðast einungis vera loft-
bólur og greinilegt að spár um
frama þeirra liða í vetur eru
fallvaltar. Bæði liðin töpuðu á
útivöllum um helgina. Totten-
ham steinlá fyrir Leicester sem
hafði tapað tveimur síðustu
leikjum sínum samanlagt 0—10.
Leikmönnum Tottenham hafði
ekki lánast að skora mark fjóra
leiki í röð, en því kippti Ricardo
Villa í liðinn er hann náði
forystunni fyrir Tottenham
snemma í síðari hálfleik. En
leikmenn Leicester tóku á hon-
um stóra sínum, Bobby Smith
jafnaði og sex mínútum fyrir
leikslok skoraði David Buchanon
sigurmarkið með góðu skoti af
20 metra færi. Southampton
skoraði einnig fyrsta markið í
leiknum er liðið mætti WBA,
Charlie George var þar að verki.
En tvö falleg mörk frá Ally
Brown færðu WBA sanngjarnan
sigur.
Leikur Arsenal og Forest var
mjög daufur og þar réði varnar-
leikurinn ríkjum. Eina mark
leiksins, sigurmark Arsenal,
skoraði Graham Rix seint í
leiknum. Hann skaut þá á mark
Forest af löngu færi. Peter
Shilton var eitthvað annars hug-
ar og þrátt fyrir að hann næði að
góma knöttinn, var það um
seinan, þar sem dómari og línu-
vörður voru sammála um að
knötturinn hefði farið inn fyrir
marklínuna áður en Shilton
gómaði hann.
Hollenski leikmaðurinn Loek
Ursem skoraði sigurmark Stoke
gegn Middlesbrough. Skallaði
hann glæsilega í netið snemma í
leiknum og þrátt fyrir stórsókn
Boro það sem eftir lifði leiksins,
fékk ekkert bitið á vörn Stoke,
sem heldur hefur braggast er á
haustið hefur liðið. Norwich og
Birmingham áttu með sér fjör-
uga markaviðureign. Norwich
náði tvívegis forystu með mörk-
um Graham Paddon og Justin
Fashanu, en Birmingham jafn-
aði verðskuldað í bæði skiptin,
Alan Ainscow og Frank Worth-
ington skoruðu mörk Birming-
ham, sem lék lengst af betur en
Norwich.
Pop Robson skoraði tvívegis
gegn Leeds United, sem nú er í
hættulegri stöðu í neðri hluta
deildarinnar. Robson gamli
komst loks í lið Sunderland
vegna þess hve daufir framherj-
ar liðsins hafa verið að undan-
förnu. Og gamli maðurinn sýndi
hvernig á að skora og gerði út
um leikinn fyrir Sunderland
strax í fyrri háifleik. Sunderland
hafði tapað þremur heimaleikj-
um í röð, en sýndi þarna allar
sínar bestu hliðar. Derek Parl-
ane minkaði muninn fyrir Leeds
í síðari hálfleik, en Sunderland
svaraði því með tveimur mörk-
um í viðbót, Garry Rowell og
Alan Brown skoruðu.
í annarri deild bar helst til
tíðinda, að Blackburn jók forskot
sitt í tvö stig með sigri sínum
gegn Wrexham á útivelli. Dunc-
an McKenzie skoraði sigurmark-
ið. Annars urðu úrslit í 2. deild
sem hér segir:
Bristol Rov. 0—Newcastle 0
Cambridge 1 (Finney) — West
Ham 2 (Goddard og Cross)
Grimsby 0 — Luton 0
N.County 4(Kelly, McCulloch,
O’Brien, Hooks)—Cardiff
2(Dwyer, Kitchen)
Oldham l(Stainrod)—Bolton
l(Canteilo)
Orient l(Moores)—Derby 0
Preston 0—Shrewsbury 0
QPR 4(Neal 2, Shanks, Lang-
ley)—Bristol City 0
Swansea 2(Giles, Charles)—
Sheffield W. 3(Hornsby, Pear-
son, McCulloch)
Watford 2(Callaghan, Bolton)—
Chelsea 3(Walker 2, Lee).
Markahæstu leikmenn
MARKAHÆSTU leikmenn í Englandi í 1. og 2. deild. Fyrri
talan er mörk skoruð i deildinni en siðari talan eru mörk
skoruð i deildarbikarnum.
• Justin Fashanu Norwich hef-
ur skorað jafnmikið og Birtles
eða 9 mörk í deildarhikar og
deildarkeppninni.
Garry Birtles Notthingham Forest
Justin Fashanu Norwich
Bob Latchford Everton
John Wark Ipswich
Peter Eastoe Everton
2. deild
Malcolm Poskett Watford
David Cross West Ham
Derek Christie Notts County
Simon Garner Blackburn
Paul Goddard West Ham
deild
6
6
5
6
6
deildar-
bikar
3
3
3
1
1
sam-
tals
9
9
8
7
7
9
7
6
6
6
Knatt-
spyrnu-
úrslit
JÚGÓSLAVAR sigruðu
Dani i undankeppni HM i
knattspyrnu um belgina, en
leikur íiðanna fór fram i
Júgósiaviu. Lokatölur urðu
2—1, en það voru Danir sem
að skoruðu fyrsta markið og
kom það eins og köld vatns-
gusa framan í 25.000 áhorf-
endur, enda var markið
skorað á 6. minútu leiksins .
bað var Preben Elkjeer Lar-
sen, félagi Arnórs Guðjohn-
sen hjá Lokeren, sem að
skoraði mark Dana úr vita-
spyrnu.
TEITUR Þórðarson og fé-
lagar hans hjá öster hafa
svo gott sem tryggt sér
sænska meistaratitilinn. en
liðið gerði um helgina jafn-
teíli gegn Hammarby, 1 — 1.
Þrjár umferðir eru eftir og
þarf öster aðeins f jögur stig
tll þess að tryggja sér titil-
inn. Þrjú myndu örugglega
nægja, þar sem öster hefur
lang bestu markatöiuna. Að-
eins Gautaborg getur ógnað
öster.en liðið hefur þremur
stigum minna en Öster og
þvi allt sem bendir til þess
að Teitur verði sænskur
meistari i annað skiptið á
þremur árum.
FORTUNA Köln, lið Janus-
ar Guðlaugssonar í Vestur-
Þýskalandi. mætti Osna-
bruck á útivelli i 2. deildar
keppninni þar i landi um
siðustu helgi. Leikar fóru
þannig, að Osnabruck sigr-
aði 3—1, eftir að Kölnarliðið
hafði náð forystunni. Fort-
una Köln er nú um miðja
deild og hefur ekki gengið
eins vel og á siðasta keppn-
istímabili, er litlu munaði að
liðið ynni sér sæti i 1. deild.
England. 3. deild:
Brrntford —llull 2—2
Burnlry—Millwall 5—0
('•arlinlc—Oiostcrlirld 2—6
Culrhmter—('hrster 1 — 1
Exeter—Charlton 4—3
CillinKham—Oxfurd (—1
Newpurt—Plymuuth 0—2
Portsmouth—Fulham 1 —0
Keadinx—Barnslev 3—2
Sheffield Utd,—Rotherh. 1-2
Swindon—Huddersfield 1—0
Walsall—Blackptsil 2—2
England, 4. deild:
Bournemouth — Roehdale 2—1
Bradford—Tranmere 0—3
Bury—Port Vale 2—1
Darlinifton—Aldershot 1—2
llalifax—Wimbledon 0-1
Hereford— Northampton 4—1
f.ineoln—Seunthurpe 2—2
Mansfield—Wixan 3—1
York—Doncaster 0—1
Skotland, úrvalsdeild:
Aherdeen—Celtic 2—2
Alrdrie — Kilmarnock 1—0
Dundee Utd.—Hrarts 1 — 1
Morton—Partick 1—2
Ranxers—St. Mirren 2—0
RanKers hefur nii tekid forystuna I
skosku úrvalsdeildlnni. þar sem Abor-
deen tapaðf stixi Kexn Celtlc. Enxu að
slður er mikið jafnra-ði með efstu
liðunum I deildinni. RanKers hefur
hlotið 12 stÍK að loknum 7 umferðum.
Aberdeen hefur 11 hIík ok Celtic er I
þriðja srtinu með 10 stÍK. Nýliðarnlr
Airdrle eru I fjórða sjeti með 8 stlK.
ÚRSLIT leikja í Austurrtki
og staðan i 1. deild.
Austria Satzburx Voest Llnz — Rapid 1 -4(0 -1)
— Wiener Sporteluh 1 -1(0 -0)
Admlra Wacker — VSfirazer Ak Sturm Graz 2 -1 (0 -1)
— Linzer Ask Austria Wlen 2 -0(1 -0)
— SC Eisenstadt 2 -0(1 -0)
Austrla Wien 7 4 2 1 16:9 10
Sturm Graz 7 4 12 13:6 9
Grazer Ak 7 3 3 1 5:5 9
WienerSportclub7 3 3 1 10:10 9
Rapid 7 4 0 3 17:12 8
Voest 7 3 2 2 14:10 8
Admlra Waeker 7 3 13 9:10 7
Llnzer Ask 7 0 4 3 3:10 4
Austria Salzburx 7 115 7:15 3
Sc Eisenstadt 7 115 5:16 3