Morgunblaðið - 21.01.1981, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981
„Atvinnuleysi meira en
skrár segja til um“
- segir Karl Steinar Guðnason um atvinnuástandið á Suðurnesjum
ATVINNUÁSTAND er nú víða ræða og að nokkuð væri farið að
slæmt suður með sjó og atvinnu- bera á því að fólk flyttist brott af
leysi sumstaðar talsvert. Verst mun þessum stöðum og jafnvel til Vestur-
ástandið vera i Kefiavík, Njarðvík,
á Eyrarbakka og Stokkseyri. I
samtölum. sem Morgunblaðið átti
við ráðamenn nokkurra bæja, kom
það fram meðal annars að fólk léti
oft á tiðum ekki skrá sig á atvinnu-
leysisskrár af ýmsum ástæðum og
því gæfu þær ekki alveg rétta
mynda af ástandinu. Tíminn á milli
vertíða hefur oft verið erfiður á
þessum stöðum, en nú virðist sem
erfiðleikarnir fari vaxandi.
Karl Steinar Guðnason formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur sagði að varlega reiknað
væru á annað hundrað manns þar
atvinnulausir, þó atvinnuleysisskrár
sýndu lægri tölu, stafaði það mikið
til af því að fólk léti af ýmsum
ástæöum ekki skrá sig. Hann sagði
einnig að þarna væri að vissu leyti
um árstíðabundna erfiðleika að
ræða, en þeir færu sívaxandi og á
síðasta ári hefði atvinnuleysi þar
verið 30% meira en 1979. Hann sagði
einnig að þarna væri aðallega um
starfsfólk úr fiskvinnslu og iðnaði að
heims.
Það kom ennfremur fram hjá
Karli Steinari að hann teldi þetta
enga tilviljun, atvinnuvegir á Suður-
nesjum fengju alls ekki næga fyrir-
greiðslu og af þeim sökum hefði
meðal annars stórt fiskvinnslufyr-
irtæki orðið að hætta störfum og
hefði það sitt að segja. „I stefnuskrá
ríkisstjórnarinnar er að vísu klásúla
um það að atvinnuástand á Suður-
nesjum skuli bætt, en sú klásúla er
undir þættinum um utanríkismál og
það eigum við erfitt með að skilja,
enda hafa efndir þessa loforðs verið
eftir þessu," sagði Karl Steinar að
lokum.
Á bæjarskrifstofum Keflavíkur
fengust þær upplýsingar að 88 væru
nú á atvinnuleysisskrá og væri það
aðallega starfsfólk úr fiskvinnslunni
og stafaði það mikið til af því að eitt
frystihúsa staðarins hefði hætt
starfsemi sinni, en þó stæði til að
hefja þar saltfiskverkun innan tíðar.
I Garði er nú aðeins 2 vörubíl-
stjórar á atvinnuleysisskrá og þar
Ríkisverksmiðjusamningarnir:
Stefnir í verk-
fall á miðnætti
hefur enginn þar til nú verið skráður
atvinnulaus síðan í júní. í Sandgerði
er ekkert atvinnuleysi og þar telja
menn útlit fyrir að svo verði áfram.
Sömu sögu er að segja frá Þorláks-
höfn, þar hafa allir vinnu. Á Eyrar-
bakka er atvinnuástandið slæmt, nú
eru 32 skráðir atvinnulausir og hefur
verið lítið um atvinnu frá því í
desember, en í þeim mánuði voru 559
atvinnuleysisdagar skráðir. Þetta
mun að nokkru leyti stafa af því að
togarinn þar, Bjarni Herjólfsson,
hefur siglt með afla og var auk þess
frá um tíma vegna bilana. Veður
hefur einnig hamlað sjósókn minni
báta.
Á Stokkseyri er ástandiö svipað og
hefur verið það frá miðjum desem-
ber. Þar eru nú 40 skráðir atvinnu-
lausir, en urðu flestir um mánaða-
mótin eða 69 alls.
„I Vestmannaeyjum eru nú á milli
10 og 15 manns atvinnulausir, en
búast má við því að atvinnuleysi sé
meira, þar sem nokkuð er um það að
fólk skrái sig ekki og á það aðallega
við húsmæður, sem eiga tekjuháa
maka og fá þvi ekki atvinnuleysis-
bætur,“ sagði Jón Kjartansson for-
maður Verkalýðsfélags Vestmanna-
eyja. Sagði hann að líklega stafaði
þetta atvinnuleysi af ógæftum að
undanförnu og vonuðust menn til að
þarna væri aðeins um árstíðabundið
millibilsástand að ræða, sem lagað-
ist þegar vetrarvertíðin væri komin í
fullan gang.
Hugað að skemmdum.
Ljósmynd Mbl. Jóhann D. Jónsson.
Sídbúinn ók inn 1 Flugstödina
Ein rúðan í anddyri flugstöðvarinnar á Egilsstöðum brast með
miklum látum þegar einn farþeganna ók bifreið sinni svo gott sem
inn í flugstöðina. Manninum lá svo mikið á að ná í flugvél að hann
stöðvaði ekki bifreiðina fyrr en í óefni var komið.
VINNUMÁLANEFND ríkisins af
henti i fyrradag samninganefnd
starfsfólks rikisverksmiðjanna og
Kisiliðjunnar við Mývatn staðfærð-
an Grundartangasamning við samn-
ing rfkisverksmiðjanna að undan-
skildum 15 atriðum, sem rikisvaldið
hefur neitað að samræma.
Kamninganefnd starfsfólksins fjall-
aði i gær um þetta staðfærða samn-
ingstilboð og sagði einn fulltrúa
starfsfólksins f gær, að ýmis að-
finnsluatriði væru í þvi. Kvað hann
augljóst, að vinnumálanefndin hefði
ekki ætlað sér að nota þann frest,
sem starfsfólkið hafði gefið á verk-
falli, til næstkomandi miðnættis, og
með þessu tilboði hafi riksvaldið
stofnað til margvfslegra ágreinings-
efna, sem hann kvað lengri tima
taka að leysa. en að aðilar semdu
saman samning, sem þeir væru
sammála um.
Enn hefur engin lausn fundizt á
niðurröðun í launaflokka, en þar er
enn ágreiningur um stöðu vélstjóra
og verkstjóra innan launaflokka-
kerfisins. Þetta eru þeir aðilar, er
fengið hefðu allt að 30% grunnkaups-
hækkun, ef samræming hefði fengizt
að fullu við Grundartangasamning.
Þetta ágreiningsatriði hefur nú verið
sett til hliðar á meðan önnur atriði
kjarasamningsins eru til umfjöllunar.
Samninganefnd ríkisins hafði áður
lagt fram hugmynd til lausnar þess-
um röðunarvanda, en aðilar hafa enn
ekki svarað henni.
Þessi staðfærði Grundartanga-
samningur, sem ríkisvaldið hefur lagt
fram fyrir ríkisverksmiðjurnar er 20
vélritaðar blaðsíður. Samninga-
nefndarmaður starfsfólksins sagði
Morgunblaðinu í gær, að slík stað-
færsla væri mjög vandasöm, þar sem
komið væri inn á margvísleg við-
kvæm kjaraatriði, sem krefðust um-
fjöllunar. Mun ætlunin að leita eftir
viðræðum við vinnumálanefndina í
dag, en sáttafundur er boðaður klukk-
an 10 og verður þá farin lokayfirferð
yfir uppkastið og óskað viðræðna um
þau atriði, sem aðfinnsluverð eru.
Þau 15 atriði, sem ríkið hefur
undanþegið samræmingu, eru marg-
vísleg, en þar má nefna atriði, sem
eru mismunandi að eðli og efni. Til
dæmis snertir það rétt til launa í
veikinda- og slysatilfellum, rétt til
launa í barnsburðarorlofi, sem
hvorttveggja er skert frá eldri samn-
ingi og jafnvel er álitamál, hvort ekki
er um skerðingu að ræða miðað við
almennar reglur samninga og laga.
Þá má nefna atriði, er varða uppsagn-
arákvæði, en þar mun ríkið vilja hafa
frestinn skerta 3 mánuði í stað 3ja.
Síðan er um að ræða orðalagsmun og
kemur það atriði einkum við rétt
manna til yfirvinnu, þar sem um er
að ræða óreglulega vinnu bæði í
dagvinnu og vaktavinnu, einkanlega
þó vaktavinnu. í sumum tilfellum vill
vinnumálanefndin, að heimilt sé að
flytja yfirvinnu milli daga. Má ætla,
að um þetta verði mikill ágreiningur
og sagði samninganefndarmaðurinn,
að þekkti hann rétt fulltrúa fjármála-
ráðuneytisins, þá myndu þeir ekki
gefa sig, fyrr en á 11. stundu og yrðu
vísir til þess að haida mjög fast í
þessi atriði.
Formaður stjórnar veitustofnana:
„Bjóðum hættunni
meir og meir heim“
Dregur að því að fólk þurfi að sitja í kulda
„VARNAÐARORÐ hitaveitustjóra
nú og áður á sl. tveimur árum
varðandi stöðu hitaveitunnar eiga
fyllilega rétt á sér og við bjóðum
hættunni meir og meir heim með
þvi að skerða sífellt framkvæmdir
Hitaveitu Reykjavíkur,“ sagði
Valdimar K. Jónsson prófessor og
formaður stjórnar veitustofnana í
samtali við Mbl. i gær um þau
ummæli Jóhannesar Zoega hita-
veitustjóra að hann óttaðist mjög
kulda hjá notendum hitaveitunnar
strax næsta vetur vegna skerð-
ingar á rekstri og framkvæmdum
Hitaveitu Reykjavikur.
Valdimar sagði að eftir að stjórn
veitustofnana hefði skorið niður af
fjárhagsáætlun það sem mögulega
hefði verið talið unnt að skera niður
miðað við eðlilega uppbýggingu þó,
þá hefði fjárþörfin samt sem áður
verið 33% hækkun, en niðurskurður
stjórnar veitustofnana af fjárhags-
áætlun nam um 5—10%.
„Það er því ennþá um 15—20%
vöntun að ræða á hækkun miðað við
fast verðlag í landinu og er þá ekki
miðað við verðbólguna," sagði
Valdimap," það sem háir Hitaveit-
unni mest og hefur gert síðustu ár
er að hafa ekki fengið að vinna
framkvæmdir sem myndu skila af
sér arði næstu 3—4 ár á eftir.
Borunum hefur verið haldið niðri og
einnig tankasmíði til þess að brúa
bilið í mjklum frostum eins og verið
hafa að undanförnu. Það hefur m.a.
verið áætlað að tvöfalda kyndistöð í
Ármúla, sem er bráðnauðsynleg
framkvæmd, en því hefur verið
haldið niðri og allt leiðir þetta til
þess að við náum ekki toppafli þegar
mest 'ríður á þótt grunnmagnið sé
nægilegt. Með þessu er gengið á
öryggið og það er hætt við því að
fólk þurfi áður en langt um líður að
sitja einhverja daga í kulda þegar
mest herðir. Hitaveitustjóri var
kallaður „kuldaboli" á árunum 67—
’68, en hann var margsinnis búinn
að vara við stöðu Hitaveitunnar þá
og nú er þetta svipað, því gallinn er
sá að ríkisstjórnir þurfa ekki þegar
þar að kemur að vera ábyrgar fyrir
því að þrengja að eðlilegum við-
gangi Hitaveitunnar, þær standa
svo stutt við og eru því ábyrgðar-
lausar í slíkum stórmálum."
Borgarstjórnarmeirihlutinn:
Gatnagerðargjöld
hækka allt að 67%
„Björgvin bregst hart við að-
gerðum sem hann ráðlagði sjálfur“
— segir framkv.stj. Landssambands bakarameistara
„ÞAÐ er mjög undarlegt að
Björgvin Guðmundsson skuli
bregðast hart við aðgerðum sem
hann sjálfur ráðlagði bakara-
meisturum að gripa til,“ sagði
Hannes Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Landssamhands
hakarameistara, þegar Mbl.
ræddi við hann í gær.
„Björgvin kallaði fulltrúa
Landssambandsins á sinn fund
síðasta sumar. Þar réð hann
okkur frá því að hækka vísitölu-
brauðin meira en Verðlagsráð
hoimilaöi og spurði hvers vegna
við hættum okki frekar fram-
leiðslu á brauðunum, það væri
a.m.k. ekki lögbrot. Nú eru bak-
arameistarar í stórum stíl að
hætta framleiðslu vísitölubrauð-
anna og þá bregst Björgvin hart
við og talar um að taka öll brauð
og kökur undir verðlagsákvæði.
Þetta er erfitt að skilja," sagði
Hannes.
Hannes sagði aðspurður að
bakarar væru í nákvæmlega
sömu aðstöðu og BÚR í fisksölu-
málinu þótt Björgvin neitaði því.
„Björgvin segir að bakarar hafi
meira svigrúm en BÚR því þeir
hafi frjálsa álagningu á annarri
framleiðslu en vísitölubrauðun-
um. Sem sagt, bakarar eiga að
okra á öðrum vörum til þess að
falsa vísitöluna. Þetta er í fyrsta
skipti sem það er opinberlega
viðurkennt af talsmanni verð-
lagsyfirvalda að verði vísi-
tölubrauðanna sé haldið niðri til
þess að falsa vísitöluna, en þessu
hafa bakarar einmitt tengi haldið
frarn," sagði Hannes að lokum.
BORGARSTJÓRN samþykkti á
fimmtudagskvöldið tillögu meiri-
hlutans að gjaldskrá um þátt-
töku lóðarhafa i kostnaði við
hoiræsa- og gatnagerð. Sam-
þykkt þessi hefur það i för með
sér að hækkun á gatnagerðar-
gjöldunum verður allt að 67% á
ibúðarhúsnæði, en heimild til
hækkunar á gatnagerðargjöldum
fyrir atvinnuhúsnæði getur orðið
allt að 16%, en borgarráð tekur
ákvörðun um þá hækkun hverju
sinni.
Gjald þetta er fundið út frá
byggingarkostnaði vísitöluhússins
miðað við rúmmetra, eins og hann
er á hverjum tíma, samkvæmt
útreikningi Hagstofunnar.
Gatnagerðargjald af einbýlis-
húsi eða tvíbýlishúsi sem er allt að
550 rúmmetrar að stærð verður
8%, og er ekki um hækkun þar að
ræða, en gjaldið af húsum sem
stærri eru en 550 rúmmetrar
verður 12%, en var áður 11%.
Gatnagerðargjald af raðhúsum,
tvíbýlishúsum og keðjuhúsum
verður 6%, var áður 4% og er þar
um 50% hækkun að ræða. Gjaldið
af fjölbýlishúsum sem lægri eru
en fjögurra hæða verður 2,5%, en
var áður 2%. Gjald af fjölbýlis-
húsum sem hærri eru en fjögurra
hæða verður einnig 2,5%, en var
áður 1,5%, og er þarna um 67%
hækkun að ræða.
í umræðum í borgarstjórn kom
fram í máli meirihlutamanna að
gjöld þessi væru hækkuð til sam-
ræmis við gjöld í nágrannasveit-
arfélögunum, en sjálfstæðismenn
töldu að það væri ekki alls kostar
rétt og sögðu að gjöld þessi væru
lægri í sumum sveitarfélögum.
Tillaga meirihlutans var sam-
þykkt með 8 atkvæðum fulltrúa
Alþýðubandalags, Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks, gegn 7 at-
kvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins.