Morgunblaðið - 21.01.1981, Síða 15

Morgunblaðið - 21.01.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1981 15 efnahagsráðstafana, er talið, að kaupmáttur launafólks hefði lækkað um allt að 5% á árinu 1981. Ennfremur má það öllum ljóst vera, að launafólk og þjóðfé- lagið í heild nýtur þess að við þessar ráðstafanir verður verð- bólguþróunin hægari en ella hefði orðið, sem nemur a.m.k. 20—30 prósentustigum. I efnahagsáætluninni eru ákvæði um lánamál og vaxtamál bæði að því er snertir atvinnuveg- ina og húsbyggjendur. Þar er m.a. ákvæði um að lækka vexti af gengistryggðum afurðalánum úr 8 lÁ% í 4% og er þess full þörf, því vextir og gengistrygging af þess- um lánum hafa verið sligandi fyrir ýmsar greinar atvinnulífsins og numið samanlagt á síðustu misserum um og yfir 60%. Enn- fremur er stefnt að almennri lækkun vaxta 1. mars, sem hlýtur þó að markast nokkuð af almennri efnahagsþróun. Gert er ráð fyrir að halda áfram ströngu aðhaldi í fjármálum ríkisins og einnig eftir- liti með útlánum banka og spari- sjóða, svo sem gert var á síðari hluta síðasta árs og skilaði góðum árangri. Það hefur verið gagnrýnt harkalega að kveðið er á um það, að verðjöfnunarsjóði sjávarút- vegsins verði útvegað fjármagn til að tryggja eðlilega afkomu fisk- vinnslunnar ef þörf krefur vegna stöðvunar gengissigs og á hlið- stæðan hátt verði útvegað fjár- magn til að tryggja afkomu sam- keppnisiðnaðar og útflutningsiðn- aðar. Um þetta hefur verið sagt, að ríkisstjórnin sé að koma upp flóknu og margbrotnu millifærslu- kerfi og að hún sé að stíga 20—30 ár aftur í tímann. Þessi gagnrýni er auðvitað ekki á rökum reist. Ríkisstjórnin hefur engar fyrir- ætlanir um að taka upp líkt kerfi og gilti hér fyrir 1960. Hér er aðeins verið að gefa fyrirheit um það að verja nokkru fé, og hafa verið nefndir 10 milljarðar gam- alla króna í því sambandi, til þess að hlaupa undir bagga með út- flutningsatvinnuvegunum þann tíma, sem gengið er fast, en þvi miður eru horfur á, að þar verði um tímabundið ástand að ræða, en það getur þó verið mikilvægt að geta lengt það skeið nokkuð með þessum hætti. Rétt er að minna á að margsinnis hefur verið úthlut- að fé til útflutningsatvinnuveg- anna á undanförnum árum af ýmsum ríkisstjórnum með svipuð- um hætti, til að mynda í kjölfar gengisbreytinga af gengismuna- sjóði. Stundum hefur það verið kallað til hagræðingar. Einnig má minna á, að verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins hefur bæði veitt lán og ábyrgðir í þessu skyni. Tengsl við gjaldmið- ilsbreytinguna Ég vil leggja þunga áherslu á það, að þessar efnahagsaðgerðir eru gerðar í eins nánum tengslum við gjaldmiðilsbreytinguna og unnt er. Þetta er gert til að styrkja hinn nýja gjaldmiðil, skapa honum traust, auka trú fólksins á, að þessi kerfisbréyting komi að notum í baráttu okkar við verðbólguna. Þáttur í því er að hverfa frá svikamyllu gengissigs- ins, sem hefur læðst áfram með þungum straumi á undanförnum árum. Gengissig er vafalaust þæg- ari aðferð fyrir stjórnvöld heldur en að grípa til gengisbreytinga með einhverju millibili. En það eru auðvitað engin vandamál ef þau sjást hvergi og ef hvergi þarf að taka á og spyrna við fótum. Það hefur verið gagnrýnt, að ríkis- stjórnin skyldi setja bráðabirgða- lög á gamlársdag en ekki kalla saman þing. Þessari gagnrýni vísa ég gersamlega á bug. Það hefur magsinnis gerst, að ríkisstjórnin hafi sett bráðabirgðalög í þinghléi um áramót, en að þessu sinni var það algjör nauðsyn. Það var nauð- synleg og óhjákvæmileg aðferð til þess að aðgerðirnar yrðu nákvæm- lega samferða gjaldmiðilsbreyt- ingunni. Þýðingu þess hef ég áður vikið að. í vetur var það gagnrýnt, að ríkisstjórnin skyldi ekki fresta gjaldmiðilsbreytingunni vegna þess að hún myndi ekki verða tilbúin með neinar efnahagsráð- stafanir í tengslum við hana. Ríkisstjórnin sagðist hafa efna- hagsráðstafanir í undirbúningi, en hafði þá gagnrýni að öðru leyti að engu. Nú, þegar ráðstafanir hafa verið birtar, stendur ekki á gagn- rýni og tilraunum til þess að skapa um þær tortryggni á marga lund. Einhverjum kynni að detta í hug að kalla þá sem þannig standa að málum, án þess að hafa tillögur fram að færa sjálfir, niðurrifs- menn. Áhrif á verðlagsþróun Margir aðilar í þjóðfélaginu hafa orðið til þess að spá um áhrif þessara aðgerða á verðlagsþróun- ina. Þeir, sem áður spáðu 70—80% verðbólgu á árinu 1981 og jafnvel meira, spá nú flestir 50—53%. Þjóðhagsstofnun spáir 48—50% verðbólgu. Flestir eru því sam- mála um, að við þessar aðgerðir dragi úr hraða verðbólgunnar á árinu um 20—30%. Ljóst er að þessi árangur, sem náðst hefur undir forystu sjálfstæðismanna í ríkisstjórninni, er ákaflega þýð- ingarmikill. Mér er til efs að í annan tíma hafi náðst meiri og betri áfangi í baráttunni við verðbólgu síðan kerfisbreytingin var gerð 1960. Eins og áður sagði, stefnir ríkisstjórnin að því að ná verð- bólgunni niður í 40% eða rúmlega það á árinu. Ljóst er að ekki kemur það heim við spár Þjóð- hagsstofnunar. Rétt er því að vekja á því athygli að inn í spá Þjóðhagsstofnunar og í hennar áætlunum munu ekki nema að mjög takmörkuðu leyti vera metin áhrif verðstöðvunar til 1. maí, ekki áhrif af ákvæðum efnahags- áætlunarinnar í 4. tl., þar sem kveðið er á um það að á næstu mánuðum verði sett ákveðin tíma- sett mörk fyrir hámark verðhækk- ana. Þar eru ekki me'tin áhrif vegna hugsanlegrar aukningar á niðurgreiðslum, en minna má á í því sambandi og einnig vegna fyrirhugaðra breytinga á skatta- lögum, að í fjárlögum er gert ráð fyrir 11 milljörðum gamalla króna til efnahagsaðgerða, þannig að fjárlögin veita nokkurt svigrúm í þeim efnum. Að sjálfsögðu ber að virða það, að opinber stofnun eins og Þjóðhagsstofnun gerir varlegar spár um þetta efni og er það síst aðfinnsluvert. Allar slíkar spár eru vandasamar, fjölmargir þætt- ir efnahagsmála eru mikilli óvissu háðir. Sumir þeirra eru okkur íslendingum sjálfum óviðráðan- legir. Á öðrum þeirra ættum við að geta haft nokkuð mikil tök sjálfir. Enginn veit með neinni vissu hver framvindan verður í þeim efnum. Verði hún okkur hagstæð, ásamt festu í fram- kvæmd þessara mála, getur ár- angur orðið betri en nú er spáð. Gerist það ekki, verður þörf frek- ari aögerða síðar á árinu, til að við náum markmiði okkar. Þýðing víð- tækrar samstöðu Ég legg mikla áherslu á þýðingu víðtækrar samstöðu um þessi mál. Sú samstaða á að hafa að mark- miði að skapa traust á efnahags- aðgerðunum, að styrkja hinn nýja gjaldmiðil okkar, nýja krónu, að treysta íslenskt atvinnu- og efna- hagslíf. Ef þessi samstaða næst, höfum við náð öruggum áfanga í viðureign okkar við verðbólgu og við höfum fengið góða viðspyrnu til nýrra átaka við að vega okkur út úr efnahagsþrengingum síðustu ára. Erfiðleikar eiga ekki að kalla á sundrungu, heldur þurfum við á samstöðu að halda til að sigrast á þeim. Við þessar aðstæður er ábyrgð stjórnarandstöðu mikil. Víst er það hlutverk stjórnarandstöðu að veita stjórnvöldum aðhald, en það er skylda hennar að taka málefna- lega afstöðu til hinna þýðingar- mestu mála, ef hún vill láta taka sig alvarlega. Að þessu leyti beini ég sérstaklega máli mínu til fé- laga minna í stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir neikvæð viðbrögð og tilraunir til að skapa tortryggni í garð þessara ráðstafana er ekkert sem liggur beint fyrir um andstöðu þeirra, þegar málin koma til afgreiðslu. Mér er líka ekki ljóst, hvernig stjórnarandstæðingar í Sjálfstæð- isflokknum fara að því að vera á móti þessum ráðstöfunum. Getur það verið, að þeir verði á móti því að grípa til ráðstafana, sem draga úr hraða verðbólgunnar um 20— 30% ? Getur það verið, að þeir séu á móti því að fella við þessar aðstæður niður 7 vísitölustig? Eru þeir á móti því að grípa nú til raunverulegrar verðstöðvunar til 1. maí? Eru þeir á móti stöðugu gengi? Getur það verið, að þeir séu á móti aðgerðum í vaxtamálum, sem komu í veg fyrir, að vextir hækkuðu um 10% um síðustu áramót? Getur það verið, að þeir séu á móti því að taka upp verðtryggða sparireikninga, sem bundnir eru til 6 mánaða? Margt fleira og raunar efnahagsaðgerð- irnar í heild eru með þeim hætti, að mér er ekki ljóst á hvern hátt stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins getur snúist gegn þeim. En ef hún gerir það, er eitthvað annað haft að leiðarljósi en hags- munir þjóðfélagsins. Mín ráð hafa ekki alltaf verið mikils metin í Sjálfstæðisflokkn- um. Þrátt fyrir það ætla ég nú og enn að ráða stjórnarandstöðu flokksins heilt. Leggið til hliðar skæklatog og deilur um fram- kvæmdaatriði, karp um keisarans skegg. Leyfið skynseminni að komast að og takið ábyrga afstöðu með hagsmuni alþjóðar fyrir aug- um. Ef Sjálfstæðisflokkurinn í heild hefur þetta að leiðarljósi, mun hann eflast að trausti og virðingu og þá mun stórt skref stigið fram á veginn í þá átt að ná flokknum saman til samstilltra átaka. Sérstök línu- og netasvæði fyrir Suðvesturlandi og út af Faxaflóa Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um sérstök línu- og netasvæði út af Suðvest- urlandi og Faxaflóa, sem gildi tekur 1. febrúar 1981. Samkvæmt reglugerð þessari eru allar veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar á þremur tilgreindum svæðum fyrir Suð- vesturlandi. Er hér um að ræða tvö ný svæði og ennfremur stækk- un á þvi linu- og netasvæði út af Faxafióa, sem sett var i október 1980. Verður hér gerð grein fyrir svæðum þessum: Á tímabilinu frá 1. febrúar til 31. mars 1981, eru allar veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar á 7 sjómílna breiðu svæði utan við línu, sem dregin er úr punkti 63°33’7 N, 23°03’0 V, vestur og norður um í 5 sjómílna fjarlægð frá Geirfugladrangi í punkt 64° 04’9 N, 23°45’0 V og þaðan í 270° réttvísandi. Að austan markast svæðið af línu, sem dregin er 213° réttvísandi úr punkti 63°33’7 N, 23°03’0 V. Á tímabilinu frá 1. febrúar til 15. maí 1981, eru allar veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar á svæði, sem að sunnan markast af línu, sem dregin er réttvísandi 270° frá Stafnesvita í punkt 63°58’3 N, 23°40’5 V og þaðan síðan um eftirgreinda punkta: A. 64°04’9 N, 23°45’0 V B. 64°04’9 N, 23°42’0 V C. 64°20’0 N, 23°42’0 V og þaðan í 90° réttvísandi. Á tímabilinu 20. mars til 15. maí 1981, eru allar veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar á svæði, sem markast af línum, sem dregnar eru á milli eftirgreindra punkta: A. 63°10’0 N, 22°00’0 V B. 63°25’3 N, 22°00’0 V C. 63°33’7 N, 23°03’0 V. Reglugerð þessi er sett að beiðni Grindavík og að fenginni umsögn sjómanna og útgerðarmanna, Fiskifélags Islands. einkum frá Suðurnesjum og (Fréttatilkynning) Loðnulöndun á Austfjörðum SÍÐUSTU daga hefur talsvert af loðnu borizt á hafnir austan- lands. einkum Neskaupstað, Eskifjörð og Seyðisf jörð. Skipin hafa fengið afla NNA af Langanesi, en loðnan mjakast nú suður með Austfjörðum. 25 bátar eru nú byrjaðir á loðnuveiðunum eftir áramót og eftirtalin skjp hafa tilkynnt Loðnunefnd um afla síðan á föstudag: Föstudagur: Hilmir II 500, Hrafn 400. Laugardagur: Gull- berg 550, Albert 480, Þórshamar 500, Seley 200, Jón Kjartansson 700. Sunnudagur: Hákon 550. Mánudagur: Súlan 320, Borkur 550, Hafrún 370, Skarðsvík 180, Hilmir II 120, Kap II 160, Sigur- fari 500, Pétur Jónsson 600, Berg- ur 100, Víkurberg 100. Þriðjudag- ur: 530. Frá bilasýningu Heklu um helgina. Á myndinni má sjá nýja Lancerinn. Bílasýning Heklu: Langmest pantað af sparneytninn bílum UM HELGINA kynnti Hekla hf. 1981 árgerðirnar af Volkswag- en og Mitsubishi, sem fyrirtæk- ið hefur umhoð fyrir. Að sögn Sigfúsar Sigfússonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, voru 14 mismunandi tegundir á sýningunni, sem tókst að hans mati mjög vel, en áætlað er að um 5 þúsund manns hafi sótt hana. „Það má reyndar segja, að þetta hafi verið meira heldur en bílasýning, því við gáfum fólki kost á að skoða bílaverkstæði fyrirtækisins og varahlutalag- er,“ sagði Sigfús ennfremur. Sigfús sagði aðspurður, að þeir hefðu fengið nokkrar pantanir á sýningunni, í raun mun fleiri heldur en þeir höfðu átt von á, því reyndin í sambandi við bílasýningar undanfarinna ára væri sú, að fólk fengi upplýs- ingar og bæklinga á sýningunum og kæmi síðar eftir að hafa athugað málið og pantaði bíl. — „Við fengum langflestar pantan- ir í sparneytnu bílunum, þ.e. Coltinn og Lancerinn, enda hugsar fólk mest um hversu miklu bílarnir eyða, auk þess sem þeir verða að vera á hag- stæðu verði," sagði Sigfús. Á síðasta ári flutti Hekla inn 706 Mitsubishi-bíla og liðlega 80 þýzka bíla, Volkswagen og Áudi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.