Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980 AEG Fyrirlestur um eðli laga NÆSTI fundur félags áhuga- manna um heimspeki verður hald- inn sunnudaginn 14. desember 1980 kl. 14.30 í Lðgbergi. Dr. Milner Ball, bandarískur sendi- kennari við lagadeild Háskólans, mun setja fram kenningu sína um sðli laga, og að því loknu mun Garðar Gíslason borgardómari ?agnrýna kenninguna. Efni fundarins verður flutt á jnsku. Sl<apa íbtin manninn? Það er nú kannske heldur mikið sagt. Hins vegar breyta Terra fötin honum verulega. Terra fötin eru í tískusniðum. Þau fást með eða án vestis og ef óskað er, fóðruðum buxum. Stærðirnar eru 50 og ef engin þeirra passar, saumum við fötin sérstaklega. H SNORRABRAUT 56 - SÍMI 13505 Grímur Thorarensen Hellu — Kveðjuorð Mig setti hljóðan þegar á öldum ljósvakans barst sú harmafregn, að góðkunningi minn Grímur Thorarensen kaupfélagsstjóri á Hellu væri látinn. Það var svo erfitt að trúa því. Hann sem ávallt ljómaði af lífsþrótti og gleði væri nú allur. Grímur var fæddur á höfuðból- inu Kirkjubæ á Rangárvöllum, þar bjó afi hans Grímur og faðir hans Bogi Thorarensen hrepp- stjóri og kona hans Steinunn, þau hjón voru systkinabörn. Bogi hreppstjóri, faðir Gríms, var skör- ungur í sjón og raun. Hann var jafnan sjálfkjörinn fundarstjóri á stórum mannfundum sökum skör- ungsskapar og réttsýni. Geta má þess að Grímur var bróðursonur Egils Thorarensen (jarlsins af Sigtúnum), eins stórbrotnasta héraðshöfðingja vorra tíma. Thor- arensenarnir hafa löngum sett svip á Rangárþing. Skúli Thorar- ensen læknir sat höfuðbólið Móeiðarhvol í Hvolhreppi fyrir rúmum 150 árum og niðjar hans hafa setið þá jörð þar til fyrir fáum árum, þeir bræður Þorsteinn og Grímur, synir Skúla læknis, sátu sitt höfuðbólið hvor, Móeið- arhvol og Kirkjubæ. Frá Kirkjubæ er fagurt útsýni til allra átta. Það má segja að þar sé hátt til lofts og vítt til veggja. Meginhluti hins fagra Rangárþings blasir við sjón- um manna og stór hluti Arnes- AEG þvottavélarnar hafa 7 mismunandi hitastig, 8 mismunandi löng þvotta- kerfi, m.a.: stillanlegan vinduhraða, forþvottakerfi og viðurkennt ullar- þvottakerfi. Einnig er hcegtþegar við á, að stilla á hálfa vél af þvotti. AEG tauþurrkarinn hefur tvö hitastig og kaldan blástur fyrir viðkvceman þvott. BRÆÐURNIR ORMSSON % Lágmúla 9, Simi 38820. Þórarinn Hjálmars- son fv. vatnsveitu- stjóri — Minningarorð AEG heimilistcekin eru þekkt fyrir gceði og góða endingu. Komið og skoðið nýrri og fullkomnari vélar. Fæddur 7. febrúar 1907. Dáinn 2. desember 1980. Þórarinn var fæddur að Húsa- baki Suður-Þingeyjarsýslu 7. dag febrúar 1907, sonur hjónanna Kristrúnar Snorradóttur og Hjálmars Kristjánssonar. Ungur að árum fluttist Þórarinn með foreldrum sínum að Engidal vest- an Siglufjarðar en hingað til bæjarins fluttist fjölskyldan árið 1927 og hefur Þórarinn dvalið hér síðan. Árið 1931 kvæntist Þórarinn Arnfríði Kristinsdóttur og áttu þau einn son, Ásmund Óskar, sem kvæntur er og búsettur í Garði Gerðum. Árið 1942 var Þórarinn ráðinn vatnsveitustjóri hér í bæ og gegndi því starfi þar til fyrir fáum árum að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Okkar kynni urðu fyrst árið 1948 í júnímánuði að ég vann hjá vatnsveitunni við að grafa skurð frá Dælustöðinni á firðinum og upp Skardalsengið, þegar verið var að leggja þá vatnsveitu, sem hefur dugað bænum fram á þenn- an dag. Frá þessum tíma hafa leiðir okkar Þórarins legið saman, mismikið, í gegnum árin í félags- málum. Einn er sá þáttur í lífi Þórarins, sem ekki má gleymast, það er leiklistarstarfsemin. Þau eru ófá hlutverkin sem Þórarinn lék í fyrir Stúkuna Framsókn og Leik- félag Siglufjarðar, áhorfendum til óblandinnar ánægju. Ég tel að leiklistin hafi Þórarni verið í blóð borin, enda tilfinningamaður og túlkaði því þau hlutverk, sem hann tók að sér, af næmni og smekkvísi. Öll þau ár sem ég þekkti Þórar- in var hann virkur félagi í Stúk- unni Framsókn, sem starfaði hér af miklum þrótti um mörg ár. Þórarinn missti konu sína árið 1976 eftir langan sjúkdóm. Það vakti athygli þeirra sem til þekktu sú nærgætni og umhyggja sem hann sýndi konu sinni þau ár er hún var sjúklingur. Ekki verður skilist við þessi orð án þess að getið verði um hugðar- efni, sem honum var svo hugstætt, kindurnar, þessir ferfætlingar, sem áttu hug hans. Þórarinn átti kindur öll þau ár er hann var hér þar til á liðnu hausti, að undan- teknum tveimur árum, sem sauð- laust var hér í Siglufirði og grennd, vegna sjúkdóms í fénu. Eitt var það í fari Þórarins sem laðaði fólk að honum, það voru frásagnarhæfileikar hans og kímnigáfa, ásamt hagmælsku, en Þórarinn var vel hagmæltur. Það fylgdi Þórarni hressandi andblær og manni leið vel í návist hans. Ekki var Þórarni kvillasamt um ævina en fyrir um ári síðan bar á þeim sjúkdómi, sem leiddi til okkare» 367 \enð 77 AUCLYSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.