Morgunblaðið - 22.10.1980, Blaðsíða 12
12
* - - ■
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980
Minning:
Gísli M. Gíslason
stórkaupmaður
Vestmannaeyjum
Fæddur 22. nóvember 1917.
Dáinn 9. október 1980.
Gísli Gíslason, vararæðismaður,
Vestmannaeyjum, varð bráð-
kvaddur í Hamborg 9. þessa mán-
aðar, tæplega 63 ára að aldri. Gísli
átti vini og kunningja í Þýska-
landi og þangað fannst honum
ávallt gott að koma. Hann var
skipaður vararæðismaður fyrir
V-Þýskaland árið 1974. Hann naut
með auknum kynnum mikils og
vaxandi trausts Þjóðverja. I ág-
ústmánuði sl. veitti forseti
v-þýska sambandslýðveldisins
Gísla heiðursmerki, sem viður-
kenningu fyrir hans þátt í að efla
vináttutengsl milli íslands og
V-Þýskalands. Störf Gísla voru
mikil og margþætt og er nánar
minnst á þau af öðrum hér í
blaðinu í dag.
Gísli var fæddur og uppalinn í
Vestmannaeyjum. Þar átti hann
alltaf rætur sem ekki gátu slitnað.
Tryggð hans við Eyjarnar og það
fólk sem þar bjó var óbilandi.
Kom það oft fram á áþreifanlegan
hátt. Gísli var hjálpsamur ef til
hans var leitað og þeir voru
margir sem fengu hjá honum góð
ráð og aðstoð, þegar vanda bar að
höndum.
í gosinu í Vestmannaeyjum 1973
reyndi mjög á manndóm og þrek
Vestmanneyinga. Þeir voru vanir
glímunni við Ægi og þekktu erfiða
lífsbaráttu, margir af eigin
reynslu, sérstaklega eldri kynslóð-
in, en aðrir af skráðum heimildum
eða frásögnum foreldra og ann-
arra manna. Má vera að þar sé að
finna að nokkru leyti skýringu á
því andlega þreki sem íbúar Vest-
mannaeyja sýndu þegar mest á
reyndi meðan gosið stóð yfir.
I náttúruhamförunum í Vest-
mannaeyjum varð ekkert mann-
tjón og var það mildi og heppni.
Eigi að síður var það mikil raun
allra Eyjamanna að sjá heima-
byggð sína brenna og eyðast, að
horfa á það að eignir manna og
margra ára erfiði varð að engu.
Margir óttuðust að Heimaey yrði
ekki byggileg eftir gosið, en úr því
rættist á undursamlegan hátt.
Mannlegur máttur er lítils megn-
ugur gegn eldumsbrotum og nátt-
úruhamförum, en mönnum kom
til hugar að komið gæti að gagni
að dæla sjó á logandi hraunið.
Telja margir að það hafi komið að
nokkru gagni til varnar bænum.
Gísli útvegaði kraftmiklar dælur í
þessu skyni með aðstoð sendiherra
Bandarikjanna hér á landi. Sýnir
þetta m.a. að Gísli vildi gera allt
sem mögulegt var i björgunar-
starfinu. Þegar menn horfðu á
hraunrennslið austan við höfnina
í átt að Heimakletti og sáu
hvernig állinn milli klettsins og
hraunsins þrengdist með degi
hverjum, munu flestir hafa talið
litla von um að Vestmannaeyja-
höfn yrði nothæf eftirleiðis. En
undrið gerðist, hraunrennslið
stöðvaðist og bilið milli Heima-
kletts og hraunjaðarsins er nægi-
lega breitt til þess að leiðin inn í
höfnina og út úr henni sé fær, ekki
aðeins fiskibátum, heldur einnig
stærri skipum. Segja margir að
höfnin sé nú alls ekki lakari en
hún áður var.
Hús Gísla Gíslasonar var eitt af
mörgum húsum sem fóru undir
hraun. Heimili Gísla og konu
hans, Guðrúnar Sveinbjarnardótt-
ur, var í stóru húsi. Heimili þeirra
hjóna var glæsilegt og bar vott um
myndarskap húsmóður og hús-
bónda. Þar voru margir verðmætir
munir, sem ekki varð bjargað. Þar
fór einnig prentsmiðjan og allt
sem henni fylgdi, vélar og tæki.
Ég minnist þess að ég hitti Gísla
og hans ágætu konu daginn eftir
að heimili þeirra og eignir eyði-
lögðust. Það var þá sem ógnir
eldanna voru sem mestar og log-
andi hraun rann yfir Vestmanna-
eyjabæ. Þá óttuðust margir að
mestur hluti bæjarins ásamt
höfninni yrði eyðileggingunni að
bráð.
Gísli var oft glaður í góðra vina
hópi, en gat einnig verið dulur og
alvörugefinn. Hann hafði gott
vald á skapi sinu og tilfinningum.
Samtal okkar Gísla umræddan
dag var með öðrum hætti en
venjulega, þegar við tókum tal
saman. Hann var, þrátt fyrir allt
er hafði gerst, bjartsýnn og taldi
vonir á að Vestmannaeyjar yrðu
áfram í byggð, en hraunrennslið
myndi bráðlega stöðvað og að
eignum manna og mannvirkjum
yrði forðað frá frekari eyðilegg-
ingu. Þá minntist Gísli á Skaftár-
elda, þegar hraunið virtist ætla að
renna yfir kirkjuna á Kirkjubæj-
arklaustri. „Var það vegna bænar
og andagiftar sr. Jóns Stein-
grímssonar að hraunrennslið
stöðvaðist? Hafi gerst kraftaverk
þá, gat það einnig gerst nú.“ Gísla
varð að von sinni, meiri hluta
íbúðarhúsa og mikilvægustu
mannvirkjum var bjargað frá
eyðileggingu. Heimaey varð bygg-
ileg að nýju og hélt sínu aðdrátt-
arafli, þrátt fyrir eldsumbrotin og
allar þær skemmdir sem orðið
höfðu. Gísli taldi ekki ástæðu til
þess að vandræðast yfir því þótt
hann og hans fólk hefði orðið fyrir
miklu tjóni. Hann og fjölskylda
hans gætu komist yfir erfiðleik-
ana, en það væru mjög margir
aðrir sem væru ver settir og
sérstök ástæða væri til að hjálpa
og aðstoða á ýmsan hátt.
Gísli hafði mikla samúð með
þeim sem voru hjálparþurfi og
vildi gera allt sem i hans valdi
stóð til þess að hjálpa þegar þess
gerðist þörf.
Hann tók sæti í stjórn Viðlaga-
sjóðs og beitti áhrifum sinum þar
til góðs fyrir Vestmanneyinga og
uppbyggingu í Eyjum eftir að
gosið var um garð gengið. Gísli
var mikill athafnamaður og áhug-
amaður um allt sem til framfara
horfði. Hann starfaði mikið fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Fyrst sem
ungur maður í Heimdalli á skóla-
árunum og síðar í Sjálfstæðisfé-
lagi Vestmannaeyja, sem stjórn-
armaður og formaður þess félags í
mörg ár. Það þótti ávallt mikils
virði að hafa Gísla á framboðsl-
ista Sjálfstæðisflokksins við Al-
þingiskosningar vegna almennra
vinsælda hans.
Við þetta tækifæri vil ég sér-
staklega þakka honum fyrir gott
og drengilegt samstarf, fyrir vin-
áttu hans sem aldrei bar skugga á.
Gísli byggði nýtt hús í Vest-
mannaeyjum og flutti þangað aft-
ur eins fljótt og við var komið
ásamt konu sinni. Öll börn þeirra
hjóna eru gift og búsett í Eyjum,
þrjár dætur og einn sonur. Hafa
þau öll lagt góðan skerf til upp-
byggingar starfs í Vestmannaeyj-
um.
Gísli var forsjóninni þakklátur
fyrir margt sem honum hafði
hlotnast á lífsleiðinni. Hann var
þakklátur fyrir að hafa átt gott
heimili frá bernskudögum og allt-
af síðan. Hann var þakklátur fyrir
að hafa eignast góða konu og
mannvænleg börn, tengdabörn og
barnabörn sem glöddu hann sér-
staklega.
Vinur er kvaddur með þakklæti
í huga fyrir öll árin sem leiðir lágu
saman. Konu Gisla Gislasonar og
fjölskyldunni aliri votta ég og
kona mín fyllstu samúð.
Ingólfur Jónsson
í dag verður gerð frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum útför
Gísla M. Gíslasonar, stórkaup-
manns.
Gísli var fæddur í Vestmanna-
eyjum 22. nóvember árið 1917,
sonur hjónanna Rannveigar Vil-
hjálmsdóttur og Gísla Þórðarson-
ar vélstjóra, en missti föður sinn
þriggja ára að aldri. Móðir hans
giftist aftur Haraldi Viggó
Björnssyni bankastjóra í Vest-
mannaeyjum, sem reyndist Gísla
sem bezti faðir.
Gísli markaði víða ákveðin spor
á lífshlaupi sínu, einkum á sviði
verzlunar, viðskipta og í félags-
málum, sem mér fróðari menn
munu gera skil, því hann gekk
heill og óskiptur að hverju verki.
Hann stofnsetti og starfrækti
fjölda fyrirtækja bæði í Vest-
mannaeyjum og í Reykjavík og
var mjög virkur í félagsmálum
Vestmannaeyinga. Einkum var
honum kært starfið í Oddfellow-
reglunni, en hann var einn af
burðarásum þess starfs í Vest-
mannaeyjum.
Gísli gekk ungur í Sjálfstæðis-
flokkinn og var sannur flokksmað-
ur síðan. Hann varð formaður
Eyverja, félags ungra sjálfstæð-
ismanna í Vestmannaeyjum,
formaður Sjálfstæðisfélags Vest-
mannaeyja, sat í Fulltrúaráði
sjálfstæðisfélaganna, sat í bæjar-
stjórn Vestmannaeyja og var for-
seti bæjarstjórnar á annan áratug
og um tíma settur bæjarstjóri, þá
var hann varaþingmaður fyrir
Sjáifstæðisflokkinn. Siðast en
ekki sízt var Gísli í fjölda ára
formaður fjáröflunarnefnd fyrir
sjálfstæðismenn í Vestmannaeyj-
um.
Öll þessi störf rækti hann af
einstökum áhuga og dugnaði og
þökkum við sjálfstæðismenn hon-
um fyrir unnin störf.
Gísli kvæntist jafnöldru sinni
úr Vestmannaeyjum og eftirlif-
andi konu, Guðrúnu Sveinbjarnar-
dóttur, árið 1941. Guðrún reyndist
manni sinum einstaklega tryggur
og góður lífsförunautur og bjó
manni sínum og börnum þeirra
fjórum, Haraldi, framkvæmda-
stjóra, Rannveigu, Kristínu og
Helgu, húsfreyjum í Vestmanna-
eyjum, fyrirmyndar- og rausnar-
heimili.
Ég vil þakka Gísla góð kynni og
góða vináttu og sendi konu hans
Guðrúnu Sveinbjarnardóttur,
börnum og fjölskyldum þeirra
samúðarkveðjur.
Guðmundur Karlsson.
Hinn 9. október sl. varð Gísli
Gíslason, stórkaupmaður í Vest-
mannaeyjum, bráðkvaddur. Hann
var þá staddur erlendis í verzlun-
arerindum.
Gísli var fæddur í Vestmanna-
eyjum 22. nóvember 1917.
Foreldrar hans voru hjónin
Rannveig Vilhjálmsdóttir, ættuð
af Borgarfirði eystra, og Gísii
Þórðarson frá Tjörnum í Vestur-
Eyjafjallahreppi.
Systir Rannveigar, Hildur, bjó
hér í Eyjum. Hún var gift Eyþóri
Þórarinssyni, verkstjóra frá
Oddstöðum. Sömuleiðis bjó
Björgvin bróðir hennar hér í all
mörg ár.
Foreldrar Gísla Þórðarsonar
hjónin Kristólína Gísladóttir og
Þórður Loftsson, bjuggu að Tjörn-
um og eignuðust 13 eða 14 börn.
7 af börnunum fluttu hingað til
Eyja. Sennilega til þess að taka
þátt í ævintýrinu mikla, þegar
vélbátaútgerðin hófst hér í byrjun
aldarinnar, eins og hópar ungs
fólks af Suðurlandsundirlendinu
gerðu um þær mundir.
Systkinin frá Tjörnum, sem
hingað fluttu, voru:
Kristín, sem giftist Sigurjóni
Högnasyni, forstjóra í Borg. Jó-
hanna, sem giftist Bernótusi Sig-
urðssyni, formanni og útvegs-
manni í Vestra-Stakkagerði. Guð-
björg, sem giftist Árna Þórarins-
syni, skipstjóra og hafnsögu-
manni, frá Oddstöðum. Guðbjörg
er enn á lífi. Elínborg, hún var
ógift og átti hér heima í mörg ár,
en flutti svo á Akranes. Gísli
Þórðarson, faðir Gísla Gíslasonar.
Ágúst Þórðarson, yfirfiskmats-
maður á Aðalbóli, vinsæll og
virtur borgari í þessum bæ. Hann
lést fyrir fáum árum. Magnús
Þórðarson, formaður og útvegs-
maður í Dal. Hann var einn af
brautryðjendunum, þegar vélbát-
aútgerðin hófst hér í Eyjum.
Hann keypti, ásamt félögum sín-
um, vélbátinn Bergþóru, sem kom
hingað um vorið 1906 og hóf þá
strax veiðar og varð því þriðji
vélbáturinn ,sem héðan gekk.
Magnús var talinn einn mesti
aflamaður hér í Eyjum um sína
daga. Sem dæmi um aflasæld
Magnúsar, var talið að þeir félag-
ar hefðu fengið bátinn borgaðann
á þessari fyrstu vorvertíð.
Gísla Þórðarsonar naut ekki
lengi við. Hann drukknaði í febrú-
ar 1920, þegar vélbáturinn Már
fórst í fiskiróðri með allri áhöfn.
Formaður með bátinn var þá
mágur hans, Bernótus Sigurðsson
frá Vestra-Stakkagerði, þekktur
aflamaður og sjósóknari.
Gísli var því aðeins rúmlega
tveggja ára, þegar hann missti
föður sinn. Rannveig móðir hans
lá á sæng, þegar hún missti mann
sinn og hafði þá fætt honum
dóttur, sem skírð var Berta Gísl-
ína. Hún var tekin í fóstur af
vinafólki Rannveigar, þeim Em-
ilíu og Eyjólfi Ottesen, en þau
voru barnlaus.
Rannveig giftist svo Haraldi
Viggó Björnssyni, bankastjóra hér
í Eyjum. Gekk hann Gísla í föður
stað og varð mikið ástríki milli
þeirra.
Gísli var alla tíð glaðsinna og
átti hlýtt og gott hjartalag, eins
og svo margt af hans ættfólki.
Gísli stundaði nám við Verzlun-
arskóla íslands. Að því loknu hóf
hann störf í Útvegsbankanum hér,
en var þar aðeins í nokkur ár. Þá
fór hann til Bretlands og stundaði
þar framhaldsnárn í verzlunar-
fræðum.
Skömmu eftir heimkomuna
stofnaði hann umboðs- og heild-
verzlun hér í Eyjum, sem hann
rak framundir gos. Gísli var
hörkuduglegur verzlunarmaður og
fljótur að átta sig á hlutunum.
Gísli hafði, að vonum, mörg
járn í eldinum. Svo stiklað sé á
stóru má geta þess, að hann beitti
sér fyrir stofnun nýrrar prent-
smiðju hér og varð þá Prentsmiðj-
an Éyrún til, sem enn starfar.
Hann eignaðist stóran hluta í
Prentsmiðjunni Odda hf. í Reykja-
vík. Hann var einn af stofnendum
Hafskip hf. og varð seinna stjórn-
arformaður þess í mörg ár. Gísli
hefur um langt árabil verið vara-
ræðismaður fyrir V-Þýzkaland
hér í Eyjum. Sæmdu V-Þjóðverjar
hann orðu fyrir vel unnin störf.
Gísli hafði ætíð mikil afskipti af
stjórnmálum og átti lengi sæti í
bæjarstjórn Vestmannaeyja á
vegum Sjálfstæðisflokksins og um
tíma var hann forseti bæjar-
stjórnar. Hann var alla tíð mikill
Vestmanneyingjur og vildi á öll-
um sviðum gera hlut þessa byggð-
arlags sem mestan.
Hjálpsemi var Gísla í blóð
borin. Ótrúlegur fjöldi manna
leitaði til hans með vandræði sín,
enda tók hann þessu fólki með
sinni meðfæddu ljúfmennsku.
Sparaði hann þá hvorki fé né
fyrirhöfn, til þess að reyna að
leysa vanda þessara meðborgara
sinna.
Árið 1941 kvæntist Gísli eftirlif-
andi konu sinni, Guðrúnu Svein-
björnsdóttur. Guðrún er mikilhæf
kona, sem alla tíð stóð dyggilega
við hlið manns síns, en hann átti
við vanheilsu að stríða mörg
síðustu árin. Þau eignuðust fallegt
og notalegt heimili. Þangað var
gott að koma, enda voru þau
hjónin samtaka um gestrisni og
alúð.
Þau Gísli og Guðrún eignuðust
fjögur börn: Harald, sem kvæntur
er Ólöfu Óskarsdóttur, Rannveigu,
sem gift er Hirti Hermannssyni,
Kristínu, sem gift er Gunnlaugi
Ólafssyni og Helgu, sem gift er
Geir Sigurlássyni.
Eru þau öll búsett í Vestmanna-
eyjum. Barnabörnin eru nú orðin
tíu.
Gisli var trygglyndur og gott að
eiga hann að vini. Við eigum nú á
bak að sjá einum af beztu sonum
Eyjanna og kveðjum hann með
virðingu og þakklæti.
Ég sendi fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur, en huggun
er að eiga dýrmætar minningar
um góðan dreng.
Guðlaugur Stefánsson
Ég sendi vini mínum, Gísla
Gíslasyni, á hinstu kveðjustund,
innilega þökk fyrir allt í nær 63
ár. Sem uppeldisbræður og frænd-
ur höfum við unnið og starfað
saman allan þennan tíma.
Ekki reyni ég að telja upp öll
þau margvíslegu störf sem hann
hefur haft með höndum um ævina.
Ég stikla aðeins á stóru og minn-
ist þess er okkur báða snertir. Ber
þar hæst samstarf okkar í
Prentsmiðjunni Odda. Gísli átti
vissulega mikinn og góðan hlut að
vexti og viðgangi þess fyrirtækis.
Þar unnum við saman eins og einn
maður svo að aldrei bar skugga á.
Betri drengur en hann fyrir-
finnst ekki. Hann var öllum hjálp-
samari og vildi öllum gott gera.
Nú, þegar Gísli er horfinn
sjónum, reynum við að feta okkur
áfram án hans, uns við hittumst
aftur. Ég veit að vel hefur verið
tekið á móti honum, af móður,
föður og öllum okkar nánu skyld-
mennum, sem farin eru á undan
yfir móðuna miklu.
Ég kveð vin minn og þakka
honum alla hjálpina fyrr og síðar
og geymi í minni ánægjustundirn-
ar, sem við áttum saman. Það var
alltaf gaman og indælt að vera í
návist hans.
Guð varðveiti Gísla. Ég veit að
hann heldur áfram að styðja við
bakið á mér.
Baldur Eyþórsson
Hvl varst þú. dauði. bát vinar mlns
aA fylla.
báict átt þú enn heljarafl þitt aA stilla.
Þegar ég heyrði um lát vinar
míns, Gísla Gíslasonar, varð ég
hljóður, og á sjónskerm minn-
inganna komu fram margar
myndir frá ánægjulegum kynnum
okkar og samverustundum í ára-
tuga samstarfi. Þegar vinur minn
og bróðir er kvaddur og hefir leyst
landfestar og hafið siglingu og
ferðalag út á haf hins óþekkta, er
mér efst í huga að þakka honum
fyrir ógleymanlega velvild og vin-
áttu sem hann sýndi mér.
Gísli Gíslason var drengskapar-
maður og ógleymanlegur persónu-
leiki í sjón og reynd. Á víðförlum
lífsvegi beindi hann starfsorku
sinni og þrótti að framfara- og
velferðarmálum, bæði fyrir byggð-
arlag sitt og samferðarmenn.
Ungur að árum haslaði Gísli sér
völl við þjónustu- og viðskipta-
störf. Hann var kappsamur og
ruddi braut mörgum nýjungum,
sem hann sá af glöggskyggni sinni
að voru til heilla og framfara fyrir
meðborgara hans. Gísli einskorð-
aði sig ekki við hans eigin verk-
efni, heldur tók mikinn þátt í
störfum og starfsemi fyrir heima-
byggð sínar, Eyjarnar, sem hann
unni af heilindum. Ilann var um
tíma í forsvari fyrir okkur í
sveitarstjórninni og átti í áraraðir
setu þar sem fulltrúi og stjórnandi