Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 77 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MANUDEGI Vöntun á bílastæðum við Landakotsspítala ABJ NNR. 0660-0549 skrifar: „í dálkum Velvakanda sl. fimmtudag er fyrirsögn, sem kveður á um bófahasar á bílastæð- um. í sama dálki segist eigandi hugmyndarinnar um bófahasar- inn taka kröftuglega undir bíla- stæðaskort. Með þessum línum er alls ekki verið að hvetja til neins konar bófahasars, en allir eru sammála um bílastæðaskortinn, t.d. við Landakotsspítalann á Landakots- hæð, bæði við Túngötu og Ægis- götu og ennfremur við Öldugötu, en að Öidugötu 17 er göngudeild augndeildar Landakotsspítala Vil ekki svona gervi á svið Kona að norðan skrifar. „„Skollaleikur" eftir Böðvar guðmundsson var endurtekinn í dagskrá sjónvarpsins 15. septem- ber síðastliðinn, en fyrst sýndur þar 1. október 1978. Ég hef víst ekki horft á þetta leikrit í fyrra skiptið, en horfði á það nú um daginn. Gerð leikrits- ins er eflaust góð og á fullan rétt á sér eins og vænta mátti af höfund- inum. En uppsetningin á því, búningarnir og sér í lagi grímurn- ar, eru engan veginn úr forneskju. Þær minna mann á tískufyrir- brigði, á afstraktmyndir eða plast. Fólkið virtist helst sem plastlíkan á skerminum, augun starandi, andlitsdrættir engir og þar með engin svipbrigði í samræmi við tilþrif persónanna. Ég get ómögu- lega viðurkennt þessar persónur og látbragð þeirra sem fulltrúa þess tíma, sem þær eiga að tilheyra. Svo kemur unga parið, sérstaklega unga stúlkan, fram á sjónarsviðið sem algjör andstæða hinna persónanna, búin rétt eins og hún sé að ganga inn á dansleik í dag. Ég vil ekki svona gervi á svið.“ Slcingrimur llermannsMin: staðsett, — einasta sérhæfða augndeildin við spítala á öllu landinu. Innvik íyrir bílastæði Svo mun vera, að fyrir um tveimur árum var komizt að samkomulagi við kaþólska söfnuð- inn um að taka mætti og taka skyldi rein úr Landakotstúni við Túngötu (innvik inn í túnið þar), og var sú ráðstöfun beinlínis hugsuð í þeim tilgangi, að þar yrðu bílastæði með stöðumælum á mesta annatíma, en eðlilega gjald- frjáls að kvöldi og um helgar. Um helgar hugsa æði margir til ætt- ingja, sem liggja í Landakotsspít- alanum, og þar er nú heimsókn- artími á ný tvisvar daglega, þ.e. eftir að ríkið tók við rekstrinum í vel þekktu sjálfseignarstofnunar- formi. Til borjíarstjór- ans í Reykjavík Vöntun á bílastæðum við Landakotsspítalann er fyrir löngu orðin hættuleg, enda virðist þjóðin almennt vera orðin það „fótfúin", að heimsækjendur mundu helzt vilja aka inn í spítalann frá Túngötu, en við þeim afþreyingar- akstri var nýlega séð með því að setja myndarleg blómaker upp á sjáifan inngöngustíginn frá Tún- götu. Þetta er margrætt mál, sem vart þyrfti að endurtaka. Lögreglu og strætisvagnastjórum, svo og umferðardeild borgarverkfræð- ings er vel kunnugt um þetta vandamál, en ekki fæst úr bætt og skellt er þreyttum skollaeyrum við öllum ábendingum. Því er hér með beint til borgar- stjórans í Reykjavík, hr. Egils Skúla Ingibergssonar, að hann láti mál þetta til sín taka.“ „Guðrún getur allt“ „Nú er frost á Fróni," feikilega kalt. En Guðrún Gervasoni getur læknað allt. „Yfir Laxalóni liggur klakaþil," en Guðrún Gervasoni gefur birtu og yl. Sumt hjá Sigurjóni er svakalega ljótt En Guðrún Gervasoni græjar þetta fljótt. Ég er rakinn róni, ræði ei heimsins stúss. Æ, Guðrún Gervasoni gefðu mér einn sjúss. Alltaf upp úr nóni æpir kvensemin: Ó, Guðrún Gervasoni, gakktu til min inn. Er ég fell á Fróni og fer til himnaranns, Guðrún Gervasoni gefur stóran krans. Frosti Þessir hringdu . . Hringir eins og allt sé í lagi Símnotandi hringdi til Vel- vakanda og kvartaði undan síma- þjónustu. — Þetta er eitt þarfasta tæki sem ég nota daglega og ég nota síma talsvert mikið. En þjónusta Landsímans mætti vera betri, svo dýr sem hún er. Þeir hreyfa sig ekki með svo mikið sem snúruspotta fyrir minna en þús- undir króna. Ég ætla að nefna dæmi um lélega þjónustu fyrir- tækisins. Ég var um daginn búinn að hringja lengi og oft í kunningja minn, sem ég hafði ekki hitt nokkuð- lengi. Alltaf hringdi hjá honum eins og allt væri í lagi, og ég dró þá ályktun að maðurinn væri svona mikið að heiman, að erfitt væri að hitta á hann. Var þó alltaf öðru hvoru að reyna. Svo hitti ég hann af einskærri tilvilj- un. Sagði hann mé, þá að hann hefði fyrir nokkrum vikum flutst á milli hverfa og fengið nýtt símanúmar. Gamla númerið væri sennilega í biðstöðu hjá Landsím- anum. Ég spyr: Er þetta boðleg þjónusta, að láta númerið hringja endalaust eins og það sé enn í notkun? Þetta er ekki það eina sem ég get fundið að símaþjónust- unni og það sem verra er: ég held henni hafi hrakað mikið upp á síðkastið, maður er meira að segja farinn að heyra alls konar raddir og aukahljóð inni í miðjum sam- tölum. Sinfoníuhljómsveit íslands Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 23. októ- ber 1980 kl. 20.30. Verkefní: Karl O. Runólfsson — Fjalla-Eyvindur, forl. op. 27. Chopin — píanókonsert nr. 1 í e-moll. Debussy — Síödegi skógarpúkans. Debusy — La Mer. Stjórnarni: Jean-Pierre Jacquillat. Einteikari: Dominique Cornel. Aögöngumiöar í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blönda! og viö innganginn. Sinfoníuhljómssveit islands H H H Daihatsu Charade árg. 1980, ekinn 11 þúsund, rauður. Verð 5,8 millj. Honda Civic árg. 1977, gulur. Verð 4,5 millj. Galant 2000 GLX árg. 1980, rauður, ekinn 6 þúsund. Verö 8,5 millj. Dodge Ramcharger árg. 1980, rauður, ekinn 10 þúsund. Verð 11 millj VW-Golf L 3ja dyra, árg. 1979, ekinn 31 þúsund. Verð 6,5 millj. Galant 1600 árg. 1979, blár, ekinn 18 þúsund. Verð 6,5 millj Audi 100 LS árg. 1978, rauður, ekinn 27 þúsund. Verð 7,6 millj. Lancer 4ra dyra, árg. 1978, blár, ekinn 35 þúsund. Verð 4,3 millj HEKLAHF Laugavegi 170 -172 Sími 21240 Söludeild: sími 21240 — 11276. H H H H [H][H]|H][Hl[H]lH][Hl H H H H Móti olíugjald- inu eins og það er nú upp byggt SIGCA V/GGA £ '(/LVEgAM EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Vísa vikunnar Steingríms þetta stimpill er, stöðugt klár á fagið; að vera á móti sjálfum sér er sárafáum lagið. Hákur ,.XVf v/5"A/N/ /fylAKPQM K/Y&T tö Vtm 5iu- SVlóQltf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.