Morgunblaðið - 21.01.1981, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981
Ali bjargar
mannslífi
Loh Angeles, 20. jan. — AP.
„STÖKKTU“, hrópaði mann-
fjöldinn á götunni að 21 árs
Kömlum manni sem gerði sík
liklcKan til að fremja sjálfs-
morð með því að henda sér úr
hrunastiga sem liggur utan á
háhýsi. En Muhammad Ali,
fyrrum heimsmeistari í hnefa-
leikum, sá hvað verða vildi,
lofaði manninum atvinnu og fór
með hann heim til sin.
„Ali bjargaði lífi þessa
manns," sagði einn lögregluþjón-
anna sem ásamt sálfræðingi,
höfðu árangurslaust reynt að fá
manninn ofan af því að stökkva
úr stiganum. Hann var í þann
mund að kasta sér niður er Ali
kom á vettvang. Hann hafði
verið staddur af tilviljun í húsi
beint á móti.
„Ert þetta raunverulega þú,“
sagði maðurinn er Ali birtisi. í
glugga rétt hjá honum.
„Lögreglan hélt að maðurinn
hefði byssu og því hafði enginn
þorað að nálgast hann,“ sagði
AIi. „Ég sagði honum að ég
ætlaði út til hans og bað hann að
skjóta mig ekki. Hann kvaðst
ekki ætla að gera það enda hefði
hann enga byssu. Ég trúði hon-
um og fór út.“
Þegar Ali stóð við hlið manns-
ins sagði hann: „Þú ert bróðir
minn. Ég eiska þig og myndi
aldrei ljúga að þér. Hlustaðu nú
á. Við skulum koma heim til
mín, ég vil að þú hittir þar
nokkra kunningja mína.“
Eftir hálftíma gengu þeir
saman í burtu.
Muhammad Ali
Nýir kjarasamningar í Danmörku:
7—8% árleg
kauphækkun
næstu 2 árin
Kaupmannahofn, 19. jan. AP.
NÝIR kjarasamningar milli aðila danska vinnumarkaðarins, sem
undirritaðir voru sl. sunnudag og ná til 200.000 manna, gera ráð fyrir
7—8% kauphækkun árlega næstu tvö árin og er það minnsta árlega
kauphækkunin sem orðið hefur sl. áratug.
Samkomulagið, sem enn bíður
samþykkis félagsmanna verka-
lýðsfélaganna, tekur til verka-
manna í málmiðnaði og verslun-
armanna, sem hvorir tveggja eru
meðal stærstu verkalýðsfélaga í
Danmörku. Alls hefur þá verið
samið fyrir hönd 400.000 launþega
og er talið, að þeir samningar, sem
enn eru ógerðir, verði á líka Iund.
Samstaða stendur f ast á
kröfu um laugardagsfrí
Walesa innan skamms til Bandaríkjanna
Varsjá, 20. janúar. - AP.
Á FUNDI Iandsnefndar
Samstöðu, hins óháÖa
verkalýðsfélaíjs í Póllandi,
urðu harðlínumenn í daj?
ofan á í atkvæðajíreiðslu
um, að halda fast við
kröfur um styttingu
vinnuvikunnar. Mikill
meirihluti nefndarmanna
studdi tillögur um fimm
daga vinnuviku. Ákvörðun
landsnefndarinnar þýðir,
að Lech Walesa og hófsam-
ir leiðtoýfar samtakanna,
hafa orðið undir í at-
kvajðagreiðslunni en þeir
höfðu lýst sig fylgjandi
málamiðlun í samningum
um styttingu vinnuvik-
unnar.
Þrátt fyrir þessa niður-
stöðu, þá sögðu heimildir
að verkamenn í Póllandi
myndu taka áskorun yfir-
valda um að vinna tvo
laugardaga í mánuði. En þá
því aðeins, að samþykkt
yrðu lög um frí á laugar-
dögum. Ef svo yrði gert, þá
Breytingar á dönsku stjórninni:
Ráðherrunmn fjölgað
og ráðuneytum skipt
Kaupmannahofn. 20. jan.
Frá fréttaritara Mbl.
ANKER Jörgensen. forsætisráó-
herra Danmerkur, hreytti i dag
skipan stjórnar sinnar og fjölg-
aði ráóherrum jafnframt um tvo,
úr 18 f 20. Lengi hefur verið búist
við breytingum á stjórninni en
það var fyrst nú að Anker fékk
tækifæri til þess með fráfaili
Finns Gundelachs, fulitrúa Dana
hjá Efnahagsbandalagi Evrópu.
Við starfi Gundelachs hjá EBE
tekur Poul Dalsager, sem verið
hefur landbúnaðar- og fiskimála-
ráðherra í dönsku stjórninni. í
hans stað hefur Anker skipað
Karl Hjörtnæs sem fiskimálaráð-
herra en hann gegndi áður emb-
ætti skattamálaráðherra og þótti
mjög umdeildur í því starfi. Þetta
er í fyrsta sinn að sjávarútvegs-
málin fá sitt eigið ráðuneyti og
þykir til marks um mikilvægi
atvinnugreinarinnar fyrir danskt
efnahagslíf.
Anker Jörgensen hefur skipað
Mogens Lykketoft sem skatta-
málaráðherra, en hann er ungur
hagfræðingur, sem starfað hefur
fyrir verkalýðshreyfinguna.
Þriðja konan bætist nú í ráðherra-
hópinn, Tove Lindbo, sem taka
mun við kirkju- og Grænlands-
málaráðuneytinu, en sá sem áður
fór með þau mál, Jörgen Peder
Hansen, verður aðalræðismaður í
Flensborg að eigin ósk.
Auk þeirra breytinga, sem hér
hafa verið raktar, verður öðru
ráðuneyti skipt milli tveggja ráð-
herra, innanríkis- og dómsmála-
ráðuneytinu. Henning Rasmussen
verður áfram innanríkisráðherra
en við dómsmálunum tekur Ole
Espersen, formaður útvarpsráðs
og talsmaður jafnaðarmanna á
þingi.
I>etta geröist
Anker Jörgensen þykir hafa
styrkt stjórn sína með þessum
breytingum en hún hefur við þrjú
meginverkefni að glíma: samninga
og lagagerð vegna náttúruauðlind-
anna í Norðursjó, efnahagserfið-
leika í kjölfar nýrra kjarasamn-
inga og nýjar leiðir til lausnar
atvinnuleysinu.
myndu samtökin ljá máls á
laugardagsvinnu fyrst um
sinn vegna hins alvarlega
ástands efnahagsmála.
Lech Walesa og ýmsir
helstu leiðtogar Samstöðu
áttu í gærkvöldi nokkuð
óvænt fund með Josef
Pinkowski, forsætisráð-
herra landsins. Pinkowski
átti frumkvæði að fundin-
um. Þessi fundur var helsta
forsíðuefni pólskra blaða í
dag og þar var tekið undir
þá staðhæfingu stjórn-
valda, að, eins og málum
væri háttað þá væri ekki
svigrúm fyrir styttingu
vinnuvikunnar.
Stanislaw Walesa, faðir
Lech Walesa tilkynnti í dag
í New Jersey, að sonur hans
myndi innan tíðar fara til
Bandaríkjanna. Stanislaw
starfar í Bandaríkjunum og
hann hitti son sinn á Ítalíu
í síðastliðinni viku. Að sögn
hans mun Lech Walesa
fara til Bandaríkjanna inn-
an tveggja mánaða.
21. janúar
1606 — Enska þingið dæmir
rómversk-kaþólska menn í þung-
ar sektir.
1769 — Útgáfa „Bréfa Juniusar“
hefst.
1772 — Útgáfu „Bréfa Juniusar“
hætt.
1793 - Loðvík XVI Frakkakon-
ungur hálshöggvinn.
1907 — Bretar viðurkenna í
fyrsta sinn tilveru leigubifreiða.
1919 — Þing Sinn Fein í Dyfl-
inni samþykkir sjálfstæðisyfir-
lýsingu.
1924 — Fyrsta þing kínverskra
kommúnista samþykkir þátt-
töku kommúnista og fagnar sov-
ézkum ráðunautum.
1936 — Játvarður VIII lýstur
konungur Stóra Bretlands.
1942 — Afríkuher Rommels
hefur nýja sókn í vestureyði-
mörkinni.
1949 — Chiang Kai-shek forseti
segir af sér í Kína eftir ófarir
þjóðernissinna.
1954 — Fyrsta kjarnorkukaf-
bátnum, „Nautilus", hleypt af
stokkunum í Bandaríkjunum.
1962 — Búlgarskur herflugmað-
ur brotiendir á Suður-Ítalíu og
biður um hæli.
1970 — Sala á frönskum Mir-
age-herþotum til Líbýu kunn-
gerð — Byltingartilraun kæfð I
fæðingu í Irak og 12 líflátnir.
1973 — Amiicar Cabral ráðinn
af dögum í Guineu.
1976 — Bretar og Frakkar taka
hljóðfráa Concorde-þotu í notk-
un á leiðum frá London til
Bahrain og frá Paris til Rio de
Janeiro.
Afmæli. John Charles Frémont,
bandarískur landkönnuður
(1813-1890) - „Stonewall*
Jackson, bandarískur Suður-
ríkjahermaður (1824—1863) —
Oskar II Svíakonungur (1829—
1907) — Léo Delbes, franskt
tónskáld (1836-1891) - Jack
Nicklaus, bandarískur golfleik-
ari (1940-).
Andlát. 1872 Franz Grillparzer,
skáld — 1924 Lenin, byltingar-
leiðtogi — 1950 George Orwell.
Innlent. 1231 d. Jón Snorrason
murtur — 1320 d. Árni bp
Helgason í Skálholti — 1828
Kambránsmenn dæmdir — 1886
d. Bergur Thorberg landshöfð-
ingi — 1904 d. dr. Jón Þorkels-
son — 1944 Bréf Sveins Björns-
sonar til forseta Alþingis um
kosningu þjóðfundar — 1895 f.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
- 1917 f. Jón úr Vör
Orð dagsins. Mikil ógæfa er í því
fólgin að vera ekki nógu hnytt-
inn til að mælast vel eða vera
ekki gæddur nógu mikilli dóm-
greind til að þegja — La Bruy-
ére, franskur leikritahöfundur
(1645-1696).
Með kjarasamningunum var á
það fallist af hálfu vinnuveitenda
að vísitala framfærslukostnaðar
bætti launþegum áfram ýmsar
verðlagshækkanir en verkalýðsfé-
lögin hétu því á móti, að komið
yrði í veg fyrir launaskrið næstu
tíu mánuði, frá 1. mars að telja.
Talsmenn stjórnarflokkanna
hafa lýst ánægju sinni með kjara-
samningana og Svend Jacobsen,
fjármálaráðherra, sagði, að minni
þörf væri á nýjum efnahagsráð-
stöfunum á þessu ári ef önnur
verkalýðsfélög fylgdu þessu for-
dæmi.
Veður
víöa um heim
Akureyri -5 snjóél
Amttsrdam 5 rigning
Aþsna 14 hsióskirt
Bsriin -2 snjókoma
BrUsssi 9 hoiðskirt
Chícago 6 skýjaó
Fsnsyjar 12 skýjaó
Frankfurt 5 rigning
Fnrsyjar 4 alskýjað
Gsnf 5 rigning
Hsisinki -2 snjókoma
Jsrússlsm 13 hsiðskirt
Jóhannssarb. 26 hsióskirt
Kaupmannahöfn -3 skýjað
Las Palmas 20 léttakýjað
Lissabon 17 hsiðskírt
London 7 skýjaö
Los Angsles 21 hsidakirt
Madrid 13 hsiðskírt
Malaga 20 léttakýjað
Mallorka 12 skýjað
Miami 19 skýjað
Moskva -5 skýjað
Nsw York 7 skýjsð
Osló -11 skýjað
Psrfs 9 skýjsð
Rsykjavík -2 úrkoma
i grsnnd
Rió ds Jansiro 37 skýjað
Rómaborg 12 hsiðskirt
Stokkhólmur -5 skýjað
Tsl Aviv 19 hsiðskfrt
Tókýó 8 hsiðskfrt
Vancouvsr 3 skýjað
Vlnsrborg 11 skýjsð
Dollar
styrkist
Lundúnum. 20. janúar. — AP.
BANDARÍSKI dollarinn hækk-
aði i verði samanborið við fiesta
gjaldmiðla i Evrópu en iækkaði
þó samanborið við enska pundið
og japanska ycnið. Nokkurs hiks
gætti á gjaldeyrismörkuðum og
þá vegna óvissu um hvaða stefnu
yrði fylgt i vaxtamáium i Banda-
rikjunum.
Að sögn kauphallarhéðna hafði
iausn gísladeilunnar fremur lítil
áhrif á gjaldeyrismarkaði en hins
vegar verður fylgst náið með hvað
íranir munu gera við það mikla fé,
sem þeir fengu úr bandarískum
bðnkum í skiptum fyrir gíslana.
Verð á gulli var 564,50 dollarar
hver únsa í Zúrich þegar gjaldeyr-
ismarkaðinum þar var lokað.