Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 10
Bresk útgerð á heliarþröm Bresk útgerð Og frystiiönaöur á nú vægast Sagt viö mikla erfiöleika aö etja. Floti stærstu útgeröarborganna, Hull og Grimsby, er nú aöeins skugginn af því sem hann var fyrir fimm árum. Olíuverö fer sífellt hækkandi, en fiskveröiö er lágt og aflinn fer minnkandi. Má jafnvel búast viö því, aö þaö litla sem eftir er af þessum iönaöi, sem eitt sinn blómstraöi á Bretlandseyjum, hverfi á stuttum tíma. Er ekkert til bjargar? Vandi bresku útgerðarinnar hefur ef til vill ekki verið eins úthrópaður í fjölmiðlum og vandi stáliðnaðarins og Leyland-verk- smiðjanna. En vandi hennar er engu að síður jafn mikill og þeirra. Meðan embættismenn ríkja Efnahagsbandalags Evrópu þinga um sameiginlega fiskveiði- stefnu í Brússel, standa sjómenn í Bretlandi frammi fyrir þeirri staðreynd að þótt breskar hús- mæður kaupi jafn mikið af fiski fyrir um það bil svipað verð og áður, fá þeir ekki lengur fullnægj- andi laun fyrir þá erfiðisvinnu að koma honum að landi. Og frétta- skýrendur telja, að það sé alveg sama hvað verði ofan á í Brússel, það muni litlu breyta fyrir sjó- mennina hvort eð er. Þeir eru nefnilega að greiða tap það, sem Bretland varð fyrir í síðustu tveimur þorskastríðum við Islendinga. Seinna stríðið, árið 1975, endaði með því að Islend- ingar lokuðu fengsælustu fiski- miðum Breta. Afleiðing þess, skortur á sameiginlegri fiskveiði- stefnu, ofveiði og mikil hækkun olíuverðs, hefur allt átt sinn þátt í því að skaða breska útgerð. Vilja fá megn- ið af aflanum Sjómennirnir eru ekki á því, að það sé sama hvað verði ofan á í samningaviðræðunum í Brússel. Þeir krefjast þess, að þeir fái að veiða megnið af þeim kvóta sem bandalagið kemur til með að setja. Þeir réttlæta þessa kröfu sína með því að segja, að 60% af fiskveiði- svæðunum séu bresk eftir að fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur. Sjómennirnir hafa einnig kvatt ríkisstjórnina til að fá því fram- gengt að Bretar fái að veiða um 45% leyfilegs afla á bestu fiski- miðum EBE-landanna. Til þessa hefur þeim aðeins verið boðið 31% aflans. En þeir eru staðráðnir í því að aðeins 45% aflahlutans komi til með að gagna þeim. Þá geti þeir fengið tækifæri til að veiða meira af þeim tegundum sem breskar húsmæður vilja helst í potta sína. Innflutningur á fiski eykst Sannleikurinn er sá, að mikill hluti þess fisks sem keyptur er í verslunum í Bretlandi í dag er veiddur af erlendum togurum. Sífellt lækkandi verð á þorski og ýsu hafa orðið til þess að breskir sjómenn hafa sótt æ meira í að veiða makríl. „Við reyndum að veiða á heima- miðum eftir að okkur var meinað að halda áfram veiðum okkar við ísland," segir Peter Hewett, for- stjóri Short Blue Fleet, eins elsta útgerðarfyrirtækis í Bretlandi. „En hvert skip varð að véiða fyrir 1,200 pund á dag til þess að Fiskibátar sigla inn í höfnina í Ullapool í Skotlandi. Fyrir utan liggja verksmiðjuskipin og bíða þess að skoskir togarar landi makrílafla sín- um í þá. Þrjá mánuði á ári syndir makríllinn meðfram ströndum Skotlands, frá ágúst til október. Um 75% af aflanum fer um borð í verk- smiðjuskipin, sem annað hvort sigla með hann á heimamarkaö eða til annarra landa. ekki yrði tap á veiðunum. Það gekk engan veginn." A síðustu árum hefur innflutn- ingur á fiski til Bretlands aukist til muna. Miklar birgðir af ódýr- um fiski hlóðust upp í Evrópu eftir að sala á fiski í Bandaríkjun- um dróst skyndilega saman. Þegar slíkt ástand skapast selja Norð- menn og Kanadamenn afgangs- framleiðslu sína sína gjarnan til Bretlands. Staða breska pundsins gerir innkaupendum kleift að ná góðum samningum. Sjómenn geta ekki keppt við slíkan innflutning. Þeir eiga nú þegar fullt í fangi með að halda í við það lága verð sem er á fiski sem fluttur er inn frá EBE-löndunum. Á sl. ári var t.d. flutt inn 23% meira af þorski og ýsu til Bret- lands en árið það þar á undan. Fyrstu sex mánuði þessa árs var innflutningurinn 19% meiri en á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Sjómenn hafa mótmælt þessari þróun og farið fram á að innflutn- ingur á fiski verði bannaður. I júlí fóru allir sjómenn í Portland í Skotlandi í verkfall og um tíma leit jafnvel út fyrir að verkföll sjómanna myndu breiðast út um Skotland, England, Wales og ír- land. En ákveðið var að hætta við verkfallsaðgerðirnar og sjá hverju fram yndi. í Irlandi mómæltu sjómenn fyrir utan þinghúsið í Dublin og sjómenn í öðrum borgum og bæj- um landsins studdu þá ákaft með mótmælaaðgerðum heima fyrir. Og breskar húsmæður hafa ákaft spurt hvers vegna þær borgi meira en 2 pund fyrir kílóið af þorski og ýsu meðan sjómenn fái aðeins eitt pund fyrir kílóið. Einu svörin sem þær fá eru þau klass- ísku, kostnaðurinn við veiðarnar er orðinn svo mikill. Adeins hluti fiskiskipaflot- ans i notkun Eftir að Bretar höfðu tapað síðasta þorskastríði höfð>j }£jr ekki lengur aðgang að fiskimiðun- um innan 200 milna fiskveiðilög- sögunnar við ísland. Þau fiskimið höfðu áður gefið Bretum um 100.000 tonn á ári. Varð þetta mikið áfall fyrir bresku útgerðina, sér í lagi þá sem gerðu út úthafstogara. Árið 1975 voru 500 skip skrásett í Hull, Grimsby,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.