Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 16
04 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 Föruneyti og fararskjóti. Árni Yngvason flugmaöur er lengst til vinstri á myndinni, en hann er einnig rekstrarstjóri Flugleigu Sverris. í miöið er Paul S. Hansen og lengst til hægri Helgi Yngvason flugmaður. Myndin er tekin á flugvellinum í Meistaravík. Niðurstöður rannsókna á botnlögum lofa góðu Texti og myndir: Fríða Proppé Lagt var upp frá Reykjavíkur- flugvelli laust fyrir hádegi um miðjan síðasta mánuð á Cessna 402,10 manna flugvél flugleigunn- ar, og fiogið þaðan til Keflavíkur þar sem Paul keypti nokkurt magn af dönskum bjór fyrir vini sína í Meistaravík. Þaðan var flogið í hánorður yfir Hornbjarg. Er náð var út yfir Grænlandshaf reyndu flugmennirnir að lækka flugið til að komast niður að haffletinum til könnunar ísreks. Það tókst ekki og því var stefnan tekin á Grænlandsströnd, ofar skýjum. Um svipað leyti og efstu tindar fjalla á Grænlandsströnd báru við sjóndeildarhring svipti skýjahulunni frá og fljótlega fóru að bera við augu ísjakar, misjafn- lega stórir. Flestir voru þó smáir en einn myndarlegan borgarísjaka sáum við á 69. bgr. Að sögn Paul hefur sökum sérstakra hlýinda á þessu sumri verið fremur ísalétt og hefði það undir venjulegum skilyrðum getað auðveldað rann- sóknastörf Western Arctic, en nokkrir tækniörðugleikar hafa valdið því, að rannsóknum hefur ekki miðað sem skyldi. Botnlögin lofa góðu Er við nálguðumst ísröndina náðum við talsambandi við West- ern Arctic. Sögðu skipverjar, að þyrla skipsins væri nýkomin úr ískönnunarleiðangri yfir jaðri ís- breiðunnar og skiptust Paul og skipverjar á upplýsingum. Skömmu síðar flugum við yfir skipið. Dró Western Arctic á eftir sér þriggja kílómetra langan kap- al og með endurvarpi hljóðbylgna, sem varpað er úr kaplinum niður á botn sjávar, er hægt, með aðstoð futlkomins tækjabúnaðar sem er um borð, að fá nákvæmar upplýs- ingar um tegundir botnlaga. Sagði Paul, að skv. þeim upplýsingum sem hann hefði fengið hjá skip- verjum, er hann kom eitt sinn um borð í skipið, væru niðurstöður kannananna þær, að botninn þarna væri nokkuð svipaður sjáv- arbotninum úti fyrir Noregi, þar sem olíu er að finna, eins og kunnugt er. Hann sagði þó olíuna ekki fengna, þó botnlögin lofuðu góðu, því sjávardýpi, ísamyndun og ísrek spiluðu þarna stóra rullu. Næstu klukkustundirnar var flogið þvers og kruss yfir ísinn. Merkti Paul vandlega inn á stórt kort staðsetningu stórra jaka, áætlaða þykkt, þéttleika ísbreið- unnar o.fl. Flokkaði hann ísinn niður í u.þ.b. tug flokka og við staðarákvörðun notaði hann full- komið miðunartæki, sem staðsett var í farþegarými vélarinnar. Elstu fjöll í heimi ískönnuninni lauk þennan fyrri dag ferðarinnar, er áætlað svæði og flugþol var á enda. Var þá haldið til Meistaravíkur á Græn- landi, eða „heim til Grænlands", eins og Paul orðaði það, en hann var í þessari ferð að fljúga hundr- aðasta flugtímann sinn með leigu- vél Sverris í slíkum ísrannsókna- ferðum. Fjallasýn er tignarleg er nálg- azt er strendur Grænlands. Hún er að sögn kunnugra margbreyti- leg eftir því hvar komið er að ströndinni og fjöllin okkar ís- lenzku, t.a.m. hrikaleiki Horn- stranda, sem við flugum yfir fyrr um daginn, verður lítilfenglegur í samanburði við þessi fjöll, sem sögð eru þau elstu í heimi. Það fyrsta sem vakti athygli, er náð var fótfestu á grænlenzkri grund, var veðurfarið. Sól skein í heiði og hvergi var skýjahnoðra að sjá á himni. Blankalogn var allan þann tíma er við stóðum við og þrátt fyrir að hitastigið væri Þessi þyrla er mikiö notuö, bæöi til farþegaflutninga og til aöstoðar viö vísindamenn. Lengst til hægri má sjá flugturninn og þar á milli nokkur húsanna í Meistaravík. Þannig leit ísbreiðan út á stóru svæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.