Tíminn - 09.07.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.07.1965, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 9. júlí 1965 TÍIWINN 3 - i ><> í&V " **» " sxssi'á ííxW&í í SPEGLITÍMANS í augum suður-afríkanskra barna er faðir maður, sem er ekkert sérlega hrifinn af því að vinna en eyðir tímanum í það að glettast, skemmta sér og daðra við imgar stúlkur. Að minsta kosti er þetta sú ályktun, sem hægt er að draga af teikningum 500 bama í Jó- hannesarborg á aldrinum 5 til 15 ára, en þau áttu að teikna föður sinn eins og hann kæmi þeim fyrir sjónir. Það þótti athyglisvert, að að- eins fimm börn teiknuðu feð- ur sína við vinnu og einn af þessum fimm hafði teiknað föð- ur sinn við uppvaskið. Öll hin Nú líður að því, að Anna María Grikkjadrottning fæði sitt fyrsta kóngabarn, og bíða Grikkir eftir því með miklum spenn- ;'ngi. Ef fæðingin gengur illa, þá verður litla drottningin færð Jnn á þessa skurðstofu, þar sem konunglegir læknar munu fram- kvæma keisaralega skurðaðgerð, svo að hinn konunglegi erf- lngi grísku krúnunnar komist í heiminn. Hér er hjúkrunar- kona að .athuga, að allt sé tilbúið. Þessi mynd er af hinni verðandi ömmu, dönsku drottningunni Ingiríð), þar sem hún er að spóka sig á götu á grísku eyjunni Korfu. Ekki er vitað, hvcrt drottningin hafi verið að kaupa sængurgjöf handa dóctur sirni, eða bara minjagrip handa Friðrik. ★ Fyrir nokkrum mánuð- um var hinn sjö ára gamli Ro- bert Lee Caroll frá Detroit lagður inn á sjúkrahús með bráða botnlangabólgu. Hann var skorinn upp og botnlang- inn fjarlægður og Robert send ur heim heill heilsu. Eftir nokk urn tíma varð Robert litli veik ur aftur og öll einkenni bentu til botnlangabólgu, en það gat ekki staðizt, þar sem hann hafði engan botnlanga. Hann var lagður inn á .spítala til rannsóknar, og það kom í ljós að hann hafði verið með tvo botnlanga og varð nú að skera hann upp i annað sinn. Lækn- irinn sem skar hann ypp, seg- ir að það sé mjög sjaldgætt, að fólk hafi tvo botnlanga, en hann sagði, að tilsvarandi dæmi væru til um menn, sem hefðu tvo maga og tvö vélindu. * Humphiey varaforseti Banda ríkjanna, er gamansamur ná- ungi og segir gjarnan grínsög ur af sjálfum sér og fjölskyldu sinni. Ein þeirra er frá 1948, þegar Humphrey var fyrst kos inn öldungadeildarþingmaður. Kvöldið áður en fjölskyidan fluttist frá Minneapolis, heyrði hinn nýi öldungadeildarþing- maður kvöldbæn dóttur sinnar Eftir að hafa beðið guð að blessa foreldra sína, bætti nún við: „Og vertu svo sæll, guð. við erum að flytja til Washing ton.‘ ★ Sænsku leikkonunni Anitu Ekberg hefur verið stefnt fyr- ir rétt í Ystad í Svíþjóð, og á hún að mæta þar í næsta mán- uði. Þar mun dyravörðurinn á Hótel Continental í Ystad krefja Anitu um 1000 krónur sem hann hafði lánað henni Það var einn sunnudag ) september í fyrra, að Anita var stödd á hótelinu og hringdi ★ niður til dyravarðarins og sagð ist ekki hafa næga sænska pen- inga á sér, og hvort dyravörð- urinn gæti ekki hjálpað henni. Það hafði nefnilega komið reikningur frá kvöldinu áður, en þá hafði Anita haldið mik- inn gleðskap. f þeirri trú, að kvikmyndafélag leikkonunnar myndi borga honum, lánaði hann Anitu peninga gegn kvitt un, en þegar til kom, harðneit aði kvikmyyndafélagið að borga. Sendi hann þá Anitu hvað eftir annað rukkunarbréf, og þegar aldrei barst svar frá henni, hvað þá borgun, stefndi hann henni. Ekki er búizt við, að leikkonan mæti sjálf í rétt inum, en muni hins vegar senda lögfræðing. ★ ★ Kvikmyndahátíðinni í Berlín er nú nýlokið, og búið að veita öll verðlaun. Það var franskí kvikmyndin Alphaville, sem bar sigur úr býtum og hlaut gullbjörninn. Leikstjóri mynd arinnar var Jean Luc Godard, og aðalleikendur myndarinnar eru Eddie „Lemmy“ Constant- ine og Anna Karina.. Indverj- inn Satayjit Ray fékk silfur- ★ björn fyrir leikstjórn á kvik- myndinni Charulata, og ind- verska leikkonan Madhur Jeff- rey fékk silfurbjörn fyrir leik sinn í myndinni Shadespeage- Wallah, og bandaríski leikar- inn Lee Marvin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Cat Ballou, þar sem hann lék á móti Jane Fonda. Þessi myru var tekin um daginn í Leopoldville í Kongó, ai tveim hvítum málaliðum stjórnar- innar, þar sem þeir eru fyrir herrétti og ásakaðir fyrir flugvélarstuld. Mennirnir tveir heita Nic- ola Van Staden, frá Suður-Afríku, og Joseph Edward Larkin, frá Ástralíu. Maðurinn við hliðina % á þeim er íapanskur dómtúlkur. Félagarnir tveir stálu DaKota-vél frá konaóska flughernum og brugðu sér skemmtiferð til Angola. Á bakaleið urðu þeir benzínlausir og þurftu að lenda í Katanga, þai sem þeir voru handteknir. Ástæðan, sem þeir gáfu fyrir að taka flugvélina, var sú að þeir „voni bara skemmtiferð*', og i staðinn þurfa þ?ir að sitja i steininum < fjögur ár. börnin teiknuðu feður sína við einhvers konar skemmtanir, þar sem þeir voru að veiða, spila golf eða við eitthvert annað tómstundagaman. Enn fremur var það áberandi, að börnin virtust vera þeirrar skoðunar, að feður þeirra væru mjög hrifnir af ungum og fall egum stúlkum. Teikningarnar voru sýndar á opinberri sýningu í Jóhannes abborg, og margir foreldrar urðu allhvumsa við, þegar þeir sáu teikningarnar. Einn faðir- inn var teiknaður þar sem hann var að gera hosur sínar grænar fyrir nágrannakonunni yfir girðinguna milli lóða þeirra. Dóttirin, sem hafði gert teikninguna, hafði merkt sér hana greinilega með nafni og heimilisfangi. Á VÍÐAVANGI Lítið um svör Menn muna það gerla, að þegar ríkisstjórnin hafði orðið að afncma bráðabirgðalögin sín og sfldarskattinn til þess að flotinn færi aftur á veiðar, var það helzta afsökun forsætisráð. herrans, að framkvæmd bráða- birgðalaganna hefði reynzt óþörf eftir að saltsíldarverðið var ákveðið. Allir vissu og sáu. að þetta var aðeins Iélegt yfir- klór, en við það vöknuðu ýms- ar spurningar, sem ekki eru að öllu leyti þægilegar fyrir for- sætisráðherrann og liðsforingja hans, enda hefur orðið fátt um svör. Menn eru að spyrja manna á meðal, hvað hafi komið til þess, að forsætisráðherra lá svona mikið á að gefa út bráðabirgða- lögin. Ef það er rétt, að nauð- synin hafi aðeins verið sú, að jafna milli saltsíldar og bræðslusíldar, eins og eftir á er sagt, hefði vprið ólíkt skyn- samlegra að reyna að hraða ákvörðun um verð saltsíldar, þar sem komið var fram yfir lögákveðinn tíma, og bíða með bráðabirgðalögin þangað til séð væri ,hvort þeirra væri þörf til þess að ná þessum eina tilgangi, sem nú er sagt, að þau hafi haft. Menn vita og skilja, að annar og meiri fiskur lá undir steini, og viðbára forsætisráðherrans er haldleysa. Það var síldar- skatturinn, sem var aðalatriðið og einnig að ná í sjóð ein- hverju verðjöfnunargjaldi, sem ekki þyrfti svo á að halda síð- ar. Þess vegna var um að gera að setja bráðabirgðalögin áð- ur. Sú ofsköttunarblaðra sprakk sem betur fór í höndum stjórn- arinnnar. Göfugt er orðið Morgunblaðið er auðvitað ekki aðeins heiðarlegasta og sannorðasta fréttablaðið eins og allir vita. Það er líka öllum blöðum prúðmannlegra í orð- bragði einkum í pólitískum skrifum. Þegar þeim tekst bezt upp á Mogga verður tungutak- ið nærri því göfugmannlegt. Af bera svonefndir „staksteinar“ í blaðinu. Fyrir allmörgum dög- um var einn þáttur áberandi í þessu efni, og héldu menn að lengra yrði varla komizt í fögr- um hugsunum og orðum. En það hefur sannazt sem löngum fyrr, að langt er hægt að kom- ast, ef viljinn er góður og lengi unnt að bæta eigin afrek með trúrri ástundun og góðu hugar- fari. í gær tekst staksteinahöfundi sem sé að stórbæta met sitt, og skulu hér aðeins nefnd örfá dæmi um faguryrðin í þessum þætti: „afglapi", rógberinn" (meira að segja haft í fyrir- sögn), „álygar“, „rógberinn" (aftur, því að ekki er góð vísa of oft kveðin), „rógskrif“, „rógberans“ (þriðja sinn), „hundsvit“. Er þó margt fagur- yrði ótalið. Menn eru að spyrja, hvort maður með svona göfug- mannlegt tungutak eigi ekki hiklaust að fá verðlaun úr Móðurmálssjóðnum, eða hvort hann hafi ef til vill þegar feng- ið þau.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.