Morgunblaðið - 21.01.1981, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.01.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 11 Leikgerð Olivers Þjóðleikhúsið: OLIVER TWIST: Höfundur: Charles Dickens. Leikgerð: Árni Ibsen. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Leikgerð eftir skáldsögu Char- les Dickens um Oliver Twist er að mörgu leyti góð hugmynd, enda munu fleiri en Árni Ibsen hafa látið til skarar skríða eftir frétt- um frá nágrannalöndum okkar að dæma. Á leikgerð sögu verður að líta með sérstökum hætti. Hjá því verður aftur á móti ekki komist að samanburður milli leikgerðar og sögu gerist áleitinn og oft er það svo að leikgerðir eru ekki nema svipur hjá sjón. Leikgerð Árna Ibsens á Oliver Twist þykir mér gjalda þess að hann er um of háður sögunni. Þetta kemur ekki síst fram í veigamiklum þætti sögumanns sem á að vera Charles Dickens sjálfur. Sögumaður er sífellt að blanda sér í framvindu leiksins eins og höfundur leikgerð- arinnar hafi gefist upp á því að láta leikarana sjálfa túlka það sem máli skiptir. Að mínu mati eru þetta mistök. Leikmynd, en þó einkum bún- ingar Messíönu Tómasdóttur, draga fram hið afkáralega í per- sónunum. Ekki hefur leikstjórinn, Bríet Héðinsdóttir, heldur getað stillt sig um að gera skrípi úr einstaka persónum, eins og til að mynda Bumble, frú Corney og Fagin. Jafnvel reyndist erfitt að skilja Baldvin Halldórsson á köfl- um í hlutverki hins síðastnefnda. Meðal hlutverka sem ná tökum á áhorfendum er hlutverk Nancy í höndum Þórunnar Magneu Magn- úsdóttur. Það vekur athygli að minni háttar hlutverkin, ef rétt er að nota slíkt orðalag, komast einna best til skila. Ég nefni Jón S. Gunnarsson í hlutverki Snow- berrys og önnu Guðmundsdóttur sem leikur Sallý. Krakkarnir standa sig vel. Sig- urður Sverrir Stephensen komst ágætlega frá hlutverki Olivers sem er vandasamt fyrir svo ungan leikara. Því ber ekki að neita að ýmis- legt heppnast í sýningunni, eink- um það sem er af raunsæilegum toga. Mörg atriði eru hins vegar of ýkt og eiga þar leikstjóri og leikarar hlut að máli. Þetta gildir fyrst og fremst um vonda fólkið í leiknum. Mætti ætla að höfundur leikgerðar og leikstjóri telji það enn bráðlifandi á meðal okkar samanber Gæti sagan af Oliver Twist gerst í dag? sem er innlegg í leikskrá. Þótt hér hafi verið orðaðar aðfinnslur um Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu ætti enginn að hafa verra af að sjá sýninguna. Meðal þess sem jákvætt er um leikgerðina er viðleitnin til að gera fjölskylduskemmtun úr efn- inu, verk sem brúar bilið milli barnaleikrits og leikrits fyrir full- orðna. Þórunn Pálsdóttir, Evert Ingólfsson og Eyvindur Erlendsson i Plútusi Aristófanesar. Þegar Aristófanes gerðist gam- all, fannst sonum hans karlinn helsti laus á fé, og sóttu þeir það til yfirvalda, að tekin yrðu fjárráð af karlinum. Aristófanes kom fyrir rétt, og til sannindamerkis um að hann væri ekki elliær orðinn, las hann síðasta verk sitt, Plútus, fyrir réttinum, og mun þetta með skemmtilegri réttarhöldum í sög- unni, því Plútus er háðleikur góður. Plútus — guð auðsins í grískum sögnum — bjargaði semsé Aristó- fanesi frá því að missa fjárræðið á gamalsaldri. Alls mun Aristófanes hafa skrif- að fjörutíu leikrit — en aðeins ellefu hafa varðveist. Leikrit hans voru samtíðarádeilur, fyndnar og naprar athugasemdir skáldsins um samtíðina. Verk Aristófanesar þykja mikilsverð, hvort heldur er frá listrænu sjónarmiði eða sögu- legu, því þau lýsa vel aldarhættin- um í Aþenu í þrengingunum eftir Pelopsskagastríðið. Frægasta verk hans mun vera Riddararnir, þar sem Kleón, leðursali og um skeið áhrifamestur lýðforingi Aþeninga, fékk hina háðulegustu útreið. Ar- istófanes var líka mjög í nöp við þá samtíðarmenn sína Evripídes og Sókrates og skrifaði um þá háð. Aristófanes var á sinni tíð sjaldan nefndur annað en „kómikos". Eftir daga hans hnignaði heimsósóma Grikkja fljótt, hinn pólitíski áróður hvarf og háðleikurinn breyttist í almennan gamanleik. Hilmar J. Hauksson hefur þýtt Plútus úr ensku, Geir Rögnvaldsson leikstýrir verkinu í Fellaskóla, og Hjördís Bergsdóttir teiknaði bún- inga. Þórunn Pálsdóttir fer með aðalhlutverkið, en aðrir leikendur eru Eyvindur Erlendsson, Kristín S. Kristjánsdóttir, Evert Ingólfs- son, Sigrún Björnsdóttir og Kristín Bjarnadóttir. Framkvstj. Breið- holtsleikhússins er Jakob S. Jóns- son. Það er semsé í kvöld kl. 20.30 sem Breiðholtsleikhúsið frumsýnir í fyrsta sinn. Framvegis verður sýnt í Fellaskóla tvisvar í viku, miðviku- dagskvöld og sunnudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.