Morgunblaðið - 01.10.1980, Page 23
„Almenn
málfræði44
eftir André Martinet
IÐUNN hfur gefið út bókina
Almenn málfræði. Frumatriði.
Höfundur er franski málvísinda-
maðurinn André Martinet, en
Magnús Pétursson þýddi og stað-
færði að nokkru í samráði við
höfund.
André Martinet (f. 1908) hefur
um áratugaskeið verið prófessor í
París, og um nokkurt árabil í New
York, og áhrifamikill fræðimaður.
Lagði hann sérstaka stund á
germanska og almenna málfræði.
Þessi bók kom fyrst út árið 1960
og hefur síðan verið þýdd á
fjöldamörg tungumál og komið í
mörgum útgáfum. Höfundur
samdi sérstakan formála að ís-
lensku útgáfunni og hefur endur-
skoðað suma kafla vegna hennar.
Þýðandi ritar inngang um höfund
bókarinnar og ritstörf hans, en
bókin sjálf greinist í sex aðalkafla
er svo heita: Málfræði og tungu-
mál; Lýsing tungumáls; Hljóð-
kerfisleg greining; Merkingar-
eindir; Fjölbreytni tungumála og
málnotkunar; Þróun tungumála.
I inngangi þýðanda segir svo
meðal annars um bókina: „Það
sem framar öðru hefur stuðlað að
frábærum viðtökum almennings
og skólamanna í mörgum löndum,
eru sjónarmið höfundar varðandi
eðli mannlegs máls. Þessi sjón-
armið byggjast á mikilli reynslu
af ólíkustu tungumálum og eink-
um á hugtakinu gildi sem af slíkri
athugun má leiða. Gildi einkennir
öll atriði mannlegs máls, allt frá
málhljóðum til setninga, og þýðir
að hver eining málsins á hvaða
sviði sem er hefur ákveðnu hlut-
verki að gegna í kerfi málsins.
Markmið málfræðingsins er að
uppgötva hin ýmsu gildiskerfi
eininga tungumálsins, lýsa þeim
og skýra. Nefnist þessi stefna
gildismálfræði (linguistique
fonctionelle) og er höfundur þess-
arar bókar frumkvöðull hennar og
helsti kenningasmiður."
Almenn málfræði, frumatriði
er fimmta bókin í flokknum Rit-
röð Kennaraháskóla íslands og
Iðunnar. Bókin er 176 blaðsíður
að stærð. Prenttækni prentaði.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980
31
10ND0N
Jón Ormur
Halldórsson
á ferðalagi í
„Sá sem er leiður í London
er leiöur á lífinu“ var einhvern
tíma sagt. Fjölbreytni borgarinnar
og nánasta umhverfis hennar er
ótrúleg. Sjálfur fer ég mikið út
fyrir miöborgina
þegar tími er til.
Windsor, stærsti
kastali í heimi og
Hampton Court,
höll Hinriks 8. eru
rétt í útjaðri borg-
arinnar. Cam-
bridge, Kantaraborg og Oxford
eru aöeins eins til tveggja tíma
ferö frá miöborginni. Rétt viö
Oxford er Blenheim höll, ein sú
stærsta í heimi. Sjálf miöborg
London hefur uppá mikla fjöl-
breytni aö bjóöa. St. James Park
viö Buckingham höll og White-
hall er friösæll garöur í hjarta
borgarinnar, steinsnar frá versl-
unargötunum Oxford Street,
Bond Street og Regents Street.
f Regent Park rétt noröan
viö Oxford Street er einn stærsti
dýragaröur heims. Tate Gallery
rétt hjá Þinghúsinu og National
Gallery við Trafalgar Square
eru meö bestu listasöfnum álf-
unnar. Rétt fyrir ofan þaö síöar-
nefnda er líka skemmtilegur
pub, Salisbury. í Fleet Street
eru líka auk
Lundúnablaöanna
margir skemmti-
legir pubbar eins
og t.d. Printers Pie
en flestir hinna 7000
pubba borgarinn-
ar bjóöa uppá
ódýran en góöan hádegismat.
Á kvöldin er miöpunktur
lífsins í kringum Piccadilly Cir-
cus og Leicester Square en rétt
austan megin viö torgiö er
pubbinn The Frigate þar sem
Islendingar hittast á föstudags-
kvöldum. Þarna í kring eru tugir
leikhúsa og kvikmyndahúsa auk
óteljandi veitingahúsa af mörgu
þjóöerni. Má þar sérstaklega
mæla meö ungverska staönum
Gay Hussar viö Soho Square
auk margra ítalskra og grískra
veitingastaöa í nærliggjandi
götum.
FLUGLEIÐIR
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
M Al'GLVSIR I M ALLT LAND ÞEI.AR
Þl AICLVSIR I MORCl'NBLAÐIM