Tíminn - 09.07.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.07.1965, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 9. júlí 1965 2 ísienzkar NTB—Lundúnum. Ronald Hlggs, einn hinna margumtöluðu breiku lestar- ræningja, sem frömdu póstrán ið i Bretlandi í ágúst í hitteð fyrra, slapp í dag úr Wanfs- worth-fangelsinu í suðurhluta Lundúna ásamt þrem öðrum föngum. Flóttinn var geysilega vel undirbúinn og skipulagður og minnti helzt á hinn sögu- lega flótta Charles Wilsons frá Birmingham-fangelsinu í ágúst í fyrra. Wilson var einn af að- almönnum hins djarfa ráns og hafði verið dæmdur í 30 ára fangelsi eins og Higgs. Wilson gengur enn laus. NTB-Brussel. Föstu fulltrúar Frakklands hjá Efnahagsbandalagi Evrópu sögðu í dag, að fundur ráð- herranefndar bandalagsins, sem ráðgerður er 13. júlí næst kom andi verði haldinn, Þrátt fyrir aðrar aðgerðir Frakka til þess að lama störf bandalagsins. NTB-Saigon. Heil herdeild stjórnar Suður- Vietnam féll í dag í gagnsókn Vietcong-skæruliða, eða meira en 100 menn, auk fjögurra bandarískra ráðgjafa, sem íneð herdeildinni voru. Bardagi þessi átti sér stað um 60 km norð-vestur af Saigon. NTB-Stokkhólmi. í dag var kveðinn upp dóm ur í Linköbing yfir 17 ára göml um dreng, sem var fundinn sekur um að hafa drepið lög reglumann í marz s. 1. Hlaut drengurinn ströngustu refsingu sem sænsk refsilög heimila fyrir brot ungmenna, 10 ára óskilorðsbundið fangelsi og hef ur aldrei fyrr í Svíþjóð verið kveðinn upp svo strangur dóm ur yfir ungling. NTB-París. U Thant, framkvæmdastjóri S. þ. sagði í dag, að innan nokkurra daga yrði lögð frám áætlun yfir þær tilslakanir, sem hann teldi nauðsynlegt skilyrði til þess að friðsamlcg lausn á deilunni í Víetnam. NTB-Berlín. — Giuseppe Saragat, forseti Ítalíu, er nú í opinberri heimsókn í Vestur- Þýzkalandi og kom í dag til Vestur-Berlínar. í ræðu, sem hann hélt við Freie Uniwersitet í borginni sagði hann, að þýzka þjóðin ætti rétt á sameiningu lands síns og undirstrikaði, að friðurinn í heiminúm væri ekki tryggður fyrr cn friðsamleg og lýðræðisleg lausn væri fundin á þessu máli. NTB-Varsjá. — Grezegerz Korczynski, herforingi, var í dag skipaður varaforsætisráð- herra Póllands. Hann er 51 árs að aldri og gat sér frægðarorð í síðasta stríði sem foringi skæruliðasveitar. NTB-Washington, 8. júlí. Johnson Bandaríkjaforseti | féllst í daq á lausnarbeiðni j Maxwells Taylors, hershöfð- i ingja, sem verið hefur sendi-J herra Bandaríkjanna í S-Víetj nam. í hans stað hefur verið skipaður sendiherra Henry Fella ber niður toll á hljóðfærum Aðalfundur Sambands ísl. lúðra sveita, var haldinn í Reykjavík 20. júní s. 1. Mættir voru fulltrúar frá 14 lúðrasveitum, en alls eru 16 sveitir í sambandinu. í skýrslu stjórnarinnar kom meðal annars fram, að sambandið hefur nú keypt sér nótnaritvél og hyggst hefja útgáfu nótna fyrir sambandsfélög sín. SÍL gengst fyrir landsmóti lúðra sveita á þriggja ára fresti. ítrek- aði fundurinn fyrri samþykktir um að stefna að því að næsta lands mót verði á Selfossi vorið 1966. Ákveðið var að efna til sam- keppni og verðlauna fyrir íslenzk göngulög og stjórn SÍL falið að auglýsa þá samkeppni, er dóm- nefnd hefur vérið Sklpuð og öðr- um undirbúningi hefur verið lok- ið. Þá var ákveðið að sambandið gangist fyrir námskeiði fyrir stjórnendur lúðrasveita og aðra áhugamenn um lúðrasveitarstarf- semi. Á fundinum fóru fram miklar og fjörugar umræður um margvís leg málefni lúðrasveitanna, ekki hvað sízt um fjármál þeirra og um þau efni meðal annars samþ. áskorun um niðurfellingu tolla á hljóðfærum fyrir lúðrasveitirnar. Þessir menn voru kosnir í stjórn Sambands íslenzkra lúðra- sveita fyrir næsta starfsár:'Hall- dór Einarsson formaður, Karl Guð jónsson ritari, Eiríkur Jóhannes- son gjaldkeri, en til vara: Stíg Herlufsen, Ólafur Guðmundsson og Þórir Sigurbjörnsson. Tæpir 400 farþegar BÞG—Reykjavík, fimmtudag. Rekstur hinar nýju og glæsilegu Fokker Friendship-flugvélar Flug félags íslands thefur gengið ein staklega vel, að því er Tíminn hef ur fregnað. Eru þess dæmi, að hún hafi flutt samtals 360—380 far- þega á einum degi. Segja forráðamenn félagsins, að og fullkomlega hafi tekizt að halda vélin hafi reynzt frábærlega vel réttum áætlunartímum Cabot Lodge, sem gegndi þeirri stöðu áður. Johnson hefur beðið Robert McNamara, varnarmálaráðíherra að fara með Lodge til Saigon og Maxwell Taylor eiga viðræður við Taylor, stjórn- ina í S-Víetnam og yfirmann bandarísku hersveitanna þar. f tilkynningu forsetans um sendi herraskiptin segir, að Lodge taki við störfum um miðjan ágúst, svo fremi, að öldungadeild Bandaríkja þings fallist á skipun hans. Samtímis voru birt opinberlega bréfaskipti milli Johnsons og Tayl ors út af skiptum þessum. í bréfi Taylors segir, að hann hafi á sínum tíma fallizt á að taka að sér sendiherrastöðuna gegn því að verða leystur frá henni eftir eins árs starf. Nú er það ár liðið og þess vegna bið ég um lausn, segir Taylor í bréfinu. í bréfi Johnsons segir, að hann fallist á lausnarbeiðnina, en harmi jafnframt, að Taylor sjái sér ekki fært að gegna henni leng ur. Ber hann fram þakkir til Taylors fyrir frábært starf hans í þágu Bandaríkjanna og friðarins í heiminum. NTB-Moskvu. Mikil kvikmyndahátið er nú haldin í Moskvu og eru þar aðeins sýndar stuttar myndir. Meðal sýningar- mynda eru tvær íslenzkar, önnur um Surtsey og hin er „Fjarst við eilífðar útsæ“. Lýsir sú mynd íslandi á ljóð rænan hátt hinni miklu nátt úrufegurð þess. Segir í Tass- frétt, að myndin sé sterk og vel unnin. Á sýningunni eru einnig myndir frá hinum Norður- landanna, en úrslit um beztu myndir hafa enn ekki bor- izt. J ÚTSVARSSKRA HUSA VÍKUR ER KOMIN ÚT ÞJ—Húsavík, fimmtudag. Jafnað hefur verið niður útsvöo- um'á Húsaviír ÚísvÖr" greiða 531 einstaklihgur og 20 félög samtals kr. 8.330.000. Útsvör eru lögð á samkvæmt Iögum nr. 51/1964 og samkvæm: breytingum, sem gerð ar eru á þeim lögum í maí 1965. Útsvör fyrra árs, er voru að fullu greidd fyrir árslok 1964, voru dregin frá álagningatekjum, áður en útsvar var lagt á. Sjó- mannafrádráttur var allur veittur til frádráttar, nema kr. 350 á skráða viku hjá þeim, sem skráðir voru lengur en sex mánuði. I fyrra var ekki veittur neinn auka- frádráttur af . útsvari sjómanna. Frádráttur vegna tekna eiginkonu Var töun'dinn við kr. 15 þúsund sem hámark. Vikið var frá ákvæð um skattalaga um tapsfrádrætii milli ára. Undanþegnar álagningu voru þessar bætur: elli- og örorku lífeyrir, sjúkrabætur, sjúkradag- peningar og ekkjubætur. Hjá ein- staka gjaldendum var tekið tillit til sjúkrakostnaðar, skertrar greiðslugeiu vegna slysa og dauðs falla og menntunarkostnaður ung linga, eldri en 16 ára. Að lokum voru öll útsvör hækkuð um 15% og er þá áætlaðri útsvarsupphæð náð, auk 9.3% vegna vanhalda. Hæstu útsvör einstaklinga greiða: Daníel Daníelsson, læknir kr. 172. 700, Pétur Stefánsson skipstjóri 133.700, Kristbjörn Árnason skip- stjóri kr. 83.400, Jóhann Skafta- son sýslumaður kr. 70.200. Hæstu útsvör félaga greiða útgerðarfé- lagið Barðinn h.f. kr. 296.600, Fiskiðjusamlag Húsavíkur h.f. kr. 266.600. Aðstöðugjald var lagt á 90 gjaldendur samtals kr. 2.272 milljónir. Hæstu aðstöðugjöld greiða Kaupfélag Þingeyinga kr. 941.200. Fiskiðjusamlag Húsavík- ur h.f kr. 300.200, Askja h.f. kr. 90.600. og iWi Styrkur til 'ithiifunda Meffntamálaráð hefur fal ið Rithöfundasambandi ís lands að úthluta á þessu ári ári kr. 20.000,00 til styrktar rithöfundum, sem dvelja fjarri heimilum sínum við ritstörf. Umsóknir sendist skrif- stofu Rithöfundasambands- ins, Klapparstíg 26, Reykja vík, fyrir 16 júlí n k 1 Dagana 28.—30. júni s.l. boðaði fræðslumálastjóri til fundar með skólastjórum mið-. gagnfræða- og héraðsskólanna i landinu. Var fundurinn haldinm í Skógaskóla. Fast að þrjátíu skólastjórar sátu fundinn, en auk þeirra fræðslu- málastjóri, námsstjórairnir Guð- mundur Arnlaugsson og Óskar Halldórs-son, o-g Bjarni Vilhjálms- son, fyrrv. formaður landsiprófs-j nefndar. Aðalverkefni fundarins var móð urmálskennsla og stærð- og eðlis-j fræðikennsla eldri deildum gagn- fræðastigsins og prófkröfur i þess um greinum við gagnfræðapróf. Fluttu námsstjórarnir ítarleg og gagnmerk erindi hvor í sinni grein þai sem þeir m.a. gerðu grein fyrir könnunarprófum, sem þeir i.óku saman og lögð voru fyr- ir allar gagnfræðadeildir seint í apríl s.l Lýstu námsstjórarnir nið urstöðu úrvinnslu. er þeir höfðu gert á oróflausnum nemenda Kom strax í ljós við þessa fyrstu rannsókn námsstjóranna á kunn- áttu og getu nemenda í þvi sem annars hefur verið kennt. að brýn nauðsyn er á rækilegri endurskoð- un nánjsefnisins og um leið kennsluháttum og fyrirkomulagi prófa. Fram fóru ítarlegar umræður eftir erindi námsstjóranna. Lýstu skólastjórarnir yfir einróma ánægju sinni, að ráðnir hefðu ver ið námsstjórar á gagnfræðastig- inu í þessum tveim höfuðnáms- greinum og óskuðu eftir fram- haldandi og frekari rannsóknum á námsefni og starfsháttum skól- anna. Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri í Skógum flutti erindi frá náms- og kynnisför sinni í Bandaríkjun- um s. 1. vetur Dró skólastjórinn upp skemmtilegar og íhugunar- verðar myndir frá skólamálum þar vestra. Fræðslumálastjóri, Helgi Elías- son, minnti á og ræddi um hin ýmsu námsskeið, sem fyrirhuguð eru fyrir kennara á þessu ári. M. a. efnir fræðslumálastjórnin til náms Framham a I4 sií'k. Tvö héraösmót ^ramsóknar- manna Siain um aðra heigi ^alasvsla: Framsóknarmenn i Dalasýslu Héraðsmót Franisóknarmanna i efna til héraðsmóta að Tjarnar Rangárvallasýslu verður haldið að lundi í Saurbæ laugardaginn 17. | Hvoli laugardaginn 17. júlí og júlí, og hefst bað ' i.^Uan 21. hefst það klukkan 21 Fjölbreytt dagskrá verðu.r á báðuin þessum héraðsmótum og verð ur hún auglýst i blaðinu næstu daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.