Morgunblaðið - 03.12.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980
29
Fuglafræðingar, sport-
veiðimenn og minkur
Ingjaldur Tómasson skrifar:
„Sigurjón Hallsteinsson,
Skorholti, skrifar í Velvakanda
Í4. nóv. Hann lýsir fyrst hinu
stórgjöfula og dásamlega sumri
sem nýliðið er. Síðan tekur hann
fyrir hið gegndarlausa rjúpna-
dráp þéttbýlisveiðimanna, sem
einskis svífast í því að fullnægja
drápsfýsn sinni, og afleiðing
þessa ráðskapar sé sú, að varla
hafi sést rjúpa í Borgarfirði nú í
haust. Það er jafnvel einskis virt
þótt bændur reyni að verja
rjúpnastofninn gegn gereyð-
ingu. Skotvargar vaði samt um
löndin í algeru óleyfi, skjótandi
upp þær fáu rjúpur sem eftir
eru. Fegurð og hinn mikli yndis-
auki sem blessuð rjúpan veitir,
bæði sumar og vetur, sé þessum
skotvörgum einskis virði.
Með báli og brandi
Eg hefi kynnst mörgum
mönnum hér í Reykjavík, sem
halda því fram í fullri alvöru, að
bændur eigi ekki nokkurn um-
ráðarétt á því landi, sem þeir
eru þó fyllilega löglegir eigend-
ur að. Þar megi hinn skotglaði
sportveiðiher vaða um löndin
„þvers og kruss", myrðandi þær
fáu rjúpur (og fleiri fuglateg-
undir) sem verða brátt aldauða,
verði ekki snúist til varnar af
fullum krafti gegn þessum ís-
lenska byssuher, sem segja má
að fari með báli og brandi hvert
' s
I *
} fc
Ingjaldur Tómasson
haust gegn þeim fugli sem er ein
fegursta náttúruprýði okkar
ekki síst að vetri til.
Skotmenn eiga
ekki einir sök
En hvernig stendur á því að
yfirvöld úti á landsbyggðinni
hreyfa hvorki hönd né fót til að
stöðva hinar árlegu sláturher-
ferðir? Hvar eru öll hin rómuðu
hagsmunasamtök bænda, allt
hið hámenntaða fuglaverndar-
lið, og ekki má gleyma Náttúru-
verndarráði, sem, eins og nafnið
bendir til, hefir verið falið það
hlutverk að koma í veg fyrir
skemmdarverk á lífríki lands-
ins? Sigurjón bendir réttilega á,
að skotmenn eigi ekki einir sök á
því hvernig komið er. Fugla-
fræðingar haldi því blákalt
fram, að engin hætta sé á
útrýmingu rjúpunnar né nokk-
urra annarra fugla vegna of-
veiði.
Gerði bara
ekkert til
Ég hlustaði á útvarpserindið
sem Sigurjón minnist á og varð
mjög undrandi á þeim ummæl-
um, að ekki skipti nokkru máli
hve mikið væri skotið af rjúp-
unni, hún dræpist bara hvort
sem væri af ýmsum öðrum
orsökum. Og ekki taldi útvarps-
lesarinn neina hættu á ferðum
þótt mergð villiminka væri nú
orðin hin versta plága í lífríki
fuglanna um landið allt. Og
þessi maður sagðist vita dæmi
þess, að þegar minkur kæmist í
þétt æðarvarp, þá flýðu allar
kollurnar sem undan kæmust —
en það gerði bara ekkert til því
þær dreifðu sér á stór svæði og
legðu niður þann ósið að vera að
drita úr sér eggjunum í þétt-
býli... Þrír aðilar hafa valdið
mestu um útrýmingu rjúpunnar
og fjölmargra annarra fuglateg-
unda: Fuglafræðingar með líku
hugarfari og hér er getið,
sportveiðimenn og minkurinn.
Ekki svo óálitleg fylking ef allir
væru komnir á einn stað.“
Þá auglýsi þeir
ekki messu
Kristófer Jónsson, Hátúni 29,
skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Ég vil biðja þig um að koma því
á framfæri fyrir mig, að ef prestar
treysta sér ekki til að lesa Guð-
spjall þess dags sem þeir messa,
þá auglýsi þeir ekki messu. Enn
fremur að þeir hætti að biðja fólk
að gefa eða kaupa við messugjörð.
Með bestu þökk fyrir birting-
una.“
fyrir 50 árum
„ Múgur og margmenni
safnaöist saman hjó nýja
Barnaskólanum og Sundhöíl-
inni og þar í grend í fyrra-
kvöld kl. 7—8. Oafði einhver
komið upp með það að hann
hefði séð „grimumanni“
skjóta upp hjá Barnaskólan-
um. Átti hann að hafa verið
eltur, en hann hefði stungið
sjer inn í Sundhöllina. Lög-
regian kom á vcttvang þegar
og rannsakaði Sundhöllina, en
þar var auðvitað engan
grimumann að finna.
Samt stóð fólkið þarna i
kös, liklega eitthvað á annað
þúsund manns, i klukkustund
eða lengur!“
— Og þessi auglýsing var á
bls 4:
„Ægteskab. En velsitueret
islandsk 28 enligstillet Dame.
for Tiden i Danmark önsker
að Korrespondere með en is-
landsk Herre, for vist gen-
sidig Sympathi da indgaa
Ægteskab. Brev mærket
20.000 modtager Annonse
kontoret, Nansensgade 192,
Köbenhavn."
Illa farið með
hunda og menn
„Það er víst til lítils að vísa til
þess að hundahald sé bannað í
Reykjavík, lögreglan lætur sig það
engu varða. Skörin er samt farin
að færast upp í bekkinn þegar fólk
veður inn í banka með hunda sína
og lætur þá þvælast fyrir manna
fótum meðan það bíður eftir
afgreiðslu. Hvað segir banka-
stjórnin við því? Eða hvað segir
heilbrigðiseftirlitið við því þegar
hundur er hafður bak við í verzlun
meðan eigandi sinnir afgreiðslu-
störfum? Ég segi fyrir mig að ég
held helzt ekki áfram viðskiptum í
slíkum banka eða slíkri búð. Hér
er illa farið með viðskiptavini og
illa farið með hundana."
B2P SlGeA V/ÖGA í VLVtmi
Fáksfélagar
Smalaö veröur í hagbeitarlöndum Fáks um næstu
helgi. Hestar veröa í rétt sem hér segir:
Laugardaginn 6. desember í Saltvík kl. 10—11.
Laugardaginn 6. desember í Dalsmynni kl. 13—14.
Laugardaginn 6. desember í Arnarholti kl. 15—16.
Sunnudaginn 7. desember á Ragnheiöarstöðum kl. 13.
Bílar veröa á staönum til flutnings á hrossum.
Hagbeitargjald og flutningsgjald greiöast á skrifstofu
félagsins í þessari viku, eöa á staönum.
Þeir, sem ætla aö hafa hesta sína á fóörum á
Ragnheiðarstöðum í vetur eöa fram eftir vetri, þurfa
nauösynlega aö tilkynna þaö skrifstofu félagsins og
greiöa inn á fóöur.
Nokkur pláss eru laus í hesthúsum félagsins í vetur.
Hestamannafélagið Fákur.
Tilvalin
gjafabók
Yngvi Jóhannesson:
■ / « ■ / « ■
Ljoöaþyðingar II
meö frumtextum
Þýöandi þessara Ijóöa er kunnur af Fástþýöingu sinni
sem og fyrri Ijóöaþýðingum. Hér er umsögn okkar
fremsta Ijóðaþýöanda um þessa bók:
„Ég þakka þér hjartanlega tyrlr fallega og umfram allt ágæta b6k sem
þú varst svo vænn að senda mér. Ég óska þér tll hamingju með útgáfu
hennar og sendi þér um lelö beztu þakklr fyrlr allt sem þú hefur áður
þrýðilega gert. Lifðu heill og gangi þér allt í haglnn.
Helgi Hálfdanarson -
Stafafell