Morgunblaðið - 22.10.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980
23
1. des. efni Vöku:
Háskóli og lýðræði
Vaka, félag lýðræðissinn-
aðra stúdenta, býður í ár
fram efnið: Háskóli og lýð-
ræði. Þessi tvö hugtök eru
samtvinnuð í hugum fólks.
Háskólar hafa frá örófi alda
verið sannkallaðir hornstein-
ar lýðræðisins. Þannig er
málum háttað enn þann dag í
dag. Hvort sem litið er til
fasistaríkja S-Ameríku eða
kommúnistaríkja A-Evrópu
þá er uppspretta lýðræðis- og
frelsishugmynda oftast inn-
an veggja háskólanna. Skýr-
asta dæmið þessu til stað-
festingar eru atburðirnir í
Póllandi. Þar hafa mennta-
menn staðið dyggilega við
hlið verkamanna í kröfugerð
þeirra um sjálfsögðustu
mannréttindi, gegn hinu
kommúníska alræði þar sem
einstaklingurinn má sín
einskis gagnvart ofurvaldi
ríkisins.
Frelsi
fræðimanna
Það er deginum ljósara að
menntamenn eru burðarás-
arnir í andófshreyfingum al-
ræðisríkjanna og þetta er
valdhöfunum ljóst, enda hafa
þeir lagt sig fram við að hafa
eftirlit með og ofsækja þá
einstaklinga sem tilheyra
þessum hópi manna. Þannig
eru alræðisríkin skýr stað-
festing þess að nauðsynlegt
er að tryggja sjálfstæði há-
skólanna gegn ríkisvaldinu.
Merking þessa er sú að nauð-
synlegt er að fræðimenn fái
frelsi við vísindaiðkanir sín-
ar. Einnig ber að gæta þess
að Háskólinn þarf að sinna
þeim skyldum sem þjóðfélag-
ið leggur honum á herðar.
Þannig verður hann að gæta
fyllsta hlutleysis í starfsemi
sinni.
Lýðræði innan
Háskólans
Á undanförnum árum hafa
átt sér stað miklar umræður
innan Háskólans um lýðræð-
ið í HÍ. Stúdentar hafa öðlast
rétt til þátttöku í ákvarðana-
töku í mikilvægum málefn-
um, bæði hvað varðar yfir-
stjórn Háskólans og hinum
ýmsu deildum hans. Nú
stendur yfir endurskoðun á
lögum um Háskóla íslands og
hafa stúdentar borið fram
kröfur um stóraukin áhrif
þeirra á alla ákvarðanatöku í
HÍ. Það er staðreynd að
marxistar hafa ætíð nýtt sér
margræðni hugtaka, bylting-
armálstað sínum til fram-
dráttar. Hugtakið lýðræði er
engin undantekning frá þess-
ari reglu, sem skýrt hefur
komið fram í málflutningi
þeirra undanfarin ár. Allt
bendir nú til þess að þeir
hyggist nota aukið lýðræði
innan Háskólans til þess að
stuðla að afnámi lýðræðis
utan Háskólans. Vaka telur
því eðlilegt að stúdentar geri
upp hug sinn um framtíðar-
skipan þessara mála og taki
þau til rækilegrar athugunar.
Menntun
í þágu ...?
Á háskólamenntun að
þjóna einstakiingnum eða
samfélaginu? Það er augljóst
að ekki er rétt að setja þetta
upp sem andstæður, þar sem
einstaklingarnir þjóna oft
hagsmunum samfélagsins þó
að þeir hafi engin önnur
markmið í huga en að þjóna
eigin hagsmunum. Hins veg-
ar er til svokölluð neyslu-
menntun til aðgreiningar frá
hagnýtri menntun. Neyslu-
menntun er sú menntun, sem
kemur að því er virðist ein-
göngu nemandanum sjálfum
til góða. Ljóst er þó að
mörkin milli menntunar til
nytjar og menntunar til
neyslu eru óskýr. Miklar deil-
ur hafa átt sér stað undan-
farið um hversu miklu fjár-
magni skuli varið í hvorn
þáttinn fyrir sig. Á tímum
tímabundinna efnahagsörð-
ugleika hafa gjarnan heyrst
raddir um að skorin skuli
niður fjárframlög til neyslu-
menntunar í Háskóla ís-
lands. Réttlæting slíkra
ráðstafana er vægast sagt
mjög umdeilanleg, en í þess-
um efnum þarf Háskólinn oft
að sæta ákvörðunum misvit-
urra stjórnmálamanna. Vaka
telur varhugavert að fórna
slíkri menntun með tilliti til
þess gildis, sem hún hefur
fyrir einstaklinginn.
Háskólinn
og almenningur
Vaka vill vara við þeirri
óheillaþróun, sem átt hefur
sér stað undanfarin ár hvað
varðar álit hins almenna
skattborgara á Háskóla ís-
lands. Það er staðreynd að
Háskólinn hefur fallið í áliti
hjá almenningi. Sú tíð er
liðin að einstaklingar og fé-
lagasamtök þeirra leggi fram
stórar fjárfúlgur stúdentum
til stuðnings. Frekar er litið
á stúdenta sem stóran „ hóp
kröfugerðarmanna, sem í
raun sé ekkert annað en
fjárhagslegur baggi á al-
menningi. Orsök þessa
vandamáls er augljós. Hana
er að finna hjá þeim ábyrgð-
arlausa róttæklingameiri-
hluta, sem ríkjandi hefur
verið í stúdentapólitíkinni
undanfarin ár.
Róttæklingar þessir hafa
leyft sér að demba yfir lands-
menn byltingarkjaftæði sínu
í gegnum útvarpið á sjálfum
fullveldisdegi íslendinga, 1.
desember, nú um nokkurt
skeið. Það er engum vafa
undirorpið að yfirgnæfandi
meirihluti íslensku þjóðar-
innar hefur megnustu fyrir-
litningu á blekkingaráróðri
þessa fámenna hóps öfga-
manna, að ekki sé talað um
þá smekkleysu að velja 1.
desember til flutnings þessa
boðskapar.
Hið kommúníska alræði og
fullveldi íslands eiga ekkert
sameiginlegt. Er ekki mál að
linni.
Kosið í dag
KOSNINGAR til hátfðarnefnd-
ar 1. desember fara fram á
almennum fundi stúdenta i
hátiðarsal Háskóia ísiands i
dag, miðvikudaginn 22. októ-
ber. Nefndin skal skipuð sjö
mönnum er kosnir skuiu leyni-
legri listakosningu. Fundurinn
hefst með framsögu. Hver listi
fær 30 minútur til ráðstöfunar
og að því loknu hefjast almenn-
ar umræður. Kosningarnar
standa yfir frá kl. 20.00—
22.30. Fundurinn er opinn all-
an timann. Vaka hvetur stúd-
enta til þess að neyta kosn-
ingaréttar síns og kjósa A-list-
ann, lista Vöku.
Framboðslisti VÖKU
Gerður Thoroddsen, læknislræöi: Gunnar Jóhann Birgisson. lögtræði: Karitas Gunnarsdóttir, lögfræði;
Kristinn Andersen, verkfræði; Lára Friðjónsdóttir, viðskiptafræöi: Óskar Einarsson, læknisfræði; Sveinn
Guðmundsson, læknisfræði.
Gerður Gunnar Jóhann Karitas Kristinn Lára Óskar Sveinn
Mikið byggt í Stykkishólmi
Stykkishólmi. 19. október.
Byggingarframkvæmdir eru
þó nokkrar og ný hverfi tekin í
notkun. Áshverfi hefir verið
skipulagt og mikið byggt þar
nú á þessu ári. Einingahús
ryðja sér til rúms og fleiri og
fleiri byggja slík, þykja bæði
hagkvæm og þægileg.
Þrátt fyrir byggingarfram-
kvæmdir virðist alltaf hörgull á
húsnæði og sérstaklega leigu-
húsnæði og háir þar að menn
flytji hingað en á þessu ári hefir
verið mikil atvinna og nóg að
gera fyrir allar vinnufúsar hend-
ur.
— Fréttaritari
Fastar
áætlunarferðir.
GAUTABORG
Umboösmenn:
Borlind, Bersén & Co.
P.O.Box 2511
S-403 17 GÖTEBORG
Skeyti: Borlinds
Telex: 2340 borlind s
Sími: 31/139122
SKIPADEILD SAMBANDSINS
Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101