Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980 Ofriður í aðsigi eftir Þór Whitehead Austurstræti 18, sími 25544, Skemmuvegi 36, Kóp., sími 73055. Ófrtður f aðcigi or fyrsta blndl rltverks- ins island I sfðari hsimsstyrfðid ettlr Þór Whltehead. Meglnefnl þess er samsklptl Islands vlð stórveldln á tfma- blllnu frá pvf Hltler komst tll valda f Þýskalandl (1933) og þangaó tll styrjöld braust út (1939). ÞJóðverJar gáfu okkur því nánarl gaum sem nær dró ófrlðnum, og valdsmenn þar sendu hlngaö elnn af gœðlngum sínum, SS-forlngJann dr. Gerlach, til að styrkja hér þýsk áhrlf. I Reykjavfk starfaði delld úr þýska nasístaftokknum, og var hennl stjórnaö frá Berlfn. íslenskum stjórnvöldum var IJóst, hvað var á seyði. en gátu Iftlð aöhafst, enda stóðu þau andspsenis kreppu og mark- aöshruni, sem Þjóöverjar reyndu aö notfœra sér Þau leituðu á náðlr stórvelda, sem voru þeim skapfelldari en Hitlers-Þýskaland, en róöurinn var þungur. Bókln, sem og rltverkló f heild, er byggö á tfu ára rannsóknum höfundar á heimildum, er varöa ísland, f mörgum Iðndum, bréfum, leyniskýrslum og vlð- töium vlö erlenl og íslenskt fólk, sem Þátt tók í atburðunum eða stóð nsarrl þeim. Mun margt af þvf sem bókin upplýslr sannarlega koma lesendum á óvart. Enn um hvíta stríðið Hendrik Ottósson: HVÍTA STRÍÐIÐ VEGAMÓT OG VOPNAGNÝR Skuggsjá 1980. í Hvíta stríðinu (1. útgáfa 1962) er einkum sagt frá þeim atburðum sem „breyttu á skömmum tíma friðsælu þorpi og hleyptu öllu í bál og brand", eins og Hendrik Ottós- son kemst að orði. Hvíta stríðið fór fram í nóvember 1921, einnig nefnt Ólafsmálið eða drengsmálið. Þetta mál hefur oft verið rifjað upp, en varla er til á því ítarlegri lýsing en bók Hendriks Ottósson- ar. Ólafur Friðriksson hafði með sér frá Moskvu rússneskan dreng, Nathan Friedmann, faðir hans hafði verið hengdur af hvítliðum. Gekk Ólafur drengnum í föður stað. Talið var að drengurinn væri haldinn augnsjúkdómi og ákveðið af íslenskum yfirvöldum að senda hann úr landi. A þetta vildu Ólafur og fylgismenn hans í verkalýðshreyfingunni ekki fall- ast. Töldu þeir að hér væru á ferð pólitískar ofsóknir. Ekki er þó líklegt að svo hafi verið í fyrstu, enda kemur það fram í bók Hendriks að Ólafur hefur að vanda verið óbilgjarn og gert málið pólitískara en efni stóðu til. Þegar Ólafur þrjóskaðist við að afhenda drenginn var boðið út herliði í Reykjavík „rúmlega 400 manns" og var liðið búið bareflum og byssum. Hendrik skrifar: „Þetta mun vera í fyrsta skiptið í sögu íslands, að innlend yfirvöld buðu út herliði til þess að berjast með vopnum gegn borgurum, og gefið í skyn að þeir myndu látnir sæta refsingum að landslögum, sem ekki hlýddu útboði." Lyktir málsins urðu að lögregl- an og liðssöfnuður hennar gerði áhlaup á hús Ólafs Friðrikssonar í Bðkmenntir eítir JÓHANN HJÁLMARSSON Suðurgötu, handtók marga menn og flutti Nathan Friedmann í Franska spítalann við Lindargötu. Hendrik Öttósson var handtekinn á heimili sínu á Vesturgötu og honum stungið í tugthúsið. Arangur þessara aðgerða gegn Ólafi Friðrikssyni og rússneska drengnum var efling róttækra afla meðal ungra jafnaðarmanna og þannig lagður grundvöllur að kommúnisma. í Lokaorðum getur Hendrik Ottósson sér þess til að Nathan Jóhann Sigurjónsson Ritsafn í þremur bindum í sumar voru liðin 100 ár frá fæðingu Jóhanns Sigurjónssonar. í tilefni af því gef- ur Mál og menning nú út nýtt og glæsilegt safn verka hans. Auk þeirra verka JÓhanns sem þegar eru kunn eru frumprentuð í þessu safni mörg Ijóð og bréf. Einnig er í safninu ný þýðing dr. Ólafs Halldórssonar á Lyga-Merði. Atli Rafn Kristinsson cand. mag. sá um útgáfuna. „Enginn sem les aðeins nokkrar línur rit- aðar af Jóhanni Sigurjónssyni mun villast á því að þar er snillingur að verki, mikið skáld, Ijóðrænn andi sem ekki er við jarðar-fjölina eina felldur, heldur lifir og andar jöfnum höndum í heimum hugmyndaflugs og ævin- týra.“ (Úr formála Gunnars Gunnarssonar.) Sérstakt tímabundið verð til félagsmanna MM Fram til 31. des. nk. verdur ritsafn Jóhanns Sigur- jónssonar selt félagsmönnum Máls og menn- ingar meö sérstökum afslætti á aöeins Gkr. 34.000. Eftir þann tima veröur félagsveröiö Gkr. 40.940. (Nýkr. 409,40). Almennt verö rit- safnsins er Gkr. 48.165. Athugiö aö tilboöiö gildir einungis fyrir félags- menn MM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.