Morgunblaðið - 25.01.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.01.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981 29 Hin unga og fagrra Bjanka (Lilja Þórisdóttir) ásamt biðlum sínum tveimur Hortensió t.v. (Hanna Maria Karlsdóttir) og Lúsentsíó t.h. (Ragnheiður Steindórsdóttir). Reykjavík, Hallgrímskirkju og stöðumæli. Fróðlegt hefði verið að ræða við höfund leikmyndarinnar, Steinþór Sigurðsson, en ekki gafst tækifæri til þess. Shakespeare ________og ótemjan__________ Leikritið Ótemjan eða Snegla tamin er meðal fyrstu gaman- leikja Shakespeares. Það er talið samið og frumsýnt á timabilinu 1592—94 en var fyrst gefið út á prenti í heildarútgáfu á verkum skáldsins 1623. Ýmsar getgátur hafa verið á lofti um, hvort Shakespeare hafi byggt Ótemjuna á eldra leikriti svipaðs efnis, því að vitað er að 1594 kom út leikritið The Taming of a Shrew. Ýmsir fræðimenn telja þó, að síðar- nefnda leikritið sé léleg endurrit- un á verki Shakespeares og þriðji hópurinn hallast helst að því að bæði þessi verk byggi á þriðja verkinu, sem nú sé óþekkt. Um slíkt má eflaust lengi deila en víst er um það, að efnisþættir þeir eða minni, sem tekin eru upp í leikrit- inu eru þekkt í ýmsum öðrum myndum. Forleikur og eftirleikur verksins hjá Shakespeare greinir frá al- múgamanninum Slæg, sem aðals- menn rekast á drukkinn, dubba upp í fín klæði og bera inn í ríkulegan bústað og telja honum trú um að hann sé aðalsmaður. Síðan er leikið fyrir hann leik- ritið Snegla tamin. Þetta minni var meðal annars þekkt úr Arab- ískum nóttum og hefur sem kunn- ugt er oft verið notað síðan í leikverkum, m.a. af Holberg í Jeppa á Fjalli. Forleik þessum eða umgjörð er sieppt í sýningu Leikfélags Reykjavíkur og nýr kominn í staðinn. Minnið um ungu, fögru og eftirsóttu dótturina, Bjönku, og alla biðlana er einnig þekkt úr ýmsum leikverkum, en er þó í þessu tilviki augljóslega tekið upp úr ítölskum gamanleik I Suppositi eftir Ariosto (1509), en þar skipta þjónar og húsbóndar m.a. um gervi í því skyni að ná ástum ungu stúlkunnar. Ensk þýðing þessa verks var vel þekkt í Bretlandi á dögum Shakespeares. Þriðja og meginminnið: hin skapstygga dóttir, sem enginn vill líta við, skassið, og staða konunn- ar í hjúskap var efni sem margar sögur, ballöður og bæklingar þess- ara tíma fjölluðu um. Sjálfur hafði Shakespeare lítillega minnst á stöðu konunnar í gamanleiknum Allt í misgripum nokkru áður en hann samdi Ötemjuna, og í háðs- og ádrepubæklingum var óspart gert grín að skyldum eiginkvenna og ýmsu öðru sem að kvenfólki sneri, svo sem öfgakenndri kven- tísku í klæðaburði. Ótemjan er að því leyti ólík öðrum vinsælustu gamanleikjum Shakespeares, að rómantíkin er þar fyrirferðarminni þáttur en í mörgum öðrum, atburðarásin galsafengnari og verkið í rauninni meiri farsi en flest önnur leikrit hans. I kvöld er verkið í fyrsta skipti tekið til sýninga í íslensku atvinnuleikhúsi en nemendur Gagnfræðaskólans á Húsavík sýndu það fyrir einu eða tveimur árum. Sú umgjörð leiksins, sem kemur i stað gamla for- og eftirmálans er samin af Böðvari Guðmundssyni að ósk og í samráði við leikstjóra sýningarinnar, eins og áður segir. Sjöunda verk _______Shakespeares________ Ótemjan er sjöunda verk Shake- speares, sem sýnt er hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Fyrsta verk hans, sem var hér sýnt og jafn- framt fyrsta Shakespeare-sýning- in hér á landi, var Þrettándakvöld, sem var sýnt 1926. Síðar sama ár kom svo Vetrarævintýri. Kaup- maðurinn í Feneyjum var rómuð sýning 1945 og 1949 var Hamlet sýndur. Á 400 ára afmæli skálds- ins, 1964, sýndi félagið Rómeó og Júlíu og fyrir fjórum árum, 1977, komst Makbeð á fjalirnar. Það má því segja að meira en hálf öld sé liðin frá því að Leikfélagið sýndi síðast gamanleik eftir Shake- speare. bviðsmyna. ryrir miðju er Karl Guðmundsson i hlutverki þjónsii Biondcllo. Aðrir á myndinni: Jón Sigurbjörnsson (Baptista) Margr Helga Jóhannsdóttir (Gremió) Ragnheiður Steindórsdóttir (Lúsent íó), Kjartan Ragnarsson (Kúrtis), Harald G. Haralds (þjónn h Petrútsíó) og Hanna M. Karlsdóttir (Hortensíó). * A í ' é < RYMINGARSALA SOFASETT VEGGHILLUR Kynnið ykkur hve komman hoppar hagstætt á rýmingarsölunni hjá okkur. 9 Húsgagnasýning 9 sunnudag 9 kl. 2—5. MRDUEFIIR VEDURSRtNNI OGFMNI ÞÉR FRAMDMFINN cmmoH (Það sakar ekfci aðlíta einnig á bensínspána, pví Chevrolet Citation eyðiraðeins io lítrumá hundraðið, amerískur auðvitað.) » í io8o árg.: 118.000 krónur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.