Morgunblaðið - 22.10.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980
5
Framboðslisti VÖKU
Gerftur Thoroddsen. læknisfræfti: Gunnar Jóhann Birgisson. lögfræfti: Karitas Gunnarsdóttir. lögfræfti;
Kristinn Andersen, verkfræfti; Lára Friftjónsdóttir. viftskiptafræfti; óskar Einarsson. læknisfræöi; Sveinn
Guftmundsson. læknisfræfti.
Fyrsta des. kosningar í Háskólanum:
Háskólinn og lýðræði og tengslin við þjóðf élagið
VAKA, félaK lýðræðissinnaðra
stúdenta við Iláskóla íslands,
hefur birt framboðslista sinn
vegna kosnintia til undirbún-
ings hátíðahaldanna á fullveld-
isdagnnn, 1. desember. Kosninj?
hátíðanefndarinnar fer fram á
almennum fundi stúdenta i há-
tíðarsal Háskólans i kvöld, mið-
vikudatrinn 22. október. Stend-
ur kosninKÍn frá klukkan 20 til
22.30, en fundurinn verður
opinn allan tímann.
Framboðslisti Vöku er þannig
skipaður: Gerður Thoroddsen
læknisfræðinemi, Gunnar Jó-
hann Birgisson lögfræði, Karitas
Gunnarsdóttir lögfræði, Krist-
inn Andersen verkfræði, Lára
Friðjónsdóttir viðskiptafræði,
Óskar Einarsson læknisfræði og
Sveinn Guðmundsson læknis-
fræði.
Hátíðanefndin skal skipuð sjö
mönnum, er kosnir séu í leyni-
legri listakosningu.
Vökustúdentar bjóða að þessu
sinni fram efnið „Háskólinn og
lýðræði", þar sem meðal annars
er velt upp eftirfarandi spurn-
ingum:
Hver eru tengsl Háskólans við
þjóðfélagið?
O Hvert er sjálfstæði Háskól-
ans?
O Hvernig er lýðræði innan Há-
skólans háttað?
í stúdentablaði Vöku segir, að
Háskóli íslands hafi fyrr á
öldinni tengst fullveldisbaráttu
Islendinga, en mörgum þyki nú
sem tengsl Háskólans við þjóð-
félagið hafi rofnað. Því sé
ofangreint efni vel til þess fallið
að það sé rætt á fullveldisdegin-
um.
Uppboð í Hafnarfirði:
Silfur og gull fyrir
5,3 milljónir króna
í GÆRDAG. klukkan 16, var f jólmenni í húsakynnum ba’jarfóget-
ans í Ilafnarfirði. I>á var í þann veginn að hefjast uppboð á
nokkuð sérsta“ðum smyglvarningi. Ilundruð gullkrossa, silfur-
krossa og eyrnalokka voru þá boðin hæstbjóöanda. Tollgæslan á
Keflavíkurflugvelli tók þennan varning í sína vörslu skömmu
fyrir árslok 1975, en þá reyndi maður nokkur að smygla þessu
öllu inn i landið. Maðurinn átti þá lögheimili i umdæmi
hæjarfógetans í Ilafnarfirði og því var málið tekið fyrir þar.
Löngu er búið að dæma i málinu en uppboðið hefur aftur á móti
dregist.
Uppboðshaldari var Guðmund-
ur L. Jóhannesson, og sagði hann í
upphafi, að samkvæmt mati sér-
fróðra manna, væri silfrið allt 925
„sterling" og gullið 8 karöt. Þegar
Guðmundur hafði lesið venjulega
uppboðsskilmála, lyfti hann upp
poka númer eitt, sem í voru 48
gullkrossar og sagði þann poka
400 hundruð þúsund króna virði í
útsölu. Svo byrjuðu menn í 10
þúsundum, en gerðust tregir þegar
kom uppí 70 þúsund og með
semingi enduðu þeir í hundrað.
Fyrsti pokinn var semsé slegin á
100 þúsund, en alls voru númerin
53.
Guðmundur L. Jóhannesson
sagði, að allt hefði verið selt, og
fyrir rúmar 5,3 milljónir í allt. Sé
tekið mið af fyrsta númerinu er
það réttur fjórðungur verðmætis
alls varningsins í útsölu.
Frá uppboðinu í Hafnarfirði i gær. Guömundur L. Jóhannesson situr
fyrir miðju fremst.
Snorri Halldórsson endurkjörinn
AÐALFUNDUR Félags sjálfstæð-
ismanna í Austurbæ og Norður-
mýri var haldinn 16. okt. sl. Jón
Magnússon, formaður SUS, flutti
ræðu um stöðu og stefnu Sjálf-
stæðisflokksins. I stjórn voru
kjörin: Snorri Halldórsson form.,
Sigfinnur Sigurðsson varaform.,
Sigríður Ásgeirsdóttir ritari,
Unnur Jónsdóttir gjaldkeri, og
meðstjórnendur Sigríður Valdi-
marsdóttir, Gústaf B. Einarsson,
Páll Sigurðsson og Jóhann Gísla-
son.
%oss ^
Börn ganga
í hús í dag
Þannig verða börnin sem kveðja
dyra á höfuöborgarsvæðinu í dag
útbúin. en mörg þeirra og þar á
meðal þessi tvö hafa beðið með
óþreyju eftir að fá að hefjast
handa við hjálparstarfið.
t DAG ganga skólaborn i hús i
Reykjavfk og nágrannabyggðar-
lögunum með söfnunarfötur Rauða
kross tslands til hjálpar hungruð-
um i Afriku. Söfnunin verður í
hámarki á timabilinu 17—20 i dag
og er þess vænst að hornunum
verði vel tekið.
Öll börn, sem safna fyrir Rauða
krossinn í dag eru sérstaklega
auðkennd. Þau bera merki Afríku-
hjálparinnar og hafa nafnspjöld,
sem sérstaklega voru gerð í þessu
tilefni. Föturnar eru allar eins,
rauðar með hvítu loki, og þær eru
líka með merki Afríkuhjálparinnar,
auk þess sem þær eru númeraðar.
Fólk er beðið að setja peningagjafir
í föturnar í gegnum þar til gerðar
rifur á lokunum og börnin afhenda
þeim síðan límmiða frá Rauða
krossinum í viðurkenningarskyni.
Börnin verða yfirleitt tvö saman og
í mörgum tilvikum verða einnig
fullorðnir með þeim.
Aðalskrifstofa Rauða kross ís-
lands að Nóatúni 21 verður opin
fram til miðnættis í kvöld, síminn
þar er 26722.
Unima 5 ára
AÐALFUNDUR UNIMA (Fé-
lags áhugafólks um brúðu-
leikhús) verður haldinn mið-
vikudaginn 5. nóvember kl.
16.00 i Leifsbúð að Hótel
Loftleiðum.
í tilefni 5 ára afmælis fé-
lagsins sem er í ár verður þessi
fundur með hátíðlegu sniði og
snæða fundarmenn sameigin-
lega kvöldverð að loknum aðal-
fundarstörfum.
I stjórn félags áhugamanna
um brúðuleikhús eiga sæti: Jón
E. Guðmundsson, Hallveig
Thorlacius, Margrét Kolka,
Sigfús Kristjánsson og Hólm-
fríður Pálsdóttir.
Mesum
vi(5 kynna
stretch-flannel buxur frá Terra.
Stretch-flannel er nýjung, sem flæðir
yfir alla Evrópu. Efnið hefur þá eiginleika
að laga sig eftir líkamanum. Það gefur eftir og
teygist án þess að pokar eða hrukkur myndist.
Situr þétt og þægilega og
heldur brotum mjög vel.
Stretch-flannel buxur laga sig að öllum.
n
SNORRABRAUT 56 • SiMI 13505
L'tl 10
simi 272 ll