Tíminn - 09.07.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.07.1965, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 9. júlí 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Kristján Beneóiktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinssss: (áb), Ar.drés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug. lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskrif'targjald kr. 90.00 Q man. innanla'.lds — í lausasöhi kr. 5.00 eint. — Prencsmiðjan EDDA h.f. Slæddi eigin tundurdufl Daginn eftir að ríkisstjórnin hafði neyðzt til þess að hopa úr seinasta ofsköttunarvíginu og hverfa frá síldar- Si.attmum, iét Eysteinn Jónsson, nýkominn austan af landi, svo um mælt í viðtali við Tímann, að stjórnin hefði verið neydd til að slæða sín eigin „tundurdufl“. Því, sem gerðist, verður varia betur lýst en með þessum orð- um. Allir glöddust yfir lausn deilunnar, og ekki síður hmu, að stjórnin hafði orðið að hopa úr einum ofsköttun- aráfanga sínum. Samt er ekki öllum áhyggjum af mönn- um létt því að menn vita varla upp á hverju stjórnin tekur næst, og það er ekki víst, að ætíð verði unnt að láta hana slæða með sama hætti upp aftur sín eigin „tundurdufk'. Eitt slíkt „tundurdufl“ er t.d. bráðabirgða- lögin um stöðvun skólabygginga. Það liggur enn á sigl- mgaleið og þessi „tur.durdufl“ stjórnarinnar frá síð- ari árum liggja því miður enn víða til skaða. Ríkisstjórn, sem gat orðið á annað eins glapræði og síldarskattstilskipunin, er trúandi til hvers, sem vera ska'. Þess vegna vex kvíði manna. Skýringin skjalfest í stjórnarskránni segir, að brýna nauðsyn verði að bera Til, svo að heimil sé útgáfa bráðabirgðalaga. Jafn- framt verður ríkisstjórnin að hafa öruggan þingmeiri- hluta samþvkkan lagasetningunni áður en hún gefur bráðabirgðalögin út. Það hefur margoft verið bent á það hér í blaðinu, að meirihluti þings studdi ekki ákvæði bráðabirgðalaganna, sbr. opinberar yfirlýsingar þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er, að enga brýna nauðsyn bar til útgáfu bráðabirgðalaganna. Þau voru hin mestu óþurftarlög, sem ollu milljónatjóni, stöðvuðu bjargræðisveg þjóðarinnar, og honum varð ekki komið af stað að nýju fyrr en íallið hafði verið frá bráðabirgða- lögunum. Bráðabirgðalögin voru sett áður en saltsíldar- verð hafði verið ákveðið, og því ekkert vitað um nauð- syn verðjöfnunar, hvað þá „brýna nauðsyn“. Nú segja stjórnarblöðin, að tilgangi bráðabirgðalaganna hafi verið náð. Þeim tilgangi var, eftir því sem bezt verður skilið, náð með þvi að fella þau úr gildi! Málið er því orðið all- flókið í máiflutningi stjórnarblaðanna. En það er samt ofur einfalt Hér var á ferðinni hin illræmda ofskött- unarsíefna. Það skal nú sannað með stuttri tilvitnun. í júní-hefti tímarits Framkvæmdabankans er birtur fyrirlestur eftir Gylfa Þ Gíslason, viðskiptamálaráðherra, um „íslenzk verðbólguvandamál“. Þar segir hann, að mikil tekjuaukning hjá sjómönnum og útgerðarmönnum sé eir. af meginástæðurium fyrir verðbólguþróuninni á Islanci, og narmar það mjög, að ekki skuli hafa tekizt að diaga úi tekjuaukningu þessara stétta, þegar vel hefur árað Með bráðabirgðalögunum átti að reyna þetta ug leggja nýjan skatt á þessar stéttir — en það mistókst Og um þetta atriði segir Gylfi Þ. Gíslason í harmatón: hafa bvi aldrei reynzt vera skilyrði til þess aS draga úr tekjuaukningu útgerðarmanna og sjómanna, þegar vel hefur árað, eða fil hins að setja hömlur á fjárfestingu * sjávarútveginum." Þurfa menn frekari vitna við? X í p.'l y ? ? r*11 Norræna samvinnusam bandið og kaffikaup Brasilíu Ársfundi NAF — Norræna samvinnusambandsins er ný- lokið í Reykjavík. Starfsemi og v*iðskipti sambandsins Færast sífellt í aukana. Á síð- asta ári varð veltan yfir þrjá milljarða ísl. kr. Aðalstöðvar NAF eru í Kaupmannahöfn, og hér á myndinni fyrir ofan sést hús þess við Vesterbro- gade í Kaupmannahöfn. NAF hefur einnig skrifstofur í Lundúnum, San Fransisco, Santos í Brasilíu, Valencia á Spán'i og opnar senn skrif- stofu í Buenos Aires. Á myndinni hér til hliðar sjást tvær brasilískar konur hreinsa kaffiávexti með hinni ævafornu aðferð landsmanna. Þær láta goluna blása hism'i og blöðum brott. Þær kasta uppskerunni upp í loftið, og hinar þungu baunir falla aft- ur niður í hringnetið. Brasilía er mesta kaffiræktarland heimsins, og kaffi var fyrsta varan, sem NAF keypti sam- íiginlega fyrir samvinnufélög- in á Norðurlöndum, og er enn stærstí vöruflokkurinn. Á s.l. ári voru fluttir til Norð urlanda á vegum samtakanna 665 sekkir af kaffi eða 40 milljónir kg. Santos í Brasiíu er ein mesta viðskiptaborg þar í landi, og hún er mesta kaffi- jtflutningsborg heimsins. Þar kaupir NAF kaffið og er tal- inn stærsti kaupandi kaffis í Evrópu. Skýskafar eru marg- ir í borginni en einnig gömul hús og lág á millí þeirra. Hér sést dráttarvél aka skraut- vagni um götur. Það er aug- fýsing fyrir iandbúnaðarvélar. psa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.