Morgunblaðið - 21.01.1981, Page 31

Morgunblaðið - 21.01.1981, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 31 „Sigurður er leikmaður á heimsmælikvarða“ - sagði Stenzel eftir leikinn „SIGURÐUR SveinsNon er leik- maður á heimsmælikvarða þegar honum tekst vel upp,“ sagði hinn fræifi Stenzel eftir leikinn í gær- kvoldi. Stenzel sagði að islenska liðið hefði komið sér verulega á óvart með góðum leik. Mbl. ræddi við Sigurð Sveinsson og innti hann eftir því hvort hann hefði áhuga á að leika handknattleik í Vestur-Þýskalandi en fullvist má telja að hann fái tilboð frá liðum þar eftir frammistöðuna i gær- kvöldi. Þá hefur áður spurst út um hina miklu hæfileika hans. „Já ég hef mikinn áhuga á að leika erlendis og þá sérstakiega hér i Þýskalandi. Það væri lær- dómsrikt að leika hér i eitt ár. Ég er í góðri æfingu um þessar mundir. Ég tel að við höfum verið óheppnir að vinna ekki í kvöld. Við eigum að geta unnið þá i leiknum á fimmtudag er liðin mætast aftur." sagði Sigurður og bætti við, „og svo tökum við vonandi Danina i karphúsið um helgina.“ — ÞR. ^ lHorpnuMnþi^ QMna Skíðagönguskóli Morgunblaðsins malmvr TonKIN © Bull’s Stefán Halldórsson braust inn úr horninu og skoraði jöfnunarmark tslands. • Það mikilvægasta við stafina er rétt lengd. Þið getið valið úr mörgum ágætum tegundum. • Veljið ykkur létta stafi, sem eru sveigjanlegir þannig að arm-átakið verði léttara. Jafntefli gegn heimsmeisturunum - með smáheppni hefði sigur getað unnist ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli 15—15 gegn heimsmeist- urunum i íþróttinni, Vestur-Þjóðverjum, í Ham- borg í gærkvöldi. Að sögn Hilmars Björnssonar var íslenska liðið óheppið að sigra ekki í leiknum því að mörg góð tækifæri fóru forgörðum og þá sérstak- lega síðari hluta leiksins. í hálfleik hafði íslenska lið- ið forystu 9—7. Hilmar sagði í viðtali við Mbl. að hann hefði lagt upp fyrir leikinn að leika rólegan og yfir- vegaðan bolta. Það hefði tekist mjög vel í fyrri hálfleiknum. Varnarleikurinn var mjög sterkur og Jens Einarsson sem var í markinu allan leikinn varði eins og berserkur. Ajls varði Jens 18 skot í leiknum. íslenska liðið tók forystuna í leiknum og eftir 12. mínútna leik var staðan 3—2 þeim í vil. Lengst af skildu tvö mörk liðin en mesti munur voru þrjú mörk. Lögð var áhersla á að stöðva hraðaupphlaup Þjóðverja og tókst það vel. Liðið sem hóf leikinn var skipað þessum leikmönnum: í markinu V-Þýskaland—ísland 15—15 var Jens Einarsson, Stefán Hall- dórsson í hægra horni, Brynjar Harðarson í vinstra horni, Sigurð- ur Sveinsson, Ólafur H. Jónsson, og Þorbjörn Guðmundsson á miðj- unni og Steindór Gunnarsson tók hinn fræga leikmann Wunderlich úr umferð, Þorbjörn Guðmunds- son lék aðeins í vörninni en skipti í sókninni við þá Atla Hilmarsson og Axel Axelsson, Bjarni Guð- mundsson og Gunnar Einarsson eru báðir veikir og gátu því ekki leikið með. Þýska landsliðið kom mjög ákveðið til leiks í síðari hálfleik og ætlaði sér greinilega ekki að fara að tapa leiknum fyrir framan 4000 áhorfendur sem á leikinn horfðu. Þrátt fyrir það hafði íslenska liðið forystuna alveg þar til á 55. mínútu þá jafna Þjóðverjar 13— 13. Komast síðan yfir 14—13. Axel misnotaði vítakast í næstu sókn og skömmu síðar fer hraðaupp- hlaup forgörðum eftir sendinga- mistök hjá Þjóðverjunum. Það er svo Sigurður Sveinsson sem jafnar leikinn 14—14. En Sigurður var tekinn úr umferð af Þjóðverjum allan síðari hálfleikinn. Hann hafði skorað 5 mörk í fyrri hálfleik og gert Þjóðverjum lífið leitt með þrumuskotum sem ýmist höfnuðu í netinu eða í markstöng- unum. Þegar 2 mín. og 20 sek. voru eftir af leiknum náði Wunderlich forystu fyrir þýska liðið. í næstu sókn braust Stefán Halldórsson laglega inn úr hægra horninu og skoraði glæsilega og jafnaði met- in. Jens varði svo meistaralega gott skot úr horninu þegar 25 sek. voru eftir af leiknum. Þessar síðustu sekúndur var lögð áhersla á að halda boltanum og tryggja jafnteflið og það tókst. Að sögn Hilmars var það fyrst og fremst sterk liðsheild sem vann þennan sigur. En Sigurður Sveinsson átti stórleik og skoraði sjö mörk. Jens var mjög góður í markinu og þeir Ólafur H. Jóns- son og Þorbjörn Guðmundsson í vörninni. Nýliðinn Brynjar Harð- arson lék allan leikinn og stóð sig eins og hetja, skoraði fallegt mark og fiskaði eitt vítakast. MÖRK ÍSLANDS: Sigurður Sveinsson 7 2v, Axel Axelsson 3 lv, ólafur H. Jónsson 2, Steindór Gunnarsson 1, Stefán Halldórssota 1, og Brynjar Harðarson 1. — ÞR Hópferó á Evrópuleik Víkings og Lugi SAMVINNUFERÐIR-LANDSÝN hí. hafa ákveðið að efna til hópferð- ar á ieik Víkings og Lugi, sem fram fer i Lundi nk. sunnudag. Tilhögun ferðarinnar er á þann veg, að flogið verður til Kaupmanna- hafnar laugardaginn 24. janúar kl. 08.15. Dvalið verður á hóteli i miðborg Kaupmannahafnar í tvær nætur. Farið verður heim mánudaginn 26. janúar kl. 14.25. Verð ferðarinnar er aðeins 1.890.- en í verðinu er innifalið: Flug til og frá Kaupmannahöfn, gisting í 2 nætur ásamt morgunverði, ferðir til og frá leik í Lundi og aðgöngumiði á ieikinn. íslenskur fararstjóri verður með i förinni. Vegna mikiilar eftirspurnar er fóiki ráðlagt að panta sem fyrst þvi , sætafjöldi er takmarkaður. Aliar nánari upplýsingar gefur sölufólk Stenzel þjálfari Þjóðverja. Samvinnuferða-Landsýnar í simum 27077/28899.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.