Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 40
^Síminn á afgreiðslunni er 83033 JH«r0tinbIflbit> ■'Sími á ritstjórn og skrifstofu 10100 JHvrgunblnbib FOSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980 Ólafur Jóhannesson: Ráðherrar NATO í viðbragðsstöðu vegna Póllands MORGIJNBLAÐIÐ ra-ddi við Ólaf Jóhannrsson utanrikisráðhrrra á ráðhcrrafundi NATO í Hrussel 1 Ka'rkvoldi ok innti hann cftir KanKÍ mála á ráðstcfnunni varðandi þróunina í Póllandi. „Það var rætt um Pólland á lokuðum fundi í nefndinni," sagði Ólafur, „ok menn létu í Ijós von um að ekki kæmi til neinna árekstra, en gert er ráð fyrir því að fastafulltrú- arnir haldi áfram að kanna stöðuna og mögulegar breytingar og ef eitt- hvað skeður mun ráðherrafundur NATO kallaður strax saman." Að öðru leyti kvað Ólafur ekki fleira að segja um fundinn, hann kvaðst hafa hitt Muskie utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, en ekki átt neinar sérstakar viðræður við hann. Forstjóri Landhelgisgæzlunnar: 99 Þeir skammta bara og selja“ „SALAN á annarri Fokkcr-vél Landhclgisga'zlunnar rýrir stór- lega I.andhelgisga'zluna og þcssi ákvórðun cr ckki komin frá okkur. I>að hcfur hins vcgar lengi vcrið hugmynd hjá ýmsum aðilum i stjórnsýslunni að hjarga hag ríkisvaldsins mcð því að sclja cignir Landhclgisga‘ziunnar,“ sagði Pctur Sigurðsson forstjóri Landhclgisga-zlunnar í samtali við Mhl. í ga'rkvóldi þcgar hann var inntur álits á sölu TF-SYR til Flugleiða. „Ef eitthvað kemur fyrir TF- SYN þá er engin vél til þess að grípa inn í til jafns og öll ytri framkvæmd Landhelgisgæzlunnar hefur hvílt á þessum tveimur vélum. Hagsýslan hefur ekkert rætt við okkur um stöðuna eða þörfina, þeir bara skammta og selja." Þá sagði Pétur að 3 varðskip væru í gangi núna og þar af er eitt með kafaranámskeið um borð og taka þátt í því 6 menn. Félagar i Samhandi íslenzkra bankamanna fjölmenntu í Borgartúni i gær, er sáttafundur hófst með bankamönnum og bankastarfsmönnum. Röðuðu þcir sér í stiga hússins og utan dvra. þannig að samningamcnn urðu að ganga í milli þcirra inn á sáttafund. Hér kcmur formaður samningancfndar hankanna til sáttafundar. Björgvin Vilmundarson hankastjóri Landshanka íslands. — Ljósm. Mhl.: Kmilia Kjaradeila bankamanna: Samkomulag innan seilingar í nótt SKÖMMU fyrir miðnætti var allt útlit fyrir samkomulag i kjaradcilu hankanna og hankastarfsmanna og vantaði aðcins hcrzlumuninn að samkomulag væri í höfn. Náðst Framsóknarmenn vilja erlendar lántökur nið- ur fyrir 140 milljarða ÞINGFLOKKUR framsóknar- manna hcfur sctt það skilyrði fyrir því. að lánsfjáráa'tlun fyrir næsta ár verði lögð fram í nafni ríkis- stjórnarinnar. að crlcndum lántök- um á na-sta ári vcrði haldið innan við 140 milljarða. cn samkvæmt þeim drögum, scm ríkisstjórnin gckk frá áttu erlendu lántökurnar að vcra um 145 milljarðar króna. Er nú unnið að þvi að koma lánsfjáráa-tluninni i þetta horf, cn framsóknarmcnn hafa notað af- stöðu sína scm keyri á samstarfsað- ilana i ríkisstjórn til að hcrða á undirhúningi cfnahagsaðgcrða rík- isstjórnarinnar. Ilafa því þcssa vikuna verið haldnir daglcgir fund- ir um þær. Framsóknarmenn halda fram frumvarpi, sem nefnd undir forystu Guðmundar G. Þórarinssonar og Halldórs Asgrímssonar samdi í haust og framsóknarmenn hafa í tvígang lagt fram í ríkisstjórninni síðan án þess að efni þess hlyti náð fyrir augum Alþýðubandalagsins. í viðræðum síðustu daga telja fram- sóknarmenn sig hins vegar hafc orðið vara við vilja samstarfsaðil anna til að koma til móts við sjónarmið þeirra og í trausti á hann hafa þeir fallizt á að lánsfjáráætlun- in verði lögð fram. Sá meginmunur er þó á sjónar- miðum framsóknarmanna og al- þýðubandalagsmanna, að framsókn- armenn vilja „raunhæfa niðurtaln- ingu“ með ákveðnum mörkum á verðlagshækkanir og skattalækkun- um á móti vísitöluskerðingum af þeirra völdum. Alþýðubandalags- menn vilja hins vegar að um áramót verði sett á „algjör verðstöðvun", en síðan veiti ríkisstjórnin og sam- starfsnefnd stjórnarsinna undan- þágur frá henni. hafði samkomulag um 7 atrlði af félagslcgu atriðunum 9, scm hanka- starfsmcnn gcrðu kröfur um auk 3ja próscntanna. scm aðilar höfðu rætt um að greiða sem ígildi yfirvinnutíma i janúarmánuði na'stkomandi. Dcilan um launalið- inn stóð þó cnn óbreytt frá því cr upp úr slitnaði i fyrradag. bank- arnir buðu 10 yfirvinnustundir og 'k% i orlofsálag. cn hankamcnn kröfðust 15 stunda og 'Æ-próscnts- ins. Samkvæmt upplýsingum Mbl. munu þau 2 atriði, scm eftir voru að mcstu hafa verið frágcngin. aðeins var cftir að fínpússa orðalag þcirra. Þau tvö atriði, sem óafgreidd voru fjalla um staðgengilsmál og atriði um skipulagsbreytingar. Þó töldu bankamenn, að samþykki þessara atriða væru háð því, að samninga- nefnd bankanna samþykkti 15 yfir- vinnustundir. Þau 7 atriði, sem samkomulag hafði náðst um, fjalla um afleysingar, skipulagsbreyt- ingar, lífeyrissjóðamál, líftrygg- ingamál, fræðslumál, mál er varða aðra starfsmenn bankanna en eiga beina aðild að SÍB. Búizt var við því, að sparisjóðirnir myndu afgreiða lífeyrismálin með bókun um að verðtrygging lífeyris yrði athuguð á samningstímanum. Bankamenn telja kröfuna um 3% þannig vaxna, að ekki sé unnt að gefa eftir á henni. Hins vegar, þegar atriðin 9 eru frá, er ljóst að aðeins skilja 5 yfirvinnustundir í milli aðila. Verði staðan þannig og allt stendur fast, má gera ráð fyrir, að sáttanefnd skerist í leikinn, svo sem hún hefur oft áður gert, þegar svo mjótt er á munum og segi, að yfirvinnustundirnar skuli verða \2'h. Ljóst var af stöðunni í gærkveldi, að báðir aðilar töldu sig hafa teygt sig eins og þeim er frekast kostur til samkomulags, og samningamenn töldu allar líkur á að samkomulag væri í nánd. Ef samkomulag næst, munu bankamenn aflýsa verkfalli þegar í stað. Tölvustýrð sneiðmyndataka: Tillaga á Alþingi um kaup á CT-tæki til Landspítala Flutningsmaður Þorvaldur Garðar Kristjánsson ÞORVALDUR Garðar Krist- jánsson hefur lagt fram á Al- þingi hreytingartillögu við fjár- lagafrumvarp, þcss efnis, að Landspítalinn fái 600 milljónir króna til kaupa á svokölluðu CT-tæki (computerised tomo- graphy). Þctta tæki, sem notað er tií „tölvustýrðrar sneið- myndatöku“, hcfur valdið gjör- hyltingu í sjúkdómsgreiningu og íarið sigurför um allan hcim. cn fsland cr cina landið i V-Evrópu sem ckki hcfur yfir þcssari nýju tækni að ráða. Beiðni um kaup á alhliða CT-tæki (whole-body scan) hefur verið sett fram af röntgendeild Landspítala og stjórnarnefnd allar götur síðan 1976. Með þessu tæki má fá skýra mynd af viðkomandi líkamshluta, sem rannsaka á, án uppskurðar, og greina réttar sjúkdóma á byrj- unarstigi, sem er mjög mikil- vægt til að koma réttri meðferð við í tæka tíð, ekki sízt í krabbameinstilfellum, en um 600 ný krabbameinstilfelli munu greind hér árlega. Þær sérgrein- ar sem mest not hafa af þessari rannsóknartækni eru: tauga- sjúkdómafræði, krabbameins- greining og meðferð, öldrunar* lækningar og kvensjúkdómar (gynaecologi).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.