Morgunblaðið - 05.03.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
39
^ ____
Ottar Eggert Páls-
son — Minning
Fæddur 16. febrúar 1931.
Dáinn 20. febrúar 1981.
Dauðinn hefir nú sigrað vin
okkar sem hefir um langa tíð háð
baráttu stranga og angistarþunga.
Þegar unglings- og námsárum
lauk kvaddi dyra gestur sá er nú
hefir lagt lífsblóm hans að velli.
Arf íslenzkrar menningar og
styrkra ætta hlaut hann í vöggu-
gjöf. Brátt myrkvaðist lífssólin og
vonir brugðust. Þá þegar tók degi
að halla.
Kynni okkar urðu náin hin
seinni ár. Oft töluðum við saman
frá þeim stað er hann dvaldi á og
einnig þegar hann kom í heimsókn
til vandamanna sinna. Mér duldist
aldrei hin ljúfa lund, samúð og
vinátta er hann bar í brjósti til
sinna nánustu og sorgin yfir
örlögum þeim er voru lögð á
herðar hans. Alltaf ól hann þó
djúpt í huga von um batnandi
heilsu. Von um betri tíð og máski
áframhald um nám og þroska.
Áhugi hans á sögu íslands og
ættfræði var honum í blóð borinn,
enda kunni hann betri skil á þeim
fræðum en margir aðrir, það
duldist ekki þeim er deildu kjörum
við hann, þá sjaldan er fundust.
Óttar Eggert Pálsson fæddist í
Reykjavík 16. febrúar 1931. For-
eldrar hans voru hjónin Margrét
Magnúsdóttir og dr. Páll Eggert
Ólason.
Beztu kveðjur og þakkir fyrir
góð og æ betri kynni og fyrir
lærdóm okkur til handa, sem erum
sólarmegin í lífinu.
Birna Jónsdóttir
kveðja fáir vinir hann hinztu
kveðju.
Páll Eggert var vinmargur og
hlaut maklegt lof margra. Óttar
Eggert sonur hans fór ekki með
fjölmenni. Hann var hljóður ein-
fari í flokki hins þögla meirihluta.
Um hann verður fátt eitt skráð í
íslenzkum æviskrám þeim er skrá
framaferil og heiðursmerki. Þrátt
fyrir það verður hann minnis-
stæður vinum er hann eignaðist á
lífshlaupi sínu og fylgdust með
honum á ævibraut.
Himnasmiður lagði á hann
fjötra heilsubrests þegar á æsku-
árum.
Vonir þær er foreldrar og
vandamenn bundu við ungan svein
rættust eigi í þeim mæli er efni
atgervis stóðu til. Mun þó faðir
Óttars hafa bundið vonir nokkrar
við son sinn ungan, að hann bæri
fram merki atgervis og frægðar-
ferils.
Mennirnir álykta en Drottin
ræður.
Óttar Eggert lauk stúdents-
prófi. Einnig það var afrek er
honum tókst að vinna sjúkum og
sárum. Hugur Óttars stefndi til
sagnfræði og bókmenntanáms.
Þau fræði voru honum hugstæð
alla tíð svo sem hann átti kyn til.
Minnisstæð verður sú stund er
hann veitti viðtöku íslenzkum
æviskrám, ritverki föður síns, þá
þrotinn að heilsu. Bókmenntafé-
lagið sendi honum þær að gjöf í
minningu föður hans.
Við vorum stundum að gera
okkur vonir um að fara fámennir
og með friði á söguslóðir Njálu.
Setjast í grasigróna laut og taka
upp nestisbita og súpa kaffisopa
og rifja upp vígaferli og stórvirki
hetjualdar. Svo ætluðum við að
brosa saman að öllum þessum
fyrirgangi og fremdarstandi og
þurrka móðuna af gleraugunum
okkar og aka heilum vagni heim,
úr ríki Breiðbælinga og Öddaverja
er miðnætursólin ljómaði á lofti
og Rangárgrundin glóði við sól.
Pétur Pétursson þulur.
Minning:
Steinn Steinsen fv.
bœjarstjóri Akuregri
Óttar Eggert Pálsson var sonur
Páls Eggerts Ólasonar og Mar-
grétar Magnúsdóttur. Missti hann
móður sína árið 1946 var hann þá
aðeins 15 ára að aldri. Það var
honum mikið áfall og missir því
hún hafði verið honum svo kær.
Hann bjó á heimavistinni á Akur-
eyri þann tíma sem hann var við
nám í Menntaskólanum og lauk
stúdentsprófi frá MA árið 1954.
Eftir það fer hann að kenna þess
sjúkdóms sem háði honum að
meira eða minna leyti alla hans
lífdaga. Vegna þessa dvaldist
hann oft lengri tima á sjúkrahús-
um. En þrátt fyrir það var hann
ekki að kvarta, hann var hægláta
maður og mikið góður drengur.
Eg man þegar ég og systir mín
vorum litlar, þá vissum við að von
var á móðurbróður okkar, Óttari, í
heimsókn á jólum og öðrum hátíð-
isdögum og dvaldi hann oft í
nokkra daga og var ætíð kærkom-
inn gestur á heimili foreldra
okkar. Og var svo fram á þennan
dag.
Nú kveð ég Óttar minn, í hinsta
sinn, ég vona að honum líði vel.
„Dúnmjúkum hondum strauk kuliÖ um
krónu ok hx./ok kvöldið stóö álenKdar
hikandi feimiö og beið./AÖ baki okkar
tyndist í mistriö hin lanKÍrama Ieiö,/eins
ok lóttstÍKÍn dansspor i rökkur hins
hnÍKandi daKN.
Ok viA settumst við veKÍnn, tveir ferðlúnir
framandi menn,/eins ok fuKÍar, sem
þöndu tdnn vænK yfir úthöfin breið./Hve
Kott er að hvila hík rótt. eins ok lokið só
leið,/þótt lanKur ok eilifur KanKur biði
manns enn.“ (Steinn Steinarr.)
Hvíl í friði.
Margrét Berndsen
Fáum einum er gefið slíkt þrek
að lesa pensúm lagadeildar á fáum
vikum, Ijúka prófi með lofi og láði,
setja saman króníkur liðinna alda,
æviskrár íslenskrar þjóðar, rita
um aldarfar, sýsla um fjármuni og
framkvæmdir. Lifa lífsnautn frjóa
í embættisframa og fjölvísi. Páll
Eggert Ólason lék þá list með
prýði. Hann lék einnig á orgel
Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð
við sína eigin fermingarathöfn.
Námsferill og frami blöstu við
honum ungum í krafti skapfestu
og gáfna. Nú þá er organtónar
óma við útför yngsta sonar Páls
Eggerts, Óttars Eggerts Pálssonar
Margir stórbrotnir, sérkenni-
legir og eftirminnilegir menn hafa
verið prófdómarar við Mennta-
skólann á Akureyri alla þá löngu
tíð sem ég hef verið þar viðurloða.
Einn þessara svipmiklu og sér-
stæðu manna var Steinn Steinsen
verkfræðingur. Hann var próf-
dómari í stærðfræði á stúdents-
prófi, frá því að ég man fyrst eftir
mér við skólann, og síðan óslitið
þar til hann fluttist úr bænum.
Hann orkaði þannig á nemendur
að traust vakti. Festa hans og
gaumgæfni jók tiltrú á dómgreind
hans, og ekki var hann þess legur
að flana að neinu eða líklegur til
þess að rubba af nokkru verki í
flaustri.
Steinn Steinsen fluttist til Ak-
ureyrar og gerðist þar bæjarstjóri
á erfiðum tímum. Kreppan mikla
vofði enn yfir öllu, og fylgdu henni
margir óhrjálegir fiskar. Lítil
festa var í stjórnmálum á Akur-
eyri, svo að ekki færri en sex listar
fengu fulltrúa kjörna í bæjar-
stjórn í janúar 1934. Þar við
bættist að maður sá, sem einn
hafði verið bæjarstjóri frá upp-
hafi, Jón Sveinsson, lét nú af
embætti. Mikinn vanda var því við
að rjá, að fá hæfan og traustan
mann, þegar ósamlyndi og jafnvel
glundroði var á aðra hönd.
Engum mun nú dyljast að
heppilega tókst til, þegar Steinn
Steinsen var kosinn annar bæjar-
stjóri á Akureyri. Fljótt ávann
hann sér traust, enda hefur hann
gegnt embættinu lengur en nokk--
ur annar, eða í 24 ár. Hann vann
sér ekki traust og vinsældir með
látum eða lýðskrumi, né heldur
var hann hvers manns jábróðir.
En hann var gjörhugull, vel
menntaður, greindur og samvisku-
samur. Hann fór sér hægt og var
ekki morgunhani, en honum
vannst eigi að síður. Hann hélt
hlut sínum, og hann stjórnaði
Akureyrarbæ af eðlislægri festu
og yfirlætisleysi. Hann var af
sumum talinn íhaldssamur, en því
fór fjarri. Hann var varkár og
gætinn framfaramaður, sem und-
irbjó hvaðeina vel, það er hann
taldi til heilla horfa, og hann var
einkennilega glöggskyggn og
framsýnn í því efni.
Þegar ég kom fyrst í bæjar-
stjórn, var hann að láta af störf-
um, og það var ekkert þrotabú sem
hann skildi eftir sig. Bæjarfélagið
var vel á sig komið, og Akureyri
hafði mikið lánstraust, ef til
þurfti að taka. Það sannaðist best,
þegar ráðist var í Laxárvirkjun,
en störf Steinsens að því mikla
framfaramáli voru mjög mikilvæg
og ber líklega hæst, þegar bæjar-
stjóraferill hans er rakinn.
Steinn Steinsen gat verið glett-
inn og hafði gaman af leikfléttum.
Bridgemaður var hann af ástríðu
og list. Það sannreyndi ég sjálfur.
Lítt var hirt um tímamörk, þegar
til þess leiks var komið. Aldrei
sáust á honum mikil geðbrigði, en
stundum reykti hann ofurlítið
fleiri vindla en endranær og var
fljótari með hvern, þegar snúinn
vanda þurfti að leysa. Og Steinsen
leysti vandann.
Ég þykist mæla fyrir munn
fjölmargra Akureyringa, þegar ég
færi honum látnum þakkir fyrir
tryggð hans við bæinn og það
starf sem hann vann. Heilindum
hans, stefnufestu og styrk verður
alltaf við brugðið. Táknrænt má
það vera fyrir það álit, sem menn
höfðu á honum, að kraninn mikli,
stórvirkt og burðamikið verkfæri í
eigu Akureyrar, var í gamni og
alvöru látinn bera nafn hans í
daglegu tali.
Sonum Steinsens, Eggert og
Gunnari, sendi ég kveðjur mínar
um leið og ég ítreka þakkir mínar
til föður þeirra. Hans mun ég ætíð
minnast með virðingu og aðdáun.
Gisli Jónsson
Minning:
Friðjón Guðmundsson
frá Fáskrúðsfirði
Hinn 10. janúar sl. andaðist
Friðjón Guðmundsson frá Fá-
skrúðsfirði í Landspítalanum í
Reykjavík eftir þunga legu. Hann
var fæddur í Búðakaupstað í
Fáskrúðsfirði 17. april 1909, sonur
hjónanna Guðmundar Michelsen
og Snjólaugar Jónsdóttur er þar
bjuggu. Hann var yngstur fjög-
urra systkina, en að auki ólu þau
upp eina fósturdóttur. Öll náðu
þau systkinin fullorðinsaldri.
Friðjón ólst upp í foreldrahús-
um. Á uppvaxtarárum hans var
um fáar leiðir að velja fyrir unga
fólkið til atvinnu og starfa. Lög-
boðin skólafræðsla var að vísu
veitt, en fyrir þá sem hug höfðu til
frekara náms var leiðin torsótt,
því þröngur efnahagur var þar oft
til trafala. Friðjón lagði ekki á þá
braut, heldur kaus að leggja fram
krafta sína heima í fæðingarsveit
sinni. Þar lifði hann og bjó öll sín
athafnaár. Þá byggðist tilvera
fólksins á Austfjörðum að mestu á
því sem sókn til sjávarins gaf.
Þangað leituðu unglingarnir strax
og þeir höfðu mátt til að taka í ár
og þar var þeirra starfsvettvangur
er þroskaárin tóku við. Eins og hjá
öðrum jafnöldrum, stóð hugur
Friðjóns til þeirra starfa. Hann
stundaði lítt sjóróðra, en varð
öðrum snjallari við að stokka línu
og beita. Og í landi kunnu fáir
betur að verka sjávaraflann og
ganga frá honum til sölu en hann.
Þar voru handtökin hröð og örugg,
enda voru afköstin mikil. Langa
hríð vann hann í frystihúsinu í
Búðakaupstað og mörg hin síðari
ár sem verkstjóri. Þar naut hann
vinsælda, enda dagfarsgóður og
lipur í umgengni við alla. Öll störf
léku í höndum hans. Hann var
verkhagur og ráðdeildarsamur.
Um það bera þær byggingar vitni,
sem hann átti hlut að að reisa,
mest með eigin vinnu. Hann vann
af alúð við að tryggja afkomu
sinna nánustu en hafði minni
áhuga á afskiptum af opinberum
málum. Þó hygg ég, að hann hafi
starfað í hreppsnefnd kauptúns-
ins, en slíkt átti ekki við hann svo
setan þar varð stutt.
1. september 1933 kvæntist
Friðjón fermingarsystur sinni,
Borgþóru Guðmundsdóttur. Var
hún fædd og uppalin í hans
heimabæ og þekkti því vel þau
lífskjör og aðbúnað er þeirra beið.
Hjónabandið var farsælt. Þau
voru samhent og einhuga við að
fegra og prýða heimili sitt. Þar
var tekið rausnarlega á móti
gestum og þeir sem þar litu inn
nutu hlýju og vinsemdar hús-
bændanna í ríkum mæli. Þau
eignuðust eina dóttur, Ester, sem
nú er búsett í Vestmannaeyjum.
Hún er gift Hauki Kristjánssyni.
Sonur Borgþóru, Hörður Jakobs-
son, ólst upp hjá móður sinni og
stjúpa. Gekk Friðjón honum í
föður stað, enda var þar um
gagnkvæma virðingu og hlýju að
ræða. Friðjón eignaðist aðra dótt-
ur, Torfhildi, með Jónu Torfadótt-
ur. Er Torfhildur gift Óskari
Gunnarssyni. Búa þau í Fáskrúðs-
firði ásamt börnum sínum.
Er ævinni tók að halla og
umsvifin minnkuðu, fluttust þau
Friðjón og Borgþóra til Vest-
mannaeyja og bjuggu sér notalegt
heimili í húsi þeirra Esterar og
Hauks að Boðaslóð 20. Þar glödd-
ust þau við atlot og ærsl dóttur-
dætranna og fylgdust náið með
framförum þeirra og þroska. Með-
an kraftarnir entust, var unnið við
ýmis létt störf, en í frístundum
var leitað til blómanna. Þau hjón-
in höfðu einstakt yndi af blómum
og öllu er laut að ræktun þeirra.
Spöruðu þau hvorki tíma né fyrir-
höfn til að ná sem mestum árangri
á því sviði. M.a. kom Friðjón sér
upp litlu vermihúsi úr gleri til að
geta sinnt þessari tómstundaiðju
sem best.
Borgþóra andaðist fyrir nokkr-
um árum og eftir það bjó Friðjón í
skjóli dóttur og tengdasonar.
Heilsan leyfði honum að bregða
sér i heimsókn austur á æsku-
stöðvarnar og varð það honum til
mikillar gleði og uppörvunar. En
sl. haust brast heilsan að fullu og
baráttan hófst. Og þótt andstaðan
væri hörð, varð hinn síðasti dóm-
ur ekki umflúinn.
Friðjón var jarðsettur í kirkju-
garðinum í Vestmannaeyjum við
hlið konu sinnar. Þar hvíla þau nú
eftir langan og strangan vinnu-
dag. En hlýjar hugsanir og þakkir
fyrÍT samfylgdina fylgja þeim yfir
landamærin miklu. Þau höfðu með
starfi sínu lagt sitt af mörkum til
betra lífs fyrir þá kynslóð sem nú
ræður ríkjum hér á landi og nýtur
verka þeirra, sem brautina ruddu.
Vinur
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Mér flnnal ég akki nógu góéur Hl að vara kriatínn. Ég atanzt akki
maalikvarða Bibliunnar. Á ég nokkra von?
Já, vissulega eigið þér von! Hvergi stendur það í Biblíunni að menn
þurfi að verða góðir til þess að verða kristnir. I raun réttri sagði Jesús
sjálfur: „Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara til
iðrunar." Og á öðrum stað segir: „Kristur Jesús kom í heiminn til að
frelsa synduga menn“.
Um alla Biblíuna eru fyrirheit handa yður. „Ekki sendi Guð son
sinn í heiminn til þess að dæma heiminn, heldur til þess að heimurinn
skyldi frelsast fyrir hann.“ Er til dásamlegra fyrirheit en þetta?
Hafið þér nokkurn tíma veitt því athygli, að Jesús var sífellt í vanda
staddur gagnvart þeim, sem fannst þeir vera nógu góðir? Það fór
alltaf vel á með honum og þeim, sem vissu, að þeir væru slæmir. Það
var von fyrir þá, og eins er von fyrir yður.
Þér eigið aðeins að játa synd yðar og óverðugleika og hata svo synd
yðar, að þér snúið baki við henni — og þrá hjálpræðið svo að þér þiðjið
Jesúm að veita yður það, og treystið því, að hann geri það. Þá verðið
þér einn í fjölskyldu Guðs fyrir trú á Krist.
Ég bið yður fyrir alla muni: Bíðið ekki lengur eftir því, að þér batnið
nógu mikið. Varpið yður nú þegar í náðarfaðm Guðs. Hann tekur á
móti yður fyrir sakir Jesú Krists.