Morgunblaðið - 22.10.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.10.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980 Tony Benn ekki fram að sinni I»ndon, 21. okt. AP. TONY Benn, fyrrv. orkuráð- herra og helsti leiðtogi vinstri arms breska Verkamannaflokks- ins, sagði í dag. að hann ætlaði sér að keppa að formannsstöð- unni þegar flokkurinn hefði ákveðið nýjar reglur um íor- mannskjör. Y firlýsing Benns bendir til. að hann ætli ekki að taka þátt i kapphlaupinu um formannsstöðuna að þessu sinni en i næsta mánuði munu 268 þingmenn Verkamannaflokksins velja eftirmann Callaghans. Tveir framámenn úr vinstri arminum, Michael Foot og Peter Shore, hafa þegar ákveðið að berjast um leiðtogastöðuna við Dennis Healey, sem er úr hægri arminum, og sá fjórði er John Silkin, sem er hófsamur vinstri- maður. Benn hefur gert það lýðum Ijóst, að hann ætlar að bíða eftir Larsen efstur í Buenos Aires Buenos Aires. 21. okt. AP. VLASTIMIL Ilort vann í líar sijíur á landa sínum fyrrverandi, Lubomir Kav- alek, ok er nú í öðru sæti á alþjóðlejía skákmótinu í Buenos Aires eftir fjórar umferðir. Bent Larsen er nú efstur með 2,5 vinninga og biðskák. Ljubomir Ljubojevic, Júgó- slavíu, og Miguel Quinteros, Argentínu, sömdu um jafntefli eftir 18 leiki í mjög flóknu tafli. Aðrar skákir frá því í gær fóru í bið og verða tefldar nk. laugar- dag. Allt virtist stefna í jafntefli í skák Karpovs og Oscar Pannos frá Argentinu og sömu sögu var að segja um skák þeirra Friðriks Ólafssonar og Ulfs Anderson og Jan Timmans og Balashovs frá Sovétríkjunum. í skák þeirra Larsens og Brownes hafa þeir þrjú peð hvor, drottningu, hrók og biskup, en Larsen þykir hafa betri stöðu. Staðan á mótinu er nú þessi: 1. Larsen 2,5 v. og biðskák; 2.-6. Anderson (biðskák), Timman (biðskák), Kavalek, Ljubojevic og Hort 2 v.; 7.—10. Karpov, Balashov, Panno og Giardelli 1,5 v. og allir með biðskák. ráðstefnu Verkamannaflokksins 24. jan. nk. sem mun ákveða hvort reglum um formannskjör verður breytt á þann hátt, að verkalýðs- félögin og flokksdeildirnar taki þátt í því. Ákvörðun Benns hefur styrkt menn í þeirri trú, að þegar að lokinni ráðstefnunni muni koma til mikils uppgjörs í flokknum milli hægri og vinstri manna, sem greinir mjög á, bæði um formann- inn, kjarnorkuvopn og aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. Veður víða um heim Akureyrí -7 hálfskýjað Amsterdam 13 rigníng Aþena 21 rigning Berlín 7 skýjaó Brúsael 10 heióskírt Chicago 15 heiðskfrt Feneyjar 13 heióskírt Franklurt 9 heióskírt Faereyjar s skýjaó Genf 13 heiðskírt Helainki vantsr Hong Kong vantsr Jerúsalem 20 skýjaó Jóhannesarborg 22 skýjaó Kairo vantar Kaupmannahöfn 9 skýjaó Las Palmas 23 léttskýjaó Lissabon 20 heióskírt London 16 heiðskírt Los Angeles 33 heíðskírt Madrid 19 heiðskírt Malaga 20 lóttskýjað Mallorca 19 léttskýjað Miami 31 skýjaó Moskva 13 skýjað New York 15 akýjað Nýja Delhi vantar Osló 8 heiðskírt París 15 skýjaó Reykjavík 3 skýjaó Ríó de Janeiro 39 skýjaó Rómaborg 20 heiðskírt Stokkhólmur 7 heióskirt Tel Avív 27 skýjaó Tókýó 18 skýjaó Vancouver 18 skýjaó Vínarborg 14 heióskírt Þetta geróist__________________22. okt. 1975 — Peking-ferð Henry Kiss- ingers lýkur — Juan Carlos verður konungur Spánar. 1970 — Tveir bandarískir hers- höfðingjar, sem villtust á flugi yfir Tyrklandi, lenda í sovézku Armeníu og eru sakaðir um njósnir. 1967 — Tundurspillinum „El- ath“ sökkt með egypzkum flug- skeytum og 48 ísraelskir sjóliðar farast. 1%2 — Kennedy forseti fyrir- skipar hafnbann á Kúbu vegna sovézkra eldflaugastöðva á eynni. 1956 — Lýðræðislegs stjórnar- fars krafizt í mótmælaaðgerðum í Ungverjalandi. 1953 — Frakkar veita Laos sjálfstæði. 1952 — íran slítur stjórnmála- sambandi við Breta vegna olíu- deilu. 1910 — Crippen læknir dæmdur fyrir morð á konu sinni. 1883 — Metropolitan-óperan í New York opnuð. 1873 — Þríkeisarabandalag Þýzkalands, Rússlands og Aust- urríkis-Ungverjalands stofnað. 1862 — Setuliðið í Aþenu gerir uppreisn og neyðir Otto I til að leggja niður völd. 1859 — Spánverjar segja Már- um í Marokkó stríð á hendur. 1721 — Pétur mikli tekur sér nafnbótina Zar alls Rússlands. 1492 - Hinrik VII af Englandi sezt um Boulogne í Frakklandi. Afmæli. Franz Liszt, ungverskt tónskáld (1811-1886) - Sara Bernhardt, frönsk leikkona (1845—1923) —Benjamin Britt- en, brezkt tónskáld (1913— ) — Joan Fontaine, bandarísk leik- kona (1917-----) — Catherine Deneuve, frönsk leikkona (1943---) — Bao Dai, fv. víet- namskur keisari (1913---). Andlát. 1859 Ludwig Spohr, tónskáld — 1935 Sir Edward Carson, stjórnmálaleiðtogi — 1973 Pablo Casals, sellóleikari — 1976 Arnold Toynbee, sagn- fræðingur. Innlent. 1253 Flugumýrar brenna — 1769 f. Jón Espólín — 1974 Nýr samningur um varn- arliðið — 1975 Sjómannaverk- fall — 1979 Barnadagur í út- varpinu. Orð dagsins. Hjónaband er ævintýri, eins og að fara í stríð — G.K. Chesterton, enskur rit- höfundur (1874-1936). Ferðamönnum fækkar í Austur-Þýskalandi Tony Benn, einn helsti leiðtogi vinstrimanna i breska Verka- mannaflokknum. Bonn 21. okt. AP. FERÐAMÖNNUM frá Vest- urlöndum til Austur-Þýska- lands hefur fækkað til muna síðan austur-þýska stjórnin ákvað að hækka lágmarks- upphæð ferðamannagjaldeyr- is þeirra, að því er fréttir frá Vestur-Þýskalandi herma. Skýrslur sýna að fækkunin er mest á landamærastöðvum í Berlín. Fimm landamæra- stöðvar í Vestur-Berlín hafa skráð 58% færri ferðamenn á Dennis Healey, sem nú keppir að formannsstöðu í Verkamanna- flokknum, sagði, að atvinnuleys- ingjar yrðu brátt þrjár milljónir talsins og að ríkisstjórn Margrét- ar Thatchers yrði að hverfa frá peningamálastefnu sinni eða horf- ast ellegar í augu við „uppreisn" breskrar alþýðu. James Prior, atvinnumálaráðherra stjórnar- innar, sagði að erfiðleikarnir væru því að kenna að Bretar kynnu ekki að framleiða réttar vörur á réttum leið austur eftir í sl. viku en á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi vex enn í Bretlandi London. 21. okt. AP. ATVINNULEYSINGJUM í Bretlandi, sem ekki hafa verið fleiri síðan í krepppunni um 1930, fjölgaði í október um 23.000 manns og eru nú 2.062.866 eða 8,5% af vinnufærum mönnum. Þessar tölur eru hafðar eftir atvinnumálaráðuneytinu breska í dag. tíma. Hann sagði þó, að ýmislegt benti til að mönnum væri nú að verða það ljóst, að nauðsynlegt væri að auka framleiðni og sam- keppnishæfni. Atvinnuleysi í Bretlandi er nú 8,5% eins og fyrr segir, í Banda- ríkjunum er það 7,5%, í Frakk- landi 7,8%, í Belgíu 12,6%, í Vestur-Þýskalandi 4,1% og aðeins 2,2% í Japan. Þrír teknir fyrir njósnir Karlsruhe, Vestur-Þýskalandi, 21. okt. AP. TVEIR karlmenn og ein kona hafa verið handtekin í Vestur-Þýskalandi og grunuð um að hafa stund- að njósnir í þágu Austur- Þýskalands, að sögn tals- manns saksóknaraembætt- is Vestur-Þýskalands. Annar maðurinn er grunaður um að vera starfsmaður leyni- þjónustu Austur-Þýskalands. Hinn maðurinn og konan, hjón frá Múnchen, eru grunuð um að hafa hjálpað honum við starf sitt í Vestur-Þýskalandi. Er þetta í annað skipti á ekki viku sem fólk er handtekið í Vestur-Þýskalandi og grunað um njósnir í þágu Austur-Þýskalands. Fyrir nokkrum dögum voru tveir menn handteknir í suðurhluta Vestur-Þýskalands er þeir reyndu að fá forstjóra iðnfyrirtækis til starfa fyrir leyniþjónustu Aust- ur-Þýskalands. ERLENT HEIMSÓKN LOKIÐ Valery Giscard d'Estaing Frakklandsforseti, sem situr hér að snæðingi með Zhao Ziyang, hinum nýja forsætisráðherra Kina, fór heimleiðis frá Kína í gær eftir vikulanga heimsókn sína. Hann hvatti til „samtöðu mannkyns" og lagði til að Frakkar reistu tæknistofnun i Kína. Honum var ákaft fagnað þegar hann sagði 1.500 stúdentum i Shanghai að kynslóð þeirra „mundi hafa meiri áhrif á framtiðina þvi að 600 milljónir Kinverja væru undir þritugu". Áður var opnuð frönsk ræðismannsskrifstofa i Shanghai, hin fyrsta i 30 ár. Finnsku sveitarstjórnarkosningarnar: Mest fylgisaukning hjá Hægri flokknum Ilelsinki, 21. okt. AP. HÆGRI flokkurinn er óumdeil- anlegur sigurvegari í sveitar- stjórnarkosningunum, sem fram fóru i Finnlandi á sunnudag og mánudag. Kommúnistar biðu hins vegar ósigur en jafnaðar- menn og miðflokksmenn unnu nokkuð á. Finnski Hægri flokkurinn, sem hefur verið i stjórnarandstöðu um 14 ára skeið, fékk 23,1% atkvæða, eða 2,1% meira en í síðustu sveitarstjórnarkosningum og 1,3% meira en þegar síðast var kosið til þings. Jafnaðarmenn fengu 25,6%, sem er 0,7% meira en í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum, og miðflokksmenn 18,7% eða 0,2% fylgisaukningu. Aarne Saarinen, formaður finnska kommúnistaflokksins, sagði að flokkurinn hefði goldið þess að sitja í samsteypustjórn fjögurra flokka, sem gerði ekki meira en teljast vinstra megin við miðju. Kommúnistar fengu nú 16,7% atkvæða, sem er 1,8% minna en í síðustu kosningum. Stjórnmálaskýrendur halda því þó fram, að atburðirnir í Póllandi hafi ráðið meiru um ósigur komm- únista en aðgerðir stjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.