Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 69 h.....i Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Þegar við viljum gera okkur dagamun i mat. bætum við gjarnan eftirrétti á matseð- ilinn. Þá er annar tveggja. sem á eftir fylgja, ekki slök hugmynd. Nú fást góðar per- ur í búðunum. uppskera sunnar úr álfunni, þar sem greinar ávaxtatrjánna svigna nú undan ávöxtum sinum. Því er ekki úr vegi að hafa perueftir- rétt á boðstólum. Súkkulaði- eftirréttir eru alltaf vinsæl- ir. Kremið hér á eftir er eiginlega undrakrem, þvi það er gott og einfalt og til margra hluta nytsamlegt. Góða skemmtun! Kryddperur (Ilanda fjórum) Perurnar eru soðnar í kryddlegi. Síðan getið þið borið kaldar perurnar fram í leginum ásamt þeyttum rjóma, gjarnan sættum með hunangi. Einnig er tilvalið að setja perurnar á góðan kökubotn, t.d. hnetubotn, bleyta botninn með vökvanum, og bera kökuna fram, með eða án rjóma. í staðinn fyrir tré til Englands og hafið rækt- un þar. ítalir voru hrifnir af ávextinum á miðöldum og höfðu margar tegundir. I dag eru perur mjög víða ræktaðar, t.d. víða á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Tegundirnar eru svo margar, að um þær mætti skrifa ritverk í mörgum bindum. En við höfum ekki aðeins fræðilegan áhuga á per- um ... 4 perur 5 dl vatn 1 dl hunang 4 negulnaglar 1 kanelstöng (1 sultað engiferhnýði) börkur af 1 appelsínu 1 Skerið börkinn af vel þveg- inni appelsínunni, en þó aðeins yzta gula lagið. Skerið börkinn síðan í þunnar ræmur og hellið sjóðandi vatni yfir. Hellið vatninu af og endurtakið með- ferðina. algengar víða um lönd. Vínperur sóma sér vel heitar jafnt sem kaldar. Það er þó tvímæla- laust betra að kæla perurnar í leginum, en hita þær síðan upp, ef þvið viljið þær heitar. Rétt- urinn verður bragðmeiri. Um leið og þið berið per- urnar fram, getið þið stráð heslihnetum, valhnetum eða möndlum, gróft söxuðum, yfir perurnar. Þetta á við hvort sem þið berið þær fram heitar eða kaldar. En munið að sjóða perurnar aldrei svo mikið að þær fari í mauk. Undra- súkkulaðikrem Það er varla ofmælt að kenna kremið við undur. Það er í fyrsta lagi afar fljótlegt og einfalt að allri gerð, í öðru lagi er það undragott og í þriðja lagi má nota það á ýmsan hátt, þið hyggist nota hraett súkku- laði. 2 Á meðan súkkulaðið er að bráðna, setjið þið kalt vatn í stóra skál og nokkra ísmola með. Takið síðan aðra minni skál, sem getur staðið í vatnsbað- inu og hellið rjómanum í hana. Bætið bráðnu súkkulaðinu í og þeytið nú. Smátt og smátt lýsist kremið og stífnar. Þeg- ar það er orðið þykkt, er nóg að gert. Ef þeytt er of lengi, er eins og kremið þorni unt of og verði svolítið kornótt. Þetta gerir þó lítið til bragðsins vegna, en útlitið verður ekki eins fullkom- ið. Nú er kremið tilbúið í skálar, t.d. fjórar litlar skál- ar, sem eftirréttur handa fjór- um. En möguleikarnir eru fleiri. Þetta er t.d. hið niesta ljúfmeti á kökubotna, bæði svampbotna, en ekki síður á hnetu- eða möndlubotna, og svo í pæabotn, t.d. möndlupæa- TVEIR EFTIRRETTIR perur fer einnig prýðilea á því að nota epli. Það fer vel á að nota perur í ýmsar eplaköku- uppskriftir. Og þið getið notað annað krydd eða í öðrum hlut- föllum en hér er nefnt. Það er því eins og svo oft, að mögu- leikarnir eru margir. Hver velur það sem honum hentar bezt. Heimkynni perutrésins virðist vera Mið- og Suður- Evrópa, alla leið til Himalaja- fjalla og án efa hafa íbúar á þessúm svæðum snemma lært að nytja ávextina. Á 1. öld er pera getið í rómverskum ritum, og þá voru ntargar tegundir þekktar. Rómverjar fóru víða eins og kunnugt er, og hafa kynnzt ýmislegu matar- kyns á leiðinni. M.a. er talið að þeir hafi tekið með sér peru- 2 Sjóðið vatnið ásamt hun- angi og kryddi. Ef þið notið engiferhnýði, brytjið þið það út í löginn. Afhýðið perurnar, kljúfið þær að endilöngu, hreinsið kjarnana úr og setjið út í sjóðandi löginn, ásamt appelsínuberkinum. Sjóðið perurnar þar til þær eru mjúkar, en halda þó vel lagi. Ef þær eru sæmilega þroskaðar, þurfa þær um 10 mín., en annars lengri tíma. Takið pottinn af hitanum. Nú getið þið borið perurnar fram heitar, en það er ekki síðra aö láta perurnar kólna í leginum og bera þær fram kaldar Þá draga þær kryddbragðið betur í sig. Þær geymast í kæli í allt að viku, en þá þarf að vera svo mikill lögur á þeim, að hann fljóti yfir. Þið getið síðan hitað perurnar, og horið þannig fram. Það má finna ýmis til- brigði við þennan rétt. Eitt er að nota vín og vatn, en ekki vatn eingöngu. Notið t.d. rauðvín, eða sérrí, pörtvín eða rnad- eira. Svona vínperur eru býsna og alltaf með góðum árangri. Mér var gefið heimatilbúið sælgæti fyrir nokkrum árum, sem var kúlur úr þessu kremi, velt upp úr kakói. Það var mikið ljúfmeti. Uppskriftina fékk ég einnig og síðan hefur kremið verið fastur liður við hátíðleg tækifæri, því það er heppilegt í margt. Uppskrift- in er komin frá Svíþjóð. en ku vera komin þangað frá Austur- Evrópu. 100 gr (1 plata) gott suðu- súkkulaði 1 dl rjómi 1 Bræðið súkkulaðið. Athug- ið að súkkulaði bráðnar við lO9, svo það þarf ekki. mikinn hita. Ef hitínn verður of mikill, hleypur súkkulaðið í kökk, kekki eða örður, sem erfitt er að eiga við. Kremið verður bezt, ef súkkulaðið er brotið í skál og skálin sett yfir heitt vatH. Látið svo skálina standa þar, þangað til súkkulaðið er bráðn- að. Það tekur svolítinn tíma, en þið getið verið viss um að árangurinn verður góður, ef súkkulaðið fær að bráðna svona hægt. Þetta á alltaf við, þegar 1\ botn. Þið getið þá sett toppa úr þeyttum rjóma ofan á. Kremið er hægt að bragðbæta með kanel, eða öðru kryddi, og svo víni, ef ykkur lízt svo. Bragðbót- in er þá sett í rjómann. Um daginn útbjó ég kökur með þessu kremi í barnaboð. Sem botn notaði ég hunangs- hafrakex, sem fæst m.a. í Heilsuhorninu á Háaleiti. Kexið er aflangt, en ég skar það í tvennt. Ofan á setti ég svo toppa úr súkkulaðikremi og skreytti með lituðum súkku- laðipillum. Þetta var býsna ljúffengt og móttökurnar góðar við borðið. Mjúkt kremið for einkar vel með stökku og grófu kexinu. Einnig or lega hægt að nota ýmsar aðrar kextegundir. Þetta eru ba'ði fljótlegar kökur og árangur inn fyrirtak. Og það er ág > 't í barnaboðum að hafa allt matar- kyns þannig. að litlar hendur geti auðveldlega handleikið og ráðið við matinn En ég kem að barnaboðue -ið- o? Js væntanlega ; ar Tryggingabætur beint inn á bankareikninga Tryggingastofnun ríkisins hefur ákveöiö að frá næstu áramótum veröi allar mánaöarlegar bótagreiðslur afgreiddar inn á reikning hinna tryggöu í lánastofnunum. Á öllum afgreiðslustöðum bankanna liggja frammi eyöublöö í þessu skyni, og þar er veitt aöstoö viö útfyllingu og frágang þeirra. Bankarnir taka ennfremur að sér aö koma tilkynningum um reikningsstofnun til skila. Tilkynningu þessari er beint til þeirra bótaþega sem ekki hafa fengið sér bankareikning, eöa tilkynnt það Tryggingastofnun ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.