Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 19. október Bls. 49—80 MORGUNBLAÐIÐ í ÍSKÖNNUNARLEIÐANGRI VEGNA OLÍULEITAR VIÐ GRÆNLAND Niðurstöður rannsókna á botnlögum lofa góðu GfnahaKsbandalaK Evr- ópu hefur sérstaka fjárveit- inKu á fjárloKum sínum til könnunarrannsókna á nátt- úruauðlindum á nokkrum svæðum i bandalaRsumdæmi sínu. Þar á meðal hefur verið ákveðið að kanna möguleika á hvort olíu sé að finna í hafinu austan Grænlands. Þessi sérstaka könnun er í höndum GGU, þ.e. Grönlands Geologiske Undersögelse, en bandariska íyrirtækið West- ern Geographie hefur annast rannsóknir á hafsbotnslög- um og á þess vegum er rannsóknaskipið Western Arctic, sem skráð er í Pan- ama við hafsbotnskannanir á þessum slóðum. Mikilvægur liður í könn- ununum er eftirlit með ísa- lögum og ísreki á hafsvæðinu með tilliti til rannsóknanna, oiíuborana og olíuvinnslu, ef til kæmi. Danskt fyrirtæki, DIII, Dansk Ilydrantisk Inst- itut, hefur séð um þessar kannanir ásamt vísind- Refurinn gaf sér smátíma til að vega og meta áhorfendur áður en hann gleypti í sig sinn hluta matargjafarinnar. SJÁ GREIN OG MYNDIR Á MIÐOPNU amönnum þess. sem eru um borð í Western Arctic og hafa starfsmenn DHI flogið yfir svæðið á þiggja daga fresti undanfarna mánuði og skráð nákvæmlega hegðun þessa náttúrufyrirbrigðis. DHI hefur gert samning við íslenzka fyrirtækið Flug- leigu Sverris Þóroddssonar um ískönnunarflugið og bauðst Morgunblaðinu að taka þátt í einni slíkri ferð fyrir skömmu. í förinni var starfsmaður DIII, Paul Schmidt Hansen, og flug- mennirnir Arni og Ilelgi Yngvasynir. Akveðið hafði verið að þetta yrði svokölluð lengri ferð, þ.e. höfð yrði viðkoma næturlangt í Meistaravík og hafísasvæðið kannað allt norður að Danmerkurhöfn, en þar er veðurathugunar- og strandgæzlustöð og telst Danmerkurhöfn nyrzta byggða hol á austurströnd Grænlands. Þar dvelja að staðaidri ellefu menn árið um kring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.