Morgunblaðið - 05.03.1981, Side 1

Morgunblaðið - 05.03.1981, Side 1
48 SIÐUR 53. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Nýjum verkföllum hótað í Póllandi Varsjá. 4. mars. — AP. DEILD Samstöðu. hins óháða pólska verkalýðs- sambands. í Lodz. næst stærstu borg Póllands, til- kynnti í dag, að boðað yrði til verkfalls ef fimm félag- ar í Samstöðu yrðu ekki endurráðnir, en þeim haíði verið sagt upp störf- um. Þetta er í fyrsta sinn sem hótað er verkfalli síð- London, 4. mars. — AP. DOLLARINN féll allveru- lega í verði í gær og í dag eftir að hafa hækkað nokk- uð síðustu þrjá eða fjóra dagana þar á undan. Verð- lækkunin í gær stafar af vaxtalækkun helstu banka í Bandarikjunum og vaxtahækkun vestur- þýska seðlabankans. an kyrrð komst á fyrir um hálfum mánuði. Talsmaður Samstöðu í Lodz sagði, að ákvörðun um að- gerðir deildarinnar hefði ver- ið tekin í samráði við aðal- stöðvar verkalýðssambands- ins í Gdansk en viðvörunin um verkfallið barst frá skrifstofum deildarinnar í Varsjá. Verkamönnunum fimm hafði verið sagt upp Vaxtaiækkunin vestra í gær olli því, að mikil sala var á dollur- um á alþjóðlegum gjaldeyrismörk- uðum og jafnframt styrktist vestur-þýska markið vegna vaxta- hækkunar seðlabankans. Gull hækkaði einnig í verði. Vextir í Bandaríkjunum eru 18% og er haft eftir kauphallar- starfsmönnum, að almennt sé bú- ist við því, að þeir muni enn lækka. störfum á spítala án nokkurs fyrirvara og án þess að ástæðan væri tilgreind. Fjórir þeirra hafa tekið mikinn þátt í.að skipuleggja frjáls verka- lýðsfélög. Forystumenn Samstöðu í Lodz sögðu í tilkynningu sinni, að þeir hefðu rætt við forráðamenn spítalans og borgaryfirvöld og einnig skot- ið málinu vil vinnumálaráðu- neytisins. Þeir sögðu, að ákveð- ið hefði verið að undirbúa verkfallsaðgerðir þegar vinnumálaráðherrann hefði ekki virt þá svars. í Varsjá sagði talsmaður starfsmanna Kristilegs út- gáfufélags, sem starfar í skjóli hins opinbera, að þeir ætluðu að hætta hungurverk- falli, sem þeir hófu fyrir 10 dögum til stuðnings þeirri kröfu, að fésýsla yfirmanna stofnunarinnar yrði rannsök- uð opinberlega. Þeir eru m.a. sakaðir um að veita sjálfum sér lán úr sjóðum félagsins og greiða sér að auki „óheyrileg" laun. Að sögn talsmanns starfsmannanna hafa stjórn- völd heitið því að rannsaka málið. Veruleg verð- lækkun dollars AP-stmamynd. Lik tyrknesks sendimanns liggur i götunni eftir að ráðist var á hann og tvo landa hans með vélbyssuskothríð i París i gær. Annar sendiráðsmaður særðist alvarlega en sá þriðji slapp ómeiddur. Leynileg samtök Armeniumanna segjast bera ábyrgð á morðárásinni. Sendiráðsmaður skotinn í París Parls. 4. mars. — AP. spítala en sá þriðji slapp ómeidd- Breski Verkamannaflokkurinn: Þingflokkurinn gegn úrslitum aukaþings London, 4. mars. — AP. MIKILL meirihluti þing- manna breska Verkamanna- flokksins hafnaði í dag í atkvæðagreiðslu niðurstöðum aukaþings flokksins frá 24. janúar sl. en þær hafa valdið því, að flokkurinn er nú klofinn og nýr flokkur í uppsiglingu. Michael Foot Michael Foot, leiðtogi Verka- mannaflokksins. bar upp tillög- una um að hafna úrslitum aukaþingsins og studdu hana tveir þriðju þingmannanna. Foot, sem löngum hefur verið mjög vinstrisinnaður, hefur nú greinilega tekið afstöðu gegn sinum fyrri félögum í örvænt- ingarfullri baráttu fyrir fram- tíð flokksins. Við atkvæðagreiðsluna í dag sagði Foot, að þingflokkurinn ætti að ráða a.m.k. helmingi atkvæða við leiðtogakjör en á aukaþinginu var ákveðið, að starfsmenn flokks- ins, sem eru einkum vinstrisinnar, og verkalýðsleiðtogar skyldu ráða 70% en þingmenn 30%. 155 af 255 þingmönnum Verka- mannaflokksins stofnuðu í fyrra mánuði með sér samtök til að vinna gegn ákvörðun aukaþingsins og nutu við það óformlegs stuðn- ings Foots. Það var þó i fyrsta sinn í dag, að hann kvað upp úr með, að hann yrði í fararbroddi í baráttunni gegn vinstrimönnum. Ekki er þó búist við að úr þessum málum verði skorið fyrr en á árlegu þingi flokksins í haust nema boðað verði til annars auka- þings bráðlega. TYRKNESKUR sendiráðsmað- ur var skotinn til bana á götu i París i dag og annar alvarlega særður. Samtök, sem nefnast Frelsishreyfing Armeniuanna, segjast bera ábyrgð á morðinu og er þetta í þriðja sinn sem þau ráða tyrkneskan sendi- mann af dögum í Frakklandi. Ráðist var á Tyrkina, sem voru þrír saman, með vélbyssuskothríð þegar þeir komu út úr skrifstofu eins þeirra, Resat Moralis, sem sér um málefni tyrkneskra verka- manna í Frakklandi, og féll hann strax fyrir kúlnahríðinni. Annar var fluttur alvarlega særður á Skömmu eftir árásina hringdi maður til fréttastofunnar France Press og sagði, að Frelsishreyfing Armeníumanna hefði verið hér að verki. Þau samtök segjast sjáif bera ábyrgð á 140 sprengjutilræð- um og morðárásum víða um heim og hafa einkum Tyrkir orðið fyrir barðinu á þeim. Talið er, að þau hafi náið samstarf við PLO, frels- issamtök Palestínumanna. Margir útlægir Armeníumenn bera Tyrki þeim sökum að hafa myrt hálfa aðra milljón landa sinna á dögum fyrri heimsstyrj- aldarinnar en Tyrkir og Sovét- menn ráða nú Armeníu, sem áður var sjálfstætt ríki. Sovéski sendiherrann hefur í hótunum við Ástrali: Ástralía líklegt skot- mark í kjamorkustríði Canberra. 4. mars. — AP. MALCOLM Fraser, íorsætisráA herra Ástralíu. réðst i dag harkalega á sendiherra Sovét- rikjanna þar i landi, Nikolai Soudarikov, sem hann sagði hafa haft i hótunum við áströlsku þjóðina. Fraser bar fram ásakanir sínar á þingi í dag vegna frétta sem blaðamenn skrifuðu í dag um matarboð hjá sovéska sendiherr- anum. í boðinu sagði Soudarikov, að sú ákvörðun áströlsku stjórn- arinnar að leyfa endurbætur á bandarískum herstöðvum þar í landi og ennfremur flug B-52- sprengjuflugvéla yfir landið gerði Ástralíu mjög líklegt skotmark í kj arnorkusty rj öld. Sendiherrann sovéski áfelldist einnig áströlsk stjórnvöld fyrir stirð samskipti milli þjóðanna og sagði, að viðbrögð Ástralíumanna við innrás Rússa í Afganistan væru orðin meiri en góðu hófi gegndi. Á þingfundinum í dag sagði Fraser, forsætisráðherra, að um- mæli Soudarikovs væru „alvarleg hótun“ og að af henni mætti ráða, að Sovétmenn hefðu að yfirvarpi einu stefnuna um friðsamleg sam- skipti við Ástralíumenn og aðrar þjóðir. Hann gagnrýndi einnig rússneska sendiherrann fyrir að hafa komið boðskap sinum á framfæri við fréttamenn, sem hann sagði ganga þvert á eðlilega starfshætti sendiráða. Fraser sagði að lokum, að eðlileg samskipti við Sovétmenn yrðu ekki tekin upp fyrr en þeir hefðu farið með allan sinn her frá Afganistan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.