Tíminn - 09.07.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.07.1965, Blaðsíða 12
VÉLATVISTUR NÝKOMNAR ÞRJÁR GERÐIR AF VÉLATVIST. HAGSTÆTT VERÐ GÍSLI JÓNSSON & CO. SKÚLAGÖTU 26 — SÍMI 11740. KM 32 BRRUfl Hrærivélin • 400 W. MOTOR — 2 SKALAI • VERÐ INNAJN VIÐ 4000 KR. • ÚRVAl AUKATÆKJA JAFNAJN FYRIRLIGGJANDl • BRAUN HRÆRTVÉLIN FÆS1 I RAFTÆKJA VERZLUNUM I REYKJAVlK OG VtÐA UM LAND BRAUN UMBOÐIÐ RAFTÆKJAVERZLUN ISLANDS H/F REYKJAVIK SÉRLEYFISLEIÐ LAUS TIL UMSÓKNAR SérleyfisleiSin Stykkíshólmur—Búðardalur er laus fil umsóknar. Umsóknir, með upplýsingum um bifreiðakost umsækjanda skulu sendar UmferSarmáladeild Pósts og síma, Klapparstíg 25, fyrir 1. ágúst 1965. Reykjavík 7. júlí 1965. ERUM FLUTTIR í Bolholt 6 (hús Belgjagerðarinnar). PRENTVERK HF, sími 19443. KEFLAVK TilboS óskast í geymsluhús á horni Víkurbrautar og Bryggjuvegar, til niðurrifs og brottflutnings. Tilboð sendist skrifstofu minni fyrir 12. júlí n.k. BÆJARSTJÓRINN. SIGLUFJARÐARFLUG FLUGSÝNAR HÓFUM STAÐSETT 4 SÆTA FLUGVÉL Á SIGLUFIRÐ! \ i,, ' , r», ,, ' FARÞEGAFLUG VARAH LUTAFLUG SJÚKRAFLUG Gestur Fanndal, kaupmaður SIGLUFIRÐI TÍMINN FÖSTUDAGUR 9. júlí 1965 FRÆÐSLUMÁL ----- Framhald af 9. siðu ar miklar kröfur, verða þeir að hafa kennarapróf, hafa kennt í 5 ár og loks þurfa þeir að hafa lokið embættis- prófi í sálar- og uppeldisfræði við Hafnarháskóla og geta þeir þá valið um hvort þeir vilja taka cand. psychpróf eða mag. art. próf. Mag. artprófið er þó hentara þeim, sem ætla sér að leggja aðaláherzluna á vís- indalegar tilraunir í almennu sálfræðinni, cand psychprófið er hagnýtara, fyrir þá sem ætla sér að starfa á hinum ýmsu sviðum sálfræðinnar í daglegu lífi. ' Skólasálfræðingurinn vinn- ur þannig fyrst og fremst með kennurum, en hann þarf einn- ig oft að leita samvinnu við lækna, framfærzluráðgjafa, auk forstöðumanna stofnana, sem veita viðtöku vandræðabörn um, sem engin leið er að hemja í skólum. Frá sjónarmiði sálfræðinnar er þó hælisvist allra síðasta þraut lendingin, því að það eru óhagganlegar staðreyndir að heimili má vera meira en lítið gallað, ef það á ekki að vera betra en fjölmennt hæli þar sem starfsfólkið reynir að -------- skipta mannkærleika sín- um milli alltof margra barna, oft með þeim árangri, að börnunum finnst ástúðin, sem þeim er veitt, minna óþægilega mikið á gerfikærleika, þótt þaii fari vitanlega allt öðrum orðum um þetta mál. Ekki er ýlcja langt síðan, að öllum hugsandi mönnum varð ljóst, hversu miklu máli skipti að vekja ekki og því síður að rjúfa sambandið milli foreldra og barna. Áður fyrr var það i jafnvel talið harla gott.j7*ð ' í senda b’örn á heimavistarskála’ i ;? REYKJAVÍK — SKEIÐ — HREPPAR Framvegis verða fjórar ferðir \ viku: FRÁ REYKJAVÍK. Þriðjudaga, fimmtudaga föstudaga og laugardaga. TIL REYKJAVÍKUR: Þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga. Hafið samband við afgreiðslu okkar, Bifreiðastöð Lslands, sími 18911. LANDLEIÐIR H F . Sími 20-7-20 Til sölu: Rúmgóð og falleg 4ra herbergja íbúðarhæð í Hlíðahverfinu. fbúðarherbergi kjallara fylgir. BORGUNARSKILMÁLAR ERU GÓÐIR. FASTE IGNASALAN HÚS&EIGNIR BANKASTRÆTI6 Sfmar: 18828 — 16637 Heimasímar 22790 og 40863. Waskápar Læstir járnskápar með fataslá og hillu nýkomnir. Hentugir fyrir verkstæði og ýmiss konar fyrir- tæki. Nánari upplýsingar hjá umboðinu. GÍSLi JÓNSSON & Co, Skúlagötu 26, sími 1-17-40. þótt þess væri strangt tekið ekki þörf, var þetta í anda þeirrar stefnu, sem mesta ■ áherzlu lagði á þekkingu og taldi öllu borgið ef hægt væri að raða álitlegum bunka þekk- ingarmola í huga barnanna. ÞÝZK LÖND þeirri röð er hugrekki systkin- anna Scholl, stúdenta við Miin- chenarháskóla, sem mót- mæltu í ræðu og riti 1943 ofbeidisstjórn Hitlers, þótt þau vissu, að með þvi höfðu þau fyrirgert lífi sínu. Þau voru samstundis skotin. Samsæris- mennirnir, sem stóðu að hinu misheppnaða banatilræði við Hitler 20. júlí 1944, voru skotn- ir þegar í stað. „Aðeins með ósigri Þýzkalands getum við af- plánað þá ægilegu glæpi, sem við höfum framið gegn Evrópu og öllum heiminum," sagði hinn gagnmerki guðfræðingur og vísindamaður D. Bonhöffer árið 1944. Að svo mæltu sat hann í þrælkunarbúðunum í Flossenbfugg og var myrtur þar ásamt fleiri þýzkum and- spyrnuhreyfingarmönnum í apr íl 1945. Eftir styrjaldarlokin lentu margir helztu stórþýzku draummennirnir, sem ekki náðu að kaupa sér farmiða aðra leiðina til S-Ameríku, Spánar, Egyptalands eða S-Afríku, í nazistaaflúsun þýzka þjóðareldsins, sem sigur- vegararnir hófu með fjölda- handtökum og langvarandi rétt arhöldum strax 1945. Mikill fjöldi endaði í gálganum eða á bak við „sænsku gluggatjöld“ fangelsanna. En margir voru þeir nazistasinnuðu, sem á öng- þveitistímum ársins 1945 hag- ræddu aðeins persónuskilrikj-1 um sínum, fluttu í annan lands I hluta undir nýju nafni og gerð ust góðir. gegnir þýzkir smá- borgarar. sem síðar urðu kristi- legir demókratar, aiþýðuflokks I menn eða kommúnistar, allt eftir efnum og ástæðum. Morð- ákærurnar á hendur hundruð eða þúsundum Þjóðverja fyrir tífalt, hundraðfalt eða tugþús- undfalt yfirlagt morð á varn- arlausu fólki, virðast engan enda ætla að taka. Ákærðir eru karlmenn og konur úr öllum -stéttum: Góðborgaralegir próf- essorar, embættismenn, lækn- ar, lögfræðingar eða duglegir slátrarar. sölumenn, verka- ihenn, bændur, kennarar, sjó- menn. hermenn og hjúkrunar- konur, morðingjarnir lifa sem góðir ærukærir borgarar um gjörvallt Þýzkaland eftir ‘45. Almenningsálitið í Vestur- Þýzkalandi hefur að undan- förnu snúizt mjög gegn áfram- haldandi réttarhöldum yfir morðingjum þessum og vill helzt láta allt kyrrt liggja 20 árum eftir Styrjaldarlok, af ótta við að morðmál þessi skaði aðeins og flekki nafn v-þýzka sambandslýðveldisins í augum umheimsins. í Frankfurt am Main bíða nokkrir helztu Aus- chwitz-böðlarnir dóms þessa dagana eftir ein lengstu réttar- höld, sem þýzk réttarsaga þekk ir. Fjöldamorðinginn prófessor Werner Heyde bjó árum sam- an í bezta yfirlæti i Flensborg, undir fölsku nafni, með fölsk skilríki. Margir Flensborgarbú- ar vissu, að á bak við dulnefn- ið dr. Sawade, leyndist enginn annar en einn af aðalmönn^um euthanasýherferðarinnar svo- nefndu frá árunum 1939—1943 Euthanasý eða „náðardeyðing“ á „ónytjungsfólki" eins og tauga- og geðveikisjúklingum, aflóga gamalmennum, fávitum og illa særðum hermönnum var engin ný bóla í Þýzkalandi. Öldum saman höfðu þýzkir hugsuðir og læknar rætt og rit- að um réttmæti deyðingar fólks, sem „ekki væri þess vert að lifa.“ Mótmælandafrömuður inn Martin Luther mælti ein- dregið með því árið 1541, að 12 ára unglingi yrði drekkt, en barnið vgr vangefið. Að dómi Luthers var það ekki annað en „sálarlaust hold, um- skiptingur, sem djöfullinn kynni að hafa skapað!“ Það var þó ekki fyrr en á valda- tímum nazista, sem hafizt var handa. Nazistarnir vildu gjarn an losna við öll óþarfa átvögl og andlega vanskapninga á þýzka aríska þjóðarstofninum. Hjálpfúsar hendur skorti ekki. Talið er, að um 70.000 manns hafi orðið euthanasý-morð- öldunni að bráð. — Þegar loks var ljóstrað upp um glæpa- manninn „dr. Sawade" árið 1959, var það eingöngu vegna þess að einn af samstarfsmönn um hans fannst hann hafa verið órétti beittur af hálfu euthana- sý-prófessorsins og Heyde var fangelsaður. Áður en réttar- höldin yfir honum og helztu kumpánum hans, sem smá sam- an höfðu verið að koma í leit- irnar, skyldu hefjast í Lim- burg í janúar 1964, hafði Heyde tekizt að ráða sig af dögum í fangelsinu, Friedrich Tillmann, annar af aðalmönn- um euthanasý-morðanna framdi sömuleiðis sjálfsmorð í tæka tíð, en hinn þriðji, dr. Gerhard Bohne keypti sér far- miða til S-Ameríku. — HALLDOR KRISTINSSON eullsmflto — SímJ 16979

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.