Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980 19 Frá júníbyrjun hafa Rússar mátt veiða við Jan Mayen SAMKVÆMT reglugcrð, sem norska ríkisstjórnin gaf út 2. júni 1980 um vciðar útlendinga í (iskveiðilögsögunni umhverfis Jan Mayen, mega eftirtaldar þjóðir stunda veiðar innan lög- sögunnar i sama mæli og áður á öðrum fisktegundum en loðnu: íslendingar, Sovétmenn, aðildar- þjóðir Efnahagsbandalagsins. Færeyingar, Austur-Þj<)ðverjar, Pólverjar, Spánverjar og Portú- galir. Um Ioðnuna segir, að aðeins íslendingum sé heimil sókn i hana samkvæmt nánari ákvörðun. Morgunblaðið kannaði efni þess- arar norsku reglugerðar, eftir að frétt birtist um það í blaðinu fyrir nokkrum vikum, að sovésk skip væru að veiðum innan lögsögunnar við Jan Mayen og með þeim væri norska varðskipið Fram. Sam- kvæmt upplýsingum fréttaritara Mbl. í Osló voru sovésku skipin þrjú og stunduðu kolmunnaveiðar. Hafði skipherrann á Fram farið um borð í tvö þeirra og kannað veiðarfæri og annan búnað án þess að finna nokkuð athugavert. Þegar Morgunblaðið beindi þeirri fyrirspurn til norsku fiskimála- stjórnarinnar í Bergen á grundvelli hvaða reglna sovésku skipin veiddu innan Jan Mayen-lögsögunnar og norska landhelgisgæslan kannaði búnað þeirra, fékk blaðið það svar, 3. desember sl., að þessar athafnir byggðust á 1. og 5. grein ofan- nefndrar reglugerðar. Ástæða er til að geta þess, að því var þetta kannað svo rækilega af blaðinu, að málflutningur ýmissa íslenskra ráðamanna hefur gefið til kynna, að nú fyrst sé verið að ræða um veiðiheimildir Sovétmanna við / — i blööunum eru skrífaðar æsifréttir um unglingavandamál og aftur unglingavandamál, sem er í rauninni vandamál þeirra fullorðnu . . . — Tískuhönnuðir, plötusalar, útgefendur unglingatímarlta og eiturlyfjasalar, allir keppast þeir við aö sjúga af unglingunum peninga og gera þá að sérstæöum þjóðflokki. . . „Ásdís sá hvar Sævar fékk æöiskast, öskraði eins og Ijón á dauöastundu og reiddi hnefann til höggs. Hann skall í maga Gunnu og hún veinaöi. Ásdís stífnaði. — Stoppaöu æpti hún. —-^toppaðu, bún er ófrísk ..." __ — Ég veit þaö, sagöi Erla við son sinn og var klökk. — Ég get ekkert að því gert. Ég er róni og ræfill. Ég er alki. Ég er .djöfulsins alki... __ — Kíktu inn viö tækifæri, bauð Ásdís. — Viöskulum þá ræða þ'essi mál betur. Ég hef alltaf þörf fyrir samræðufélaga. Tónninn í orðum hennar var hlýr og tælandi. Bókin „Gegnum bernskumúrinn“ er skrifuð af unglingi um unglinga. Hún lýsir á spennandi hátt innbyrðis baráttu íslenskra ungmenna og átök- um þeirra við umhverfi sitt. — Gegnum bernsku- múrinn er bók sem á erindi til okkar allra. BÓKAÚTGÁFA * ÆSKUNNAR Jan Mayen — þær hafa verið í gildi síðan 2. júní sl. Veður víða um heim Akureyri -2 snjókoma Amsterdam 10 skýjaó Aþena 9 skýjaó Barcelona 11 heióskýrt Berlín 4 rigning Brussel 4 skýjað Chicago -1 skýjað Feneyjar 2 þokumóóa Færeyiar 8 hálfskýjaö Frankfurt 2 skýjað Genf 1 skýjað Helsinki -2 skýjaó Jerúsalem 6 snjókoma Jóhannesarb. 25 heiöskírt Kaupmannahöfn 6 rigning Las Palmas 18 mistur Lissibon 13 heióskírt London 12 skýjað Los Angeles 26 heiöskírt Madrid 10 heióskirt Majorka 14 hálfkýjað Malaga 16 skýjaó Miami 26 skýjaö Moskva -2 heiðskírt New York 6 heiðskírt Osló 1 snjókcma París 5 skýjað Reykjavík 1 skýjað Ríó de Janeiro 35 heiöskírt Rómaborg 7 skýjað San Fransisco 15 þoka Stokkhólmur 0 snjókoma Tel Aviv 13 rigning Tókýó 13 skýjað Vancouver 9 skýjaö Vínarborg 4 skýjað Þetta gerðist 12. desember 1574 — Murad III verður Tyrkja- soldán við lát Selim II. 1642 — Hollenzki sæfarinn Abel Tasman finnur Nýja Sjáland. 1677 — Her Svía sigrar Kristján V af Danmörku við Kassel, Þýzka- landi. 1742 — Her Frakka hörfar frá Prag og snýr til Frakklands. 1792 — Ludwig van Beethoven greiðir Josef Haydn rúmar 100 kr. fyrir fyrsta tónlistartíma sinn. 1804 — Spánverjar segja Bretum stríð á hendur. 1875 — Tyrkjasoldán heitir um- bótum sem uppreisnarmenn krefj- ast. 1876 — Ráðstefnan í Konstantín- ópel um deilumál Tyrkja og Rússa hefst. 1887 — Bretar, Austurríkismenn og ítalir semja um „óbreytt ástand" á Miðjarðarhafi. 1894 — Japanskt herlið gerir innrás í Kóreu. 1901 — Marconi sendir fyrstu þráðlausu merkin yfir Atlantshaf. 1920 — Herlögum lýst í Cork, írlandi. 1935 — Egypzkir þjóðernissinnar krefjast endurreisnar stjórnar- skrárinnar frá 1923. 1963 — Kenya verður lýðveldi í brezka samveldinu. 1969 — Grikkir segja sig úr Evrópuráðinu. 1971 — Fundur Nixons og Pompi- dou á Azor-eyjum. Afmæli. Gustave Flaubert, fransk- ur rithöfundur (1821—1880) — John Osborne, brezkt leikritaskáld (1929—) — Frank Sinatra, banda- rískur söngvari 1915—) — Edward G. Robinson, bandarískur leikari (1893-1973). Andlát. 1582 Hertoginn af Alva, leiðtogi og hermaður — 1849 M.I. Brunel, verkfræðingur — 1889 Robert Browning, skáld — 1939 Douglas Fairbanks eldri, leikari — 1977 Lafði Churchill. Innlent. 1711 f. Skúli Magnússon landfógeti — 1849 Björn Jónsson stofnar prentsmiðjufélag á Akur- eyri — 1860 Konungstilskipun og stofnun barnaskóla í Reykjavík — 1904 Fyrsta raflýsing á Islandi í Hafnarfirði — 1947 Björgunin við Látrabjarg — 1959 „Herjólfur" kemur til Vestmannaeyja — -1969 Samningur um norrænan iðnlána- sjóð undirritaður — 1884 f. Magn- ús Stefánsson (Örn Arnarson) — 1899 f. Einar Ól. Sveinsson. Orð dagsins. Það er ekki hægt annað en að sýna stundum yfirlæti eins og komið er fyrir þjóðfélaginu — W.M. Thackeray, enskur rithöf- undur (1811-1863).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.