Morgunblaðið - 01.10.1980, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.10.1980, Qupperneq 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980 Mikið tjón í elds- voða í Hafnarfirði MIKIÐ TJÓN varð í eldsvoða í Ilafnarfirði í fyrradag, er eid- ur varð laus í birKðaKeymslu Hvals hf. Logaði þar í umbúð- um utan af hvalafurðum sem senda á til Japans á markað. Slökkvilið var kallað á staðinn um klukkan 8.50 um morgun- inn, og kom það á vettvang með þrjá slökkvibíla. Elds- upptök eru ókunn, en að sögn slökkviliðsins i Hafnarfirði Ægis-bingó i Sigtúni LIONSKLÚBBURINN Ægir efnir til binifós í Sigtúni i kvöld. Bingó- ið er með nýju og áður óþekktu sniði — 20 umferðum, sem stjórn- andi bingósins Svavar Gests hefur sérstaklega samið. Bingóið er haldið í fjáröflunar- skyni vegna framkvæmda klúbbs- ins við endurbyggingu sundlaugar- innar við heimili þroskaheftra að Sólheimum í Grímsnesi. Vinningar verða margir, að heild- arverðmæti 2 milljónir og aðalvinn- ingur er Sanyó-sjónvarpstæki, lit- sjónvarpstæki, og auk þess koma skemmtikraftar fram. Húsið opnar kl. 19.30 og bingóið hefst kl. 20.30. Lionsklúbburinn Ægir heitir á alla velunnara að fjölmenna á bingóið í Sigtúni í kvöld. leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Skemman sem eldurinn kom upp í er gamall braggi, og var þar staflað upp ósamsettum pappaöskjum sem pakka átti hvalafurðunum í. Var öskjunum staflað upp á bretti, sem gerðu það að verkum að eldurinn gat hlaupið um stæðurnar, og auð- veldlega brotist upp þar sem erfitt var að koma að vatns- slökkvitækjum eða öðrum bún- aði. Tókst ekki að ráða niðurlög- um eldsins fyrr en komið var með vélar til að aka öllum umbúðunum út úr húsinu. Sem fyrr segir varð mikið tjón í eldinum, auk þeirra óþæginda sem það veldur að nú vantar umbúðir utan um vör- urnar. — Húsið skemmdist hins vegar lítið að sögn Slökkviliðs- ins í Hafnarfirði. Ekið á tví- tuga stúlku EKIÐ var á tvítuga stúlku þar sem hún var á gangi á Suðurlandsbraut um kl. 3 aðfararnótt sunnudagsins. Ók bíll austur götuna og lenti á stúlkunni. Hlaut hún slæmt höfuð- högg og liggur enn á gjörgæsludeild. Þá var fernt flutt á slysadeild síðdegis á föstudag eftir harðan árekstur á mótum Grettisgötu og Snorrabrautar. Góð veiði loðnu- skipa um helgina skipunum. Frá laugardegi hafa eftirtalin skip tilkynnt um afla: Laugardagur: Náttfari 470, Örn 580, Harpa 600, Jón Finnsson 600, Hákon 550, Gísli Árni 640, Gígja 780, Magnús 550, Fífill 620, Dag- fari 530, Keflvíkingur 530, Pétur Jónsson 850, Haförn 680, Helga II 540, Albert 590, ísleifur 450, Súlan 780, Rauðsey 590, Kap II 690, Svanur 600, Hilmir II 570, Bergur 530. Sunnudagur: Óli Óskars 1350, Ljósfari 580, Grindvíkingur 1050, Börkur 1150, Sæbjörg 600, Júpiter 1300, Guðmundur 830, Helga Guð- mundsdóttir 740, Víkurberg 550, Víkingur 500, Sigurður 1400, Haf- rún 630, Skarðsvík 620, Hilmir 450. Mánudagur: Náttfari 500, Örn 585. Þriðjudagur: Hilmir 1400, Gísli Árni 630, Haförn 690, Jón Finns- son 580, Magnús 540, Eldborg 1630, Harpa 640. Almut Rössel, orgelleikarinn kunni, sem heimsækir ísland. AFLINN á loðnuvertíðinni var siðdegis í gær orðinn um 73 þúsund tonn og var tilkynnt um tæpan helming þess magns frá laugardegi þar til í gær. Loðnan hefur verið mjög vestarlega und- anfarið. en síðustu daga hefur hún sigið talsvert suðvestur á bóginn. Löng sigling er á miðin eða frá 15 og upp í 30 tíma, en Bolungarvík er næsti löndunar- staður. 38 skip hafa nú byrjað loðnuveiðar af þeim 52, sem leyfi hafa til veiðanna. Loðnuvertíðin byrjaði 5. september og fór rólega af stað, en um helgina er óhætt að segja, að mokveiði hafi verið hjá Útlendur organisti heldur námskeið HÉRLENDIS er staddur þýzkur orgelleikari, Almut Rössier að nafni. Rössler heldur þessa dag- ana námskeið á vegum Tón- listarfélagsins í Reykjavik, og hófst það í gær, 30. sept og stendur til 2. okt. Almut Rössler kennir í dag í kirkju Fíladelfíusafnaðarins frá kl. 14—17 og á morgun í Dóm- kirkjunni á sama tíma. Nám- skeiðinu lýkur annað kvöld með kvikmynd um tónskáldið Messia- en, sem sýnd verður í Norræna húsinu kl. 20.30 — og þar ætlar hún Almut að segja af ævi og starfi Messiaen. í frett frá Tónlistarskólanum segir, að Almut Rössler sé einn þekktasti orgelleikari Evrópu, og sérílagi kunn fyrir leik sinn á verkum Messiaen, en Almut hef- ur starfað mikið með því tón- skáldi. Öllum er heimill aðgangur að námskeiðinu. Nýja gæzluþyrlan væntanleg í dag HIN nýja þyrla Landhelgisgæzlunn- ar er væntanleg til landsins í dag með varðskipinu Ægi. Þyrlan er af gerðinni Sikorsky S-76 og er m.a. hönnuð með störf við landhelgis- gæzlu í huga. Þyrlunni var flogið frá Bridgeport í Bandaríkjunum til St. Johns á Nýfundnalandi með við- komu í Bangor, Halifax og Sidney. Áttræð í gær: Ásta Pálsdóttir Stykkishólmi Ásta Pálsdóttir, Silfurgötu 1, Stykkishólmi, varð áttræð í gær. — Hún fæddist í Ögri við Stykkis- hólm, 30. september árið 1900. Foreldrar hennar, Páll bóndi, sjó- maður og vitavörður í Höskuldsey, Guðmundsson og kona hans, Ást- ríður Helga Jónsdóttir, bónda á Helgafelli í Helgafellssveit, voru af snæfellskum ættum, kunnum um Snæfellsnes og Breiðafjörð. Fólk þessara ætta hefir verið einkar farsælt, kynsælt, vel gert og vel látið af sveitungum sínum og samborgurum, hvarvetna sem það hefur búið eða leið þess legið. Það sker sig úr fjöldanum sökum þess hversu svipmót þess og yfir- bragð eru sterk, enda er kynfylgja mikil í ættinni. Þau Páll og Ástríður eignuðust alls 14 börn. Tvö dóu í bráðri bernsku, en tólf lifðu og komust til efri ára. Enn eru níu þeirra á Iífi, öll við aldur, en látin eru Magða- lena, fyrrum húsfreyja í Stykkis- hólmi, elzt systkinanna, Ágúst var útvegsbóndi í Vík við Stykkishólm og á liðnu sumri lézt Kristín, húsfreyja í Stykkishólmi. Á lífi eru: Georg, búsettur í Reykjavík, Guðrún, húsfreyja í Reykjavík, Jónas, búsettur í Stykkishólmi, Guðmundur, búsettur í Hvera- gerði, Una, húsfreyja í Reykjavík, Soffía, húsfreyja í Stykkishólmi, Sigurvin, búsettur í Keflavík, Höskuldur, búsettur í Stykkis- hólmi, yngstur þeirra, og afmælis- barnið, Ásta, húsfreyja í Stykkis- hólmi, en hún er fimmta í röð þeirra, sem komust á legg. — Öll urðu þessi systkini atorku- og dugnaðarfólk, sem barðist harðri lífsbaráttu til þess að sjá sér og sínum farborða og létu aldrei deigan síga á langri vegferð, þótt barningsveður og svalviðri fengju þau stundum í fang. Hafa afkom- endur þeirra systkina margir hverjir erft þessa eiginleika í ríkum mæli, vaxið með viðfangs- efnum sínum og reynzt traustir þegnar og hinir nýtustu borgarar. Nítján ára að aldri, 25. október 1919, giftist Ásta Lárusi Elíassyni, annáluðum öðlingsmanni. — Lár- us fæddist í Klettakoti í Fróðár- hreppi, 27. nóvember 1893. Var sjö ára aldursmunur á þeim hjónum. — Lárus ólst upp að Helgafelli, þeim fornfræga stað, hjá Jónasi Sigurðssyni, bónda þar, og Ástríði Þorsteinsdóttur, konu hans, afa og ömmu Ástu. í bernsku var Ásta mjög handgengin ömmu sinni og afa á Helgafelli og var þá oft þar í heimsókn um lengri eða skemmri tíma og naut þar mikils ástríkis allra á því fjölmenna heimili, sérstaklega Ástríðar ömmu sinnar og naut þar nafns. — Ásta á margar góðar bernskuminningar um heimsóknir sínar að Helga- felli. Hún minnist þess, að sjö ára gömul var hún með ættfólki sínu við fermingu Lárusar í kirkjunni að Helgafelli. Engan grunaði þá, að þar væri verið að ferma mannsefni hennnar. Og að sjálf- sögðu var enginn grunur í þeim sjálfum, Ástu og Lárusi, þegar hann sem unglingur tók í hönd litlu telpunnar og leiddi hana um tún og engi að Helgafelli og upp á Fellið fyrir ofan bæinn, sem róm- að er í sögum að fornu g nýju fyrir þá helgi, sem á því hvílir — að þau ættu eftir að verða lífstíðarföru- nautar. Ásta er tólf ára, þegar Jónas afi hennar deyr. Henni er enn í fersku minni, sá mikli mannsafnaður, er var við útför hans. Hann var mikill búhöldur og virtur af sveit- ungum sínum. — í „íslenzkum æviskrám" Páls Eggerts Ólafs- sonar stendur þetta m.a.: „Jónas bjó á nokkrum býlum í Helgafellssveit, síðast að Helga- felli 1888—1911 og dvaldist þar síðan. Gerði miklar jarða- og húsabætur, varð efnamaður, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni ...“ Við fráfall Jónasar féll Helga- fell ekki úr ættinni. Að honum gengnum tók Þorgeir sonur hans við búsforráðum og bjó þar rausn- arbúi um langan aldur. Þegar hann brá búi, tóku Ragnheiður dóttir hans og eiginmaður hennar Hinrik Jóhannsson við búinu. Var þetta forna höfuðból vel setið af þeim. Hjörtur, sonur þeirra, er svo að mestu eða öllu leyti tekinn við af þeim. Hafa þeir feðgar gert mikið fyrir jörðina, bætt hana og aukið svo og húsakostinn og reka þar myndarbú á nútíma mæli- kvarða, sem mikil vélvæðing hefur sett sitt mark á og breytt öllum búskaparháttum til hins betra. Af ættingjum og vinum þeirra Ástu og Lárusar hefir því lengi verið viðbrugðið, hversu farsælt og hamingjusamt hjónaband þeirra var, svo að aldrei bar þar skugga á. Þau voru einstaklega samrýnd og einhuga í öllu, sem þau tóku sér fyrir hendur. Um allt, sem laut að uppeldi barnanna og hvaðeina annað, sem varðaði hag heimilisins, voru þau sem einn hugiir og ein sál. Börnin þeirra, sjö að tölu, bera öll því glöggt vitni, að þau hafa hlotið frábært uppeldi og umönnun í bernsku og æsku, enda kippir þeim svo í kynið um gjörvileik, myndarskap og háttvísi í samskiptum við aðra að eftirtekt vekur. — Ásta og Lárus höfðu ekki af miklum auði að státa, þeim veraldarauði, sem mölur og ryð fær grandað, en þau voru samt rík og sæl af sonum sínum og dætrum. í börnunum var auðlegð þeirra og gifta fólgin. — Börn þeirra Ástu og Lárusar eru þessi: Bjarni, kaupmaður í Stykk- ishólmi, kvæntur Hildigunni Hallsdóttur. Svanlaugur Elías, kaupmaður í Stykkishólmi, kvæntur Ingu Bjartmars. Helga Kristín, gift Leó Guðbrandssyni, sparisjóðsstjóra í Ólafsvík. Lea, gift Agnari Möller, fyrrum kaup- manni í Reykjavík og nú skrif- stofumanni hjá IBM. Hrefna, gift Eggert Magnússyni, húsasmíða- meistara í Garðabæ. Ebba Júlí- ana, gift Þorgeiri Ibsen, skóla- stjóra í Hafnarfirði. Gunnlaugur, húsasmíðameistari, Stykkishólmi, kvæntur Hönnu Ágústsdóttur. Alls eru barnabörn Ástu og Lárusar 23 og barnabarnabörnin 17. Lárus Elíassson andaðist 9. desember 1971, sjötíu og átta ára að aldri. Höfðu þá Ásta og hann verið sextíu og tvö ár í hjóna- bandi. Lárus var harðduglegur maður og féll aldrei verk úr hendi meðan honum entist heilsa og líf. Á unga aldri og fram eftir árum stundaði hann aðallega sjó- mennsku og studdist við lítilshátt- ar landbúskap vegna síns marg- menna heimilis. Um skeið tók hann þátt í útgerð með Ágústi, mági sínum, útvegsbónda í Vík, og var um langt árabil hafnarvörður í Stykkishólmi. Var haft á orði, hversu vel og samvizkusamlega hann leysti það starf af hendi. Vegna þessa og greiðvikni sinnar og lipurðar við sjómenn, sem hafnarinnar nutu, varð hann vin- sæll meðal þeirra, enda sjálfur sjómaður á yngri árum. Þegar Lárus var allur, varð mikið skarð fyrir skildi hjá þess- ari góðu fjölskyldu. Viðbrigðin voru mikil fyrir Ástu, en hin mikla Guðstrú hennar og gleðin yfir að eiga góð og mannvænleg börn mildaði söknuðinn. — Báðum var þeim það sameiginlegt, Lárusi og Ástu, að leggja rækt við Guðstrú sína af einlægum og fölskvalausum huga. Hinar tíðu kirkjugöngur þeirra voru ekki sprottnar af sýndarmennsku held- ur ríkri innri þörf til þess að þjóna Guði sínum. Látleysi þeirra og dagfarsprýði bar þess merki í einu og öllu, að þau voru sannkristnar manneskjur. — Og enn gengur Ásta til helgra tíða í kirkju sinni í Stykkishólmi. Ásta Pálsdóttir er ekki vílgjörn kona. Enn heldur hún heimili alein í húsinu sínu á hólnum neðan yið Þinghúshöfðann í Stykkishólmi. Ekki er að efa, að trú hennar á æðri máttarvöldum gera henni þetta fært. Vinir og ættingjar heimsækja hana oft og á sumrum er mjög gestkvæmt af hálfu þess skylduliðs, sem fjarrri býr, en hún heldur uppi sömu rausn og áður og öllum er tekið konunglega. Er mörgum það undr- unarefni að þar skuli í engu breytt frá því sem fyrr var á meðan bóndi hennar var á lífi. Allt á heimilinu er sem áður á sínum stað. Á þessu heimili er hvorki vítt til veggja né hátt til lofts, en þar er mikið hjartarými og hlýlegt viðmót góðrar konu sem breytir ekki háttum sínum eða heimilis- haldi þótt hún sé mjög við aldur, þann aldur, þegar flestir draga sig sem mest í hlé frá umheiminum. Hún hefur yndi af lestri góðra bóka. Hún er langminnug á það sem hún les og er fróð. Hún fylgist vel með því, sem er að gerast umhverfis hana og í þjóðfélaginu. Ásta hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna og þrenna. Eins og allir á hennar aldri, hefur hún Iifað, verið áhorfandi og þátttak- andi í örum breytingum og fram- förum í lífi þjóðarinnnar, fylgzt með umbrotunum, reynt og séð af eigin raun, hversu þjóðin brauzt úr fátækt og umkomuleysi og varð bjargálna og frá því að vera aðeins bjargálna til að vera velmegandi og búa við hagsæld. Hún er glöð og þakklát forsjóninni fyrir að hafa fengið að upplifa þetta. En þrátt fyrir öll umbrotin og breytingarn- ar frá því sem áður var, heldur hún enn háttum sínum og sálarró og unir sæl við sitt í lágreistu húsi sínu. Úr því húsi er hið fegursta útsýni yfir innsiglinguna og 'höfn- ina í Stykkishólmi, sérkennilega og fagra. Allt athafnalífið við höfnina blasir þar við. Snertispöl ofan við hús hennar er svo Þing- húshöfðinn. Þar er Amtsbóka- safnið með sínar fágætu bækur. Af höfðanum er víðsýnt til allra átta. Margra yndi er að ganga á þennan höfða til þess að njóta útsýnisins þaðan, einkum á sól- fögrum morgni eða aftni, því að hvergi er fegurra sólris og sólar- lag en við Breiðafjörð. Megi ævikvöld Ástu Pálsdóttur verða eins fagurt og aftanskinið við Breiðafjörð, þegar það skartar sínu fegursta undir haust. A.S./L.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.