Tíminn - 09.07.1965, Blaðsíða 9
9
FÖSTUDAGUR 9. júlí 1965
TÍMINN
Ólafur Gunnarsson:
Rannsóknir í þágu
fræðslumála a
flestra útrýmingabúðanna, að
þær voru að fyrirskipan Hein-
richs Himmlers sprengdar í
loft upp, áður en Rússar eða
Bandaríkjamenn náðu þeim á
sitt vald.Fyrir stríð bjuggu nær
3 milljónir Gyðinga í Þýzkal.
í dag eru það um 40 þúsundir.
Þeir, sem ' ekki voru myrtir,
með vilja og vitund mjög mik-
ils hluta þýzku þjóðarinnar,
höfðu flúið land og setzt að
í Randaríkjunum, Englandi,
Svisslandi eða í Palestínu. Vest
ur-Þýzkal. hefur greitt bæði
einstökum Gyðingum og ísra-
elsríki í svonefndar skaðabæt-
ur um 300—400 milljarða ísl.
kr. á síðast liðnum áratug.
Ringulreiðin í Þýzkalandi
fyrstu eftirstríðsárin var ólýs-
anleg: Matvæla- og notkunar-
vöruskortur á öllum sviðum,
húsnæðisskortur, sem gerði það
nauðsynlegt, að 8—10 manns
bjuggu oft á tíðum saman í
einu herbergi, fjölskyldur voru
tvístraðar, sjúkdómar herjuðu,
öll innanlandsstjórn var í mol-
um. Verksmiðjur þungaiðnað-
arins t. d. í Ruhr voru að %
í rústum, en þær verksmiðjur,
sem Rússar fundu heilar fyrir
á sínu hemámssvæði, létu þeir
þýzka þrælkunarfanga rífa og
fluttu til Rússlands sem hluta
af skaðabótaframlagi Þýzka-
lands til Sovétríkjanna. Allt
atvinnulíf í landinu lá svo að
segja niðri, framleiðsla neyzlu-
vamings á íbúa var aðeins 10
—15 af hundraði af því sem
hún hafði verið fyrir stríð.
Hið Stór-þýzka ríki var hlut-
að sundur í 6 hluta: Austur-
riki var strax skilið frá, Rúss-
ar hirtu Austur-Prússland, Pól-
verjar fengu öll þau hémð, aust
an fljótanna Oder og Neisse,
sem áður höfðu verið byggð
Þjóðverjum, en hinu eiginlega
Þýzkalandi var skipt í rúss-
neskt og fransk-engilsaxneskt
hemámssvæði. Rússar hlutu
samkvæmt Jalta-samkomulag-
inu lang stærsta hluta lands-
ins sem hemámssvæði, en það
náði yfir Magdeburg, Branden-
burg, hluta af Pommern, Sax-
land og Turingen og samsvar
ar því svæði, sem hið rauða
austur-þýzka lýðræðislýðveldi
Ulbrichts nær yfir í dag. Her-
námssvæði Breta, Frakka og
Bandaríkjamanna náði yfir þá
hluta, sem urðu Þýzka Sam-
bandslýðveldið (DBR) eða Vest
ur-Þýzkaland Adenauers, árið
1949. 1965 situr enn allt við
þann sama keip á pappírn-
um, þar sem enn er ekki búið
að ganga frá friðarsamningum
og endanlegum landamærum
við DBR (Þýzka sambandslýð-
veldið) og DDR (Þýzka lýðræð-
islýðveldið). Algjört fullveldi
hefur hvorugt þessara nýju
þýzku ríkja fengið enn þann
dag í dag, þar sem Bandaríkja-
menn áskildu sér þann rétt að
grípa í taumana í innanríkis-
málum V-Þýzkalands til stuðn-
ings stjórninni, ef til stjórn-
arbyltingar kæmi, og Rússar
gerðu hið sama að skilyrði, er
þeir héldu hinu kommúnistíska
lýðræðislýðveldi sínu undir
skím.
Hin tvískipta þýzka þjóð,
sem áður hafði svo einhuga og
dyggilega fylgt „dem Fiihrer"
Adolf Hitler að málum við að
traðka rétt annarra þjóða nið-
ur í svaðið með járnhælum
stríðsofbeldisins, við að myrða
6 milljónir Gyðinga og póli-
tískra fanga á vel skipulagðan,
djöfullegan hátt. við að clrepa
um 16 milljónir Rússa og nokki
ar milljónir hermanna af öðr-
um þjóðernum, drekkja pólsku
þjóðemi í pólsku blóði og ógn
aði nær gjörvallri Evrópu. —
Bflabraut í Svörtuskógum, nálægt
Baden-Baden.
þessi sama þjóð talar aðeins
20 árum síðar af hita um sjálfs-
ákvörðunarrétt þjóðanna (Les:
Þjóðverja), talar um hluta af
Póllandi og Rússlandi eins og
væru það enn hlutar hins Stór-
þýzka ríkis eins og það var
og hét, áður en það lagði upp
,í hina gersku, andkommúnist-
isku ævintýraför sína. Þjóðverj
ar virðast hvumsa við, er þeim
berast reikningarnir fyrir mis-
heppnaða stefnu sína frá ámn-
FYRRI GREIN
um 1939—1945, reikningar, sem
þeir ætluðu öðrum að greiða,
ef allt hefði farið eftir áætl-
un. Á öllum landabréfum, sem
gefin eru út í Vestur-Þýzka-
landi og notuð við kennslu í
vestur-þýzkum skólum, era að-
eins gömlu landamæri hins
Stór-þýzka ríkis sýnd. „Þýzka-
land þrískift! Nei, aldrei!" get-
ur að líta á spjöldum, sem
hengd eru upp á nokkrum stöð
um í hverri vestur-þýzkri borg.
Bergmálið lætur heldur ekki á
sér standa frá Moskvu og Pan-
kow (Borgarhluti í Austur-Ber-
lín, þar sem stjórn Ulbrichts
hefur aðsetur sitt): ..Vestur
býzkur hefndarþorsti. vestur-
þýzkir thernaðarsínnar, vestur-
þýzkir. heimsveldissinnaðir
kapitalistar!!“
Fram í apríllok 1945 höfðu
böðlar nazistanna nóg að gera
við að taka þýzka „landráða-
menn“ af lífi, þeir menn, sem
mótmælt böfðu glæparíki Hitl
ers í orði eða verki voru að |
visu aldrei margir en þeim fór |
vitanlega fjölgandi, eftir ví I
Sem augljósara varð að hverju £
stefndi í stríðslokin Einstakt i ?
■ rramnai
Einhverjir hugsa máske sem
svo, að það sé ekki nema léleg
fyndni, að almenningur
gleymi mjög fljótlega miklum
hluta þess sem kennt er í skól-
um. Svo er þó ekki. Fjölda-
rannsóknir, sem gerðar hafa
verið í Bandaríkjunum og Sví-
þjóð á síðari áram, sanna, að
tveimur áram eftir að fólk fer
úr skólum hafa 80—90 prósent
gleymt mest öllu, sem það átti
að kunna í bóklegum náms-
greinum, og í Svíþjóð vora
hvorki meira né minna en 20
prósent af nýliðum í hemum
ekki læsir í eiginlegri merk-
ingu þess orðs. Að vísu þekktu
velflestir stafina og gátu staut
að létt lestrarefni en um efni
þess vissu þeir sáralítið að lestr
inum loknum. f Danmörku var
gerð mjög athyglisverð tilraun
fyrir nokkrum árum, 8 þjóð-
kunnir háskólaborgarar, er
sumir höfðu auk emb. prófs.
bætt við sig dokorsgráðu, voru
látnir ganga undir miðskóla-
próf. Árangurinn var í sem
stytzu «náli sá, að þeir féllu
allir, en sá skársti, sem er próf
essor í lö'gum, hefði getað
skriðið inn í fyrsta bekk
menntaskóla með undanþágu.
Þegar þessar og fleiri rann-
sóknir eru athugaðar i fullri
alvöra munu flestir fara að
efast um hversu skynsamlegt
sé að haga kennslu barnaskól-
ahna eins og nú er gert óg
hvort ekki sé þar mikilla breyt
inga þörf.
En þetta var í raun og vera
útúrdúr frá hjálparskólunum.
Þegar sá tími nálgast, að
hjálparskólabarn fer að ljúka
skólanámi sínu, hefst það sem
mest á ríður, og það er að að-
stoða barnið eða unglinginn
hvað starfsval snertir. Þar eð
búið er að vitprófa barnið áður
og kennslu þess hefur verið
hagað í samræmi við hæfileik
ana. Koma þar einkum til
greina ýms líkamleg störf, sem
ekki krefjast iðnþekkingar, en
eru þó fullkomlega lífvænleg.
í því sambandi ber að geta
þess, að unglingi er engu síður
bjarnargreiði gerður ef hann
er settur í starf, sem krefst
meiri hæfileika en hann hefur,
en fávitanum, sem situr
í venjulegum skólabekk og
hlustar á frásagnir kennarans
um ættjarðarást og hetjulund
Jóns Sigurðssonar eða er lát-
inn stara sljóum augum á
svarta töflu, þar sem þríliða
eða jafnvel bygging hitamæla
kann að vera skýrð með ein-
hverjum algerlega óskiljanleg-
um tölum og strikum.
Eins og þið hafið þegar gert
ykkur ljóst leggur skólasálfræð -
in áherzlu á skiptingu nem-
enda eftir hæfileikum en ekki
þarf þó að vera um almennan
hæfileikaskort að ræða til þess
að setja þurfi börn í sérbekki
og kem ég þá að Árna sem
mundi sæmilega það sem hon
um vai sagt en vaj mest)
skussi i lestri Allir æstrar
kennarar kannast við greinda
nemandann. sem aldrei ætlar
að verða læs Börn sem bannis
er ástatt fyrir eru illa sett ínn
an um venjuleg böm, en út
af fyrir sig geta þau náð mikl-
um árangri. Hvað lestrarörð-
ugleikunum veldur er enn að
meátu leyti óráðin gáta þótt
tilgátumar séu margar og
fræðikenningamar flóknar.
Hafi einhver áhuga fyrir hinni
abstrakt fræðilegu hlið málsins
get ég bent á bók, sem heitir
Den konstitutionselle Dyslexi
eftir H.P. Skydsgaard prófess-
or. Hin líffræðilega orsök til
lestrarörðugleikanna er ófund-
in, en um hagnýtar aðferðir
til þess að bæta úr þeim vita
menn nú furðu mikið. Til þess
að geta gengið úr skugga um
hvort um sérstaka lestrargalla
en ekki greindarskort sé að
ræða þurfa menn að hafa hæfð
lestrarpróf, skal ég, til að koma
í veg fyrir allan misskilning
geta þess strax, að þau próf
eru ekki útbúin á neitt svip-
aðan hátt og venjuleg lestr-
arpróf, sem allir þekkja frá
landsprófum. Barnið er svo
prófað bæði með greindarprófi
og lestrarprófi og greindarvísi-
talan og lestrarvísitala bornar
saman. Ef allt er með felldu
eiga þessar tölur að fylgjast
nokkurnveginn að, en ef um
sérstaka lestrarörðugleika er
að ræða verður greindarvísital
an mun hærri en lestrarvísital-
an. Ekki er nóg að vita hversu
há lestrarvísitalan *er. heldur
verða menn éinnig að rann-
saka hvort lestrarörðugleikarn
ir virðast aðallega standa í sam
bandi við sjón eða heyrnar-
•skynjun, en eftir því verður
að haga kennslunni, um hvorn
gallann er að ræða.
í Kaupmannahöfn eru börn,
sem eiga erfitt með að læra að
lesa sett í sérstaka lestrar-
bekki og þeim kennt af kenn-
urum, sem hlotið hafa
sérmenntun i lestrarkennslu
og undir stjórn skólasálfræð-
inga. Gott. er fyrir þá, sem
fást við kennslu barna í lestr-
arbekkjum, að hafa kynnt sér
þann hluta almennu sálfræð-
innar, er fjallar um , skynjun
og nám. Merkustu rit. sem ég
þekki um þessi efni eru P
Fendrik: Visual Characteristics
of Poor Readers. Gates: The
Improvement of Reading. M
Monroe: Children who cannot
Read og Gray: Deficiencies in
Reading Ability. Á íslenzku get
ég bent á eina grein eftir Ras-
mus Jakobsen skólasálfræðing
og birtist hún í Heimili og
skóla 6. hefti 7. árgangs. Ekki
er það neitt áhlaupaverk að
setja sig inn í fagbókmenntir,
sem lúta að lestrarkennslu því
ótrúlega mikið hefur verið um
hana skrifað, enda er lestrar-
kunnáttan grundvöllur vel-
flestra annarra námsgreina. Ef
ég man rétt urðum við að lesa
eitthvað kringum 10.000 blað
síður í þeim greinum sem
töldust til skólasálfræðu ai
við Hafnarháskóla og ai þvi
mikla lesmáli fjallaði meiri
nlutinn um lestur og lestrar
órðugleika Vleðan ég dvaldi i
Kaupmannahöfn hóf ég rann
sóknir á lestri fullorðins fólks.
kom bá i ljós. að munurinn á
lestrarhæfni fólks með svipaða
menntun og álíka greind, var
meiri en nokkur maður hafði
látið sig dreyma um. Því mið-
ur vannst mér ekki tími til að
prófa nógu marga, en ef rann-
sóknir ættu að hafa fullkomið
vísindagildi, yrði að prófa
ákveðinn fjölda í ákveðnum
stéttum. Ég skal geta þess, að
hópur sá, sem ég prófaði var
mestmegnis háskólaborgarar,
en þó gafst mér kostur á að
prófa nokkra iðnaðarmenn.
Mesta lestrarhraða, sem ég hef
mælt hafði danskur sálfræðing
ur, en hinn minnsta bókbands-
jómfrú, ég geri þó ráð fyrir að
margir muni lesa hægara en
jómfrúin.
Þá var það Ásta, sem aldrei
gat haldið frið í tímum ekki má
sálfræðingurinn gleyma henni.
Gerum ráð fyrir að greindar-
vísitala hennar sé 120 og lestr-
arvísitalan 130. Þá er að
minnsta kosti alveg öruggt að
hún á hvorki heima í hjálpar-
eða lestrarbekk. En hvað get-
ur þá verið að? Þvi er oft
vandsvarað og stundum tekur
langan tíma að finna rétt svör
og bæta úr vandræðunum. Eitt
er víst, Ásta á ekki að sinni
heima í venjulegum bekk og
er hún þá sett í athugunar-
bekk. Rannsóknin beinist eink
um að heimilinu, stundum eru
orsakirnar auðfundnar þar, for
eldrarnir sitja máski aldrei á
sáttshöfði og er þá varla hægt
að búast við því, að barnið
þeirra haldi fullu jafnvægi. Oft
ast eru orsakirnar ekki svo
auðfundnar. Þá er gripið til
prófa, sem hafa sérstök áhrif
á tilfinningalíf fólks og oft
leiða þau orsakirnar i Ijós.
Hætt ei samt við, að eins
greind stúlka og Ásta geti
leynt orsökunum nema hún
geri sálfræðinginn að trúnað-
armanni strax við fyrstu sýn
eins og furðu oft kemur fyrir.
Vilji bæði hún og foreldrarn-
ir leyna hinni eiginlegu orsök
eða skilji hana ekki, verður að
tala bæði við foreldra og aðra
aðstandendur oftar en einu
sinni. og er þá ráðlegt að
spyrja húsfreyjuna um hugs-
anlega ættargalla i ætt manns-
ins hennar, og manninn um
sams konar galla i ætt húsfreyj
unnar Fyrr eða sfðar kemst
sálfræðingurinn að hinu sanna
og þá er strax auðveldara að
bæta úr vandræðunum. Kenn-
ari, sem kennir í athugunar
bekk þarf ekki að hafa mikla
faglega þekkingu. en hann
þarf að hafa sérstakt , lag á
vandræðum og má alís ekki
stíga inn í bekkinn i þeim til-
gangi að hann eigi að kenna
börnunum eitthvert ákveðið
námsefni. Kennsla er. hvað slík
börn snertir. algert aukaatriði,
rfærvera kennarans er skyldari
geðvernd en kennslu
I Danmörku. þar sem þessir
bekkir hafa starfað í mörg ár
við góðan orðstír er öllum
kennurum, sem kenna i þeim
gert að skyldu að heimsækja
foreldrana og reyna að komast
i sem vinsamlegast samband
við þá Til menntunar dön.sku
skólasálfræðinganna era gerð-
Framhald á 12. síðu