Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 53 í fanginu hélt hann á bresku sprengjuhylki úr síðari heimsstyrjöldinni sem hafði verið hlaðið sprengiefni að nýju (Sjá: Fjöldamorð og gyðingahatur) VAGESTUR í nágrenni við eilífðina VETNISSPRENGJAN, sem var í eldflauginni. sem sprakk í neð- anjarðarbyrKÍnu í Arkansas. hef- ur verið flutt til afskekkts staðar í Texas. Sprengjan er geymd í Kríðarstórum blýhólki, sem á er letrað: „Do not drop“, sem eÍKÍn- lega verður að útleggjast: -Gloprið ekki niður“. Vetnissprengjan, sem er 9 megatonn að stærð, laskaðist nokkuð og er nú geymd í stein- steyptu byrgi í Pantex-verksmiðj- unni, sem er stærsti kjarnorku- sprengjuframleiðandi á Vestur- löndum. Og vísindamenn og for- ingjarnir í hermálaráðuneyti Bandaríkjanna rífast um, hvað skuli gert við hana. Opinberlega hefur verið skýrt frá því, að blýhólkurinn verði ekki opnaður fyrstu 45 dagana. Á meðan hefur sérstakri olíublöndu verið dælt inn í blýhólkinn til að minnka líkurnar á því, að sprengjukveikjan taki við sér. Mikil leynd hvílir yfir verk- smiðjunni, sem er um 16 mílur norður af bænum Amarillo, en þar eru öll kjarnorkuvopn Bandaríkj- anna sett saman. Pantex-verk- smiðjan hefur 9 þúsund ekrur fyrir starfsemi sína og er rekin af einkafyrirtæki fyrir herstjórnina. Svæðið er varið af hitasæknum „Eins og á jarðskjálftasvæði" eldflaugum. Þarna eru einnig geymd geislavirk efni, sem fallið hafa til í öðrum „kjarnorkuslys- um“ Bandaríkjamanna. Þarna er grafið plútóníum úr fjórum vetnissprengjum, sem varpað var fyrir slysni úr flugvél í grennd við Palomares á Spáni árið 1966, svo og leifar eftir svipað slys við Thule á Grænlandi tveimur árum síðar. í Amarillo búa um 127 þúsund manns og íbúarnir þar verða nú þeim mun áhyggjufyllri sem meira fréttist af hættunum sem felast í því að búa í grennd við kjarnorkustöðvar. Við sprenging- una í eldflaugabyrginu í Arkansas þurfti að flytja fólk á stóru svæði á brott í öryggisskyni og vitna- leiðslur fyrir nefndum Banda- ríkjaþings um slysið undirstrik- uðu enn hættuna. Ibúarnir í Amarillo eru miklir föðurlandsvinir og styðja flestir Reagan til forseta, en þeir eru ekki ýkja hrifnir af komu lask- aðrar vetnissprengju, sem er 700 sinnum öflugri kjarnorkusprengj- unni sem varpað var á Hiroshima. I tvo áratugi hafa íbúar Amarillo reynt að víkja öllum áhyggjum á braut og reyna að sætta sig við starfsemi Pantex-verksmiðjunn- ar, en það hefur reynst sífellt erfiðara. „Þetta er eins og að búa á jarðskjálftasvæði," segir Stanley March. „Maður er skíthræddur, en samt ekki nógu hræddur til að flýja á brott.“ - WILLIAM SCOBIE. FJÖLDAMORÐ „Ilann bara var ekki þannig.“ Þetta var dómur furðulostins skólastjóra um fyrrverandi nem- anda sinn. Gundolf Köhler. sem dag einn tók sig upp og hélt á bjórhátíðina í Múnchen i bíl föður sins með dauðann i far- angrinum. Allt, sem lögreglan veit með vissu, er, að hinn rúmlega tvítugi Köhler lét lífið þegar hann olnbog- aði sig í gegnum manngrúann, sem var að halda heim frá hátíðinni. í Með dauðann t a • Lík eins fórnarlambanna fjarlœgt: i iarangrmum fanginu hélt hann á bfesku sprengjuhylki úr síðari heimsstyrj- öldinni, sem hafði verið hlaðið sprengiefni að nýju. Ellefu manns, sem næstir voru Köhler, létust samstundis og tólfta fórnarlambið, 17 ára gamall drengur, lést í byrjun mánaðarins. Sumir þeirra 93ja sem liggja slasaðir á sjúkrahúsum Miinchenar, misstu útlimi og verða í framtíðinni að takast á við lífið sem örkumla menn. Síðan þessi hörmulegi atburður gerðist hafa Þjóðverjar og dagblöð- in þar í landi reynt að finna einhverja skýringu á honum. Var þessi hægrisinnaði jarðfræðistúdent einn að verki eða var hér um að ræða þátt í samsæri nýnasista til að valda skelfingu á síðustu dögum kosningabaráttunnar? Svo virðist sem Köhler hafi ætlað að sprengja sprengjuna með fjarstýribúnaði í bíl föður síns, sem hann hafði lagt skammt frá hátiðarsvæðinu. Sprakk hún of snemma eða var hún sprengd, viljandi eða óviljandi, af einhverjum sem var í bílnum? Eða ætlaði Köhler kannski að sprengja sprengjuna í aðalsalnum á bjórhátíðinni, sem var fullur af lífsglöðu fólki klingjandi glösum í takt við síðustu tónana frá hljóm- sveitinni? Ef svo var hefði orðið um að ræða miklu stórkostlegra fjölda- morð. Eða ætlaði hann að bíða með að sprengja sprengjuna þar til fólkið hefði yfirgefið hátíðarsvæðið? Köhler var ekki einn af þeim mönnum, sem vekja á sér athygli þar sem þeir fara, og umgekkst fáa utan fjölskyldunnar. Faðir hans er uppgjafabóndi, ákveðinn fylgismað- ur Kristilega demókrataflokksins á staðnum en tók þó ekki mikinn þátt í flokksstarfinu. Köhler var yngstur þriggja bræðra, hlédrægur náttúru- unnandi, sem safnaði steingerfing- um og gróðursetti tré. í skóla virtist hann ekki hafa áhuga á neinu nema efnafræði og slasaði sig einu sinni í sprengingu, þegar hann var með einhverjar tilraunir úti í skógi. Hann átti sér enga vinstúlku eða nána vini. En ef til vill var það hvað skuggalegast við Köhler, að hann sagði engum frá því, sem honum bjó í brjósti. Hann virðist hafa verið fullur fyrirlitningar á tillitslausu fólki, sem engu eirir í náttúrunni, og kannski hefur það valdið löngun hans til að koma fram hefndum á háværum og hugsunarlitlum mannfjölda. Máske hefur hann verið í litlum metum hjá nýnasistunum, kunningjum sínum, og viljað sýna þeim að hann væri alveg einfær um að standa fyrir hryðjuverki, sem væri miklu skelfilegra en nokkuð annað, sem þeir hefðu verið að bollaleggja. Hryðjuverkið á bjórhátíðinni í Múnchen hefur kennt Þjóðverjum það, að þeir verða að skoða að nýju hver markalínan er á milli þeirra nýnasistasamtaka, sem eiga að heita meinlaus, og þeirra, sem eru til alls vís. Einhver einfeldningur- inn getur hvenær sem er haldið til einhverrar hátíðarinnar með dauð- ann í aftursætinu. -r- ROBIN SMYTH. Eitt hofanna í Angkor SPELLVIRKI Að ganga milli bols og höfuðs á höggmyndum Þar sem trjágróður heyr baráttu við harðan stein vill Pich Keo una um ævi sinnar daga. Steinninn er í raun réttri um 600 höggmyndir á u.þ.b. 40 fermílna svæði. sem nefnt er Angkor. Trjágróðurinn er risastór fíkjutré, vínviðúr. runnar og safamiklar hitabeltisjurt- ir. er leitað hafa á Angkor frá því að hámenningar- skeiði Khmera tók að hnigna fyrir 500 árum. Pich Keo er yfirumsjónar- maður í Angkor. Hann stundaði á sínum tíma nám í franska skólanum í Austurlöndum fjær og er á meðal fimm „sérfræð- inga“ sem tókst að lifa af ógnarstjórn Pol Pots ‘í Kam- pútseu. — Ég þóttist vera verka- maður — segir hann. — Ég er sannfærður um, að ég hefði verið skorinn á háls að öðrum kosti. Þegar Frakkinn Alexandre Henri Mouhout fann Angkor Wat fyrir 120 árum, skrifaði hann eftirfarandi í dagbók sína: — ... það er stórfenglegra en nokkuð, sem Grikkir og Róm- verjar eftirlétu. Ennfremur skrifaði hann: — Við fyrstu sýn fyllist maður djúpstæðri að- dáun, og getur ekki íátið hjá líða að spyrja sjálfan sig, hvað hafi orðið um hinn volduga kynflokk, sem skóp þessi ofurmannlegu verk, og hefur búið yfir fádæma menntun og menningu. Þessi spurning er enn í fullu gildi. Svarið við henni er á þá lund, að þeir stríðandi aðilar, sem eftir eru af kynflokki Khmera berjast nú um steinana í Angkor og hið táknræna gildi þeirra fyrir sögu þjóðarinnar. Ég hitti Pich Keo nýlega og þá skýrði hann mér frá því, að daginn áður hefði höfuð af styttu Hindúaguðs verið sagað af bolnum og numið á brott. Talið er, að hermenn úr hópi hægri sinnaðra Khmera, sem hafast við skammt frá landa- mærum Thailands, bjóði hugs- anlegum viðskiptavinum sínum „pöntunarlista" með menjum þeim, sem enn eru fáanlegar frá Angkor. Fylgir það sögunni, að sé gengið að kaupunum, ábyrg- ist Khmerarnir afhendingu vör- unnar innan mánaðar. Leiðsögumaður i Angkor skýrði mér svo frá, að á síðustu þremur misserum hefðu 100 styttur eða höfuð horfið frá Angkor Wat og Angkor Tihom, sem þar er skammt frá. Klukku- tímum saman gekk ég um hofin tvö í Angkor Wat, og öll Búddhalíkneskin, sem ég sá þar, höfðu verið gerð höfði styttri. En það er ekki aðeins þessi þjófnaður og skemmdarverk, sem gerir Pich Keo lífið leitt. Hann hefur líka þungar áhyggj- ur af því, hversu lítt miðar endurreisnarstarfinu á þessu forna menningarsetri. Árið 1970 störfuðu 500 menn að viðgerðum og endurbótum í Angkor. Nú eru þeir aðeins 25. Enda þótt við- gerðarmennirnir fái aðeins um 15 þúsund krónur í mánaðar- laun, er ekki unnt að ráða fleiri til þessara starfa að svo stöddu. Raunar vonast menn til, að yfirvöld veiti aukið fé til endur- reisnarstarfs á næsta ári. En þó svo verði, á Pich Keo við tröllaukið vandamál að glíma. Myndir, skjöl og áætlanir um endurreisnarstarfið fengu ekki náð fyrir augum Pol Pots og manna hans, þegar þeir gengust fyrir bókabrennunum, sem áttu að útrýma öllum „borgaralegum“ bókmenntum í Kampútseu. - BRIAN EADS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.