Morgunblaðið - 03.12.1980, Side 32
//^-^Síminn á afgreiöslunni er
83033
BRoreunblntiift
Síminn á afgreiðslunni er
83033
}Horjjtml>Intii&
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1980
Lög á verkf all
bankamanna?
„ÞAÐ IIEFUR ekki komið beint
fram. en það hefur spurzt út, að
einkabankarnir ox sparisjóðirnir
hafi viljað semja. En samninKa-
nefnd bankanna tclur sík bundna
af fyrirmælum frá stjórnvóldum,“
sagði Benedikt E. Guðhjartsson.
formaður StarfsmannafélaKs
Landsbankans á hlaðamannafundi
SÍB í K*r. -Því er erfitt að spá um
niðurstöður þessarar deilu. en
stjórnvóld hafa haft slsem áhrif á
Kanj{ mála.“
Frá 1977 hafa verið í gildi lög um
Ungmennin í París:
Kröfðust
pólitísks
hælis fyrir
450 manns
FRÖNSKU unxmennin úr
hópnum OP 20, sem tóku
íslenzka sendiráðið í París í
síðustu viku sojíðust vera
fulltrúar 450 manna hóps
andstæðinga herskvldulajja í
Frakklandi og kröfðust póli-
tísks hælis fyrir allan hópinn.
Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu frá dómsmála-
ráðuneytinu í I tilkynn-
inKunni er vísað til þessarar
aðjterðar frönsku unjrmenn-
anna og sagt „að það jfeti haft
ófyrirsjáanlegar afleiðinj{ar ef
látið er undan þrýstingi
ofbeldisaðgerða".
Hörður Helgason ráðuneyt-
isstjóri í utanríkisráðuneytinu
tjáði Mbl. í gærkvöldi að
lögregluvörður væri nú dag og
nótt um sendiráð Islands í
París. Hann sagði að félagar
úr hópnum OP 20 hefðu ekki
aftur komið í sendiráðið. Hins
vegar hefði borizt bréf frá
hópnum, þar sem deilt væri á
íslenzk yfirvöld fyrir meðferð
þeirra á Gervasoni-málinu.
kjarasamninga starfsmanna banka í
eijpi ríkisins og urðu einkabankarn-
ir, Verzlunarbankinn, Iðnaðarbank-
inn, Samvinnubankinn og Alþýðu-
bankinn, svo og sparisjóðirnir aðilar
að þessum samningi. „Við lögðum
áherzlu á að frestunartími sátta-
semjara yrði nýttur til fullnustu til
þess að freista þess að ná samning-
um, þar sem við töldum sáttatillögu
versta kostinn,“ sagði Sveinn Sveins-
son, formaður samninganefndar
Sambands íslenzkra bankamanna.
Á blaðamannafundinum kom
fram, að bankarnir hafa undanfarið
verið með sérfræðinga í því verkefni
að semja frumvarp til laga um
kjaradeilu bankamanna og bank-
anna. Samkvæmt því, sem banka-
menn hafa komizt næst, er frumvarp
þetta um bann við verkfallinu og að
kjaradeilan verði sett í gerðardóm.
Töldu þeir líklegt, að þess yrði síðan
farið á leit við Tómas Árnason,
bankamálaráðherra, að hann flytti
frumvarpið á Alþingi. „Slík laga-
breyting leysir engin mál, því að
bankamenn munu grípa fyrsta tæki-
færi til þess að taka málið upp að
nýju,“ sögðu þeir félagar.
Þá sögðu bankamennirnir að einn-
ig væri í gerjun hugmynd um að
breyta lögum um afsögn víxla. Lög
um kjarasamning bankamanna
kveða aðeins á um undanþágur er
varða greiðslu á kröfum bankanna
erlendis og landsins. Hins vegar
vakna ýmis vandamál er varða
afgreiðslu víxla og eins er varða
gengisskráningu Seðlabankans í
verkfalli. Spurningum er t.d. ósvar-
að, hvort erlendar kröfur eigi að
reiknast á gengi bankans við upphaf
eða endi verkfalls.
Efnt til samskota meðal stuðningsmanna Gervasonis á göngum Arnarhvols í gær, þegar ljóst var að
hópurinn myndi dvelja næturlangt í sendiráðinu. Ljósm. Mbl. Emilía
Nær 30 stuðningsmenn Gervasonis:
Ætluðu að dvelja í
ráðuneytinu í nótt
NÆR 30 stuðningsmenn Frakkans Gervasonis höfðust enn við í biðsal
dómsmálaráðuneytisins og á göngum stjórnarráðsins í Arnarhvoli
þegar Morgunblaðið frétti síðast hjá lögreglunni í gærkvöldi og hafði
hópurinn búið sig undir að dvelja þarna í nótt. Þessi seta hópsins er til
að leggja áherslu á þá kröfu að Gervasoni verði ekki vísað úr landi
heldur verði honum veitt hæli hér sem pólitískum flóttamanni.
Hópur ungmenna, 40—50
manns, mættu í dómsmálaráðu-
neytið klukkan 9.30 í gærmorgun.
Var hópur fólks þar allan daginn,
flestir um fimmleytið, líklega nær
100 manns. Hópurinn hafði ákveð-
ið að hlýða ekki skipunum um að
yfirgefa staðinn ef til þess kæmi,
heldur láta lögregluna bera sig út.
Yfirmenn dómsmálaráðuneytisins
tóku hins vegar þá ákvörðun í
samráði við lögregluna að leyfa
fólkinu að vera áfram og þegar
það var ljóst fór hópurinn að búa
sig til næturdvalar. Efnt var til
samskota fyrir vistum og áformað
var að sækja kaffivélar o.fl.
Lögreglumenn voru á vakt í
dómsmálaráðuneytinu í nótt og
víðar í húsinu og enn fleiri
lögreglumenn voru á verði í lög-
reglubílum nálægt Arnarhvoli.
Ekki liggur ljóst fyrir hve lengi
hópurinn ætlar að verða í ráðu-
neytinu en samkvæmt upplýsing-
um Mbl. voru gerðar ráðstafanir
til þess að nýr hópur stuðnings-
manna Gervasonis leysi hinn af
hólmi strax í morgun.
Fjallað var um mál Gervasonis
á fundi ríkisstjórnarinnar í gær
og ennfremur gengu Ásmundur
Stefánsson forseti ASÍ og Björn
„Hógvær skoðanamun-
ur í ríkisstjórninni“
— segir dómsmálaráðherra
„MÁLIÐ var rætt almennt og ekki gerðar neinar ályktanir um það, og
ég tel, að hógvær skoðanamunur sé um málið innan rikisstjórnarinn-
ar,“ sagði Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra í samtali við
Morgunblaðið í gærkvoldi, er hann var spurður um umræður um
Gervasoni-málið á rfkisstjórnarfundi f gærmorgun.
„Menn telja þetta fyrst og
fremst mál dómsmálaráðuneytis-
ins, sem það er,“ sagði Friðjón
ennfremur. Dómsmálaráðherra
sagðist lítið vilja segja um atburði
gærdagsins, er hópur fólks settist
upp í ráðuneytinu, og kvaðst hann
ekki telja neina ástæðu til að tjá
sig neitt sérstaklega um það mál.
Þá kvaðst Friðjón hafa rætt við
forseta ASÍ á fundi hjá forsætis-
ráðherra, þar sem þeir hefðu gert
grein fyrir samþykkt Alþýðusam-
bandsþings um málið. Ráðherra
sagðist hafa fullan skilning á því
að þeir kæmu samþykktum síns
fjölmenna þings á framfæri, „en
þær eru nú margar samþykktirnar
sem gerðar eru á svona þingum, og
stundum finnst sumum lítið eftir
þeim farið. Eg nefni sem dæmi
bunaðarþing, kirkjuþing og fiski-
þing,“ sagði ráðherrann að lokum,
„allar þessar viðræður hafa farið
fram í vinsemd og það er allt í lagi
að ræða við hvern sem er um þetta
mál, ef það er gert af sæmilegri
hógværð.“
Guðrún Helgadóttir sagði í sam-
tali við blaðamann Morgunblaðs-
ins í gær, að hún teldi sig ekki til
stuðningsmanna ríkisstjórnarinn-
ar ef Gervasoni yrði vísað úr landi.
Guðrún var þá spurð hvort hún
myndi ekki styðja ríkisstjórnina í
neinu máli, og svaraði hún: „Nei,
að sjálfsögðu ekki, ég er ekki
stuðningsmaður ríkisstjórnarinn-
ar eftir þetta.“ — Ekki einu sinni
til „góðra mála“ eins og stundum
Friöjúón Þórðnraon Gnórún Helgndóttir
dómHmilaráðherra •|W'i«to~«ur
er sagt? „Ja, þú veist hvernig
þingið fungerar, það skiptist ekki
alltaf nákvæmlega. En ríkisstjórn-
in byggir á ákveðinni tölu stuðn-
ingsmanna, og þeim fækkar þá um
einn. „Þú myndir styðja vantraust
á ríkisstjórnina? „Já, að sjálf-
sögðu." — Þú myndir ef til vill
flytja slíka tillögu sjálf? „Ég hef
nú ekki hugsað svo langt, því satt
best að segja treysti ég því, að
þetta mál verði leyst, ég trúi því
ekki, að það endi svona. Ég bendi á,
að ég, sem og aðrir þingmenn og
ríkisstjórnin, á eftir að fá rök
dómsmálaráðherra fyrir þessari
niðurstöðu. Við vitum ekki ennþá á
hverju þessi niðurstaða byggist.
Það er því ef til vill ekki ástæða til
að skerpa hnífana alveg strax, og
dómsmálaráðherra segir, að málið
sé enn í ráðuneytinu, og ég hef enn
von um skynsamlega lausn máls-
ins,“ sagði Guðrún að lokum.
„Styð vantraust á stjórnina“
— segir Guðrún Helgadóttir, verði Gervasoni sendur úr landi
Þórhallsson varaforseti á fund
Gunnars Thoroddsens forsætis-
ráðherra og Friðjóns Þórðarsonar
dómsmálaráðherra í gær til að
ítreka samþykktir ASI-þings um
að Gervasoni fengi að dvelja á
Islandi.
I fréttatilkynningu í gær frá
dómsmáláráðuneytinu er ítrekað
að Gervasoni hverfi úr landinu á
næstu 14 dögum. Segir þar að
ekkert bendi til þess að hann verði
framseldur til Frakklands frá
Danmörku, eins og stuðningsmenn
hans hafa sagt.
Sjá nánar uih Gervasoni-
málið á miðopnu
Ráðherranefnd
um búvöruverð
„MÁLIÐ varð ekki útrætt á
ríkisstjórnarfundinum i morgun.
en eins og svo oft hefur verið gert
áður var sérstakri ráðherranefnd
falið að athuga málið,“ sagði
Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð-
herra, er Mbl. spurði hann um
búvöruverðsmálið í gær. Pálmi
sagðist ekkert fleira viljk um
málið segja á þessu stigi.
I ráðherranefndinni eru auk
Pálma: Ragnar Arnalds, fjármála-
ráðherra, og Tómas Árnason,
viðskiptaráðherra. Mbl. spurði
Tómas Árnason um búvöruverðs-
málið í gærkvöldi, en hann kvaðst
ekki vilja segja nokkurn skapaðan
hlut um það.