Morgunblaðið - 22.10.1980, Page 32

Morgunblaðið - 22.10.1980, Page 32
GRUnDIC LITTÆKI AKAI HLJÓMTÆKI 100.000 kr. staðgr. afsláttur eða 300.000 kr. útborgun. Gildir um öll littæki. GRUNDIG vegna gnðanna. jHttgmtliIsifrlfe 100.000 kr. staögr. afsláttur eöa 300.000 kr. útborgun í flestum samstæöum. Hégaeöa tækni é góöu veröi. MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980 Yfir 3 milljónir fyrir síldarsöltun í Afríkusöfmmina EKÍIsstoðum. 21. oktúber. HUGMYNDIN um að gefa vinnulaun einnar nætur í síldarsöltun til Afríkusöfnunar Rauða krossins varð að veruleika aðfaranótt síðastlið- ins föstudags. Þá fóru 130 nemendur úr Menntaskólanum á Egilsstöðum í söltun til Seyðisfjarðar, Eskifjarðar og Fáskrúðsfjarðar ásamt skólameistara og nokkrum kennurum. Vann hópurinn baki brotnu alla nóttina og fengu aðkomumenn hinar beztu móttökur bæjarbúa. Auk þess að leggja sitt af mörkum í þessari söfnun fengu nemendur ME þarna kærkomið tækifæri til að kynnast mikilvægum þætti í atvinnulífi Islendinga. Tekjur af framtaki nemenda í ME eru áætiaðar talsvert á fjórðu milljón króna og rennur sú upphæð í Afríkusöfnunina. Meðfylgjandi myndir tók Vilhjálmur Einarsson, skólameistari, af nemendum ME í síldarsöltun á Fáskrúðsfirði. Jóhann. Barnaskattarnir: Börn á Vestf jörðum greiða að meðaltali liðlega 93 þúsund kr. SKATTLAGNING á börn undir 16 ára aldri nemur liðlega 424 milljónum króna í ár. Samkvæmt hinum nýju skattalögum er born- um undir 16 ára aldri nú gert að greiða 7% tekjuskatt, 3% útsvar auk sjúkratryggingagjalds og kirkjugarðsgjalds. Lögin kveða þannig á. að ekki kemur til neinn persónuafsláttur á börnum. Skattlagning barna á Vestfjörðum nemur að meðaltali 93.381 krónu en í Reykjavík 31.436 krónur. Börn í Reykjavík greiða hlutfallslega mun minna til hins opinbera en úti á landi. Börn á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum greiða hlutfalls- lega mest. I Vestmannaeyjum er meðaltalið 83.779 krónur. Mikil óánægja er nú ríkjandi víða um land. Einkum vegna þess, hve skattaálagningin kemur seint og eins að enginn persónuafsláttur er. Þannig er ekkert tillit tekið til aðstæðna hverju sinni. 15 ára dreng- ur vestur í Bolungarvík fékk 117.152 krónur í skatta af 1.019.234 króna tekjum. Þessum ungling er gert að greiða skatta sína tvo síðustu mán- uði ársins, nóvember og desember. Hann er ekki lengur í vinnu, og stundar nám utan heimabyggðar sinnar. Svo er víða um börn víðs vegar um land og mikill kurr í fólki vegna þessara nýju skatta. Sjá frétt: „LiúleKa 424 milljúnir krúna laKÚar á born í landinuH bis. 14. NÝIR hjallar hafa verið reistir um allt land í ár og aðrir hafa verið endurnýjaðir. Láta mun nærri að alls hafi verið keyptar til landsins um 200 þúsund spírur og ásamt flutningskostnaði og öðru hjallaefni er þarna um 3,5 millj- arða króna fjárfestingu að ræða. Margir hafa litið skreiðarvinnslu hýru auga undanfarið, en sú verkunaraðferð hefur staðið hvað bezt í ár. Tirnbrið hefur einkum verið flult inn frá Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Afskipun á skreið til Nígeríu á vegum Sambandsins og Samlags skreiðarframleiðenda er enn í fullum gangi, Háifoss sigldi fyrr í mánuðinum og í dag byrjar lestun í Laxfoss. Magnús Friðgeirsson hjá Sambandinu sagði í gær, að hann gerði ráð fyrir að 2—3 skip til viðbótar sigldu með skreið fyrir áramót. Kröflueldar: 200 þús. spírur fyrir 3,5 milljarða Ennþá gýs úr þremur gígum 1 GÆRKVÖLDI er síðast bárust fréttir af Kröflueldum hinum síð- ustu gaus enn úr þremur gigum á þrjú til fjögur hundruð metra íangri sprungu. Hraunrennsli er enn nokkuð, og rennur hraunið nú yfir hraunið sem rann í gosinu i júli í sumar. Þetta nýja hraun er nú þegar orðið töluvert stærra að flatarmáli en það sem rann i sumar. og telja vísindamenn að það nái yfir níu til tiu ferkilómetra svæði. Engin aska er á hinn bóginn frá gosinu, nema hvað gjallmolar falla til jarðar í nokkur hundruð metra radíus frá gígunum og er snjór svartur á þessum slóðum í allt að fimm hundruð metra fjarlægð frá gossprungunni. Að sögn Eysteins Tryggvasonar jarðvísindamanns í gærkvöldi, er gosið nú mun minna en það var er það var mest, og virðist fara hægt og sígandi þverrandi. Engu vildi hann þó spá um hvenær því yrði lokið að þessu sinni. Vísindamenn komu sér fyrir í tjaldbúðum sólarhring fyrir gosið, og halda þeir enn til þar, í um hálfs kílómetra fjarlægð frá sprung- unni. Áframhald viðræðna byggist á samningum bókagerðarmanna SÁTTANEFND ríkisins og ríkis- sáttasemjari boðuðu 14 manna við- ra-ðunefnd ASÍ og samningaráð VSÍ á sinn fund í gær klukkan 17. Var rætt við aðila sinn í hvoru lagi, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins varð iítili árangur af þess- um fundi. Þó mun ákvörðun hafa verið tekin á fundinum um að kalla saman samninganefndir i prentara- deilunni og áttu fundir með þeim að hefjast klukkan 21 í gærkveldi og átti að freista þess að halda viðræð- um áfram. f gærmorgun átti samn- inganefnd ASÍ viðraslur við samn- inganefnd ríkisstjórnarinnar og var þetta fyrsti viðra“ðufundur að- ila. Fulltrúar ríkisins tóku sér frest til þess að íhuga málin og hefur nýr fundur ekki verið hoðaður. Sáttasemjari ríkisins ákvað í lok fundarins í gær, að hann myndi um hádegisbil i dag hafa samband við ASI og VSI og myndi þá ráðast af gangi mála í prentaradeilunni, hvort ástæða þætti til að kalla saman ASÍ og VSI að nýju. Samkvæmt upplýs- ingum Snorra Jónssonar, forseta ASÍ hefur innan sambandsins verið ákveðin verkaskipting og hefur Guð- mundur J. Guðmundsson tekið að sér að leiða sérstaka viðræðunefnd við ríkisvaldið. Ríkisstjórnin hafnaði í gær hugmyndum Vinnuveitendasam- bandsins um þríhliða viðræður ASÍ, VSÍ og ríkisins, sem leitt gætu til kjarabóta í formi skattaívilnana og fjölskyldubóta, sem VSÍ telur að væru ráðstafanir, sem myndu ekki hafa verðbólguáhrif. Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri VSI, kvað ríkisstjórnina hafa hafnað óskum þess um þríhliða viðræður. Á sáttafundin'um héfði jafnframt komið fram, að ASÍ hefði ekki haft neitt nýtt til málanna að leggja, vildi aðeins ræða sáttatillög- una. „Að fengnum þessum mjög svo neikvæðu svörum bæði frá ríkis- stjórn og Alþýðusambandinu, þá var það svar Vinnuveitendasambandsins, að það sæi engan tilgang með að halda viðræðunum áfram í dag,“ sagði Þorsteinn. Hann kvað það hafa orðið mikil vonbrigði, að ríkisstjórn- in skyldi ekki geta komið inn í viðræðurnar, þar sem VSÍ teldi að með því móti væri hægt að finna lausn, sem hefði ekki jafnmikil verðbólguáhrif og sáttatillagan í raun gerir ráð fyrir. Þá kvað Þorsteinn sambandsstjórn VSI hafa bent á ýmsar leiðir til þess að opna leið til samkomulags. „Telj- um við þessi svör vera algjöra synjun á þessum opnunarleiðum, bæði neit- ar ríkisstjórnin þríhliða viðræðum og Alþýðusambandið neitar að ræða málin á öðrum grundvelli en sátta- tillögunni. Það er því slegið á allar opnunarleiðir vinnuveitenda í mál- inu.“ Þorsteinn kvað ljóst, að með þessu framhaldi myndu samningar aldrei nást, menn yrðu að gera sér grein fyrir, að allir þurfi að slá af ítrustu kröfum sínum. Verði það ekki, muni samningar ekki nást. Friðrik SopJiuSvSon um Flugleiöamálið á Alþingi: „FjármáJaráðherra rugJar saman ákvörðun ríkisstjórn- ar og beiðni FJugIeiðaw „ÞAD SEM hefur flækt afgreiðslu og umraöu um Flugleiðamálið að undanförnu og áframhald Atlantshafsflugsins er það að Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, hefur stöðugt ruglað saman tveimur málum, annars vcgar ákvörðun rikisstjórnarinnar um þá beiðni til Flugleiða að Norður-Atlantshafsfluginu verði haldið áfram og hins vegar beiðni Flugleiða um bakábyrgð og rikisábyrgð en það er allt komið til vegna fyrri beiðna ríkisstjórnarinnar,“ sagði Friðrik Sophusson, alþingismaður, í umræðum um mál Flugleiða á Alþingi i gær. I ræðu Friðriks var lögð áhersla á að ríkisstjórnin sjálf hefði tekið ákvörðun um að halda áfram Norður-Atlantshafsfluginu og því yrði hún að standa við sitt án undandráttar. Taldi Friðrik skorta á að skýr markmið væru í flugmálastefnu ríkisstjórnarinnar enda væri mikil togstreita innan stjórnarinnar í þessum málum, þar sem Alþýðubandalagið hefði tafið málið og auðsýnt augljósan vilja til þjóðnýtingar. „Líkja má afstöðu Alþýðu- bandalagsins gagnvart Flugleið- um,“ sagði Friðrik, „við bónda, sem beðinn er um að lána hey í nauðum og hann bregst við með því að setja þau skilyrði að skepnunum, sem éta áttu heyið, verði slátrað." „Á næstu dögum,“ sagði Friðrik í lok máls síns, „hlýtur að verða Ijóst, hver endanleg afstaða ríkis- stjórnarinnar verður í málefnum Flugleiða og þar með lýkur von- andi þeirri óvissu, sem dráttur ríkisstjórnarinnar hefur valdið. Þá reynir enn á ný á stjórn og starfsfólk Flugleiða." Sjá frásögn af umræðum á Alþingi á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.