Morgunblaðið - 03.12.1980, Side 30

Morgunblaðið - 03.12.1980, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980 WIKA Þrýstimælar Allar stærðir og gerðir. JltxnigssoxRi <St (Gco> Vesturgotu 16sími 13280 NY KYNSLOÐ Snúnlngshraðamælar með raf- eindaverkl engin snerting eöa tenging (fotocellur). Mælisviö 1000—5000—25.000 á mín- útu. Einnig mælar fyrir allt aö 200.000 á mínútu. Rafhlööudrif léttir og einfaldir í notkun. SötuiiFöaicmgjtLair <Jð»inMon Vesturgötu 16, sími 1 3280. VÉLA-TENGI Allar gerðir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tenqið aldrei stál — í — stál, hafið eitthvaö mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar SöaMmogjfLOir tJðsmMon A (S® v esturgötu 16, sími 1 3280. Lið Hauka í Evrópukeppni bikarhafa HITACH: HTTACH Talið frá vinstri, aftari röð: Guðmundur Kr. Aðalsteinsson, form. handknattleiksdeildar, Viðar Símonarson, þjálfari, Stefán Jónsson. Hörður Harðarson, Svavar Geirsson, Arni Hermannsson. Guðmundur Haraldsson, Árni Sverrisson, Sigurður Guðmundsson, vatnsmaður. Fremri röð frá vinstri: Sigurgeir Marteinsson, Gunnar M. Gunnarsson, ólafur Guðjónsson, Gunnar Einarsson, Lárus Karl Ingason, Sigurður Sigurðsson. Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: Haukar leika nú í fyrsta sinn BIKARMEISTARAR Hauka mæta Vestur-þýsku bikarmeist- urunum í iþróttahúsinu i Hafnar- firði i kvöld kl. 20.00. Þetta er fyrri leikur liðanna í handknatt- leik og eru leikmenn Iiðsins ákveðnir i að standa sig vel i keppninni. Það kom fram á blaðamannafundi með forráða- i keppninni mönnum Hauka að þeir treysta mjög á hina dyggu stuðnings- menn handknattleiksins i Hafn- arfirði til að koma á leikinn og hvetja Hauka til sigurs i leikn- um. Þá er rétt að benda fólki á að mæta timanlega til þess að forð- a8t þrengsli og raðir við miðasöl- una. Leikmenn TuS Nettelstedt Nr. Nafn leikmanns fd./ár 1 Klaus Wöiler 23.04.1956 12 Peter Lipp 14.10.1958 3 Hartmut Kania 14.05.1956 5 Klaus Schibschid 06.10.1951 6 Harry Keller 01.02.1955 7 Zdravko Miljak 11.09.1950 8 Uwe Kölling 25.09.1957 9 Dieter Waltke 26.12.1953 10 Peter Pickel 05.11.1948 11 Klaus Waidheim 23.09.1951 13 Hans Júrgen Grund 22.07.1954 14 Milan Lazarevic 12.07.1948 Þjálfari: Martin Karcher 12.11.1946 Fjöldi landsleikja 11 A-land8leikir 13 UL-landsIeikir (Rúm.) 26 A-landsleikir 130 A-landsleikir (Júgósl.) 63 A-landsleikir 28 A-landsleikir 7 A-landsleikir 88 A-landsleikir (Júgósl.) 13 A-Iandsleikir „Þýska liðið leikur mjög harðan handknattleik“ - segir Axel Axelsson „Nettelstedt er greinilega að ná sér mjög á strik núna i haust eftir hreint ótrúlega uppgangs- tima á undanförnum áratug.“ sagði Axel Axelsson er hann var beðinn að segja lítillega frá andstæðingum Haukanna i Evr- ópukeppni bikarhafa Axel hefur margsinnis leikið gegn Nett- elstedt og þekkir þvi vel til leikmanna liðsins. „Það háði lið- inu dálitið á fyrstu árum Bund- esligunnar hve ósamstæðir leik- mennirnir voru en nú virðist hafa náðst góð blanda leik- manna. Liðinu hefur gengið mjög vel það sem af er keppnistimabil- inu — reyndar ekki leikið við neitt verulega sterkt lið ennþá. Það er þvi augljóst að róðurinn hjá Haukunum verður erfiður.“ Hvernig handbolta leikur liðið? „Liðið leikur ákaflega hraðan handknattleik og byggir mjög á hraðaupphlaupum. Wöller hefur geysilega góð köst í markinu og sendingar hans rata oftast beint í hendur leikmanna liðsins, sem eru eldsnöggir fram á völlinn. Liðið leikur 3-2-1 vörn (pýramídi) og er erfitt viðfangs — einkum og sér í lagi á heimavelli sínum. Annars leika öll þýsk lið gerólíkan hand- knattleik heima og heiman og Haukarnir mega búast við því að mæta gerbreyttu liði er þeir koma út.“ Hvernig er þá best fyrir Hauka að leika gegn þessu liði? „Ég held að það þýði ekkert fyrir Haukana nema að leika eins yfirvegað og þeir frekast geta. Reyna að halda hraðanum eins mikið niðri og unnt er og bíða eftir færum sem skapast. Þeir verða að vera á varðbergi gagnvart hraða- upphlaupum Nettelstedt og í al- vöru talað held ég að það eigi að vera möguleiki á að vinna þetta lið hér heima ef vel er á spilunum haldið," sagði Axel í lokin. Milan Lazarevic hefur náð að komast i gegnum vðrn HUttenbrrg og skorar. Til hægri er Harry Keller. „Fáum engan skell í kvöld gegn Nettelstedt“ - segir Lárus Karl Ingason „Ég er alveg harður á því að að við fáum engan skell gegn Nett- elstedt en hins vegar verður þetta erfið barátta hjá okkur sagði Lárus Karl Ingason, sá leik- manna Haukanna, sem mest allra hefur komið á óvart í vetur er hann var sprður um leikinn gegn Nettelstedt. Lárus Karl, sem er 21 árs offsetljósmyndari, hefur svo sannarlega skotist upp á stjörnuhimininn i haust og vakið geysilega athygli, sem linumaður í Haukaliðinu. Er hann með næstbestu skotanýtingu allra leikmanna 1. deildarinnar skv. upplýsingum Visis. „Það ér staðreynd, sem við getum ekki horft framhjá" sagði Lárus Karl „að Haukarnir hafa alltaf staðið sig langbest þegar við litlu, sem engu hefur verið búist við af þeim. Sem dæmi getum við nefnt bikarleikina í fyrra gegn Víking, Val og síðan KR í úrslitun- um og svo við förum lengra aftur — sigurinn á Gummersbach hér um árið, sem frægt er orðið. Það skapast einhvern veginn allt önn- ur stemning í liðinu þegar allt er að vinna og engu að tapa.“ Lárus Karl hefur verið viðloð- andi mfl. Hauka undanfarin ár og varð íslandsmeistari með 1. flokki sl. tvö ár. Hann náði hins vegar ekki að tryggja sér fast sæti í liðinu fyrr en í haust. „Vendi- punkturinn var vafalaust í leikn- um gegn FH um Essó-bikarinn. Mér tókst þá að pota 3 mörkum og fékk talsvert að leika með þá. Síðan hef ég meira eða minna verið með í leikjunum og gengið ágætlega. Auðvitað hjálpaði það mér mjög í fyrstu leikjunum að enginn vissi nein deili á mér, en ég fékk ekki að vera lengi gæslulaus í leikjunum og hef fundið greinilega mun í siðustu leikjum." Hvað um fall bar- áttuna framundan? „Við föllum ekki — liðið er einfaldlega allt of gott til þess. Hinu ber ekki að neita að árangur okkar í deildinni hefur verið ákaflega slakur til þessa. Leik- menn ná einfaldlega ekki að sýna það sem þeir geta — hverju sem um er að kenna. Ég á ekki von á öðru — og trúi ekki öðru — en að við náum að rifa okkur upp. Góð frammistaða gegn Nettelstedt gæti hjálpað upp á sakirnar og ég á von á því að við getum staðið í þeim með troðfullt hús dyggra áhangenda á bak við okkur“ sagði Lárus Karl og var hinn bjartsýn- asti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.