Morgunblaðið - 05.03.1981, Side 31

Morgunblaðið - 05.03.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 31 arstjórn ... frá borgarstjórn ... frá borgarstjórn ... Hann sagði að fjöldi manna ynni hjá borginni og þar gæti að líta þverskurð af þjóðfélaginu. Launa- málin væru viðkvæmur málaflokk- ur og þyrftu aðilar að standa sameiginlega að ákvörðun slíkra mála og aldrei hefðu þau verið notuð til pólitísks áróðurs. Birgir sagði að það væri afskaplega auð- velt fyrir minnihiutaflokk að taka undir öll erindi og kröfur óánægðra starfshópa, en slíkt hefði Sjálfstæð- isflokkurinn ekki gert. Slíkt væri ábyrgðarleysi. Hins vegar væri nú allt í einu breytt um vinnubrögð. Hann sagði að fulltrúi Alþýðu- bandalagsins hefði rifið sig út úr þessu og flutt tillögu um að samn- ingar yrðu opnaðir að nýju. Menn yrðu að gera sér grein fyrir því í hvaða átt Starfsmannafélag Reykjavíkur vill beina samningun- um. Hins vegar hefðu engar tillögur um lausn á málinu komið fram ennþá. Birgir sagði að málatilbún- aður Alþýðubandalagsins bæri óneitanlega keim af sýndar- mennsku. Einber sýndarmennska Næstur tók til máls Davíð Oddsson (S). Hann sagði að Guðrún Helgadóttir hefði engar skýringar gefið á þessum leik sínum í ræðu sinni, „hún stóð uppi með sýndar- mennskuna einbera," sagði Davíð. Davíð sagði að það væri alkunna að Alþýðubandalagið hefði gengið ein- arðlega fram í því fyrir 3 árum að svíkja kosningaloforðið „Samning- ana í gildi". „Nú hafa þeir áttað sig á því að kosningar eru í nánd og nú erum það ekki við sjálfstæðismenn sem Alþýðubandalagið telur sig eiga í höggi við, heldur samstarfs- flokkar í borgarstjórn, Framsókn- arflokkinn og Alþýðuflokkinn." Davíð sagði að Alþýðubandalagið kappkostaði að telja fólki trú um að það væri gott en samstarfsflokk- arnir vondir. Davíð sagði að allir sæju í gegnum þessa kosninga- brellu Alþýðubandalagsins, auk þess væri þetta ósmekklegt. „... meirihlutinn svo- nefndi gat ekki orðið sammála ...“ Að máli Davíðs loknu tók til máls Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (Abl). Sjöfn ræddi um mál fóstra og sagði að eina leiðin til að halda dagvist- unarheimilum opnum, væri að framlengja uppsagnarfrest fóstra um þrjá mánuði. Þá fengist meira svigrún fyrir launamálanefnd til að ná samkomulagi og einnig að þá myndu dagvistunarheimili ekki lok- ast fyrr enn a.m.k. 3 mánuðum seinna. Þá vék Sjöfn máli sínu að tillögu þeirra Kristjáns Benedikts- sonar sem engan hlaut stuðning í borgarráði og sagði Sjöfn að tillag- an hefði ekki náð fram að ganga vegna þess að „fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í borgarráði þorði ekki að taka afstöðu til málsins og sat hjá við afgreiðslu þess“. Þá gagnrýndi Sjöfn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa setið hjá, það væri stefnuleysi. Síðan sagði Sjöfn: „Því er þó ekki að neita að nokkuð hafa þeir félagar til síns máls, þar sem meirihlutinn svonefndi gat ekki orðið sammála um svo eðlilega málsmeðferð, eins og þá sem við Kristján gerðum tillögu um í borgarráði..." Og Sjöfn hélt áfram: „Kem ég þá að hinum ömurlega hráskinnsleik Al- þýðubandalagsins í sambandi við þetta mál og þá einkum og sér í lagi Guðrúnar Helgadóttur, sem virðist ætla að nota þetta mál sér og sínum flokki til framdráttar og atkvæða- veiða í komandi kosningum. Er rétt að minna aðeins á raunverulega afstöðu Alþýðubandalagsins til launamála og kjarasamninga opin- berra starfsmanna, eins og nú hefur komið fram að undanförnu. Eftir að hafa dregið samninga við opinbera starfsmenn á langinn mánuðum saman, náðist loks sam- komulag um óverulegar kjarabætur nokkru fyrir jól. Blekið úr pennum þeirra Ragnars Arnalds og Harald- ar Steinþórssonar var varla þornað, þegar samningar voru rofnir með lagaboði og margra mánaða vinna við samningagerð að engu og opin- berir starfsmenn, og þar á meðal fóstrur, lækkaðir í launum um 7% frá 1. mars nk. Það er sú hin sama Guðrún Heigadóttir sem hér í borgarstjórn þykist berjast fyrir bættum kjörum fóstra, sem á Al- þingi og með stuðningsmönnum núverandi ríkisstjórnar, stendur að því að rjúfa nýgerða kjarasamninga og lækka laun fóstra um 7%. Hver er nú krafan um „Samningana í gildi“, sem Guðrún Helgadóttir flutti hér inn í borgarstjórn í júní 1979?“ sem mælst er til að félags- málaráðherra taki mál þetta til sérstakrar meðferðar og bent er á hvort ekki væri eðlilegt að lögum um viðlaga- tryggingu verði breytt á þá lund að hún taki sér bóta- greiðslur vegna þessara tjóna. Nauðsynlegt að bregðast strax við Næst kom í ræðustól Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl). Hún sagði að það væri rétt og eðlilegt að taka þetta mál upp á fundinum og nauðsynlegt væri að bregðast strax við, ef afla ætti upplýsinga um tjónið. Það væri eðlileg málsmeðferð að borgin sem sveitarfélag aflaði upplýsinga um þetta mál. Síðan væri það spurning- in hvað hægt væri að gera fyrir það fólk sem fyrir tjóni varð og ekki fær það bætt, sem ekki hafði tryggingu fyrir foki. Adda Bára kvaðst telja mjög gott að þessu máli væri hreyft og sagði að það þyrfti að koma til móts við fólk sem fyrir tjóni hefði orðið, á einhvern hátt. Stórt mál Næstur talaði Ólafur B. Thors (S). í ræðu sinni lýsti hann yfir stuðningi við tillögu Magnúsar L. Sveinssonar. Sagði hann að það væri ljóst að í trygginga- kerfinu væru göt sem gerðu það að verkum að margir yrðu að þoia það tjón sem nú hefði orðið, bótalaust. Sagði Ólafur að kanna yrði hvaða aðlili gæti bætt tjónið. Hann sagði að þetta væri stórt mál og trygg- ingafélögin myndu veita alla þá aðstoð sem þau gætu í þessu máli. Fer frágangur húsa versnandi? Þá kom í pontu Guðrún Helgadóttir (Abl). Hún sagði að allir ættu að geta sameinast um þessa tillögu. Hins vegar varpaði Guðrún fram þeirri spurningu hvort ekki væri ástæða fyrir yfirvöld að at- huga reglugerð um byggingu húsa og hvort henni væri framfylgt. Sagði Guðrún að það gerðist nánast á 5 ára fresti að milljarðar fykju út í loftið. Hún sagði að svo virtist sem gömul hús þyldu jafnvel betur óveður en hin nýrri, og því hlyti hún að spyrja hvort frágangur húsa færi versn- andi. „Þarf ekki að herða reglur varðandi frágang á hús- um?“ sagði Guðrún. Næst tók til máls Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (Afl). Hún lýsti yfir stuðningi sínum við framkomna tillögu Magnúsar L. Sveinssonar. Hún sagði að það væri sjálfsögð skylda borgaranna að aðstoða sam- borgara sína sem fyrir tjóni hefðu orðið. Þegar borgarfulltrúinn hafði lokið máli sínu, var tillaga Magnúsar L. Sveinsson- ar tekin á dagskrá og sam- þykkt með 15 samhljóða at- kvæðum. MARLIN-TOG LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG FLOTTEINN NÆLON-TÓG LANDFESTAR • BAUJUSTENGUR PLAST, BAMBUS BAUJULUKTIR LÍNUBELGIR NETABELGIR NÓTABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR NETAHRINGIR LÍNUDREKAR NETADREKAR NETALÁSAR NETAKÓSSAR BAUJUFLÖGG PLASTKÖRFUR VÍRKÖRFUR FISKGOGGAR FISKSTINGIR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR SVEDJUR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR í KASSA OG LAUSIR RAFMAGNS- HVERFISTEINAR SALTSKOFLUR ÍSSKÓFLUR SNJÓÝTUR KLAKASKÖFUR • NETAFLOT GRÁSLEPPUNET GAUÐMAGANET KOLANET SILUNGANET FLOT- OG BLÝ-TEINAR HÁKARLAÖNGLAR GOTUPOKAR GRISJUR Í RÚLLUM VIR- OG BOLTAKLIPPUR GUMMISLONGUR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INNLEGGS LOFTSLÖNGUR VELATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HVÍTUR OG MISL. ANANAUSTUM SÍMI 28855 OpiA laugardaga 9—12 GERMANÍA auglýsir FASCHING—KARNEVAL á morgun föstudag kl. 20.30 í Félagsheimilinu Seltjarnarnesi. 1 "4*9 ff* Bókamarkaóurinn SÝNINGAHÖLLINNI ÁFiTÚNSHÖFÐA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.