Morgunblaðið - 03.12.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.12.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980 5 John Travolta og Debra Winger Uran Cowboy frum- sýnd með viðhöfn HáKÓLABÍÓ frumsýnir í kvöld bandarísku myndina Urban Cowboy (Borgarkúreki). Mynd þessi var frumsýnd í Bandaríkj- unum i sumar og vakti þá mikla athygli. Með aðalhlutverkin í Urban Cowboy fara John Travolta (Sat- urday Night Fever og Grease) og Debra Winger. Myndin greinir frá Bud (John Travolta) sem vinnur í olíuhreins- unarstöð í Texas. Á kvöldin heldur hann sig á bar. Helsta aðdráttar- afl barsins er vélknúið naut sem gestirnir ríða. Kvöld nokkurt hittir Bud Sissý (Debra Winger) og verður strax ástfanginn. Þau skötuhjú eru gift innan viku. Nokkru síðar ásakar Bud Sissý um að vera í tygjum við annan karlmann og hún yfirgefur hann. Áður en frumsýning myndar- innar hefst standa Háskólabíó og veitingahúsið Óðal fyrir ýmsum uppákomum við bíóið. Hljómsveit- in Bræðrabandið leikur „country og western“-lög á hestvagni, Gra- ham Smith leikur á fiðlu, skátar sjá um flugeldasýningu og tísku- sýning verður á sviðinu í Háskóla- bíói bæði fyrir sýninguna og í hléi. Einnig halda Óðal og Háskólabíó sérstökum gestum sínum boð áður en sýning hefst. Nýr yfirflug- stjóri Flugleiða FLUGLEIÐIR hafa ráðið Jón R. Steindórsson yfirflugstjóra fé- lagsins. Hann tekur við af Jó- hannesi R. Snorrasyni sem lét af starfi yfirflugstjóra í gær. Jón R. Steindórsson er 47 ára gamall og hefur starfað sem flugmaður hjá Flugleiðum og Flugfélagi íslands í samtals 27 ár. Þar af sem flugstjóri í 25 ár. Jón var eftir- litsflugmaður á DC-3 frá 1962. á Friendship frá 1%5 og Boeing 727 frá 1977. Hann hefur starfað í ýmsum nefndum á vegum fé- lagsins er önnuðust tæknilegar Þrjú skip lönduðu ís- fiski ytra ÞIIJÚ fiskiskip lönduðu isfiski i Englandi og V-Þýzkalandi í gær. Sigurbjörg ÓF seldi 144,5 tonn í Hull fyrir 121,3 milljónir króna, meðalverð á kíló var 839 krónur. Aflinn fór i 1. flokk. en það lækkar meðalverðið að talsvert var um grálúðu i aflanum. Ingólfur GK seldi 110,9 tonn í Cuxhaven fyrir 62,9 milljónir króna, meðalverð á kíló 567 krón- ur. Hrungnir GK seldi 66,6 tonn í Cuxhaven fyrir 39,5 milljónir króna, meðalverð á kíló 594 krón- ur. Jón R. Steindórsson yfirflug- stjóri ákvarðanir fyrir Friendship- flugvélar og fyrir Boeing 727- 200. Þá hefur Jóhannes Markússon einnig frá og með deginum í dag verið ráðinn yfirflugstjóri Air Bahama. Jóhannes Markússon hefur starfað sem flugmaður og flugstjóri hjá Flugleiðum og Loft- leiðum frá 1946. Hann var um árabil yfirflugstjóri Loftleiða og hafði umsjón með þjálfun flug- manna félagsins. Jóhannes Mark- ússon tekur við af Mr. Swartz sem nú hefur látið af störfum hjá Air Bahama. Nú eru eingöngu starf- andi hjá Air Bahama íslenskir og bahamískir flugmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.