Morgunblaðið - 05.03.1981, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
47
4
Meistarakeppni Evrópu
Liverpool lagði
mótherjana 5—1
BAYERN Munchen vann sann-
Kjarnan sigur á tékkneska liðinu
Banik Ostrava i Milnchen í gær-
kvöldi 2—0. Staðan í hálfleik var
0—0. 20.000 áhorfendur sáu sið-
an B-Miinchen leika tékkneska
Lið Péturs tapaði
í Búlgaríu 3—2
LIÐ Péturs Péturssonar tapaði
fyrri leik sínum í UEFA keppn-
inni í knattspyrnu geKn Slavia
Sofia í Búlgariu í gærkvöldi
3—2. Staðan i hálfleik var jöfn
1 — 1. Leikur liðanna var vel
leikinn og spennandi að sögn
fréttaskeyta. Besti maður Sofia
var Zvetkov sem skoraði tvö
mörk, þriðja mark liðsins skor-
aði Aliev. Mörk Feyenoord skor-
uðu Nielsen og Vermoylen sem
tókst að minnka muninn niður í
eitt mark fyrir Feyenoord rétt
fyrir leikslok. Síðari leikur lið-
anna fer fram i Ilollandi og ætti
Feyenoord að eiga góða mögu-
leika á að komast áfram i 4 liða
úrslit þar sem liðið náði að skora
tvö mörk á útivelli.
Landsleikir við
Bikarmót
á skíðum
á ísafirði
UM NÆSTU helgi fer fram
hikarmót á skiðum á ísafirði
keppt verður i alpagreinum
unglinga. Þann 14. mars
verður svo firmakeppni i
svigi.
liðið grátt i siðari hálfleik og
máttu þeir þakka fvrir að fá ekki
fleiri mörk á sig. Mörkin skoruöu
Janzon og Breitner úr vita-
spyrnu.
Liverpool vann stórsigur 5—1
gegn CSKA frá Búlgaríu. Souness
skoraði fyrsta mark leiksins á 16.
mínútu eftir góða sendingu frá
Dalglish. Sammy Lee skoraði 2—0
á síðustu mínútu fyrri hálfleiks-
ins. Souness skoraði þriðja markið
á 51. mínútu. Þá tókst Búlgörum
að minnka muninn í 3—1. En tvö
síðustu mörk Liverpool skoruðu
þeir Terry McDermott og Souness
sitt þriðja mark í leiknum.
Úrslit leikja í meistarakeppni
Evrópu í gærkvöldi:
Bayern — Banik Ostrava 2—0
Spartak Moskva — Real Madrid
(úrslit bárust ekki)
FC Liverpool — CSKA Sofia 5—1
Inter — Rauða stj. Belgr. 1—1
UM NÆSTU helgi leika íslendingar landsleiki í blaki við Færeyinga.
bað eru kvennalið og unglingalið (drengir 17—19 ára) þjóðanna sem
eigast við.
Þetta eru 5. og 6. kvennalandsleikur íslands, en í fyrsta sinn sem
unglingalið fær að spreyta sig. Flogið verður til Færeyja fimmtudag-
inn 5. mars, leikið í Vogi föstud. 6. og Þórshöfn laugardag 7. mars.
Liðin eru þannig skipuð:
Kvennalið: Félag Hæð Aldur Leikir
3 Þorbjörg Rögnvaldsd. UBK 169 21 la 2b
4 Birna Kristjánsdóttir ÍS 170 21 la
6 Guðrún Guðmundsdóttir UBK 175 19 0
7 Þóra Andrésdóttir ÍS 167 20 2b
8 Jóhanna Guðjónsdóttir Víking 166 20 4a
9 Málfríður Pálsdóttir ÍS 169 24 3a 2b
11 Hulda Laxdal Þrótti 173 21 0
12 Sigurborg Gunnarsdóttir Unglingalið UBK 163 19 la 2b
1 Magnús K. Magnússon HK 174 16
2 Jón Rafn Pétursson ÍMA 183 18
3 Kristján Sigurðsson ÍMA 178 19
5 Þorvarður Sigfússon ÍMA 191 18
6 Karl Valtýsson ÍMA 179 17
7 Jón Árnason Þrótti 176 17
9 Haukur Magnússon Þrótti 183 17
10 Ástvaldur Arthursson HK 185 16
Standard gerði
jafntefli 0—0
LIÐ ÁSGEIRS Sigurvinssonar
Standard Liege gerði markalaust
jafntefli í gærkvöldi við FC Köln
á heimavelli sinum. Ásgeir lék
ekki með liði sinu þar sem hann
var i leikbanni. Lið hans átti mun
meira í leiknum og var mjög
óheppið að nýta ekki sum stórgóð
marktækifæri sín. Besti maður-
inn í liði FC Köln var markvörð-
ur liðsins Schumacher sem bjarg-
aði hvað eftir annað mcistaralega
vel.
Lið Arnórs Guðjohnsen, Loker-
en, lék í Hollandi gegn AZ 67 og
tapaði 2—0. Holienska liðið hafði
nokkra yfirburði í leiknum og lék
vel að vanda. Mörk AZ skoruðu
þeir Pier Tol og Kurt Welzl.
Úrslit leikja í UEFA-keppninni
í gærkvöldi urðu þessi:
Standard Liege—FC Köln 0-0
Grasshoppers—Sochaux 0-0
St. Etienne—Ipswich 1-4
AZ 67—Lokeren 2-0
Þjálfarar eru þeir félagar Leifur Harðarson og Guðmundur E. Pálsson
Þrótti.
íslendingar og Færeyingar hafa leikið 4 A-landsleiki kvenna og
íslensku stúlkurnar hafa sigrað örugglega 3—0 í öllum leikjunum. I
íslenska liðið vantar nú nokkrar af máttarstólpum úr fyrri leikjum og
Færeyingar hafa verið í stöðugri sókn, þannig að búast má við jöfnum
og spennandi kvennaleikjum.
Keppni bikarhafa
West Ham tapaói 4—1
AUSTUR-Þýska liðið FC Carl
Zeiss Jena gerði jafntefli við
Newport 2—2 í Berlin i gær-
kvöldi í fyrri leik liðanna í
bikarkeppni bikarhafa. Aðeins
16.000 áhorfendur horfðu á leik-
inn. Mörk Jena skoraði Raab á
23. og 85. minútu. En fyrir
Newport skoraði Tynan á 40. og
90. minútu.
í Duesseldorf léku Fortuna og
Benfica í sömu keppni og lauk leik
liðanna með jafntefli 2—2.
Áhorfendur voru 35.000. Fortuna
náði fyrustunni í leiknum á 2.
mínútu með marki Wenzel. Carlos
Manuel jafnaði fyrir Benfica á 35.
mínútu en á 38. mínútu náði
Dusend forystu 2—1 fyrir Fortuna
og þannig var staðan í hálfleik. Á
75. mínútu leiksins jafnaði svo
Humberto metin 2—2.
Enska liðið West Ham varð að
sætta sig við stórt tap 4—1 á
heimavelli sínum gegn grúsíska
liðinu Dynamo Tblisi og á því enga
möguleika á að komast áfram.
Úrslit í bikarkeppni bikarhafa í
gærkvöldi urðu þessi:
Fortuna Duesseld. — Benfica 2—2
Slavia Sofia — Feyenoord 3—2
Carl Zeiss — Newport 2—2
West Ham — Dynamo Tblisi 1—4
Islandsmót í
borötennis
ÍSLANDSMÓTIÐ I borð-
tennis verður að þessu sinni
haldið á þremur dögum. 7.,
14. og 15. mars, i Laugar-
dalshöll í Reykjavik.
Laugardaginn 7. mars
hefst keppnin kl. 9:30 og
þann dag verður keppt i
öllum unglingaflokkum og
öldungaflokkum, sbr. eftir-
farandi:
Drengir (15—17 ára) ein-
liða- og tvíliðaleikur.
Sveinar (13—15 ára) ein-
liða- og tvíliðaleikur.
Piltar (yngri en 13 ára)
einliðaleikur.
Stúlkur (15—17 ára) ein-
liða- og tvíliðaleikur.
Meyjar (13—15 ára) ein-
liðaleikur.
Telpur (yngri en 13 ára)
einliðaleikur.
Tvenndarkeppni unglinga.
Einliðaleikur öldunga („old
boys").
Einliðaleikur öldunga („old
girls“).
Gert er ráð fyrir að tvíliða-
og tvenndarleikir verði fyrir
hádegi en einliðaleikirnir eft-
ir hádegi.
Laugardaginn 14. mars
hefst keppnin kl. 14:00 og
verður þá keppt í tvenndar-
og tvíliðaleikjum fullorðinna.
sbr. eftirfarandi:
Tvíliðaleikur karla (meist-
araflokkur).
Tvíliðaleikur kvenna
(meistaraflokkur).
Tvenndarkeppni.
Tvíliðaleikur öldunga.
Sunnudaginn 15. mars
hefst keppnin kl. 14:00 og þá
verður keppt í:
Meistaraflokkum karla og
kvenna.
I. flokki karla og kvenna.
II. flokki karla.
Þessi hluti mótsins er
punktamót og opinn bæði
unglingum og fullorðnum.
Mótanefnd áskilur sér rétt
til að fella niður keppni í
flokkum sem ekki ná lág-
marksþátttöku, sbr. 16. gr.
keppnislaga, eða slá saman
flokkum eftir því sem við á.
Meistaramót
Reykjavíkur
í badminton
Meistaramót Reykjavíkur
í badminton 1981 verður
haldið i húsi TBR, dagana
14. —15. mars nk. Mótið
heíst kl. 15.00 laugardaginn
14. mars, en verður fram
haldið kl. 14.00 sunnudag-
inn 15. mars.
Keppt verður i öllum
greinum í eftirtöldum flokk-
um, ef næg þátttaka fæst:
Meistaraflokki
A-flokki
Öðlingaflokki (40—49
ára)
Æðstaflokki (50 ára og
eldri)
Keppt verður með Pioneer
G-1130 boltum.
Mótsgjald er kr. 60.00
fyrir einliðalcik og kr. 50 pr.
mann í tviliða- og tvenndar-
leik.
Þátttökutilkynningar
skulu berast TBR i siðasta
lagi þriðjudaginn 10. mars.
nk.
Myndir af UMF Skallagrimi nýbökuðum íslandsmeisturum í 2. flokki kvenna 1981. Stúlkurnar eru: íris
Grönfeldt. Svafa Grönfeldt, Lára Kristinsdóttir, Jónina Arnardóttir, Heha Björnsdóttir, Berglind
Sigvaldadóttir. Oddný Bragadóttir, Anna Dóra Markúsdóttir, Anna Björg Bjarnadóttir. Hjördis Edda
Árnadóttir, Baldrún Jónsdóttir og Jóhanna Konráðsdóttir. Með þeim á myndinni er þjálfarinn þeirra
DeCarsta Webster og Gísli Halldórsson.
3. deildar liö úti á landi óskar eftir
knattspyrnuþjálfara
í sumar. Uppl. veitir Kristján í síma 96-44117 eöa
44164.
1