Morgunblaðið - 01.10.1980, Síða 28

Morgunblaðið - 01.10.1980, Síða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980 t Móöir okkar, STEINUNN ANNA SÆMUNDSDÓTTIR, Njaröargötu 29, andaöist aö Hrafnistu sunnudaginn 28. sept. Ragnheióur Guómundsdóttir, Tómas Guðmundsson, Ssemundur Guömundsson, Guðmundur Ingi Guömundsson. Faöir okkar. ASTRÁÐURJÓNSSON, fw. verkstjóri, andaöist 29. september. Guöríður Ástráösdóttir, Guömundur Ástráösson, Friójón Ástráösson. t BENEDIKT EINARSSON vélsmíöameistari, Hverfisgötu 38, Hafnarfiröi, lést í Borgarspítalanum 27. september. Hrefna Árnadóttir, Siguröur Benediktsson, Guðbjörg Benediktsdóttir, Guömundur Benediktsson, Einar Benediktsson, Lovísa Aðalsteinsdóttir, Ragnar Benediktsson, Guörún Arnadóttir, Guömundur Þór Benediktsson, Klara Arnbjörnsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir, sonur okkar og bróöir, GUÐMUNDUR KRISTINN HELGASON, er lést af slysförum 21. september, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju miövikudaginn 1. október kl. 13.30. Ester Kristjánsdóttir, Helgi Guömundsson, Hrafnhíldur Thoroddsen, Helgi Guömundsson, Mjöll Helgadóttir, Helgi Helgason, Atli Helgason, Steinar Helgason, Drífa Jenný Helgadóttir. t Bróöir okkar, EINAR ÞORFINNSSON, Sólheimum 25, lést í Vífilsstaöaspítala þann 4. september sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum læknum og starfsfólki Vífilstaóaspítala góöa umönnun í veikindum hans. Einnig þökkum viö auösýnda samúö. Karl Þorfinnsson, Eva Þorfinnsdóttir, Kristín H. Þorfinnsdóttir. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma okkar, SIGRÍÐUR GUDLEIFSDÓTTIR, Holtsgötu 8, Hafnarfiröi, andaöist í Landakotsspítala sunnudaginn 28. september 1980. Útför hennar veröur gerö frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi mánudaginn 6. október kl. 14.00. Kristmundur Georgsson, Bjarní Kristmundsson, Margrét Billhardt, Valdís Kristmundsdóttir, Jens Jónsson, Ásdís Krístmundsdóttir, Guöbrandur Óli Þorbjörnsson, Guðleifur Kristmundsson, Hildur Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, MARGRÉT ÞORKELSDÓTTIR, Háagerði 33, andaöist á Borgarspítalanum 24. september. Veröur jarösungin frá Fossvogskirkju 1. október kl. 3. Páll Sigurösson frá Skarödal, Helgi Pálsson, Sigurbjörn Pálsson, Jónína Pálsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Útför móöur minnar, SALVARAR INGIMUNDARDÓTTUR, veröur gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. október kl. 13.30. Guðmunda Andrésdóttir. Kristín Bogadóttir kaupkona — Minning Elfur tímans líður hægt en ákveðið leið sína til þess óþekkta og endalausa. Við stöndum á ströndinni og hugsum um hið liðna. Þessi tímans elfur hefur hrifið með sér fjölmarga af sam- ferðafólki okkar, því fleiri sem árin hafa færst yfir okkur. Minn- ingar liðins tíma hrannast upp. Spurningar vakna, og hin eilífa spurning: Hvers vegna? Hvaðan? Hvert? Niðurstaðan er alltaf hin sama. Ekkert svar. En minn- ingarnar verða ljósar, ekki síst þær góðu er spanna yfir marga áratugi eins og raunin er um þá konu er hér er minnst. Það má segja með réttu að skammt sé stórra högga á milli í fjölskyldu þeirra sæmdarhjóna, Boga Benediktssonar og konu hans, Elínar Sigurðardóttur, því á réttum þrem síðastliðnum árum hafa 4 dætur þeirra kvatt þennan heim, en þær eru Gunnhildur, d. 27. september 1977, gift Magnúsi M. Stephensen, Bryndís, d. 15. september 1978, gift þeim er þessar línur ritar, Sigríður, d. 24. september 1978 — aðeins 9 dögum síðar en Bryndís — gift Karli Guðmundssyni úrsmið á Selfossi og nú, 17. september sl., Kristín sem hér verður getið. Kristín Arnbjörg (eins og hún hét fullu nafni) Bogadóttir var fædd 2. desember 1908 á Seyðis- firði, dóttir hjónanna Elínar (Er- línar) Guðrúnar, f. 19. október 1882, Sigurðardóttur hreppstjóra á Firði á Seyðisfirði, Jónssonar og Boga Benediktssonar, Olgeirsson- ar í Garði í Fnjóskadal og víðar. Bogi starfaði sem kennari og bókhaldari á Seyðisfirði til ársins 1925 er þau hjón fluttust ásamt börnum sínum til Reykjavíkur. Hér varð hann skrifstofustjóri hjá mági sínum Magnúsi Guðmunds- syni skipasmið er lengi rak báta- stöð og dráttarbraut þar sem nú stendur Slippfélagið í Reykjavík. Af börnum þeirra Boga og Elínar eru nú aðeins eftir á lífi Ólafía, gift Agnari G. Breiðfjörð blikk- 8míðameistara og Indriði, kvænt- ur Jóhönnu Ólafsdóttur. Kristín var alla æfi ógift og átti enga afkomendur. Hún hélt heimili með móður sinni, eftir að Bogi faðir hennar féll frá árið 1947, og allt þar til Elín dó árið 1967. Kristín var mikil dugnaðarkona er þurfti snemma að taka til hendi, því fjölskyldan var stór og efnin ekki of mikil, sem reyndar má segja að hafi frekar verið reglan í þá daga, en ekki undan- tekningin. En kjarkurinn var mik- ill og sjálfsbjargarviðleitnin og árið 1932 og 1933 dvelur hún í Edinborg í Skotlandi við ýmis störf, jafnframt því sem hún sótti námskeið í verslunarfræðum. Eft- ir heimkomuna stundaði hún verslunarstörf og lærði kjólasaum hjá frú Helgu Sigurðsson sem þá rak saumastofu ásamt versluninni Gullfoss. Kristín var meðstofn- andi að Kjólameistarafélagi ís- lands árið 1943 og í stjórn þess um margra ára skeið. Árið 1939 stofn- aði hún, ásamt Soffíu Þórðardótt- ur verslunina Kjólinn í Þingholts- stræti og ráku þær verslunina í félagi uns Soffía andaðist 1969. Eftir það rak Kristín verslunina ein í Bankastræti til ársið 1975 er hún hætti verslunarrekstri vegna þverrandi heilsu. Síðustu tvö árin var hún sjúklingur á sjúkrahús- um. Þetta er í stórum dráttum ramminn um lífsmynd Kristínar Bogadóttur. Ekki óvenjulegur gangur í daglegu brauðstriti. Gengur á ýmsu með breytilegum endi eða eins og Einar skáld Benediktsson komst að orði: „Ein- um lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd.“ En flestir eiga líka aðra lífs- mynd, þ.e. innri manninn, skap- gerðina og það raunverulega sem með manninum býr. Ég tel mig geta sagt af tals- verðri reynslu, þar sem ég hefi þekkt þessi systkin í meira en 40 ár, hvað ég tel sameiginlegt með þeim öllum. Þau hafa öll haft góðar gáfur, eru öll góðrar gerðar með einstaklega þægilegt viðmót. Hafa öll viljað láta gott af sér leiða, eru glöð á góðri stund en ganga hægt um gleðinnar dyr. Fólki með slíkt veganesti er ánægjulegt að hafa kynnst og ánægjulegt að minnast. Ég mun alltaf minnast Kristínar með virð- ingu. Útför Kristínar Bogadóttur fór fram sl. mánudag,_29. september. Sigurjón Á. Sigurðsson Hrafn Hermanns- son Minningarorö Fæddur 2. janúar 1964. Dáinn 22. september 1980. Þann 30. september var til moldar borinn elsku vinur okkar, Hrafn Hermannsson, Lónabraut 21, Vopnafirði. Sú válega frétt barst mér um kvöldið 22. september sl., að sakn- að væri flugvélar, sem Hrafn vinur okkar var farþegi í. Beið ég milli vonar og ótta til næsta morguns, en þá var sú harmafregn flutt landslýð í morgunútvarpi, að allir sem í flugvélinni voru, hefðu farist. Erfitt er að sætta sig við atburð sem þennan, og langan tima tekur að sætta sig við og trúa því að þessi efnilegi unglingur, sem var svo vel af Guði gerður, sé horfinn og fái ekki að vera með okkur lengur. Hann, sem átti allt lífið framundan og sem svo björt framtíð blasti við. Ég minnist þess þegar ég flutti, ásamt Sigurði Þór, syni mínum, öllu og öllum ókunnug, til Vopna- fjarðar, hvað þessi elskulegi drengur varð okkur fljótt mikils virði. Það var mikil lifsreynsla fyrir mæður að flytjast með börn sín á viðkvæmum aldri í nýtt umhverfi. Ég var ekki búin að vera lengi á Vopnafirði, þegar sonur minn kynnti mig fyrir vini sínum, Hrafni. Sá ég strax, að + Úttör eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, MARÍÖNNU HALLGRÍMSDÓTTUR, Skógum, veröur gerö frá Fossvogskirkju töstudaginn 3. október kl. 16.30. Þeir sem vildu minnast hennar eru beönir aö láta Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis njóta þess. Jón Kristinsson, Hansína Kolbrún, Kristinn, Guörún Halla, Sigríöur Ósk, tengdabörn og barnabörn. Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem á margvíslegan hátt hafa sýnt okkur samúö og vinarhug vlö andlát og jaröarför eiglnmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, JÓNS BJÖRNSSONAR, Brunnstíg 7. Sérstakar þakkir færum viö Bæjarútgerö Hafnarfjaröar fyrir þá viröingu er hún sýndi mlnningu hans með því aö sjá um útförina. Guö blessi ykkur öll, Gíslfna Gísladóttir, Stefén Jónsson, Edda Magnúsdóttir, og börn. þetta var traustvekjandi drengur, enda reyndist svo vera. Svo mikil varð vináttan milli sonar míns og hans, að þeir voru löngum óað- skiljanlegir. Hrafn var alltaf stoð hans og stytta. Þegar eitthvað bjátaði á leysti Hrafn hvern vanda á besta veg. Þetta elskulega viðmót, sem var honum svo eigin- legt, er ekki öllum gefið. Hrafn var mjög duglegur og framtaks- samur drengur, átti það bæði við um andlega og líkamlega vinnu, til dæmis var hann ári á undan jafnöldrum sínum í skóla. Minnist ég þess, þegar Hrafn fór í Mennta- skólann á Egilsstöðum í fyrra- haust, hvað Sigurður Þór varð einmana, en skömmu síðar gerðist það, að hann komst í Alþýðuskól- ann að Eiðum. Voru það miklir gleðidagar, því þá vissi hann að stutt var að fara í heimsókn til besta vinarins, og á liðnu sumri fengu þeir báðir vinnu á sama stað. Eins og algengt er hjá drengjum á þessum aldri, var hugurinn oft bundinn við mótorhjól og bíla. Þær stundir voru líka margar, sem þeir eyddu saman við að lagfæra mótorhjólin sín, og var Hrafn fremstur í því sem öðru. Við munum ætíð minnast með gleði þeirra stunda, sem við áttum með Hrafni, og þær minningar verða aldrei frá okkur teknar. Við biðjum almáttugan, góðan Guð að styrkja eftirlifandi for- eldra, systkini og venslafólk í þessari miklu sorg. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðrún Ámundadóttir og Sigurður Þór Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.