Tíminn - 09.07.1965, Side 8

Tíminn - 09.07.1965, Side 8
r 8 FOSTUDAGUR 9. júlí 1965 Nýtt stórhýsl í Austur-Berlín. . . offen die Fenster des Himmels Und freigelassen der Nacht- geist. Der Himmelstiirmende der hat unser Land Beschwatzet mit Sprachen viel unbandingen und Den Söhutt gewalzet bis diese Stunde.“ Hölderlin (19. öld) Hinn 9. maí 1945 voru ör- lög hnis Stór-þýzka ríkis inn- sigluð með undirritun yfirlýs- ingarinnar um algjöra og skil- yrðislausa uppgjöf hinnar þrek uðu, áður svo stórreymnu þýzku þjóðar. Tvisvar sinnum gafst Þriðja ríkið opinberlega upp og undirritaði þar að lúr andi skjöl: Hinn 7. mai 1945 í Reims, Frakklandi, og tveim dögum síðar í Berlín, 9. maí hefur síðan verið talinn úr- slitadagurinn i rúmlega livnm og hálfs árs blóðugri baráttu lýðræðisríkjanna og kommún istaveldis Rússa við' skrímsli nazismans. „Þýzka þjóðin er ekki verð hæfileika rninna," eitthvað á þessa leið fórust foringjanum, Adolf Hitler, orð, skömmu áður en hann stakk skammbyssu- hlaupinu upp í munninn og hleypti af markvissu skoti í sinn sjúka heila. Það var hinn 30. april 1945, kl. hálf-fjögui síðdegis. Dönitz, yfirsjóliðsfor ingi, var skipaður eftirmaður hans og myndaði nýja stjórn fimm dögum síðar, hinn 23. mai leystu Bandamenn þá stjórn frá völdum og hnepptu alla ráðherra hennar í fangelsi. Þessa maí-daga 1945 var þýzka þjóðin að fullu hrokkin upp frá sínum ljúfustu draum- sýnum, að þýzk stjórnsemi, þýzkar skipulagsgáfur, þýzk tækni og þýzkur hugsunarhátt- ur skyldi leysa fálm annars flokks þjóðanna ekki-þýzku endanlega af hólmi. Draumur Þriðja ríkisins var, að mann- heimurinn skyldi verða þýzk- mótaður í hvívetna, þ. e. kom- ast á æðra stig undir beinni þýzkri stjórn. Framar öllu skyldi gjöreyðileggja og upp- ræta kommúnismann, þó af þýzkum uppruna væri, fyrst i Rússlandi, og síðar um víða veröld. Nákvæmar áætlanir lágu tilbúnar í skúffum rík- isráðuneytisins í Berlín um stöðu hinna mörgu sigruðu þjóða innan Þriðja ríkisins að þýzkum fullnaðarsigri unnum: Slavnesku þjóðirnar skyldu verða vinnulýður hinnar arísku herraþjóðar og þeim haldið menningarlega niðri á svipuðu stigi og títt var um ánauðuga rússneska bændur fyrr á öld- um. Tóbak og brennivín skyldu þessar þjóðir fá eins og þær lysti, sömuleiðis beztu læknis; aðstoð við fóstureyðingar. í hinu hernumda Póljandi, Balk anlöndunum og í Úkraníu var þessi áætlun þegar komin í framkvæmd. Hverju smáatriði þessa Stóra dóms var fylgt út í þýzkar æsar: Sem ósnertan- legur undirlýður mátti fólk af slavnesku þjóðerni ekki ganga sömu megin á gang- stéttinni og arískir Þjóðverjar, ekki gera innkaup í sömu verzl unum, ekki búa undir sama þaki, ekki feröast með sömu járnbrautarvögnum, ekki sækja æðri skóla. Sýnin frá 1939, þar sem Þýzkalandi var ætlað að ná frá Norður-Noregi suður til Mið- jarðarhafs og frá Hollands- ströndum austur að Volgubökk um, hafði 1945 leystst upp í reyknum og rykinu frá þýzk- um borgum, sem jafnað hafði verið við jörðu í loftárásum Bandamanna. 13. og 14. febrú- ar 1945 var Dresden, ein feg- ursta borg Þýzkalands og um leið Evrópu, lögð í rústir eftir stórkostlegar loftárásir Eng- lendinga. Heila viku brann þessi borg, sem hafði að geyma mörg fegurstu barokk bygging- ar-listaverk Þýzkalands, en hafði ekki meiri hernaðarlega þýðingu en eitthvert smáþorp í Svartaskógi. Borgin var fleyti full af þýzku flóttafólki, auk þess voru nokkur þúsund brezkra stríðsfanga þar í haldi, talið er, að um 130—150.000 aianns hafi farizt þessa tvo ár- ásardaga. Örlög Dresdenar eru öllum Þjóðverjum enn minnis- stæð og víti til varnaðar um skuggahliðar styrjaldar, jafn- vei minnisstæðari en rústir Hamborgar. Essens og Kölnar. Útreiðina sem Rotterdam, Var- sjá og London fengu, muna flestir Þjóðverjar ekki lengur jafn glögglega. Hið sama ríki, sem afði krafizt svo hárri raustu aukins þýzks olnbogarýmis á kostnað nágrannalanda sinna, á kostn- að undirþjóðanna eins og þær hétu opinberlega á há-þýzkri tungu Þriðja rikisins, hið stór- mennskubrjálaða Stór-þýzka ríki Hitlers og félaga hans lá í dauðateygjunum í maímán- uði 1945: 600.000 þýzkir þegn- ar höfðu farizt i loftárásum Bandamanna, sem lagt höfðu allar stærri borgir Þýzkalands að meira eða minna leyti í rústir og eyðilagt nær 5 millj- ónir íbúða, 2400 brýr höfðu ver- ið sprengdar í loft upp ásamt öllum helztu járnbrautarstöðv- um og umferðaæðum landsins, svo umferð um landið var hin- um mestu erfiðleikum bundin Um 45 milljónir bóka og verð mætra skjala höfðu brunnið til ösku í þýzkum skjala- og bóka- söfnum. 4.2 milljónir þýzkra hermanna lágu i valnum á víg- völlunum, rúml. 1.5 milljón þýzkra hermanna höfðu verið drepnir á leiðinni frá austur- héruðunum til Vestur-Þýzka- lands. í hóp þeirra 7 milljóna heimilislausra þýzkra borgar- búa sem þrengdu sér inn á bændaheimili víðs vegar um landið vestanvert, og annarra 7 milljóna erlendra þrælkunar- fanga, sem leystir höfðu verið úr haldi, og þýzkra stríðsfanga Bandamanna, bættust um 5 milljónir þýzkra ijlóttamanna, sem í febrúarmánuði 1945 flúðu í kjölfar þýzkra herja, er und- anhaldið hófst við stöðuga gagnsókn Rússa á Austurvíg- stöðvunum, 6 eða 7 milljónir Þjóðverja, sem Pólverjar, Tékk ar, Júgóslavar, Ungverjar og Rússar gerðu landræka eftir styrjaldarlokin, bættust svo síð ar smám saman í hópinn í Vestur-Þýzkalandi. „Wir wussten von diesen Dingen“ (Við vissum af þessu), sagði Theodor Heuss, fyrsti forseti þýzka sambandslýðveld- isins, og einn ágætasti sonur þýzku þjóðarinnar bæði fyrr og síðar. Þessi orð lét hann falla við eina af hinum árlegu minn- ingarathöfnum í Bergen-Belsen í N-Þýzkalandi. Auk þrælkun- arbúðanna fyrir hundruð þús- unda pólítískra fanga í Berg- en-Belsen. Ravensbriick, Sach- senhausen, Dora-Mittelbau, Buchenwald, Neuengamme, Gross-Rosen, Flosenbriigg, Stuffhof. og Dachau í Þýzka- landi sjálfu, voru helztu út- rýmingabúðirnar austur í Pól- landi: Auschwitz, Treblinka, Belzec, Madjanik, Kulmhof, So- bior. Þarna var fram á síðasta dag og síðustu stundu unnið látlaust að því að myrða fang- ana eða allt þar til Bandamenn tóku þessar borgir. Um 6 millj- ónir Gyðinga. Pólverja. Rússa og pólitískra fanga af mörgum þjóðernum höfðu verið myrtar í gösunar-búðum nazistanna, þegar yfir lauk. Sá hluti fang- anna, sem SS og handlangarar þeirra náðu ekki að myrða í tæka tíð. var safnað saman í stórar skemmur og hlöður þús- undum saman og skotnir til bana, benzíni var hellt yfir -ík- in og kveikt í líkkestunum. Það urðu einnig endalok Fjöldaaftaka SS í Póllandi. I \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.