Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980 29 sýslu. í þessu umhverfi lifði Grím- ur öll sín uppvaxtarár, eða þar til hann flutti að Helluvaði og Hellu og þar starfaði hann til dauðadags við vaxandi traust og vinsældir. Hann var nú að reisa nýtt ibúðar- hús á jörð sinni Helluvaði. Þar átti að búa og njóta þess fagra útsýnis yfir Rangárþing til hafs og heiða. Rangárþingi unni hann heils- hugar. Þar vildi hann vera og starfa héraðinu og fólkinu sem þar býr til heilla. Það er erfitt að verða að trúa því, að við samherjar og sýslungar hans eigum ekki eftir að hitta þennan glaða og hjartahlýja drengskaparmann. Við hjónin sendum frú Helgu og börnum þeirra samúðarkveðjur. Þau hafa misst mikið. Þeir sem mikið eignast hafa líka mikið að missa. Þessi orð eiga við nú þegar Grímur Thorarensen er kvaddur hinztu kveðju. Lárus Ag. Gíslason. skapadægurs hans. Þórarinn hef- ur verið nú í tæpt ár á sjúkrahúsi í Reykjavík og hér í Siglufirði og hefur sýnt frábæra stillingu og æðruleysi. Þórarinn kvartaði ekki þennan tíma sem hann lá rúm- fastur, þvert á móti; maður fór hressari í huga af hans fundi, léttleikinn og glaðværðin voru alltaf yfirsterkari öðrum málefn- um. Ég álít að ég hafi kynnst Þórarni bezt nú á liðnu sumri er ég heimsótti hann að sjúkrabeði. Þann lærdóm sem ég fékk við þessar heimsóknir mun ég geyma mér í minni með þakklátum hug. Þar sá ég hvað er að sýna æðruleysi í raun. Þórarinn fæddist er sól fór hækkandi, með vaxandi birtu og eftir nokkra daga gengur í garð ljóssins hátíð með hækkandi sól. Þannig vil ég minnast hans, enda var ávallt bjart í kringum hann. Útför Þórarins var gerð frá Siglu- fjarðarkirkju þriðjudaginn 9. des. Aðstandendum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Ég bið Þórarni guðs blessunar í ferðina sem bíður okkar allra. Bið ég guð að vera hjá vini mínum og vernda á nýjum ævibrautum." Siglufirði í des. 1980, ólafur Jóhannsson. Eruhúsgögn FJÖLBREYTT ÚRVAL Símar: 86080 og 86244 ar Húsgögn Ármúli 8 Munið betri fötin Kjólar, skyrtur og bindi. Mussur og vesti og m.fl. Hermannabuxur, samfest- ingar, bolir, í dag föstudag og laugardag. OOMBIFÖT í IJKVALI LAUGAVEGI 47 SÍM117575 6.153

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.