Morgunblaðið - 25.01.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.01.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981 „Þú verður 97 ára,“ sagði röddin við mig, þegar ég var 17 ára óli Ásmundsson 92 ára i anddyri Landsbókasafns. Það var á sl. hausti að ég heyrði greint frá því að enn væri á lífi aldraður múrari er unnið hefði að smíði Safnahússins við Hverfis- götu í Reykjavík. Sá áfangi á þroskabraut þjóðar, er heimti heimastjórn, markaði spor í menntalíf. Finnbogi Guðmunds- son landsbókavörður hefir nýverið vakið athygli á þvi, í tilefni af smíði Þjóðarbókhlöðu, hve stór- huga aldamótakynsióðin var er hún veitti fé til smíði Safnahúss. Byggingakostnaður Safnahúss- ins, sem var að mestu reist á tveimur árum, reyndist um 1/12 hluti fjárlaga þeirra ára, en yrði Þjóðarbókhlöðu lokið á jafn skömmum tíma og byggingakostn- aði deilt á fjárlög 2ja ára yrði útkoman 1/120 hiuti. Auðvitað er þetta kannske eigi að öllu leyti sambærilegt þvi þarfirnar eru fleiri nú. En sleppum nú öllum saman- burði og talnaþrautum, en hyggj- um að frásögn Óla Ásmundssonar múrara, er hann rekur löngu liðna atburði er enn iifa í hugskoti. Við sitjum í herbergi því er hann deilir með öldruðum manni, á Eliiheimilinu Grund við Hring- braut. Óli segir svo frá: Ég er fæddur árið 1889. Ég man fyrst eftir mér, svona raunveru- lega, þegar ég var á áttunda árinu. Ég átti föður, sem helst ekki gat unnið nema undir áhrifum áfeng- is. Ásmundur Sveinsson hét hann og var lögfræðingur. Ekki af danska skólanum heldur tók hann lögfræðipróf sitt i Edinborg og fékk þarafleiðandi ekki neitt sýslustarf hérna. En hann var stundum settur sýslumaður. Hann var t.d. settur sýslumaður þegar hann kynntist hinum fræga manni Snæbirni í Hergilsey. En hann fékk aldrei fast embætti vegna þess að hann var ekki danskmenntaður. Ég fór margar ferðir fyrir föður minn til brennivínssala á Lauga- veginum, með bækur að fá brenni- vín fyrir. Það eru ófáar bækur sem ég fór með, sem hann fékk hjá föður mínum fyrir brennivín. Ég skal segja þér eitt úr þessu ferðalagi mínu með bækurnar, þá var ég sem sagt búinn að þurrka bókasafnið hans pabba, nema það sem ætlað var krökkunum, það var t.d. þjóðsagnasafnið gamla, þykk bók og stór. Sjáðu til, þá var ég vinnandi hjá honum Leifi Þorleifssyni, kaupmanni á Lauga- vegi 5. Eitt skipti sem ég var á leiðinni þarna til brennivínssalans fyrir föður minn þá fer ég með þessa stóru bók, þá kemur Leifur Þorleifsson kaupmaður, sem ég vann hjá og segir: Óli, komdu með mér og láttu mig fá bókina. Og hann fór með mig til brennivíns- salans. Ég hef aldrei séð eins lélegan mann eins og brennivíns- salann, þegar Leifur fór að tala við hann og sagði: Réttast væri nú að ég stefndi þér til þess að þú skilaðir öllum bókunum aftur sem þessi drengur hefir flutt til þín, öllum. En þessa bók færðu ekki og þú skalt þakka mér og öðrum fyrir það, að við ekki látum lögregluna ganga í það sem þú ert að gera hérna, alveg hreint í lögleysi, brennivinssali. Þú hefðir átt að sjá andlitið á honum. P: Þú byrjar snemma á þinni iðn, steinsmíðinni. Nei. Þú manst nú eftir Thom- sensmagasíni. Ég lenti þar hjá Kristjáni Kristjánssyni sem Thomsen pantaði frá Danmörku. Hann var íslendingur. Ég byrjaði að læra hjá honum mublusmíði. Var hjá honum eitthvað á þriðja ár. Ég smíðaði sveinsstykkið mitt, sem var skápaskrifborð. Það fór austur að Selfossi. Það bjó þar lögfræðingur, Magnús Arinbjarn- arson. Hann fékk skápaskrifborð- ið sem ég smíðaði sem mublusmið- ur. Þetta var vandaðasta smíði. Það var rauðfura. Svo þegar þetta var komið í kring og Thomsensmagasín fór á höfuðið. Sjáðu til, ég átti frænda. Ég var sem sagt búinn að vera þarna tvö ár sem lærlingur hjá Kristjáni í Thomsensmagasíni. Þessi frændi minn vildi ekkert tillit taka til tímans, sem ég hafði unnið við smíðarnar hjá Kristjáni, nema því aðeins ?.ð ég gæfi honum þessi tvö ár. Iðnnámið var 4 ár. En það varð til þess að ég gat það ekki. Ég treysti mér ekki til þess að gefa honum eftir þennan tíma. Svo þar með var mublusmíðin mín búin að vera. P: Og þá snýrðu þér að stein- smíðinni. Já, það er nú dálítið merkilegt. Þú manst eftir Rögnvaldi Ólafs- syni arkitekt. Hann stóð fyrir smíði Keflavíkurkirkju. Það er ein fallegasta kirkjan á landinu. Þeg- ar hann fréttir þetta af högum mínum, ég veit ekki af hverjum, en þá kallar hann til mín og segir: Viltu nú ekki snúa þér frá þessari mublusmíði og skal ég kenna þér það sem ég get kennt þér í húsasmíði. Ég ætla ekkert að segja þér hvað ég varð feginn. Maður sem ég þekkti svona af afspurn. En sá reyndist mér vel. Hann kenndi mér það sem ég flaut á við mínar húsbyggingar. Ég lærði hjá honum alveg að taka teikningar og ábyrgjast að farið væri nákvæmlega eftir þeim. Ég sneri mér svo að múrverkinu. Þar átti ég góðan mann að. Guðjón sáluga Gamalíelsson. Karlinum þótti vænt um mig sem lærling. Það varð til þess að ég gerðist múrari og smíðaði sveinsstykkið mitt í Gasstöðinni. Ég fékk þar múrsteina og ég hlóð múrara- sveinsstykkið mitt í Gasstöðinni við Hverfisgötu. Það stóð þar í langan tíma. Ég þurfti að flýta mér því ég ætlaði út til Danmerk- ur með sveinsbréfið mitt. Guðjón gekk nú frá því með löglegum hætti. Ég var nú heldur glað- hlakkalegur og fer út með sveins- bréfið. Svo lendi ég í því að það er vinnudeila í Danmörku þegar ég kem þangað. Þegar ég framvísa þessu sveinsbréfi mínu hjá félags- skap múrarasveina í Kaupmanna- höfn þá hlógu þeir bara að mér. En svo var ég svo heppinn að þeir lenda í „lockout", en ég er með mitt sveinsbréf í höndunum, ekki frá þeim. Og ég fékk atvinnu hjá tveimur meisturum í Danmörku, að sjá um smíði á húsum sem þeir áttu að standa skil á. Eitt húsið átti bankastjóri í Verzlunarbanka Kaupmannahafnar. Ég lenti í því að byggja fyrir hann sumarbústað norður á Jótlandsskaga. Á ég að segja þér hvað hann sagði þegar hann tók húsinu. Þá sagði hann: Þetta er nú vel gert. Og fann ekkert að smiðinni. En það sem mér þykir vænst um er að það skuli vera Islendingur sem hefir byggt það. Heldurðu að það hafi komið við mig þetta? P: Hvað kanntu að segja frá smíði Safnahússins? Þú varst nemi þá. Það er byggt þannig Safnahúsið, að það eru loftlausir salir. Það komu sérfræðingar til að steypa loftin. Þetta var allt saman opið, nema gangarnir upp með, þeir voru steyptir. Og sjáðu til. Svo er ég þarna lærlingur og ég er að flytja lögun, steypu handa mönn- unum sem eru að vinna undir súðinni. Það er gangur þar og gangar meðfram allri súðinni og til þess að komast þetta þurfti ég að fara á planka, sem lá á milli yfir gímaldið og var annar endinn hjá smiðunum og hinn var inni á ganginum sem ég kom upp á. Smiðirnir höfðu sparkað plankan- um frá sér svoleiðis að hann hafði ekkert til þess að hvíla á. Ég fer og spásséra út á helv. plankann, held að það sé allt ílagi. Ég var með tvær kalkfötur í höndunum og reyndi að halda mig á plankanum þangað til ég snerist við með föturnar og á hausinn niður, 13 metra. Og sjáðu nú til, það héldu nú allir að þetta væri síðasta ferðin mín, niður í púkkað grjót, en það var fjögurra álna hár trébúkki á gólfinu í Náttúrugripa- safninu. Ef ég hefði lent á búkkan- Félög sjálfstæðis- manna í Nes- og Melahverfi og Vestur- og Mid- bæjarhverfi boöa til fundar meö umdæmafulltrúum þrlöjudaglnn 27 jan. kl. 20.30 í Valhöll. Háaleitisbraut 1. Á fundinn mæta Guömund- ur H. Garöarsson, Gunnlaugur B. Daníelsson og Sveinn H. Skúlason. Umdæmafulltrúar eru hvattir til aö mæta stundvíslega. Stjórnir félaganna. Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík Almennur félagstundur veröur mánudaglnn 26. janúar nk. f Sjálfstæöishúsinu Valhöll. Háaleltlsbraut 1, 1. hæö, vestursal og hefst kl. 20.30. Fundarelni: Framtfð Sjáltstæöisflokksins og stsös ríkis- stjómarinnar. Framsögumsnn: Styrmir Gunnarsson, rlstjórl og Frtörik Soph- usson, alþingismaöur Almsnnar umraaöur — vsitingar. Fundarstjórk Asdf* J. Rafnar. fréttamaöur Fundarrttart: Artna Artnbjamardóttlr, tulttrúl. Fundurlnn ðllum opinn. Stjórnln Sjálfstæðisfólk Breiðholti Þorrablót Þorrablót Sjálfstæöisfélaganna í Brelöholti veröur haldlö i félags- heimill Sjálfstæöisflokkslns aö Seljabraut 54. laugardginn 7. febrúar og hefst kl. 19.00. Miöapantanir og upplýslngar gefa Geröur sfmi 73227, Lúövfk 71972, Halldór 72229. Alfheiöur 74826. Félag sjálfstæöismanna f Fella- og Hólahvorfi, Félag sjálfstæöismanna f Skóga- og Ssljahverfi, Félag sjálfstæöismanna f Bakka- og Stekkjahverfi, Þór — FUS. Hafnarfjörður Sameiginlegur fundur fulltrúaráös og Sjálfstæölsfélaganna veröur haldinn f Sjálfstæölshúsinu mánudaglnn 26. jan., nk. og hefst kl. 20.30. Fundarefnl: 1. Fjárhagsáætlun Hafnarfjaröar Frummælandl: Árni Grétar Flnnsson, bæjarfulltrúl. 2. önnur mál. Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna, Sjálfstæöisfélögin Fram, Stefnir, Vorboölnn og Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.