Morgunblaðið - 22.10.1980, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.10.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980 11 * Verslunarráð Islands: Alþingi taki til end- urskoðunar lög um tekju- og eignaskatt Á almennum fundi Verzlunarráðs íslands. sem haldinn var sl. mánu- daij á Hótel Söku í Reykjavík. var samþykkt svohljóöandi tillaga. áskorun á alþingismenn: „Almennur félagsfundur í Versl- unarráði Islands, haldinn að Hótel Sögu þann 20. október 1980, skorar á Alþingi Islendinga að taka til endur- skoðunar gildandi lög um tekju- og eignaskatt á grundvelli tillagna Verslunarráðs Islands. í tillögum þessum felast breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt, byggðar á reynslu þeirri er þegar hefur fengist. Þingmenn allra flokka ættu að geta sameinast um þær, og þar með stuðlað að traustu atvinnulífi í landinu og réttlátari skiptingu tekna af atvinnurekstri." Ný bók, Æskan að tafli RÍKISÚTGÁFÁ námsbóka mun á næstunni gefa út kennslubók í skák og mun hún bera heitið Æskan að tafli. Bók þessi er gefin út í samvinnu við Skáksamband Islands, og mun hún væntanlega verða notuð í kennslu í sambandi við skólaskák. Próf tengd kennslubók þessari verða fáanleg á skrifstofu Skáksambands íslands fljótlega. Þráinn Guð- mundsson skólastjóri hefur haft veg og vanda af þýðingu bókarinnar. Ljósm. Mbl. (luófinnur. Hrafn GK 12 kom til Grindavíkur fyrir siðustu helgi, en miklar endurbætur og breytingar hafa verið gerðar á skipinu hjá Slippstoðinni á Akureyri. Meðal annars var skipt um vél í Hrafni. Ætlunin var að báturinn héldi á loðnuveiðar eins fljótt og mögulegt væri. Reytingsafli á handfæri hjá Grímseyingum Grímsey 19. uktóber VEÐURFAR hefur verið heldur leiðinlegt undanfarið og sjósókn því stopul. Afli hefur verið held- ur tregur í net. en reytingur hjá minni bátunum. sem eru á hand- færum. Ilafa þeir komið inn með 4-500 kíló þegar gefið hefur, en einn er á hverjum báti. Mikið hefur verið hengt upp í skreið undanfarið, en einnig salt- að. Talsvert er um aðkomufólk hér í Grímsey núna og hefur fólki verið bætt við eftir að unga fólkið okkar fór í haust. Auk aðkomu- fólks í fiskvinnu er nokkuð ura iðnaðarmenn hér við vinnu í þriggja íbúða raðhúsi og einbýlis- húsi, sem hér er í byggingu. Hefur þessu aðkomufólki aðallega verið dreift á heimili hér í eynni. Alfreð CITROÉN Okkur tókst það Ekki bara 1.000.000.- Heldur 1.500.000- Eftir samninga við CITROEN verksmiðjurnar getum við boðið takmarkað magn af hinum glæsilegu CITROEN-GSA á stórlækkuðu verði Samkvæmt opinberum sænskum skýrslum er CITROfiN einn af fjórum endingarbestu bílum þar í landi. Framhjóladrifin. Aðeins CITROfiN er búinn vökvafjöðrun, sama hæð frá jörðu, óháð hleðslu,3 hæðarstillingar, sem gerir bílinn sérstaklega hagstæðan í snjó og öðrum torfærum. — Þó Hvellspringi á mikilli ferð heldur bíllinn sinni rás á þremur hjoium. Óviðjafnanlegir aksturseiginleikar Grípið tækifærið meðan það gefst G/obusi LAGMtlLI 5, SIMI 81555 CITROÉN*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.