Morgunblaðið - 03.12.1980, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980
Ein ritvél,
margar
leturgerðir
Þaö er ekki lengur
spurning um hvaða
rafritvél þú velur, heldur
hvernig letur þú velur í
IBM kúluritvélina.
IBM kúluritvélin hefur
marga kosti umfram
aðrar rafritvélar. Einn er
að geta skipt um letur.
Með einu handtaki má
skipta um leturkúlu og fá
þannig annað letur, sem
kemur að góðum notum
við sérstakar bréfa-
skriftir, skýrslugerðir og
textaskrif.
Nú bjóða SKRIFSTOFUVÉLAR h/f upp á fjórðu leturgerðina í
IBM kúluritvélar. Sú nýja nefnist Courier 10 og bætist þar með í
hóp Advocate, Courier 12 og Scribe, sem þegar eru til með
íslenska stafrófinu.
Biðjið um letursýnishorn.
HVERFISGATA
■íG +Hverfisgötu 33
Smi 20560
Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns.
Flytur fyrirlestur um
störf og stefnu NATO
t DAG kl. 17.15 verður haldinn i HHHHHHHHIH
stofu 101 i Lögbergi, húsi laga-
deildar Háskóla íslands, fyrir-
lestur um NATO og stefnu þess í
kjarnorkumálefnum. Fyrirlesar-
inn er Paul Buteux, prófessor við
Manitoba-háskúla í Kanada. og er
hann kominn hingað á vegum
félagsvisindadeildar Háskólans
gagngert til þessa fyrirlestra-
halds.
Dr. Paul Buteux hefur starfað
við Manitoba-háskóla i 15 ár, en
aðalkennslugrein hans þar er
stjórnmáiafræði. Er hann i leyfi
um þessar mundir og dvelur i
London við rannsóknastörf á
starfi og stefnu NATO.
— I fyrirlestrinum hér ræði ég
einkum um stefnu NATO-ríkja
varðandi kjarnorkumál og verður
fjallað um þær breytingar sem
hafa orðið á stefnu NATO síðustu
árin með tilkomu kjarnorkuvopna,
sagði Paul Buteux í samtali við
Mbl. — Hjá langflestum þjóðum
hefur verið til umræðu uppbygg-
ing og stefna í varnarmálum og
valdajafnvægið í Evrópu og
reyndar í heiminum öllum er
breytingum háð og snerta þessar
breytingar margar þjóðir. Þær
þurfa að ræða stefnu sína, sátt-
Segulstál
,r 1 v
Vigtar 1 kiló. Lyftir 60 kílóum.
Stæró 8x9x3 sentimetrar.
Gott til aö „fiska" upp járnhluti
úr sjó, ám, vötnum, gjám,
svelg, tönkum. Líka til að halda
verkfærum og smíöahlutum.
Sendum í póstkröfu.
SöyifflgKLÍlgltUIF
Vesturgötu 16, sími 13280
Paul Buteux prófessor. Ljósm. KÖE
málar og samningar þurfa endur-
skoðunar við og hugtök eins og
gagnkvæmt traust og málamiðlun
þurfa umfjöllunar við. Varnarmál
snerta einnig efnahagsmál og hafa
áhrif á stefnu stórra sem smárra
þjóða í þeim og þannig mætti
lengi telja og ræði ég m.a. þessa
þætti í fyrirlestrinum.
Prófessor Paul Buteux hefur
ferðast viða um og flutt fyrir-
lestra og auk þess skrifað bækur
um þessi efni, en hann kemur nú í
fyrsta sinn til íslands. Sem fyrr
segir verður fyrirlestur hans kl.
17.15 í dag, en í gær heimsótti
hann m.a. stöðvar varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli.
Sjö hljómsveit-
ir á kynningar-
kvöldi SATT
HALDIÐ verður kynningarkvöld
á vegum Satt (Samband alþýðu-
tónskálda og tónlistarmanna) i
veitingahúsinu Klúbbnum mið-
vikudagskvöldið þriðja desem-
ber.
Munu þar koma fram sjö
hljómsveitir en svo margar
hljómsveitir hafa ekki áður komið
fram á Satt-kvöldi. Á fyrstu hæð
verður leikin íslenzk hljómlist af
plötum en á annarri og þriðju hæð
munu hljómsveitirnar leika.
Hljómleikarnir hefjast stundvís-
lega kl. 21.00.
Þumalína
Jólakjólar, blúasur, skyrtur, vesti og buxur
Mjög fallegir úti- og inni-trimmgallar, nærfatnaöur og náttföt í miklu úrvali, allt til sex ára aldurs,
aó ógleymdu: Allt til SÆNGURGJAFA og TÆKIFÆRISBRJÓSTAHOLD fyrir mömmu. WELEDA
jurta-snyrtivörurnar óviójafnanlegu fáat einnig fyrir alla fjölskylduna. NÆG BÍLASTÆÐI.
Sendum í póstkröfu. Þumalína Leifsgata 32,
S.12136.
Atjan konur,
fcrill þeirra og framtak í nútímahlutverkum
Hin síðari ár hefur ört stækkandi hópur kvenna gengið lítt troðnar leiðir menntunar
og sérhæfðra starfa, andlegra sem verklegra. Hér segja 18 konur sögu sína og
sanna góðan árangur athafna, sem án efa hefur á stundum reynf á þolið og kostað
erfiði. Afrek þeirra mun verða öðrum fyrirmynd og hvati á braut mennta og
starfsvals. — Þetta er tímabær bók í þjóðfélagi, sem ört breytist, verður æ
sérhæfðara og flóknara.
Gísli Kristjánsson ritstýrði og bjó til prentunar.
Fríða Á. Sigurðardóttir: ÞETTA ER EKKERT ALVARLEGT
Hér er bók, sem enginn unnandi fagurs skáldskapar má láta framhjá sér fara ólesna.
Hér fer saman skilríkt og fagurt mál, ótvíræð frásagnarlist, lífsskilningur og samúð
með því fólki, sem frá er sagt. Hér tekst galdur góðrar sagnalistar. — Ahugaverðari
höfundur en Fríða A. Sigurðardóttir hefur ekki sent frá sér frumverk um langt árabil.
SKUGGSJÁ
BÓKABÚD OUVERS STEINS SEI
HERER BOKIN!