Morgunblaðið - 25.01.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.01.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981 Rætt við prófessor Sigurð Líndal forseta Hins íslenzka bókmenntafélags LjÓHBynd Emilla. „Mikil þörf á að efla frjáls samtök á sviði menningarmála“ Ekki alls fyrir löngu mátti lesa í frétt- um að Hið íslenzka bók- menntafélag starfaði nú í fyrsta sinn í eigin húsnæði, í húsinu að Þingholtsstræti 3, sem fé- lagið hefur keypt. Þetta þótti nokkrum tíðind- um sæta þar sem Bók- menntafélagið, sem stofnað var á öndverðri 19. öld, hefur allar götur síð- an verið á hrakhólum með húsnæði og aldrei átt öruggan samastað. Nú- verandi forseti Hins íslenzka bókmenntafé- lags er prófessor Sigurður Líndal. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann og var umræðuefnið fyrst og fremst hlutverk þessa forna félagsskapar í þjóðfélagi nútímans, — hvert það væri. Margt annað bar þó á góma. Var Sigurður fyrst beðinn að rekja í stuttu máli sögu félagsins, sérstak- lega með tilliti til athafna þess umliðna hálfa aðra öld. „Fram til þess að Hið íslenzka bókmenntafélag var stofnað árið 1816 var sú stefna ráðandi að flytja menningarstarfsemi úr landinu til Kaupmannahafnar, sbr. útflutning handritanna, og margir litu svo á að íslenzka væri deyjandi tungumál sem hljóta myndi sömu örlög og gotneska eða engilsaxneska. Stofnun félagsins var til marks um nýtt viðhorf til íslenzkrar tungu og bókmennta síðari alda, sem i meginmáli fól i sér, að hér eftir skyldu íslend- ingar sjálfir hafa forystu um að efla menningarstarf í landinu sjálfu. Ég held því fram, að fréttaflutningur Sagnablaðanna og Skírnis frá útlöndum ásamt útgáfu Sturlungu og Árbóka Espó- líns — en þá fyrst varð saga síðari alda almenningi kunn — hafi verið ein meginforsenda þess að sjálfstæðisbaráttan fékk hljóm- grunn með þjóðinni jafn skjótt og raun ber vitni. En þessi þáttur félagsins hefur aldrei verið met- inn að verðleikum. Bókmenntafélagið starfaði lengst af í tveimur deildum, Reykjavíkurdeild og Kaupmanna- hafnardeild, og var starfsemi þeirra síðarnefndu miklu öflugri í fyrstu, eins og vænta mátti. Megin viðfangsefni félagsins skyldi vera bókaútgáfa en einnig skyldi það sinna ýmsum öðrum fræðaverk- efnum, sem snertu land og þjóð, og það gerði félagið á 19. öld. Nafn félagsins, Hið íslenzka bók- menntafélag, má ekki skilja þann- ig að það hafi átt að fást við fagurbókmenntir eingöngu — í rauninni hefur útgáfa fræðirita af ýmsu tagi, bæði á sviði hugvísinda og raunvísinda, verið megin við- fangsefni þess allar götur. Starf- semi Bókmenntafélagsins er þannig beint framhald af starf- semi Hins íslenzka lærdómslista- félags, sem íslenzkir stúdentar stofnuðu í Kaupmannahöfn 1779 en það félag sameinaðist Bók- menntafélaginu árið 1818 og lét því eftir gögn sín og aðrar eignir. Ef gera á grein fyrir starfsemi Bókmenntafélagsins þá sextán áratugi sem það hefur starfað er hentugt að skipta sögu þess í fjögur tímabil. Frá 1816—1851 var mikil gróska í starfsemi félagsins eða þeirri deild þess sem var í Kaupmannahöfn. Þegar á fyrsta starfsári hóf félagið að gefa út tímarit er nefndist íslenzk sagna- blöð og kom það út árlega þar til 1826 er Skírnir tók við, en hann hafði sama hlutverki að gegna og Sagnablöðin lengi framan af, — að vera eins konar fréttablað fyrir Islendinga. Það má þannig með réttu líkja Skírni við langafann í íslenzku fjölmiðlafjölskyldunni því hann er elztur þeirra allra sem nú eru við lýði, undanfari dag- blaða, útvarps og sjónvarps. Skírnir er enn tímarit félagsins þó efni hans sé auðvitað með allt öðrum hætti en var. — Á þessu tímabili í sögu félagsins var út- gáfustarfsemi þess mjög öflug. Meðal þeirra rita sem út voru gefin voru Sturlunga saga, 1817— 21, og Árbækur Espólíns en útgáfu árbókanna lauk ekki fyrr en 1855. Auk þessa annaðist félagið tvö merkileg verkefni á þessu tíma- bili, — það studdi landmælingar Björns Gunnlaugssonar á íslandi og tók að sér útgáfu á íslands- uppdrætti hans 1844—1848, sem er fyrsta nokkurn veginn rétta kortið sem til er af Islandi. Annað mikið verkefni, sem því miður fórst að mestu fyrir, var undir- búningur að fullkominni lýsingu Islands sem Jónas Hallgrímsson skáld hafði forgöngu um. Var árið 1839 hafin umfangsmikil gagna- söfnun í þessu skyni sem m.a. leiddi til skipulegra veðurathug- ana á vegum félagsins. Eftir lát Jónasar, árið 1845, varð enginn til að halda þessu verki áfram. Annaö tímabilið í sögu félags- ins, 1851—1879, miðast við þau ár, sem Jón Sigurðsson var forseti Hafnardeildarinnar. Undir hans stjórn hóf félagið útgáfu fimm stórra safnrita, en þau eru: „Safn til sögu íslands og islenzkra bók- mennta" 1853 —, „íslenzkt forn- bréfasafn" 1857 —, „Biskupa sög- ur“ 1858—1878, „Skýrslur um landhagi á íslandi" 1858—1875 og „Tíðindi um stjórnmálefni ís- lands" 1853—1875. Koma tvö hin fyrsttöldu þessara rita út enn í dag, — ærið óreglulega þó. Þá annaðist félagið handritasöfnun og eru handritasöfn þess nú deild í handritasafni Landsbókasafns. Markmið Jóns Sigurðssonar með útgáfu laga og hagskýrslna var að opna stjórnkerfið, undirbúa ís- lendinga til að taka við eigin málefnum úr höndum Dana og ala þá upp til lýðræðis. Á þriðja tímabilinu, frá 1879— 1911, hafði Reykjavikurdeildinni vaxið mjög fiskur um hrygg og litu margir félagsmenn svo á að upphaflegar forsendur deilda- skiptingarinnar væru ekki lengur fyrir hendi. Árið 1883 samþykkti Reykjavíkurdeildin að deild fé- lagsins í Kaupmannahöfn skyldi lögð niður. Það varð þó ekki fyrr en 1911, að deildirnar semeinuð- ust, en í stað Kaupmannahafnar- deildarinnar var stofnað Hið ís- lenzka fræðafélag, sem enn starf- ar í Kaupmannahöfn. Fjórða tímabilið er svo frá 1911 þar til nú, því segja má að félagið hafi þá verið komið í þær skorður að sinna einvörðungu bókaútgáfu. Önnur verkefni sem félagið hafði haft afskipti af hurfu af sjálfu sér til annara aðilja s.s. rannsókna- verkefni og handritasöfnun. Á 19. öld og í upphafi 20. aldar er félagið meðal helztu útgefenda landsins en þegar leið á þessa öld fjölgaði útgefendum hérlendis. Þetta leiddi, auk annarrs, til þess að Bókmenntafélaginu hnignar, — starfsemi þess dregst saman og beinist æ meir að íslenzkum fræð- um í þrengstu merkingu þess orðs, þ.e. málfræði, bókmenntum og sögu. Á síðustu árum hefur hins vegar verið reynt að gera útgáfu- starfsemi félagsins fjölbreyttari og meira í þeim anda sem var á 19. öld.“ Hvaða hlutverki gegnir Bók- menntafélagið nú á tímum? „Nú sagði ég að félaginu hefði hnignað er leið á þessa öld. Hafði það þá ekki lokið sínu hlutverki?, kynni einhver að spyrja, og eðli- Iegast að leggja það niður. I þessu sambandi er vert að taka þrjú atriði til umhugsunar: Bókmenntafélagið er elzta menningarstofnun á Islandi sem starfar utan ríkiskerfisins — bæði skólar og kirkja hafa ætíð starfað að miklu leyti innan þess. Bók- menntafélagið er gömul stofnun, sem á sér langa sögu og hefð, og slíkar stofnanir hljóta að teljast mikilvæg kjölfesta í menningu hverrar þjóðar þ.á m. íslendinga, — ekki sízt ef hugsað er til þeirra erlendu menningaráhrifa sem nú setja mark sitt á þjóð og tungu. Engu veigaminni rök eru fyrir því að vernda gamla stofnun en sýni- legar minjar s.s. hús eða önnur mannvirki. I annan stað tel ég mjög æski- legt að í landinu starfi óháðar menningarstofnanir, eins og Bók- menntafélagið, til mótvægis við hinar rikisreknu. Meginþorri allr- ar menningar- og menntastarf- semi í landinu er á vegum opin- berra aðilja, ríkis og sveitarfélaga — og sýnast þeir heldur vera að sækja á í þeim efnum. Nú á síðustu árum hafa margir lýst þeim vilja sínum að draga úr áhrifum ríkisvaldsins — þeir áköfustu kenna sig sérstaklega við frjálshyggju. En þrátt fyrir stór orð á stundum verður þess alltof lítið vart að boðberar frelsis og framtaks einstaklinganna stuðli að frjálsri menningarstarfsemi. Manni dettur helzt í hug að frjálshyggjufólk á íslandi sé orðið svo vant við frumkvæði ríkisins í menningarmálum að það trúi raunverulega ekki á frjálst fram- tak í þeim efnum. Það er ákaflega illa komið, ef sú er raunin, því hér á landi er frjáls menningarstarf- semi af alltof miklum vanefnum. Þótt opinberar mennta- og menn- ingarstofnanir gegni flestar hlut- verki sínu með prýði er sú hætta alltaf fyrir hendi, að stjórnmála- flokkar seilist þar um of til áhrifa, innan þeirra verði ein stefna um of ráðandi, og þeir, sem þar starfa, verði helzt til mikið steyptir í sama mót. Það er því mikil þörf á að frjáls samtök eflist á þessum vattvangi, — að því leyti hefur Bókmenntafélagið vissulega hlut- verki að gegna. í þriðja lagi er bókaútgáfa hérlendis háskalega einhæf. Innan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.