Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 01.10.1980, Síða 40

Morgunblaðið - 01.10.1980, Síða 40
/„ -// , Siminn a afgreiöslunni er 83033 |0*rBunbIfltiib onrunt>Iníiit> PLAST ÞAKRENNUR Sterkar og endingargóðar Hagstætt verð #Nýborg? Ármúla 23 — Sími 86755 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980 Fríhafnarstarfsmenn: Meint tollalaga- brot í rannsókn RANNSÓKN stendur nú yfir í Keflavik á meintu toilalaKabroti starfsmanna á Kefla\íkurfluKvelh Er þeim Kefiö að sok að hafa flutt ótollaðan varninK inn í landið og situr cinn maður í gæsluvarð- haldi vexna málsins. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli og tollgæslan hafa samvinnu um rannsókn málsins og kváðust tals- menn rannsóknaraðila litlar upplýs- ingar geta gefið um málið á þessu stigi, en hér væri um alvarlegt mál Cargolux: Stefnir í halla- rekstur „í FYRSTA skipti eru líkur á því að hallarekstur verði hjá Cargo- lux,“ sagði Sigurður Helgason for- stjóri Flugleiða í samtali við Mbl. í gær en hann var þá að koma af stjórnarfundi hjá Cargolux í Lux- emborg. Sagði Sigurður að nú væri hat- römm samkeppni í vöruflutningum og mjög aukið framboð á flutnings- getu sérstaklega til Austurlanda. Þar af leiðandi væru öll verð meira reikandi en eðlilegt væri og í óeðlilegu lágmarki, en miðað við stöðuna í dag stefndi í hallarekstur hjá Cargolux á þessu ári. Þó er mikið að flytja hjá Cargolux fram til jóla, en félagið fær aðra Boeing-747 breiðþotuna til starfa þann 10. okt. nk. að ræða. Rannsókn þess hefði hafist af fullum krafti í gær, en hlut að máli ættu nokkrir starfsmenn Frí- hafnarinnar. Hefðu yfirvöld þegar tekið varning til geymslu, sem álitið væri að fluttur hefði verið ótollaður inn í landið. ísfisksölur fyrir um 300 milljónir í GÆR og í fyrradag lOnduðu fjOgur íslenzk fiskiskip afla sinum erlendis og seldu þau samtals fyrir liðlega 300 milljónir islenzkra króna. Heimaey seldi 50,7 tonn í Fleetwood á mánudag fyrir 34,6 milljónir króna, meðalverð 682 krónur á kíló. Þann dag seldi Snorri Sturluson 222,6 tonn í Cuxhaven fyrir 110,6 milljónir, meðalverð 497 krónur. Bjarnarey seldi 50,6 tonn í Fleetwood í gær fyrir 35,4 milljónir, meðalverð 699 krónur. Loks seldi Ógri 249,1 tonn í Bremerhaven í gær fyrir 121,4 milljónir, meðalverð 487 krónur. Orkukreppan hefur gert reiðhjólin nytsöm og vinsæl á ný. enda eru þau hvorki mengunarvaldur né eyðslufrek á innflutta orku. Þessi mynd var tekin við Reiknistofu bankanna í Kópavogi í gær, en þar höfðu starfsmenn og fjolskyldur þeirra fest kaup á þrjátiu hjólhestum. hvorki meira né minna! Ljósm: Emilía Bjorx Bjömsdóttir. Sérkröfur bókagerðarmanna tef ja viðræður um launaliði KJARADEILA bókagerðarmanna og Félags islenzka prentiðnaðarins er nú þegar farin að hafa áhrif á gang heildarkjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. þar sem Vinnu- veitendasamband íslands neitar að ræða kauplið samninga og vísitölu. Frakkar einnig byrjaðir á rækjuveiðum við Grænland TÍU norsk rækjuveiðiskip voru á mánudag að veiðum á Dohrnbanka og einnig 3 dönsk skip, 1 færeyskt og 1 franskt. Skipanna varð vart í flugi Landhelgisgæzlunnar og vakti franska skipið sérstaka eftir- tekt, en skip frá Frakklandi hafa ekki áður verið á rækjuveiðum á þessum slóðum. Stöðugt fleiri lönd Efnahags- bandalagsins nýta sér nú þessi mið, sem rækjutogarinn Dalborg frá Dalvík fann fyrir nokkrum árum. Þrjú íslenzk skip, Bjarni Ólafsson, Dalborg og Sigurbára, voru á rækju- veiðum austan miðlínunnar og munu þau hafa fengið dágóðan afla undanfarið. Enginn ís er nú á slóðum skipanna. nema þvi aðeins að allar sérkrofur séu afgreiddar áður, þ.á m. krafa bókagerðarmanna um nýja tækni. Þá daga, sem daghloðin voru lömuð vegna verkfalls miðaði lítið sem ekkert i samkomulagsátt um þetta atriði, en í fyrrinótt mun nokkuð hafa miðað i atriðum, er varða menntunarmál bt'ikagerðarmanna. 1 samningaviðræðum milli Al- þýðusambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins hefur síðustu daga aðallega verið rætt um slysa- og veikindamál, sem eru til meðferðar í undirnefnd. Þá er enn ekki lokið sérkröfum Sambands bygginga- manna og Verkamannasambands Is- lands og hafa bæði samböndin bókað athugasemdir vegna þess. Hins veg- ar munu vinnuveitendur líta svo á, að viðræðum um sérkröfur þessara tveggja landssambanda sé lokið. Meðal samningamanna þessara sambanda er þó mikil óánægja og telja þeir, að önnur landssambönd hafi fengið fullnægt fleiri kröfum en þau. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sáttanefndin teldi nú mjög brýnt, að viðræður gætu hafizt um kaupið og vísitöluna. Hann kvað kjaradeilu prentara og prentiðnaðarins því nú vera farna að tefja fyrir heildarsamningum. Sama sinnis voru bæði samninganefndar- menn innan VSÍ og ASÍ, er Morgun- blaðið ræddi við þá í gær. Báðir aðilar vinnumarkaðarins hafa rætt við stjórnvöld um væntan- legan félagsmálapakka, sem er þess eðlis, að hann mun nær eingöngu vera kostaður af ríkisvaldinu. Þá sátu tveir fulltrúar ríkisvaldsins, fjármálaráðherra og ríkisskatt- stjóra í gær á fundum með aðilum í bókagerðarmannadeilunni og var þar rætt um söluskattsmál, þ.e.a.s., hvort hinar ýmsu opinberu stofnan- ir, sem tæki eiga til fjölritunar og prentunar, greiði söluskatt af þeirri þjónustu. Munu aðilar vilja fá þessa grein prentiðnaðar út á almennan vinnumarkað. Stjórnvöld ihuga lausn fískverðsvandans: Verður tekið upp nýtt olíugjald utan skipta? STJÓRNVÖLD velta nú fyrir sér, hvernig unnt sé að koma á fisk- verði, sem logum samkvæmt átti að verða ákveðið í dag, 1. október, en enginn eygir lausn á. Einn þeirra möguleika, sem uppi er, er endur- upptaka olíugjalds utan skipta, þar sem olíuskuldir útgerðarinnar nú munu vera um 12 til 13 milljarðar króna. auk annarra vanskila, sem munu vera um hálfur annar tugur milljarða. Þá mun fiskvinnslan rekin með miklu tapi, scm fyrir nokkrum dögum var um 14%, en mun í gær hafa verið um 10% og fer nú hraðminnkandi með mjög oru gengissigi. sem láta mun nærri að sé um 0,3% á dag. Á hinn - bóginn sýna tölur um afkomu sjómanna hríðversnandi kjör sjómanna miðað við launþega í landi. Miðað við hlut sjómanna í skiptaverði bolfisks og kauptaxta allra launþega, hefur hlutur sjó- manna aldrei verið eins rýr og nú frá 1974 og vantar þar á 14 prósentustig, að jafnt sé. Miðað við meðaltal ársins 1977 vantar nú 20 prósentu- stig, að kjör sjómanna séu hin sömu og þá. Hins vegar hefur gætt nokkuð mikillar aflaaukningar á árinu 1980 miðað við árin 1974 og 1977, sem fært hafa sjómönnum auknar tekjur, þannig að árið 1980 kemur tekjulega mjög svipað út og árið 1977, þótt heldur lakara sé. Samanburður á árunum 1979 og 1980 miðað við sama aflamagn rýrir kjör sjómanna um 12 prósentustig í hlutfalli við laun verkamanna og 10 prósentustig sé miðað við laun iðnaðarmanna. Það gengissig, sem er 0,3% á dag er á viku rétt rúmlega 2% eða tæplega 10% á mánuði. Oliugjaldið, sem er utan skipta og stjórnvöld íhuga nú að taka upp að nýju, náði því hæst að verða 12% fyrir útgerð- ina, áður en það var fellt niður í áföngum. Samkvæmt heimildum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, munu fulltrúar í Verðlagsráði sjáv- arútvegsins mjög tortryggnir á lof- orð stjórnvalda vegna fiskverðs- ákvörðunar, þar sem lítið sem ekkert hefur fylgt eftir af því, sem stjórn- völd hafa lofað við tvær síðustu fiskverðsákvarðanir. Beiðni Flugleiða um ríkisábyrgð: „Yfirlýsing fjár- málaráðuneytisins kom mjög á óvart“ - segir Sigurður Helgason forstjóri „YFIRLÝSING íjármálaráðuneytisins vegna beiðni Flugleiða um ríkisábyrgð kemur mér mjög á óvart, m.a. vegna þess að ríkisábyrgðasjóður sem á að kanna slík mál íyrir fjármála- ráðuneytið hefur ekki gert það ennþá,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í samtali við Mbl. i gær þegar hann var spurður um það sjónarmið fjármálaráðherra að full veðbond væru í eignum Flugleiða og því lítiil sveigjanleiki til þess að veita ríkisábyrgð fyrir 6 milljarða láni. „Ég átta mig ekki á því hvernig fjármálaráðuneytið hefur komist að þessari niðurstöðu,“ sagði Sigurður. Höskuldur Jónsson ráðuneyt- slíkt væri ekki að ræða, þótt isstjóri í fjármálaráðuneytinu sagði í samtali við Mbl. í gær að búið væri að senda erindi Flug- leiða til ríkisábyrgðasjóðs, en hann kvað misskilnings hafa gætt varðandi orðalag um veð- setningu á eignum Flugleiða, sumum hefði skilist að Flugleið- ir ættu ekki fyrir skuldum þótt veðbönd væru á eignum, en um væri reglur ríkisábyrgðarsjóðs væru þannig nú að lítið svigrúm virt- ist til ábyrgðar, en samkvæmt reglugerð frá 1967 mættu veð- bönd ekki vera meiri en 60% í fasteignum og 80% í flugvélum og skipum. „Ríkisábyrgðasjóður kannar nú mat á eignum Flugleiða og það hvaða tölu eigi að miða við.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.