Tíminn - 09.07.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.07.1965, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 9. júlí 1965 TIMINN 11 15 bænarhreim. — Ég er sá „striker," sem á vakt í nótt, og ég verð að fá að hlúa að eldinum hjá ykkur. — Guð minn góður, þetta er aðeins „stroker" Jane. (Stroker þýðir kyndari, en maðurinn ruglaði saman orðum, og hafði notað annað, sem þýddi verkfallsmaður. Ath. þýðandi). — Farðu og hleyptu honum inn, skipaði Ethel. Honum hafði verið fyrir- gefið. — Geri ráð fyrir, að þið vitið það ekki, en við verðum að gæta að eldinum hjá ykkur allar nætur. Nei, við vissum það sannarlega ekki, að þessar vélar þyrftu svona nákvæms eftirlits með. Ethel hafði „búið hana undir svefninn“ og hún hafði farið vönum höndum um hana, og engin okkar hugsað frekar um málið. Áður en „verkfallsmaðurinn“ okkar fór frá okkur og leyfði okkur að sofna á ný, höfðum við fengið að vita, að nafn hans var Joe, og hann var frá Peoria. Hann talaði mikið og sagði okkur nákvæmlega frá því, að hann væri pólskur, að hann ætti vinstúlku heima, sem hann ætlaði að kvænast, að móðir hans væri sjúklingur, faðir hans drykkju- maður — að hann skildi ekki stúlkurnar hérna — og hélt svona áfram í það óendanlega á sinni lélegu ensku. Hann sagði okkur ævisögu sína, síðustu sögurnar, og við fengum að skyggnast inn í hug og hjarta hermannsins, sem við átt- um eftir að starfa með. í rauninni var honum ætlað að bæta á eldinn þrisvar sinnum á nóttu, en ég hefði getað svarið fyrir það, að næstu nætur á eftir kom hann á klukkustundar fresti — og í hvert skipti vaknaði ég við að vasaljósi var beint framan í mig. Allir „strikers“ á vakt þessar nætur hljóta að hafa verið famir að þekkja okkur mjög vel eftir fyrstu vikuna. Gleði Joe yfir að geta talað við okkur var slík, að við höfðum ekki brjóst í okkur að draga. úr lionuph..l.^fl gpm eina viku gekk allt vel með upphitunina hjá okk'ur/'ög þá fór Joe að slá slöku við. Það voru smámunir eins og að opna trekkspjaldið og gleyma því opnu, eða loka því og gleyma því lokuðu, sem urðu til þess að okkur var alltaf ta skiptis dauðkalt eða sjóðandi heitt. Ethel ákvað að lokum að bezt væri að losa okkur algjörlega við þjónustu Joe. Hún tók að sér störf hans, og eftir það sváfum við ótruflaðar, nema hvað mýsnar létu nokkuð til sín heyra. íslenzkar mýs eru hugrakkar verur. Þær áttu það til að klifra upp á matarhillumar yfir rúmunum okkar. Sumum okkar þófti þetta óttaleg reynsla, en mýs eru þó betri en rotturnar, sem við höfðum séð á sveimi í kringum sjúkra- húsið. Við reyndum að sjá til þess, að ekkert væri fyrir mýsnar að seilast eftir. Matur var lokaður niðri í boxum og gildmr settar upp, en mýsnar voru allt of vel gefnar til þess að láta veiða sig. Litla „fjölskyldan11 okkar varð brátt að heilu samfélagi, þar sem unnið var á vöktum allan sólarhringinn. Dag og nótt mátti heyra í þeim nartið og nagið, skrjáf í bréfum, boxum og bókum og tístið, þégar þær voru að ræðast við. Svo fór, að við hættum að láta okkur bregða við nærveru þeirra, og ég hafði meira að segja gaman af því að fylgjast með mús, sem var að leita að mat á hill- unni yfir rúminu mínu. Kvöld eftir kvöld kom sama músin til þess að ná sér þar í súkkulaðibita, sem ég hafði skilið eftir á hillunni handa henni. Músin stækkaði og fitnaði, varð gljáandi og óx við allt þetta kjarkur til muna, en hún var samt ekki eins gáfuð og margar hinna músanna, ,sem hlédrægari voru. Eitt ævintýri hennar hafði næstum' haft alvarlegar afleiðingar. Einhver hafði gleymt að setja lok á krukku, sem var full af hnotusmjöri, og greinilega hafði li|li loðni vinurinn minn ekki getað sta,ðizt freistinguna að gæða sér á smjörinu. Svo illa vildi til, að músin steyptist niður í krukkuna. Verið getur að hún hafi verið búin að vera þarna fangi tvo eða þrjá daga — enginn mundi, hvenær hnetusmjörið hafði verið notað síðast — þegar ég tók allt í einu eftir henni, þar sem hún var á kafi í smjörinu, og nefið eitt stóð upp úr. Ég hvolfdi úr krukkunni og hjálpaði henni út. Þetta var feitasta, sleipasta og kindarlegasta mús, sem ég hef nokkru sinni augum litið. Með’ tilliti til þess, sem hún hafði orðið að ganga í gegnum og haldið lífi samt, ákváðum við, að hún ætti skilið að fá að lifa enn um stund. En þar fyrir utan hefði heldur engin okkar, haft löngun Jltil: þéss að drepa liana hvort eð var. Óþægílegustú næturævintýrin áttu þó efalítið rætur að rekja til persónu, sem annars var hljóðlát og dagfarsprúð, Helen Lee Stevenson, sem fékk hvað eftir annað martröð og heimtaði þá, að hún fengi að fara út. Þó snerist þetta stundum við, og í staðinn fyrir að biðja um að fá að komast út, gat hún farið að biðja um að fá að komast inn, en undanfari þessa var ávallt sá sami — há nístandi óp, sem gengu manni til hjartans. Einnig var alltaf hægt að búast við loftvarnamerkjum alla nóttina. Aðvörunin kom með því að barið var á dyrnar HÆTTULEGIR HVEITIBRAUÐSDAGAR Axel Kielland -■ ■ ■■ 1 ■ •■■■■' __________ 57 — Sænskur forstjóri og ást- kona hans afhjúpuð sem njósnar- ar'. — Alltaf batnar það, Og þarna? — Ástsjúkur forstjóri vanvirðir Svíþjóð í Þýzkalandi. Hleypui á brott með endurborinni Mata Hari. — Ég veit ekki, sagði ég. — En mér finnst eiginlega þetta síðasta langbezt. Hvað finnst þér? Hann leit á mig eins og sært dýr: — Þú skilur þetta ekki, sagði hann. — Maður sem hefur verið dreginn niður í skítinn opinber- lega á þennan hátt á sér ekki við- reisnar von framar. Enginn mun vilja hafa nein skipti við hann framvegis að neinu leyti. Það var kannski vitleysa af mér, en ég varð hálfgröm. í Ameríku köllum við svona nokk- uð „publicity" og hér sat stór og stæltur maður og var niðurbrot- inn af því að blöðin skrifuðu um hann. —Nei, sagði ég. — Upp frá þessum degi ertu borgarlega dáuð ur eða hvað. — Algerlega. — Well, well, ég er svo mér glöð að við skiljum á morgun, svo að þú dregur mig ekki með þér. En hann skildi ekki háðið og tók orð mín í fúlustu alvöru, horfði þunglyndislega á mig og sagði: —Ég skil þig svo fjarska vel, Ann. Ég veit ég hefði átt að kasta í hann blekbyttunni og fara mína leið, en ég gerði það ekki. Þarna stóð hann sorgin og eymdin upp- máluð og ég fann að ég elskaði hann takmarkalaust. Auk þess var þetta kannski ekki gott. Svíþjóð virtist vera virðulegt land sem ekki má vamm sitt vita og það þykir kannski stórkostlegt hér, sem væru álitnir smámunir ein- ir í Bandaríkjunum. Svo að ég gekk til hans, strauk honum yfir hárið og sagði: —Hertu upp hugann, Gösta. — Þetta verður ekki auðvelt fyr ir mig, Ann. Fyrst og fremst missi ég náttúrlega stöðuna og fæ aldrei aðra. Auk þess getur fyrir- tækið sjálfsagt látið mig sæta ábyrgð fyrir tapaðan viðskipta- samning fyrir 17 milljónir. — Áttu 17 milljónir. — Ekki einu sinni 17 þúsund. — Af hverju ertu þá að vola? Hann hugsaði sig um litla stund og æsti sig síðan enn upp: — Og þú getur rétt ímyndað þér, hvað þetta hlýtur að hafa sært Margarethu djúpt. Aftur þessi bölvaða konunefna. Ég sagði: —Ég hélt að við ættum ekki að minnast á Margarethu. — Eins og þú vilt, sagði hann og andvarpaði. — Ég? Ég hef ekkert á móti því, Gösta. En ég skal líka segja þér það sem mér liggur á hjarta. Hann lyfti hendi í aðvörunar- skyni, en ég kærði mig kollótta I og hélt áfram: — Ég skal segja þér það. að ef þessi Margaretha hefur ekki nógu mikla blíðu, ást, skilning, skyn- semi og víðsýni og mannkærleika að hún skilur þetta og verður enn hrifnari af þér fyrir bragðið þá . . . — Ann! sagði hann. — Ég banna þér að tala um Margarethu! — Allt í lagi, sagði ég. — Allt í lagi. Svo gekk ég að dyrunum og á þessari stundu fannst mér öllu vera lokið og ég taldi mér meira segja trú um að ég væri því fegin. — Ann. — Já. — Þú verður víst að borða ein .. . — Ókey. — Ég fer til.. . til... — Allt í lagi! Allt í lagi! — Ég kem og sæki þig snemma í fyrramálið. Við eigum að mæta hjá lögfræðingnum klukkan tíu. Eg gekk út og lokaði dyrunum og ég gekk eftir ganginum og starði niður á rautt gólfteppið óg greindi það varla fyrir tárunum. Ég fór inn til mín os snurfus- Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns. og gæsadúnssængur og kodda af ýmsum stærðum. — PÓSTSENDUM — /Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3 — Sími 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) aði mig dálítið. Síðan labbaði ég mig niður og út og þá fann ég að einmanaleg gönguferð er ekki upp lífgandi fyrir hrellda sál og ákvað að fara heim á hótelið og síðan í bíó. Þegar ég kom inn í forsalinn sá ég svarthærðan mann sem var á tali við dyravörðinn. Og þar sem mér fannst ég kannast við hnakka svipinn gekk ég til hans og sagði: —• Upp með hendur, Blake! Hann snerist á hæli og horfði á mig langa stund, svo brosti hann út að eyrum og sagði: —Ann Dickson! Ert þú hér? — Langt frá því, sagði ég. — Ég er í Connecticut. — Hvaðan kemur þú? Ég hef alltaf haft þennan galla að mig langar alltaf til að vekja eftirtekt og áhuga á mér, ef tæki- færi býðst og því sagði ég: — Frá Berlín. — Þetta er ekki einu sinni fyndið, sagði hann. — Má bjóða þér drykk? — Já. Ef þú ert ekki tímabund- i inn. — Eiginlega er ég tíma- bundinn. En manngarmurinn er úti. Ég verð að bíða einhverja stund hvort sem er. —Eftir hverjum? — Svía, sem heitir Bergström. — Komdu. Hann dró mig á eftir sér inn í barinn, hlammaði ér niður í mjúkan sófa og sagði. — Þú lítur vel út. Andlitið í sömu skorðum og fæturnir góðir alla leiðina. — Hvað veizt þú um það? Hann deplaði glaðlega augunum. — Aldrei nóg. Alltaf til í að fræðast meira. Donald Blake er þægilegur strák ur, en ef ég þyrfti að vera með honum ein á ferli í dimmum skógi kysi ég að kunna Jiu-jitsu. — Hvað viltu þessum Berg- ström? — Hann er hetja dagsins í land inu, sagði Blaki. — Mér bárust fréttir af því frá flugvellinum, að hann væri kominn. Skál. Við drukkum og hann leit tor tryggilega á mig og sagði: —Ætlar þú að vinna hérna? — Nei, svaraði ég. — Vertu óhræddur. Ég skal ekki stela frétt- inni frá þér. Blake hallaði sér fram. — Þessi Bergström er okkar á milli sagt — snillingur. Ég setti glasið harkalega frá mér. — Er hann hvað? — Snillincur- Sá cam uar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.