Morgunblaðið - 01.10.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.10.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980 39 við okkur í starfi og vart hjá því komist að taka þátt í örlögum skjólstæðinga okkar. Á þeim tíma, er við vorum í hjúkrunarnámi, bjuggu allir hjúkrunarnemar í heimavist á Landspítalanum og var þröngt setinn bekkurinn og þætti senni- lega ekki boðlegt neinum í dag, en þetta varð til þess, að við nemar kynntumst mun nánar. Elín varð fljótt dáð í hópnum, hún var fríð kona, fallegu brúnu augun leiftruðu oft af glettni, en framkoma hennar öll einkenndist af stillingu og hógværð. Hún minntist oft á glaða æsku- daga á góðu menningarheimili, manngerð hennar bar þess merki, að hún var komin af sterkum stofnum. Ég kynntist lítillega móður hennar og verður hún mér ávallt minnisstæð sakir glaðværðar og greindar og hvað hún átti gott með að umgangast okkur á þeim árum, er umburðarlyndið er ekki sterkasti þáttur í fari unglinga. Elín var ávallt mjög tengd systkinum sínum og systkinabörn- um og vakti yfir velferð þeirra. Elín hafði næman skilning á tilfinningum fólks, úrræðagóð, traust og heilsteypt í öllum sam- skiptum. Þessir eiginleikar henn- ar gerðu hana að góðri hjúkrun- arkonu og vöktu aðdáun og virð- ingu samferðafólks og skjólstæð- inga. Atvikin höguðu því þannig, að við urðum samstarfsmenn í mörg ár, betri vinnuféiaga gæti ég ekki hugsað mér, hún var áhuga- söm í starfi, fylgdist ávallt vel með öllum nýjungum, átti auðvelt með að miðla öðrum af þekkingu sinni og kunnáttu. Ég var einnig svo lánsöm að eiga hana að vini og eftir að hún giftist fengum við, ég og fjölskylda mín, annan góðan vin, þar sem Ólafur var, en hann er mikill mannkostamaður og drengur góð- ur. Áttum við margar ánægju- stundir saman með þeim. Glæsi- legt heimili þeirra, höfðinglegar móttökur og vinarþel voru þess valdandi, að maður fór ávallt ríkari af þeirra fundi. Ást og eindrægni virtust sitja í fyrirrúmi og gagnkvæm virðing. Við vinir Elínar vissum vel, hve góðum kostum hún var búin, enda sýndi hún aðdáunarvert þrek og æðruleysi í glímunni við miskunn- arlausan sjúkdóm, sem heltók hana fyrir 4 árum. Ég sendi Ólafi, tengdafólki og systkinum innilegar samúðar- kveðjur. „Gott er jafnan góðs að minnast, góðum dreng er lán að kynnast." Fari hún í friði. Pálína Sigurjónsdóttir Hin KÓða hðnd. sem Kra'ðir sár. sem (jlæðir vunir <>K þerrar tár. Iirt mætir okkur sem minninK þín. þitt milda Ijós i hjarta skin. j j Nokkur kveðju- og þakklætisorð til mágkonu og svilkonu okkar Elínar Önnu Sigurðardóttur hjúkrunarkonu sem lést þann 20. september sl. Með Ellu er gengin óvenju góð og göfug manneskja. Vð munum öll minnast hennar með þakklæti fyrir alla þá umhyggju sem hún veitti börnum okkar, stórum sem smáum. Skapið er gæfa hvers manns, segir einhvers staðar og sannaðist það svo sannarlega á Ellu. Alltaf var hún söm og jöfn við alla, blíð og hlýleg í viðmóti. Þrátt fyrir langvarandi og erfið veikindi átti hún þrek og styrk til að gefa öðrum. Ella var glaðvær kona sem hafði ríka kímnigáfu. Heimili Leiðrétting í MINNINGARGREIN um Ragnhildi Ólafsdóttur hér í blað- inu 23. sept. síðastl. eftir Jón Ólafsson misritaðist nafn Ólafs Indriðasonar (í næstu línu fyrir ofan myndina af Ragnhildi) — en þar stóð Páll Indriðason. — Þetta leiðréttist hér með. hennar og Ólafs var einstaklega smekklegt og hlýlegt og var það sameiginlegt áhugamál þeirra beggja að gera það sem best úr garði. Við kveðjum Ellu með sorg í sinni, þökkum henni allar þær stundir sem við nutum saman, sem þó urðu alltof fáar. Sárastur er söknuður Ólafs sem sér að baki góðri eiginkonu. Megi Guð styrkja hann í þessari miklu raun. Fyrir hönd konu minnar, systra og mága, Skarphéðinn P. óskarsson. Það er erfitt að sætta sig við að Ella frænka sé dáin. Minningin um Ellu verður okk- ur alltaf kær. í huga okkar koma fram skemmtilegar samveru- stundir sem við öll höfum átt á yndislegu heimili þeirra hjóna, Ólafs og Ellu. Þar var alltaf gott að koma, og þeim báðum eigum við skuld að gjalda fyrir það, að þar bar fundum okkar frændsystkinanna oftast saman, þar efldust kynni og styrktust bönd milli okkar yngri fjölskyldumeðlimanna. Okkur, sem fengum að kynnast Ellu náið, reyndist hún einstakur vinur, ekki sízt ef eitthvað bjátaði á. Ella var gædd óvenju miklum styrk, sem kom meðal annars fram í því, hversu vel hún sinnti starfi sínu, þrátt fyrir mikil veik- indi hin síðari ár. Söknuðurinn er sár, en minn- ingin um góða frænku geymist í hjörtum okkar. Við biðjum Guð að styrkja Ólaf í hans miklu sorg, og aðra þá sem eiga um sárt að binda við fráfall hennar. Systkinabörn Kveðjuorö: Ingvar Jónsson Þrdndarholti Ingvar Jónsson, bóndi í Þránd- arholti, Gnúpverjahreppi, andað- ist 25. ágúst sl. Hann var fæddur að Skarði í sama hreppi 8. sept- ember 1898. Ungur að árum fór hann í fóstur til systkinanna í Þrándarholti, sem voru skyld honum, ólst hann þar upp og gerðist síðan bóndi þar. Ingvar var svo lánsamur að fá í vöggugjöf þá skaphöfn, sem prýðir hvern mann, sem hennar nýtur. En það er meðfædd ljúfmennska, grandvör íhugun á þeim hlutum, Stafafellskirkju í Lóni gefnar gjafir Stafafellskirkju í Lóni hafa nýlega borist höfð- inglegar gjafir. Gunnar Snjólfsson. fyrrverandi póstafgreiðslumaður á Höfn, og kona hans Jónína Jónsdóttir, gáfu kirkjunni eina milljón króna til minningar um foreldra Gunnars, þau Steinlaugu Ólafsdóttur og Snjólf Ket- ilsson, og þau hjónin séra Jón prófast Jónsson, síð- asta prest á Stafafelli, og konu hans Guðlaugu Vig- fúsdóttur, en hjá þeim dvaldi Gunnar á uppvaxt- arárum sínum ásamt for- eldrunum. Sigríður Benediktsdóttir í Syðra-Firði í Lóni sendi kirkjunni að gjöf fimm hundruð þúsund krónur. Þessum góðu gefendum þakkar sóknarnefnd heils- hugar, fyrir hönd safnaðar- ins, hinar rausnarlegu gjaf- ir og þann hlýhug og rækt- arsemi til kirkjunnar, sem að baki gjöfunum stendur. (Fréttatilkynning). MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐAL*TR*TI • SlMAR: 171S2- 17355 FLUGLEIDIR Hluthafafundur Boöaö er til almenns hluthafafundar í Flugleiöum hf. miövikudaginn 8. október nk. kl. 14.30 í Kristalsal Hótels Loftleiöa í Reykjavík. Dagskrá: 1. Umræöur og ákvöröun um framhald Noröur- Atlantshafsflugs Flugleiöa hf. milli Luxembourgar og Bandaríkjanna. 2. Tillaga til breytingar á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til aukningar hlutafjár félagsins. Aögöngumiöar og atkvæöaseölar veröa afhentir hluthöfum á aöalskrifstofu félagsins Reykjavíkur- flugvelli, frá og meö 1. október nk. og lýkur afhendingu þriöjudaginn 7. október. Þeir hluthafar, sem hafa í hyggju aö láta umboös- mann sækja fundinn fyrir sína hönd, skulu leggja fram skrifleg og dagsett umboö. Fyrri umboö gilda ekki. Stjórn Flugleiða hf. sem athugunar þurfa við, samfara skapfestu. Þessa vöggugjöf varð- veitti Ingvar vel og örugglega gegnum árin og varð hún honum heilladrjúg. Hann eignaðist góða konu, Hall- dóru Hansdóttur, sem lifir mann sinn. Hún stóð með honum í blíðu og stríðu til hinstu stundar. Þau eignuðust góð börn. Ég samhrygg- ist henni og óska þess, að hún eigi eftir að lifa margar ánægjulegar stundir með ástvinum sínum og vinum. Þrándarholt stendur við fjöl- farna þjóðbraut og oft hefur verið gestkvæmt þar á bæ. Margir þurftu að bera saman bækur sínar, og ýmsar stefnur voru uppi eins og gengur. Gestrisnin hjá þeim hjónum var alltaf söm við sig. Þar var líka ungdómurinn. „Þar var löngum hlegið hátt og hent að mörgu gaman." Þegar ég var að alast upp á Eyrarbakka þótti okkur öllum heima hjá mér fengur í því að fá Ingvar í Þrándarholti í heimsókn. Ég man, að móðir mín, Valgerður Jónsdóttir frá Skarði, hélt mikið upp á Ingvar, og þau hvort upp á annað, enda var hann bróðursonur hennar. Ingvari tókst á erfiðum árum að byggja stórt og vandað íbúðarhús og síðan öll útihús, sem til fyrir- myndar hafa talist. Við uppbygg- inguna naut hann aðstoðar Vil- hjálms, bróður síns, sem er dáinn fyrir allmörgum árum. Vilhjálmur var lærður húsasmiður og orð- lagður af samverkamönnum sín- um og fleirum fyrir útsjónarsemi og fallegt handbragð. Það var gott fyrir Ingvar að eiga bróður sinn að, enda menn samrýndir. Ingvar var jarðsettur í Hrepp- hólakirkjugarði 2. september. Fjöldi manns úr ýmsum áttum fylgdi honum til grafar. I Heilagri ritningu stendur skrifað: „I húsi föður míns eru mörg híbýli." Trúarbrögð manna eru mörg. Hver sem trú manna er, þá er það samt góð regla að fullyrða ekki of mikið um þá hluíi, sem menn vita lítið um. Ef til vill finnst í öllum trúarbrögðum eitt- hvað, sem bætir manninn. Erum við ekki öll að leita að viskustein- inum? Ingvar er horfinn frá okkur og kominn á óþekktar slóðir. Veri hann kært kvaddur af þeim mikla fjölda, sem þekkti hann. Góða ferð. Steingrímur Þórðarson WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir. SÖiuiiTtoMgKuiff' JJÆomisssxre <$> Vesturgotu 16 simi 13280 Hitamælar 5Ö(Laifflm!i§]íui(r Vesturgötu 1 6, sími 13280. \l I.IASIM.ASIMINV KR: ÍA 22480 Nt ái íw Yt íslant irk 1i Afhending skírteina á morgun, fimmtudag, \ 2. október í skólanum kl. 4—7. Uppl. í síma® 72154. BflLLETSKÓLI sigríoar ÁRmflnn ^SKÚIACÖTU 32-54 <►<►<>

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.