Tíminn - 07.07.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.07.1965, Blaðsíða 2
2 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 7. júlf 1965 Miðvikudagur 7. júlí. NTB-París. — Frakkar eru ákveðnir í að hindra öll störf Efnahagsbandalags Evrópu þangað til hin aðildarlöndin fimm hafa fulinægt skyldum sínum varðandi fjármálapólitík landbúnaðarins. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í París síðdegis, að búizt sé við, að stjómirnar í Bonn eða Brussel geri fyrr en seinna rót- tækar ráðstafanir til að hindra algert hrun Efnahagsbandalags ins. NTB-Washington. — Banda- riska utanríkisráðuneytið skýrði frá því í dag, að innan tíðar verði fullgerðar í N-Viet- nam tvær stórar loftvarnastöðv ar, búnar eldflaugum. Aðrar tvær stöðvar munu einnig vera í smíðum. Talsmaður utanríkis- ráðuneylísins sagði á blaða- mannafundi í dag, að Banda- ríkjamenn hefðu fylgzt með byggingu stöðvanna frá upp- hafi og væru þær allar í ná- grenni Hanoi. NTB-Saigon. — Hersveitir frá Ástralíu, ásamt bandarisk- um og suður-víetnömskum her- sveitum urðu í dag fyrir harðri árás Vietcong-manna, er þær vóru á leið inn í atialvíglínuna um 65 km fyrir norðan Saigon. Urðu hersveitimar að biðja um liðstyrk í skyndingu, enda er þetta mjög hættulegt og við- sjált bardagasvæði rétt við frumskógarjaðarinn, en Viet- congmenn eru miklu þjálfaðri í frumskógahernaði en and- stæðingarnir. NTB-Genf.* — U Thant, fram kvæmdastjóri Sþ þáði í dag boð brezka utanríkisráðherrans um að koma til Bretl. til við ræðna Um Vietnam-deiluna. Framkvæmdastjórinn er nú í Genf og mun koma við á leið sinni til New York, sennilega á fimmtudag. NTB-Bonn. — Giuseppe Saragat forseti Ítalíu er nú í opinberri heimsókn í Vestur- Þýzkalandi. í dag ræddi hann við Heinrioh Liibke, forseta en á morgun mun hann hitta Ludwig Erhard. kanslara. NTB-Washington. — í dag viðurkenndu Bandaríkjamenn formlega hina nýju stjórn Houari Boumedienne, forseta í Alsír og hétu því um leið að at- huga möguleika á aðstoð og samvinnu við Alsír. NTB-Oxford. — Brezk her- flugvél fórst í dag nálægt Ox- ford og með henni 41 hermað- ur. Var flugvélin á æfingaflugi er hún hrapaði skyndilega og splundraðist á jörðu. NTB-Róm. — Hjúskaparmáli ítalska leikstjórans Carlo Ponti og leikkonunnar frægu Sophiu Lóren var frestað enn einu sinni í dag og verður ekki tek- ið fyrir á ný fyrr en í haust. Fánahylling á skáfamótinu. (Tímamynd GBK) Skátamót í Vaglaskógi GPK—Akureyri, Dagana 2. til 4. júlí var hald ið skátamót í Vaglaskógi, og voru þátttakendur nálega 260 talsins, bæði stúlkur og piltar frá 11 skátafélögum víðs vegar að af landinu, en þar af voru frá Akureyrarfélögunum tveim ur um 160 unglingar. Mótið var sett á föstudags kvöld, 2. júlí, klukkan 21.30 og gerði það Gísli Kr. Lórenzsoh, mótsstjórí. Á laugardaginn var byrjað með því að blása til morgunverðar klukkan 7.30 en síðan var unnið við tjaldbúðar svæðið, sem var vel skreytt og skemmtilega. Voru tjaldbúðir pilta á árbakkanum en búðir stúlkna í Stórarjóðri. Þá var undirbúin flokkakeppni, sem fram fór síðar um daginn. Klukkan 20 var bæjarstjórn arfulltrúum Akureyrar og ýms um blaðamönnum boðið að skoða tjaldbúðirnar og þiggja veitingar og horfa á varðeld skátanná, og • unötr i'þelr*"vlð‘ söng og leik fram eftir kvöldi. Á sunnudaginn fóru fram víða vangsleikir, sem allir þátttak endur í mótinu voru með í. En eftir hádegi var heimsóknar tími, og kom þá mikill fjöldi fólks, foreldrar og aðstandend ur skátanna og margir fleíri. son, aðstoðarmótsstjóri Brynj ar Skaptason, Tómas Búi Böðv Mótsstjóri var Gísli Kr. Lórenz arsson og Elín Anna Kröyer tjaldbúðastjórar og að auki voru í mótsstjórninni Niels Gíslason, Hallgrímur Indriða son, Þorsteinn Pétursson, Krlst björg Ólafsdóttir, Gunnar Helgason og Valdimar Gunnars son og eru þau öll frá Skáta félögunum á Akureyri. Auglýst eftir 27 starfsmönnum JHM—Reykjavík, þriðjudag. Eins og frá hefur verið skýrt í 21. flokki. Staða fulltrúa, lögfr. fréttum, þá hefur að undanförnu eða viðskiptafr. laun samkv. 21. Staða þýðanda, laun samk. 20. og un, loftskeytanám, eða símvirkjun, samkv. 12. fl. Tvær stöður raf verið unnið að undirbúningi launa skrár fyrir veraðandi starfsmenn íslenzka sjónvarpsins. Nú hefur verið gengið frá þessum málum og í kvöld þriðjudag, var auglýst eftir 27 starfsmönnum fyrir sjón varpið. Stöður þessar eru sem hér seg- ir: staða dagskrárstjóra frétta- og fræðsludeildar, laun skv. 23. launaflokki., dagskrárstj. skemmti deildar 24. launafl., og fjórar stöð ur stjórnenda dagskrárliða, laun samkvæmt sérstökum samningi. fl Auglýsingastjóri, laun sam- kvæmt 17. fl. Staða sviðs’tjóra, laun samkv. 16. fl. Staða teikn- ara, laun samkvæmt 15 fl.. Staða vélritara, skjalavarðar, laun sam- kvæmt 6. til 11. fl. Tvær stöður verkfræðinga, laun samkvæmt 24. og 22. fl. Þrjár stöður radíótækni fræðinga, laun samkv. 18 fl. Staða ljósmyndara, laun sam- kvæmt 15. flokki. Kvikmyndatöku maður, alun samkvæmt 18. flokki Fimm stöður sjónvarpsvirkja eru auglýstar, og kröfur um undir- búningsmenntun eru útvarpsvirkj Sæmilegt veður var á síldarmið unum s.l. sólarhring, en síðari hluta nætur fór veður heldur versnandi. Nýr hópur atvinnu- flugmanna Nýlega hefur hópur atvinnu- flugnema lokið bóklegum prófum frá flugskóla Flugsýnar á Reykja- víkurflugvelli, og stóðust allir prófið. Hæstu meðaleinkunn hlaut , . . , _ Sigurður Elli Guðnason, Suður- Skipin voru einkum að veiðum landsbrat 64; Reykjavík, 94,2 stig, 120 milur SAaS frá Gerpi. . . en hæst er gefið 100 stig. Alls tilkynntu 12 skip um veiði j skólastjóri bóklega skóla Flug- til Dalatangi, samtals 9.350 mál. sýnar er Jón Óskarsson, flugum- Auðunn GK 750, Gulltoppur KE sjónarmaður, og kenndi hann sigl- 250, Guðbjörg GK 1000. Heimir jngafræði. Veðurfræði kenndi SU 1300. Sólrún ÍS 700. Ásbjörn Jónas Jakobsson veðurfræðingur. RE 750, Jón á Stapa SH 550, Ás- flugreglur kenndi Valdimar Ólafs- Þór RE 1050, Þorsteinn RE 800, son, yfirflugumferðarstjóri, og Björn Jónsson RE 600. Pétur Sig flugeðiis- og vélfræði kenndi urðsson RE 700, Ólafur Friðberts Lárus Gunnarsson flugvirki. son ÍS 900. I Framhald a l4. siðu. virkja, laun samkv. 15. og 12. fl. Umsóknir um ofangreindar stöður eiga að sendast til Ríkisútvarpsins en þær eiga að vera stílaðar á Menntamálaráðuneytið, og eiga að berast fyrir 5. ágúst 1965. YFIRLÝSING Vegna auglýsiilga Húsnæðis- málastofnunar riklsiils dg yfirlýs- ingar fasteigriaskrifstofu einnar hér í borg í Morgunblaðinu í gær, þar sem veitzt er, að því er virð- ist, að auglýsingu til viðsklptavina vorra, en þar vdrU þéjj: hváttir til að sækja um ián tíl HÚshæðls- málastjórnar fyrir síðustu mán- aðamót, skal þetta tekið fram: 1. f 7. gr. laga nr. 19 frá 10. maí 1965 um Húsnæðismálastofn- un ríkisins segir: „Útlánareglur húsnæðismáli- stjórnar skulu vera þessar: A. Lánin veitast aðeins til bygg ingar nýrra íbúða, meiri háttaf viðbygginga eða til kaupa á nýj- um íbúðum, en lán skal þó þvt aðeins veita, að loforð um lánveib ingu hafi verið gefið áður en hlut4 aðeigandi byggingarframkvæmd hófst eða kaup á nýjum íbúðum eru gerð. Lánin skulu greidd lán- takendum í peningum og koma til útborgunar vor og haust og þá í hlutfalli við það, hversu langt er komið byggingu húsnæðisins, eftir því sem nánar verður ákveð- ið í reglugerð“. Með því að byggingarmeistarar þeir, sem skrifstofa vor annast sölu fyrir, og eru nú að hefja byggingar nokkurra fjölbýlishúsa í Árbæjarhverfinu nýja, höfðu óskað að skrifstofan hæfi sölu á íbúðum í húsunum um síðustu mánaðamót, áleit skrifstofan nauð synlegt, sbr. ofangreindar útlána- reglur Húsnæðismálastjórnar, að hvetja þá aðila, er hug höfðu á íbúðarkaupum hjá byggingarmeist urunum, að kanna lánsfjárhæfni sína og fá loforð um væntanleg lán í tæka tíð, enda hefur skrif- stofan ávallt lagt á það áherzlu, að væntanlegir kaupendur kynni sér lánshorfur hjá Húsnæðismála- stjórn, áður en kaup væru gerð. 2. Eins . og viðskiptavinir vorir geta borið um, hefur skrifstofan að sjálfsögðu aldrei gefið vilyrði fyrir lánum Húsnæðismálastjórn- ar. Oss hefur ávallt verið ljóst, að traustir og öryggir viðskiptahætt- ir eru vænlegastir þegar til lengd ar lætur og mun skrifstofa vor hér eftir sem hingað til, gefa viðskipta vinum réttar upplýsingar varðandi fasteignir og lánsmöguleika. Reykjavík, 5. júlí 1965. Fasteignaskrifstofa Haraldar Magnússonar, Tjarnargötu 16. Minningarhátíð um sr. ÓlafSæmundsson SG-Túni: — Sunnudaginn 27. júní s. 1. var haldin í Hraungerðiskirkju hátíð í tilefni aldarafmælis séra Ólafs Sæmundssonar, sem var prestur í Hraungerðisprestakalli í 43 ár, þar af aðstoðarprestur í 9 ár. Séra Ólafur var fæddur í Hraungerði 26. júní 1865. Hann lét af embætti árið 1933 eftir mikið og gott starf innan kirkju og utan. Á minningarhátíðinni flutti sóknarpresturinn, séra Sigurður Pálsson, minningarræðu. Kirkju- kórinn söng, og Jón H. Jónsson, skólastjóri í Hlíðardalsskóla, söng einsöng. en eiginkona hans lék undir. Margt fólk var í kirkjunni, þar á meðal dætur séra Ólafs heitins og fósturdóttir hans. ásamt fjöl- skyldum. Þá voru og ýmsir burt- fluttir vinir og kunningjar. Marg ar góðar gjafir bárust kirkjunni til minningar um séra Ólaf. Dæt- ur hans gáfu fagra altarisstjaka, og börn Guðmundar Snorrasonar frá Læk og konu hans, gáfu blóma vasa á altarið. Áður höfðu sóknar börnin gefið kirkjunni skímar- font til minningar um séra Ólaf. Þá barst mikið af blómum. Athöfnin var öll hin hátíðleg- asta og margmenni var í kirkjunni. 2. deild 2. deildar keppnin í handknatt- leik heldur áfram á Melavellinum í kvöld og leika þá Þróttur og Haukar. Hefst leikurinn stundvís- lega klukkan 20,30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.