Morgunblaðið - 21.01.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981
17
„Nú skulum við byrja nýjan
tíma þjóðlegrar endurreisnar“
- sagði Ronald Reagan,
40. forseti Banda-
ríkjanna, þegar hann
tók við embætti
Washington. 20. jan. — AP.
í SETNINGARRÆÐU sinni sló
Ronald Reagan Bandarikjafor-
seti mjöíí á somu stren>?i og hann
gerði í kosninKabaráttunni i
sumar ok i haust. Ilann talaöi um
efnahaKsmál ok saKÖi. að Banda-
rikjamenn þyrftu ekki að fara í
neinar KraÍKötur um það, að á
þeim yrði tekið. ekki einhvern
tíma, heldur „strax í dag“, en
annars var meginstefið í ræðu
hans þetta: „Nú skulum við byrja
nýjan tíma þjóðlegrar endur-
reisnar.“
Ronald Reagan, sem er 40.
forseti Bandaríkjanna, sagðist
ætla að vinna að því að minnka
umfang og áhrif alríkisstjórnar-
innar, ekki til að afnema hana,
heldur til „að gera hana starfhæfa
— svo að hún standi með okkur,
ekki yfir okkur“.
„Blásum nýju lífi í einbeitni
þessarar þjóðar, hugrekki hennar
og styrk," sagði hann. „Öðlumst
nýja trú og nýja von. Við höfum
fullan rétt á að láta okkur dreyma
stóra drauma."
Reagan hét því að efnahagsmál-
in yrðu tekin föstum tökum en
varaði þó við of mikilli bjartsýni á
skjótan árangur. Hann sagði, að
kominn væri tími til, að iðnveldið
Ameríka vaknaði af værum blundi
og að nauðsynlegt væri, að ríkis-
valdið kynni sér hóf í stjórnsem-
inni. Létta yrði skattbyrðina, sem
væri eins og refsivöndur á fólki og
fyrirtækjum, og við það „verður
hafist handa strax, í þeim efnum
gefst enginn kostur á málamiðl-
un“.
í ræðu sinni sagði hinn nýi
Bandaríkjaforseti, að umheimur-
inn myndi líta á þjóðlega endur-
reisn í Bandaríkjunum sem vott
um aukinn styrkleika og hét því að
styðja og styrkja bandalagsþjóðir
Bandaríkjanna. „Við munum
gjalda traust með trúleika," sagði
hann. „Við munum leita eftir
góðum og gifturíkum samskiptum
við aðrar þjóðir og ekki nota
okkur vináttu þeirra okkur sjálf-
um til framdráttar."
Reagan sagði, að takmark
bandarisku þjóðarinnar væri frið-
ur, en varaði við því, að umburð-
arlyndi hennar væri misskilið.
Hann sagði, að þó að Bandaríkja-
menn væru seinþreyttir til vand-
ræða væri það ekki til marks um
viljaleysi, og að þegar öryggi
þjóðarinnar væri í húfi yrði gripið
til nauðsynlegra ráðstafana.
í ræðu sinni vék Reagan máli
sínu til þjóðarinnar og sagði, að
Bandaríkjamenn yrðu að skilja, að
ekkert vopn væri máttugra en
viljastyrkur frjálsra manna og
kvenna.
„Hann er vopn,“ sagði hann,
„sem Bandaríkjamenn ráða yfir.“
Reagan forseti flytur ræðu sína á svölum þinghússins eftir embættistökuna upp úr kl. 17 í dag að islenzkum tíma.
(AP simamynd)
FORSETAKOSSINN. — Um leið og Reagan hafði svarið
embættiseiðinn snéri hann sér að Nancy konu sinni og þrýsti kossi
á Vanga henni. (AP-slmamynd)
Mikið um dýrðir
í Washington
Frá önnu BJarnadóttur fréttaritara
MorKunblaÓHÍnN í Wanhington.
HÉR ER mikið um dýrðir vegna embættistöku Ronald Reagans og
borgin er fánum prýdd. Þúsundir manna hafa verið við hátiðarhöldin,
margir langt að komnir, og skóla- og herhljómsveitir hvaðanæva að af
landinu hafa verið i fararbroddi i skrúðgöngum. bessa stundina,
þegar fjórar stundir eru liðnar frá þvi að hinn nýi forseti sór
embættiseið sinn, situr hann ásamt innlendu og erlendu stórmenni i
stúku fyrir framan Hvita húsið, brosandi og veifandi. á meðan hann
fylgist með aðalskrúðgöngunni streyma hjá.
Við embættistökuna var Ronald
Reagan klæddur ljósgráum morg-
unbúningi, sem þykir hæfa öðrum
klæðnaði betur við tækifæri sem
þetta, og Nancy forsetafrú var í
rauðum kjól, rauðri kápu og með
rauðan hatt. Þess má geta að
boðsgestir við athöfnina fengu
skýr fyrirmæli um klæðnað við
þetta hátíðlega tækifæri og áttu
karlar að klæðast ofangreindum
morgunbúningi, en við hann eru
höfð hvít axlabönd og svartir
sokkar. Fæstir áttu skrúðann í
klæðaskáp sínum og hafa fataleig-
ur í borginni því staðið í ströngu
að undanförnu.
Jimmy Carter, fráfarandi for-
seti, var hinn hressasti við athöfn-
ina. Hann sat með bros á vör og
fylgdist með því sem fram fór, en
Rosalynn var hins vegar heldur
niðurdregin í ljósbrúnni drakt.
Kkki eru menn á einu máli um
ástæðuna fyrir fögnuði þeim, sem
ríkir um gjörvallt landið. Stuðn-
ingsmenn Reagans halda því fram
að kætin eigi rót sína að rekja til
almennrar ánægju með að fá
Reagan á valdastól, en aðrir segja,
að fögnuðurinn stafi ekki síður af
því að gíslarnir séu nú lausir úr
klóm hinna herskáu valdhafa í
íran.
Carter til
Wiesbaden
Washington. 20. janúar. — AP.
JIMMY Carter. sem í dag lét af embætti forseta Bandaríkjanna.
mun á morgun fara til Wiesbaden í V-Þýzkalandi og fagna
gíslunum handarísku. Edmund Muskie. utanrikisráðherra í
stjórn Carters, skýrði frá þessu í Washington í dag.
Jimmy Carter hélt í dag til
Plains í Georgíu eftir embætt-
istöku Ronald Reagans. Við
komuna til Plains sagðist Cart-
er vera ákaflega ánægður með
frelsi gíslanna, en þeir fóru frá
Teheran aðeins 45 mínútum
áður en Ronald Reagan tók við
embætti forseta Bandaríkj-
anna. Carter fer á morgun aftur
til Washington og þaðan mun
hann halda til Wiesbaden. í
fylgd með honum verður Ed-
mund Muskie. Ekki er búist við
að Carter dveljist lengi í Wies-
baden, í hæsta lagi tvo tíma, að
haft var eftir einum aðstoðar-
manna hans.
Ráðherrar í stjórn Carters
kvöddu hann þegar hann fór frá
St. Andrews-flugvellinum í dag.
Hann fór til flugvallarins strax
eftir að Reagan hafði svarið
embættiseið sinn.
Leiðtogar í austri
hóflega bjartsýnir
WashinKton. 20. jnaúar. AP.
TILBOÐ frá Brésneff um gifturíkt samstarf og gagnorð skýrsla
um tilgang samskipta Bandaríkjamanna og Kínverja voru liður í
kveðjum. sem hinum nýja forseta Bandaríkjanna bárust
hvaðanæva að úr heiminum í tilefni embættistökunnar í dag. í
skeyti frá Zhao Ziyang forsætisráðherra Kína. fólst áminning um
að ágreiningur um Formósu yrði áfram látinn liggja í láginni.
Leiðtogar austantjaldsríkj-
anna virðast yfirleitt hyggja
heldur gott til samskipta við
stjórn Reagans, en einn helzti
fréttaskýrandi Novosti-
fréttastofunnar sovézku, Belov,
telur yfirlýsingar Haigs, utan-
ríkisráðherra Reagans, og fleiri
nýrra ráðamanna í Washington,
benda til þess að stjórnin þar
hafi meiri áhuga á nýju vígbún-
aðarkapphlaupi en nýjum
SALT-viðræðum.